Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
27
Otrúleg afstaða sveitarstjórna Skil-
mannahrepps og Innri-Akraneshrepps!
eftir Gísla S.
Einarsson
Undirritaður setti fram tillögu
um að fram færi atkæðagreiðsla í
Skilmannahreppi, Innri-Akranes-
hreppi og Akranesi og gefa á þann
hátt íbúum sveitarfélaganna kost
á að segja sitt álit á sameiningu.
Ástæða fyrir tillögunni er m.a.
að undirrituðum er kunnugt um
að nokkrir íbúar tveggja fyrr-
nefndu sveitarfélaganna telja eðli-
legast að þessi sveitarfélög verði
sameinuð, þó sérstaklega íbúar í
Innri-Akraneshrepp.
Líklegt er að hvergi utan höfuð-
borgarsvæðisins séu meiri land-
fræðileg rök fyrir sameiningu
sveitarfélaga á Islandi. Samstarf
er um fjölmörg málefni nú þegar
milli þessara sveitarfélaga sem
byggjast fyrst og fremst á stærð
Akraness og þjónustustigi þar sem
eC mjög gott.
Nær allir íbúar sveitarfélaganna
sem vinna önnur störf en beint að
landbúnaði vinna á Akranesi eða
þá í Járnblendiverksmiðjunni að
Grundartanga. Tillaga mín byggist
á möguleikum á því að snúa vörn
í sókn hvað varðar atvinnutæki-
færi á svæðinu en veruleg fækkun
atvinnutækifæra hefur orðið á síð-
astliðnum áratug.
Markmið tillögunnar er að sam-
eina sveitarfélögin til að bæta hag
íbúanna, fá betri þjónustu og auka
bjartsýni í kjölfar þess að svæðið
er sérlega vel fallið til að verða
reynslusveitarfélag.
Hér koma svo svör sveitarfélag-
anna eins og þau bárust Umdæma-
nefnd Vesturlands:
„Á fundi bæjarráðs Akraness
sem haldinn var 13. janúar 1994,
var m.a. tekið fyrir skeyti Um-
dæmanefndar Vesturlands, dags.
11. janúar 1994, þar sem óskað
er álits á tillögu um að Akranes-
kaupstaður, Innri-Akraneshreppur
og Skilmannahreppur kjósi um
sameiningu þessara sveitarfélaga.
Bæjarráð Akraness er samþykkt
þeirri tiilögu að kosið verði um
sameiningu Akraneskaupstaðar,
Skiimannahrepps og Innri-Akra-
neshrepps.
Það tilkynnist hér með.“
„Skilmannahreppi 13. janúar
1994.
í framhaldi af skeyti umdæma-
nefndar S.S.V. frá 11. janúar sl.
móttekið 12. janúar, þar sem kynnt
er tillaga sem fram kom á fundi
umdæmanefndar um sameiningu
Akraneskaupstaðar, Innri-Akra-
neshrepps og Skilmannahrepps.
Hefur umrædd tillaga verið rædd
innan hreppsnefndar. í ljósi þeirrar
umræðu og skoðunarkönnunar
sem fram fór í hreppnum á sl.
ári, telur hreppsnefnd tillöguna
ekki vænlega til að hljóta meiri-
hluta fylgi innan hreppsins ef til
atkvæðagreiðslu kæmi.“
„Á fundi hreppsnefndar Innri-
Akraneshrepps 13. janúar 1994
var tekið fyrir símskeyti frá Um-
dæmanefnd Vesturlands dags. 11.
janúar 1994, þar sem óskað er
eftir umsögn sveitarstjórnar um
kosningu um sameiningu Akranes-
kaupstaðar, Innri-Akraneshrepps
og Skilmannahrepps.
Eftirfarandi var samþykkt:
Hreppsnefnd er andvíg því að
kosning um þessa sameiningu fari
fram.“
Hér getur að líta vilja sveitar-
stjórnarmanna sveitarfélaganna en
á grundvelli svara þeirra hefur
Umdæmanefnd Vesturlands unnið.
Hreppsnefnd Skilmannahrepps
færist undan að gefa skýr svör,
en vitnar til könnunar sein gerð
var á sl. ári og atkvæðagreiðslu
frá 20. nóvember sl. þessi rök eru
léttvæg fyrir svari þeirra, því slcoð-
anakönnun var gerð án umræðu
og kynningar. Þegar kosið var um
sameiningu 20. nóvember sl. var
um allt aðra tillögu að ræða.
Það sem ég les út úr svari
hreppsnefndar er að þeir vilja ekki
gefa þessari hugmynd færi á að
fara í umræðu og kynningu vegna
þeirra áhættu sem því fylgir sem
er, að þeir gætu misst stólana sína,
með meirihlutafylgi með tillögunni.
Varðandi svar hreppsnefndar
Innri-Akraness er það að segja að
þeir vita að margir íbúar hreppsins
telja möguleika felast í saméining-
unni. Þjónustustig sem er lágt í
hreppnum myndi gjörbreytast, í
þágu íbúanna án þess að sérstaða
þess að búa í dreifbýli skerðist.
Hreppsnefnd Innri-Akraness
vill ekki vera með í að reyna að
ná sátt um sameinað dreifbýli og
þéttbýli í þágu íbúanna á svæðinu.
Það sem unnt er að benda á sem
hefði breyst strax er dagvistunar-
mál, heimilishjálp, umhverfis- og
heilbrigðismál og síðast en ekki
síst samgöngur. Fyrir mér er svar
fyrir hönd íbúanna sem er eins og
svar hreppsnefndar Innri-Akra-
ness valdníðsla.
Nokkur lokaorð
Það er með ólíkindum hvernig
lireppsnefnd hreppanna sunnan
Skarðsheiðar hafa unnið gegn því
að góð kynning fari fram um þá
möguleika sem sameining sveitar-
Gísli S. Einarsson
„Þröngsýni og sérgæði
koma fram í afgreiðslu
hreppsnefndanna.“
félaganna gefur. Það samstarf sem
er núna á milli sveitarfélaganna
sunnan Skarðsheiðar byggist á
stærð og getu Akraness og hefur
orðið að draga litlu hreppana út í
það til hagsbóta fyrir íbúa þeirra
í npkkrum tilvikum.
Ég lagði þessa tillögu fram í
Umdæmanend Vesturlands til þess
að gefa færi á að snúa vörn í sókn
að dæmi Snæfellinga og Dala-
manna sem nú hafa náð fyrirmynd-
arsamkomulagi um sameiningu.
Ég vildi að íbúar hefðu fengið
tækifæri til að svara sjálfir að lok-
inni kynningu og mati á hvað sam-
eining myndi hafa í för með sér.
Þröngsýni og sérgæði koma
fram í afgreiðslu hreppsnefndanna
í þeirra svörum, þeir vilja ekki
möguleika aukinnar atvinnu, þeir
vilja ekki bætta þjónustu og aukið
sjálfsforræði sveitarfélaga. Þeirri
forræðishyggja gagnvart íbúum
kemur fram í verkum þeirra.
Höfundur er þingnmditr
Alþýðuflokks í
Vesturlandskjördæmi.
HÓTEL
LEIFUR EIRÍKSSON1
Skólavörðustíg 45
Réykjavlk
sími 620800
Fax 620804
Hagkvæm gisting
í hjarta borgarinnar
Einst.herb.
kr. 2.900
Tveggja m. herb.
kr. 3.950
Þriggja m. herb.
kr. 4.950
Morgunverður innifalinn
Bæjarleiðir Taxi
Flugstöð Leifur Eiríksson
1-4 farþ. kr. 3.900 j
5-8 farþ. kr. 4.700 :
<
EINUNGIS
6 BÍLAR
A EINSTÖKU
VERÐI
EFTI R
Windows 3.1
PC grunrmámskeið
Word fyrir Windows og Macintosh
WordPerfect fyrir Windows
Excel fyrir Windows og Macintosh
Paradox fyrir Windows
Novell námskeið fyrir netstjóra
Word og Excel framhaldsnámskeið
VEL BUINN gUARTET A AÐEINS
Hagstætt verð og afar
veglegar kennslubækur
fylgja með námskeiðum.
Skráning í
síma 616699
g \
Í9a/
297.DDD KR
□ RFAIR BILAR A VERÐI BEM EKKI ER HÆGT
AÐ LITA FRAMHJA. TOKUM GAMLA BILA UPPI
OG LANUM Þ E R AFGANGINN.
- Tölvuskoli Reykiavíkur
Ba.-.-.7«i ■ Borgartúni 28, sími 91 -616699
l loncla .Quartct cr búinn .sparnovtinni l,5l; 9() hustalla \cl
mcb Ix-inni innspvtingu. vökvastvri. samlæsingu a hurðuni. o.ui.tl.
VatnaiiörcTuni - Sími 689900