Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
43
ÚRSLIT
Handknattleikur
Stjarnan - Haukan 18:17
Ásgarður, 1. deild kvenna í handknattleik,
þriðjudaginn 8. febrúar 1993.
Gangur leiksins: 4:1, 5:2, 7:5, 8:6, 10:8,
12:11, 17:14, 18:17.
Mörk Stjörnunnar: Una Steinsdóttir 4,
Guðný Gunnsteinsdóttir 4, Ragnhei(\ur
Stephensen 3, Helga Sigmundsdóttir 2, Þur-
iður Hjartardóttir 1, Herdís Sigurbergsdóttir
1, Hrund Grétarsdóttir 1, Ásta Sölvadóttir
1, Margrét .Vilhjálmsdóttir 1.
Varin skot:_Sóley Halldórsdóttir 14.
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Hauka: Kristín Konráðfdóttir 7,
Harpa Melsted 5, Ragnheiður Gunnarsdóttir
3, Rúna Lísa Þráinsdóttir 2.
Varin skot: Anja Perdomo 14.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Vigfús Þorsteinsson og Gunn-
laugur Hjáimarsson.
HStjörnustúlkur átti í erfiðleikum með
Haukastúlkur og virtist sem undanúrslitin í
bikarnum sætu í þeim. Best í liði Stjömunn-
ar var Sóley Halldórsdóttir, markmaður. Hjá
Haukum átti Anja Perdomo, markmaður,
góðan leik og Kristín Konráðsdóttir var at-
kvæðamikil. Nina Getsko lék ekki með
Stjörnunni, þar sem hún á við meiðsli að
stríða eftir leikinn á laugardaginn.
Vikingur - Fram 23:19
Víkin.
Gangur leiksins: 6:2, 8:3,10:5,14:7,15:11,
18:13, 19:14, 23:16, 23:19.
Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdóttir 7/4,
Halla M. Helgadóttir 4/1, Hulda Bjarnadótt-
ir 3, Heiða Erlingsdóttir 3, Hanna M. Helga-
dóttir 2, Matthildur Hannesdóttir 2, Heiðrún
Guðmundsdóttir 1, Svava Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 9.
Utan vallar: 12 mínútur. Hulda Bjarnadótt-
ir fékk rauða spjaldið.
Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8,
Díana Guðjónsdóttir 4/2, Zelka Tosic 3,
Hafdís Guðjónsdóttir 2, Ósk Víðisdóttir 2.
Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 10 (þar
af tvö ti! mótheija).
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Egill og Örn Markússynir.
■Víkingar voru með yfirhöndina allan leik-
inn og spurningin var bara hversu stór sig-
urinn yrði. Liðsheild Víkings var góð en
Guðríður Guðjónsdóttir var allt í öllu hjá
Fram og átti stórleik í seinni hálfleik. Þess
má geta að Steinunn Tómasdóttir lék ekki
með Fram vegna meiðsla, en hún er handar-
brotin og leikur ekki með á næstunni.
Guðrún R. Kristjánsdóttir.
Körfuknattleikur
Valur-UMFT 98:103
Hlíðarendi, úrvalsdeildin i körfuknattleik,
þriðjudaginn 8. febrúar 1994.
Gangur leiksins: 0:2, 11:9, 16:16, 21:18,
32:28, 32:34, 35:34, 37:47, 42:56, 44:56,
53:61, 56:70, 58:77, 63:82, 69:90, 86:92,
93:96, 97:100, 98:101, 98:103.
Stig Vals: Franc Booker 42, Ragnar Þór
Jónsson 26, Brynjar Karl Sigurðsson 14,
Bragi Magnússon 9, Bergur Már Emilsson
5, Björn Sigtryggsson 2.
Stig UMFT: Robert Buntic 33, Lárus Páls-
son 18, Páll Kolbeinsson 17, Ingvar Orms-
son 14, Ómar Sigmarsson 11, Hinrik Gunn-
arsson 10.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristján
Möller voru góðir.
Áhorfendur: Um 180.
NBA-deildin
Leikir aðfararnótt mánudagskvöld:
Atlanta — Detroit...............141:97
■Stacey Augmon gerði 26 stig, Mookie
Blaylock 18 og Dominique Wilkins 17 í stór-
sigri (44 stiga mun) á Detroit Pistons. Þetta
er stærsti sigur Atlanta, en áður hafði liðið
unnið mest með 42 stiga mun í deildinni,
San Diego Rockets 1967 og Philadelphia
76ers 1989. Allan Houston var atkvæða-
mestur i liði Pistons með 22 stig.
Indiana — Golden State..........104:99
■ Reggie Miller gerði níu af 17 stigum sín-
um í fjórða leikhluta, en Rik Smits var stiga-
hæstur með 28 og tók 13 fráköst. Latrell
Sprewell var bestur í liði gestanna, gerði
26 stig.
Philadelphia — Charlotte......125:117
■Clarence Weatherspoon náði fyrstu þre-
földu tvennunni á ferlinum. Hann gerði 15
stig, tók 15 fráköst og átti 13 stoðsending-
ar. Jeff Hornacek var stigahæstur i liði
Philadelphiu með 36 stig og þar af 20 f
fyrsta leikhluta. Tim Perry náði persónulegu
stigameti er hann skoraði 31 stig. Hjá Charl-
otte var Hersey Hawkins stigahæstur með
31 stig og Muggsy Bogues kom næstur með
24 stig. Charlotte lék án Larry Johnson,
Alonzo Mourning, Scott Buri-ell, LeRon Ellis
og Kenny Gattison, sem allir eru meiddir.
Miami - New York................,96:85
■ Steve Smith var með 25 stig og þeir
Rony Seikaly og John Salley gerðu 22 stig
hvor. Þetta var fyrsti sigur Miami á New
York [ sfðustu 11 leikjum. Patrick Ewing
var óveqju daufur og gerði 16 stig. Greg
Anthony var stigahæstur f liði New York
með 17 stig.
Knattspyrna
England
Aukaleikur í bikarkeppninni:
Biackburn - Charlton..............0:1
- Darren Pitcher 15.
■Charlton mætir Stockport eða Bristol City
á útivelli f fimmtu umferð (átta liða úrslit-
um).
Skotland
St Johnstone - Motherwell.........2:1
ftalía
Bikarkeppnin
Fyrri leikur í undanúrslitum
Sampdoria - Parma.................2:1
Attilio iÆmbardo (54.), David Platt (56.) -
Faustino Asprilla (31.). 15.000.
HANDKNATTLEIKUR
HSÍ vill fresta bikar-
úrslítaleik FHogKA
HSI sendi úrslitaliðunum í bikarkeppni karla og kvenna bréf
í gær, þar sem sambandið býðst ttl að sjá um leikina og legg-
urtil að kvennaleikur ÍBV og Víkings verði 19. febrúar, en
karlaleikur FH og KA 5. mars. Samkvæmt mótaskrá, sem kom
út í haust, eiga leikirnir að fara fram 20. febrúar, en HSÍ er
í skuld við Ríkissjónvarpið og getur gert upp með fyrrnef ndum
breytingum enda yrðu leikirnir þá sýndir beint hjá RÚV.
Ibréfi HSÍ segir að í reglugerð-
um HSÍ segi ekkert um hver
skuli annast framkvæmd bikarúr-
slitaleikja né heldur hvemig tekju-
skigtingu skuli háttað. Því býðst
HSÍ til að halda leikina og leggur
til að félögin fái allar tekjur af
aðgangseyri og auglýsingum við
leikvöll, en HSÍ fái tekjur vegna
útsendinga og styrktaraðila
keppninnar, eins og verjð hefur.
Gegn þessu ábyrgist HSÍ útsend-
ingar frá leikjunum.
Jafnframt segir að RÚV hafi
farið fram & fyrrnefnda breytta
leiktíma. „Ástæða þess að RÚV
fer þessa á leit er sú að í febrúar
verða Vetrar-Ólympíuleikar í
Lillehammer í Noregi go eru þeir
mjög1 fyrirferðamiklir í dagskrá
sjónvarps og því útilokað að sýnt
verði frá báðum leikjunum 19.-20.
feb.“
Ennfremur kemur fram að
Laugardalshöll er líklegasti leik-
staður og er greint frá því að
þegar séu viðræður hafnar um
niðurfellingu 6% skatts til ÍBR,
en ekki ábyrgst að af því verði.
KA á móti
Að sögn Björgvins Eyjólfssonar
hjá ÍBV er ekkert vandamál með
kvennaleikinn. Báðir aðilar séu
ánægðir með að fá beina útsend-
ingu, en um sé að ræða tvö aðskil-
in mál, karlaleik og kvennaleik,
og þeim megi ekki blanda saman.
Sigurður Sigurðsson, formaður
handknattleiksdeildar KA, sagði
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
beiðni HSÍ væri fyrirsláttur. Úr-
slitaleikurinn ætti að verá 20.
febrúar samkvæmt mótaskrá og
KA vildi halda sig við þá helgi,
en betra væri áhorfenda vegna
að flýta leiknum um einn dag.
Um leikstaðinn sagði Sigurður að
auðvitað vildu KA-menn leika í
Höllinni á Akureyri, ekki síst
vegna þess að möguleiki væri á
að fá húsið frítt og jafnvel góða
greiðslu að auki, sem kæmi báð-
um félögum örugglega vel.
FH samþykkir frest
Jón Auðunn Jónsson, formaður
handknattleiksdeildar FH, sagðist
ekki vera sammála skýringu HSÍ
um framkvæmd og tekjuskiptingu
bikanírslitaleikja og vísaði í því
sambandi á 5. og 7. grein reglu:
gerðar fyrir bikarkeppni HSI. í
5. grein segir m.a.: „Mótanefnd
HSl ákveður leikstað í úrslitaleikj-
um, en skal hafa fullt samráð við
viðkomandi félög." Og í 7. grein
segir m.a.: „Ágóða eða tapi af
hverjum leik skal skipta jafnt
milli leikaðila.“
Hins vegar sagði Jón Auðunn
að þó dagsetningin hefði legið
fyrir frá því í haust, væri of stutt
á milli undanúrslita og úrslita. Því
styddi hann frestun, en yrði hald-
ið fast við 20. febrúar, setti FH
sig ekki á móti því.
Hann sagðist, vilja leika í Kapla-
krika, því það væri stærri staður
en fyrir norðan og meiri markaður
fyrir áhorfendur, en sennilega
yrði Laugardalshöll þrautarlend-
ing.
HSÍ boðaði fund með félögun-
um í dag og stefnir þá að því að
fá endanlega niðurstöðu í málið.
KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ
UMFT sigraði í botnslagnum
Tindastóll nældi í tvö mikilvæg
stig með 98:103 sigri á Val
að Hlíðarenda í gærkvöldi. Hvort
lið reyndi 71 skot
Stefán að körfu, þaraf um
Stefánsson helming utan
skrifar þriggja skota línu
og fóru 26 af þeim
í körfuna. Það segir sitt um varnir
að eftir tíu mínútur var jafnt og
samtals 64 stig á töflunni en UMFT
náði tólf stiga forskoti fyrir leikhlé.
Gestirnir bættu við á meðan ekk- ■
ert gekk hjá Völsurum, sem þó
héldu sér á floti með þriggja stiga
körfum. Franc Booker hrökk í gang
og þegar mínúta var til leiksloka
skildu aðeins þrjú stig liðin að. Þá
tóku við vítaskot og UMFT vann.
„Við þurftum að vinna og ætluð-
um að gera það innan úr teignum,"
sagði Hinrik Gunnarsson sem
ásamt Robert Buntic var sterkur í
teigunum. Páll Kolbeinsson, Ingvar
Ormsson og Ormar Sigmarsson
áttu mjög góðan leik og Lárus Páls-
son blómstraði eftir hlé.
„Við erum þar sem við eigum
skilið að vera. Við ætlum samt að
hanga uppi og það eru sjö leikir
eftir,“ sagði Ragnar Jónsson sem
ásamt Franc, þegar hann komst í
ham, var skástur Valsmanna.
í kvöld
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Garðabær: Stjarnan - KR......20
KA-hús: KA - Haukar.......20.30
Kaplakriki: FH - UMFA........20
Settjarskóli: ÍR - Þór.......20
Hlíðarendi: Valur- Vfkingur..20
Vestm.ey.: ÍBV - Selfoss.....20
1. deild kvenna:
Seltjarnames: Grótta - KR....20
Hlíðarendir: Valur-ÍBV.......18
2. deild karla:
Strandgata: ÍH - HK..........20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild:
Stykkishólmun Snæfell - KR...20
GOLF
Siguijón fékk
sjöfugla
Náði góðum árangri íTommy Armour-
mótaröðinni í Flórída á þriðjudaginn
KYLFINGURINN Sigurjón Arnarsson hefur staðið sig vel á Tommy
Armour-mótaröðinni — golfmótum atvinnumanna í Orlando á
Flórída. Sigurjón lék mjög vel á fyrsta keppnisdegi af þremur á
þriðjudag, eða á 69 höggum, þremur höggum undir pari vallar-
ins, en erf iðleikastuðullinn er 74. „Ég fékk óskabyrjun — fékk
þrjá fugla á þremur fyrstu holunum, þannig að ég var þremur
undir. Síðan kom smá bakkippur og ég fékk fjóra skolla, en á
lokasprettinum náði ég fjórum fuglum og rétti úr kútnum," sagði
Sigurjón þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær,
áður en hann hóf að leika annan hringinn.
Sigurjón var í einu af efstu tíu
sætunum eftir fyrsta keppnis-
daginn. „Þetta er mjög sterkt mót
með tvö hundruð kylfingum og
flestir eru atvinnumenn frá Banda-
ríkjunum, Skotlandi og Japan. Kylf-
ingar sem hafa verið að keppa á
PGA- og Nike-mótaröðunum. Ég
keppi að sjálfsögðu sem áhugamað-
ur, þannig að ég tek ekki á móti
peningaverðlaunum. Það er gaman
að sjá hvar maður stendur í saman-
burði við atvinnumenn.“
Sigurjón sagðist hafa náð sér vel
á strik að undanförnu. „Ég hef
verið að leika gott golf og hef aldrei
verið eins vel upplagður og nú'. Á
þriðjudaginn sló ég vel og púttin
voru einnig í góðu lagi, en allt, þarf
að vinna saman til að árangurinn
verði góður," sagði Sigurjón.
- Ertu farinn að hugsa um at-
vinnumennskuna?
„Maður hefur oft látið sig
dreyma, en það kemur í ljós. Það
er mjög kostnaðarsamt að söðla
yfir úr áhugamennsku í atvinnu-
mennsku. Maður þarf góðan fjár-
hagslegan stuðning áður en maður
tekur það skref. Ég kem heim í
sumar og leik sem áhugamaður, en
síðan verð ég að sjá til með fram-
haldið."
Sigurjón tók þátt í öðru móti í
sl. yiku, þar sem 159 þátttakendur
voru á Mission-Inn golfvellinum í
Orlando. Siguijón var einn af
fimmtán áhugamönnum og náði
bestum árangri þeirra og hafnaði í
38. sæti á 219 höggum. Par vallar-
ins var 72 og lék hann á 76, 71
og 72 höggum. Mótið vannst á 204
höggum.
Sigurjón Arnarsson hefur leikið vel í Flórida að undanförnu.