Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1994
175 falla í árásum UNITA í Angóla
Cuito er sögð
helvíti líkust
Luanda, Lissabon. Reuter.
AÐ minnsta kosti 175 manns hafa látið lífið á síðustu fjórum
dögum í borginni Cuito í Angóla en hún er undir stöðugum
árásum skæruliða UNITA-hreyfingarinnar. Sagði ríkisút-
varp landsins að borgin væri helvíti líkust og í gær hefði
yfir 5.000 fallbyssuskotum verið skotið á borgina. Auk þeirra
sem látið hafa lífið, hafa um 350 manns særst í bardögum
síðust daga. UNITA sagðist í gær myndu lýsa einhliða yfir
friði í Cuito.
Lögbann á söngleik
Spítalar í Cuito hafa engan veg-
inn við að sinna hinum særðu og
hermdu fyrri fregnir að margir
hinna særðu væru börn og eldra
fólk. Þessar fréttir fengust þó ekki
staðfestar hjá óháðum aðilum.
Stjórn Angóla bað í gær Sam-
einuðu þjóðirnar (SÞ) og ríkis-
stjórnir annarra landa um að beita
UNTIA-skæruliða þiýstingi og
neyða þá til að hætta árásum á
Cuito og aðrar borgir og bæi.
Að minnsta kosti 20.000 manns
létu lífið í níu mánaða umsátri
UNITA um borgina á síðasta ári
og voru það einir mannskæðustu
bardagar í 18 ára borgarastríði
landsins. í frétt opinberu útvarps-
stöðvarinnar í Cuito sagði að eng-
inn árangur hefði náðst í friðarvið-
ræðum UNITA og stjórnarinnar í
Angóla, sem haldnar eru í Lusaka,
Útskorin Coca-Cola skilti á
norska vísu
Coea-Cola-fyrirtækið og aðrir
stórir styrktaraðilar höfðu auðvitað
reiknað með að setja upp flennistór-
ar auglýsingar eins og hefur tíðk-
ast á Olympíuleikunum, til dæmis
uppi á hæðum, utan í hæðum, að
ógieymdum bænum. En bæjar-
stjórnin í Lillehammer hafði aðrar
hugmyndir. Einu skiltin í bænum
hafa verið lítil skilti og meira hafa
styrktaraðilarnir ekki fengið. Coca-
Cola-menn höfðu meðal annars
augastað á gaflinum á sjúkrahúsi
bæjarins, sem er tólf hæðir. Ekki
vantaði áhuga læknanna á að fá
sjúkrabíl og tól og tæki til spítalans
fyrir auglýsinguna, sem fyrirtækið
bauðst til að mála yfir strax að leik-
unum loknum. En heldur ekki þetta
tilboð haggaði við bæjarstjórninni.
í stað venjulegra ljósaskilta verður
fyrirtæki eins og Coca-Cola nú að
láta sér nægja útskorin skilti í
norskum stíl eða emaleruð rauð
skilti og stærð þeirra fellur að mál-
uðum timburhúsunum.
Húsin í Lillehammer eru mörg í
norskum bjálkakofastíl. Og það er
ekki síst aðalgatan, sem heima-
menn eru stoltir yfir. Storgatan er
göngugata, sem ekki ber nafn með
rentu, því hún er lítil og við hana
standa nýmáluð bjálkahús. Litir
þeirra eru valdir í samvinnu við
bæjaryfirvöld, svo þeir séu í sam-
ræmi við norska hefð. Og gatan er
höfuðborg Zambíu, frá því að
sáttasemjari SÞ, Alioune Blondin
Beye, fór í jarðarför Felix Houp-
houet-Boigny, leiðtoga Fílabeins-
strandarinnar. Beye sagðist í síð-
ustu viku vera sannfærður um að
tekist hefði að leysa úr erfíðustu
deiluefnunum í viðræðunum, sem
staðið hafa frá því í nóvember.
Hafa tekist samningar í grundvall-
aratriðum um vopnahlé og stofnun
sameiginlegs hers í desember.
UNITA á í stríði við MPLA-
hreyfinguna, sem verið hefur við
völd frá því í 1975. Undirrituðu
hinar stríðandi fylkingar friðar-
sáttmála árið 1991 en hann var
rofinn ári síðar er UNITA neitaði
að viðurkenna ósigur sinn fyrir
MPLA í kosningum og greip til
vopna að nýju.
á kafi í snjó eins og bærinn er um
þetta leyti, því það fékkst heldur
ekki samþykkt að setja hita í gang-
stéttirnar til að bræða snjóinn í
burtu. Eldra fólk gengur með gam-
aldags skíðasleða, eins og einhvetj-
ir muna kannski eftir frá því fyrir
tuttugu árum. Sleðarnir eru bæði
til stuðnings og eins til að flytja
vörur á, svo heimamenn þurfa ekki
á ruddum gangstéttum að halda.
Einnota og æt matarílát og
-áhöld
Þegar fréttist að leikarnir yrðu
haldnir í Lillehammer hófust mikil
mótmæli umhverfisverndarmanna.
Þau hafa borið þann árangur að
aldrei fyrr hafa verið haldnir
Ólympíuleikar, sem munu valda
jafn litlum umhverfisspjöllum og
nú. Styrktaraðilar eins og Kodak
hafa verið skyldaðir til að fylgja
norskum reglum um mengun, þegar
þeir komu upp Ijósmyndavinnslu í
bænum fyrir leikana. íþróttafólkið,
blaðamenn og starfsmenn leikanna
snæða mat sinn af og með einnota
áhöldum og ílátum, sem þeir gætu
í sjálfu sér borðað sem eftirrétt.
Þess er þó ekki krafist af þeim, en
áhöld og íiát eru búin til úr sterkju
og verða notuð sem svínafóður á
eftir. Og tignargestir verða að láta
sér nægja að sjá aðeins í meðallagi
vel, því meira tillit hefur verið tekið
til tijánna við stúku þeirra, en út-
sýnis gestanna. Áður en leikarnir
hófust urðu verktakar að skrifa
London. Daily Telegi’aph.
LÖGBANN hefur verið sett á
söngleik um fjölmiðlakónginn
Robert Maxwell sem ráðgert var
að frumsýna í London næstkom-
andi föstudag.
Ríkissaksóknari Bretlands, Sir
Nicholas Lyell, krafðist bannsins
þar sem hann taldi sýninguna getað
skaðað réttarhöld vegna hruns
Maxwell-samsteypunnar.
undir samning, þar sem meðal ann-
ars var tekið fram að fyrir hvert
skaðað tré yrði að greiða sem svar-
ar hálfa milljón íslenskra króna í
skaðabætur. Sjónvarpsliðin hafa
heldur ekki fengið að fella tré til
að auðvelda myndatöku.
Skipuleggjendur leikanna hafa
ekki komist hjá að taka tillit til að
norskan er tvískipt mál, svo máltog-
streita hefur sett svip á undirbún-
inginn. Þrýst var á um að auk ensku
og frönsku yrðu bæði nýnorska og
bókmál opinber mál leikanna, líkt
og spánska og katalónska voru það
á Spáni. Leikarnir þar þóttu nefni-
lega styrkja mjög stöðu katalónsk-
unnar. Það gekk þó ekki eftir, held-
ur var bókmálið valið, auk ensku
og frönsku. Norsk málnefnd hefur
starfað með ólympíunefnd staðarins
í nokkur ár, til að gæta þess að
enska setti ekki svip á norska efn-
ið, heldur væri það f norskum bún-
ingi og slettulaust. Norðmönnum
gefst gott tækifæri til að njóta. ár-
■ 'i ' • U S * ' . ý %
Eftir lát Maxwells komst upp um
stórfellda fjármálaóreiðu og svik í
rekstri fyrirtækja hans og hafa syn-
ir hans Kevin og Ian hafa verið
ákærðir fyrir aðild þar að.
Fyrrum yfirmaður í fyrirtækjum
Maxwells, Evan Steadman, stendur
á bak við uppfærslu söngleiksins
sem ætlunin var að sýna í 11 vikur
í fyrstu atrennu.
angursins, því í stað hins venjulega
vikulanga vetrarfrís fær skólafólk
tveggja vikna vetrarólympíuleika-
frí.
Norskt, norskara, norskast
Ólympíuleikarnir í Lillehammer
virðast að mörgu leyti brjóta blað
í sögu leikanna, því undanfarin ár
hefur verið kvartað sárlega undan
því að eftirstöðvar þeirra hafi verið
flakandi sár í þeim bæjarfélögum,
sem sáu um þá. Það virðist ekki
ætla að verða raunin í Noregi og
nú er að sjá hvort aðrir geta ekki
lært eitthvað af þessum þver-
móðskufullu Norðmönnum, sem
buðu stórfyrirtækjunum birginn.
Öll sú umhugsun, sem farið hefur
í að undirbúa leikana á sem norsk-
astan hátt og með tilliti til náttúr-
unnar gæti vel orðið til þess að
þegar upp verður staðið hafi leik-
arnir styrkt norska sjálfsvitund og
gert þá meðvitaðri um eigin gildi
en áður var. ,
;ÍSL" ’Éii ». xii k 1w'ili
Fjodorov í
þingnefnd
um seðla-
banka
UMBÓTASINNINN Borís
Fjodorov, fyrrum fjármálaráð-
herra Rússlands, var í gær kjör-
inn til að sitja í forsæti undir-
nefndar dúmunnar (neðri-deild-
ar þingsins) um málefni seðla-
banka. Var fyrsta verk hans
að kreíjast rannsóknar á stefnu
bankans. Áður en Fjodorov
sagði af sér í síðasta mánuði
átti hann í miklum deilum við
Viktor Gerasjenko seðlabanka-
stjóra.
Japanir
sleppa við
skattinn
MORIHIRO Hosokawa, forsæt-
isráðherra Japans, baðst í gær
afsökunar á því að hafa valdið
uppnámi í stjórn sinni með því
að beita sér fyrir sjö prósenta
virðisaukaskatti. Forsætisráð-
herrann féll frá hugmyndinni
og samsteypustjórn hans náði
samkomulagi um aðgerðir til
að blása nýju lífi í efnahaginn.
Ákveðið var að lækka tekju-
skattinn og fleiri beina skatta
og auka útgjöldin til opinberra
framkvæmda. Stjórnarflokk-
arnir ætla að skipa nefnd sem
ákveða á hvernig bæta eigi rík-
inu upp tekjumissinn og út-
gjöldin.
Norðmenn
mótmæla lág-
marksverði
NORÐMENN sögðust í gær
ætla að senda Evrópubandalag-
inu (EB) formleg mótmæli
vegna þeirrar ákvörðunar
frönsku stjórnarinnar að setja
lágmarksverð á sjö fisktegundir
sem fluttar eru inn frá ríkjum
utan EB. Norðmenn segja þetta
brot á samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið, hér sé
um viðskiptahindranir að ræða
gagnvart ríkjum utan EB.
Yildi mafían
Andreotti
feigan?
FYRRVERANDI félagar í ít-
ölsku mafíunni hafa skýrt sak-
sóknurum frá því að mafíufor-
inginn Toto Riina hafi fyrir-
skipað morð á Giulio Andre-
otti, fyrrverandi forsætisráð-
herra Italíu, eða einhveijum af
sonum hans. Þeir sögðu að Ri-
ina hefði viljað refsa Andreotti
fyrir að standa ekki við loforð
um að veija hagsmuni maf-
íunnar. Andreotti kvaðst ekki
hissa á því að mafían skuli
hafa viljað hann feigan. Hann
sagði ástæðuna þá að stjórn sín
hefði gripið til harðra aðgerða
gegn mafíunni.
Prímadonna
rekin
METROPOLITAN-óperuhúsið í
New York hefur rift samningi
sínum við sópransöngkonuna
Kathleen Battle vegna uppsetn-
ingarinnar á „Fille du Regi-
ment“ eftir Donizetti. Fram-
kvæmdastjóri óperuhússins gaf
út óvenju opinskáa yfirlýsingu
þar sem sem söngkonan var
sökuð um „ófagmannlega
framkomu" sem hefði gert
„listræna samvinnu söngvara-
hópsins ómögulega“. Battle
þykir sönn prímadonna, bæði
skapstór og hégómleg.
Styrktaraðilar Ólympíuleikanna fá ekki að setja upp auglýsingar að vild
Lillehammer enn norskari
og meira gamaldags en áður
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
VOLDUGIR styrktaraðilar Ólympíuleikanna eins og Coca-Cola, IBM
og Kodak hafa komist að því að það er ekki allt falt fyrir reiðufé
og gylliboð. íbúar Lillehammer hafa staðið á því fastar en fótunum
að ásýnd bæjarins yrði ekki útbíuð í auglýsingum, sama hvað í boði
væri. Fyrir bragðið er bærinn enn norskari og meira gamaldags
nú þegar leikarnir fara í hönd, en áður. Undirbúningurinn hefur
skerpt skilning þeirra á hvað væri sérstakt fyrir þá og umhverfis-
verndarsinnar hafa haft mikil áhrif á framkvæmdir vegna leikanna.
Og norsk málnefnd hefur einnig verið höfð með í ráðum til að standa
vörð um tungumálið.
Risinn beygir sig
STÓRFYRIRTÆKIÐ Coca Cola verður að láta sér nægja rauð emal-
eruð skilti á Ólympíuleikunum í Lillehammer.