Morgunblaðið - 09.02.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1994
31
Minning
Magnea Guðrún
Erlendsdóttir
Fædd 5. mars 1907
Dáin 28. janúar 199w4
Vertu nú yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfír minni.
' (H.P.)
Okkur langar að minnast elsku-
legrar ömmu okkar, ömmu Guðrún-
ar, eins og við kölluðum hana alltaf.
Ýmislegt kemur upp í hugann á slíkri
stundu því hún amma okkar var sér-
stök kona. Varla er hægt að minn-
ast hennar ömmu án þess að á afa
Alexander sé minnst en hann lést
árið 1976.
Fyrstu minningarnar sem við eig-
um um þau eru frá Laugarnesvegin-
um en þar höfðu þau reist sér sjálf
myndarlegt hús og bjuggum við í
kjallaranum þegar foreldrar okkar
stóðu í byggingarframkvæmdum.
Þar vildum við helst alltaf vera og
sóttumst mikið eftir að fá að vera
hjá þeim eftir að við fluttum burt.
Amma og afi voru einstaklega barn-
góð og þess fengum við að njóta í
ríkum mæli og alltaf var okkur gef-
inn sá tími sem við þurftum.
Seinna fluttu þau svo í Kópavog-
inn til að geta verið nær dætrum
sínum tveimur og okkur barnabörn-
unum. Það var svo notalegt fyrir
okkur að geta skroppið til þeirra án
nokkurrar fyrirhafnar. Þar vorum við
fastagestir og hvort sem það var
bara til að sjá þau eða biðja afa um
að gera við hjólið eða fá eitthvða
gott að maula, eða bara til að ræða
lífið og tilveruna, alltaf vorum við
jafn velkomin.
Amma var lífsglöð og bjartsýn
kona og sá oftast jákvæðu hliðarnar
á málunum, það var afskaplega stutt
í hláturinn og fallega brosið hennar.
Ekkert aumt mátti hún sjá og reyndi
að hjálpa öllum sem áttu erfitt og
gera gott úr öllum hlutum. Hún
amma okkar var hamingjusöm kona
og átti góða ævi.
Núna síðustu árin bjó amma í þjón-
ustuíbúð á Kópavogsbraut 1 og þar
átti hún sér fallega íbúð og leið vel.
Hún var ánægð með lífið eins og það
var og alltaf jafn glöð og þakklát
þegar við barnabörnin komum með
börnin okkar til hennar. Þá sagði hún
svo oft. að við gætum aldrei fullþakk-
að skaparanum fyrir að eiga eins
falleg og velsköpuð börn. Amma var
mjög trúuð kona og leitaði alltaf í
trúna ef eitthvað bjátaði á og vissi
að þaðan kæm öll sú hjálp sem mann-
legur máttur gat ekki veitt.
Við vitum að hún amma okkar dó
sátt við lífið og tilveruna og að hún
fór á þann hátt sem hún vildi sjálf
fá að fara.
Nú er komin kveðjustund og við
biðjum góðan guð að geyma þig og
vernda uns við hittumst að nýju.
Blessuð sé minning ástkærrar
ömmu okkar.
Alexander Rafn og
Birna Rúna.
Með þessum línum langar mig til
þess að minnast elskulegrar ömmu
minnar, eða mömmu eins og ég kall-
aði hana alltaf.
Mamma hét fullu nafni Magnea
Guðrún Erlendsdóttir en var alltaf
kölluð Guðrún. Hún var fædd í Vest-
urbænum í Reykjavík 5. mars 1907,
dóttir hjónanna Erlendar Þórðarson-
ar og Þorbjargar Einarsdóttur. Hún
var yngst 5 systkina sem öll eru lát-
in en þau voru Guðrún Jónsdóttir,
Kristjana Erlendsdóttir, Agnes Er-
lendsdóttir og Haraldur Erlendsson.
Snemma fór hún að vinna, til þess
að geta hjálpað foreldrum sínum, því
faðir hennar varð blindur og því
óvinnufær. Hún minntist oft dag-
anna, þegar hún og Anna vinkona
hennar voru við vinnu í fiskverkun
hjá Alliance og þurftu að bytja vinnu-
daginn á því, þegar frost var, að
brjóta ísinn af vaskakörunum. En
það voru líka skemmtilegir tímar hjá
unga fólkinu í þá daga rétt eins og
í dag og það var einmitt hjá Alliance
sem hún kynntist afa mínum, sem
ég kalla pabba, Alexander Guðjóns-
syni frá Hólmsbæ á Eyrarbakka (f.
14. júlí 1899). Þau gengu í hjóna-
band árið 1926 og fyrstu hjúskapar-
árin bjuggu þau í Vesturbænum.
Þau eignuðust tvær dætur: Þor-
björgu Huldu (f. 1927), og Jórunni
(f. 1935). Hulda er gift Ingimari
Sigurðssyni og þeirra börn eru: Alex-
ander, Guðmundur Sigurður og
Birna Rúna. Hulda átti eina dóttur
áður, Guðrúnu Kristinsdóttur. Maki
Jórunnar er Lórens Rafn Kristvins-
son og börn þeirra eru: Alexander
Rafn og Ása Sjöfn. Barnabarnabörn-
in eru orðin sex og eitt barnabarna-
bamabarn.
Ungu hjónin voru stórhuga og
réðust í það að byggja sitt eigið
húsnæði. Það þótti áræðni á þeim
tíma þar sem efnin voru lítil. Þau
fengu lóð að Laugarnesvegi 83 og
með ótrúlegum dugnaði og bjartsýni
tókst þeim það.
í þá daga var Laugarneshverfið
Tómas Elías Sig-
urðsson - Minning
Síðastliðinn laugardag var jarð-
sunginn frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum afi okkar, Tómas E.
Sigurðsson bifvélavirki. Við systkinin
viljum með nokkrum orðum minnast
afa Tomma eins og við kölluðum
hann alltaf. Hann var fæddur 30.
mars 1914 á Dvergasteini í Vest-
mannaeyjum, en lést í Landspítalan-
um 26. janúar sl. eftir stutta sjúk-
dómslegu.
Mesta gæfuspor í lífi afa var þeg-
ar hann giftist Elísabetu Hrefnu
Eyjólfsdóttur og varð þeim jiriggja
barna auðið. Þau eru Erna húsmóð-
ir, gift Guðjóni Stefánssyni húsa-
smíðameistara, Hrefna húsmóðir,
gift Kristni V. Pálssyni veghefils-
stjóra og Siguijón bifvélavirki, giftur
Maríu Ragnarsdóttur húsmóður.
Barnabörnin eru orðin tólf og barna-
barnabörnin tíu.
Amma Elísabet lést árið 1984 og
varð það honum mikill harmur, enda
voru þau hjón sérlega samrýnd.
Okkar sameiginlegu minningar
eru frá heimsóknum að Efra-Hvoli
og einnig var oft gott að koma í
heimsókn að skóla loknum en afi og
amma bjuggu í næsta húsi við skól-
ann. Má segja að þarna hafi okkar
annað heimili verið.
Öll vorum við elsku afabörnin hans
og faðmur hans var alltaf opinn til
þess að kúra í kjöltu hans, hvort sem
það var til að hlusta á sögur eða söng,
en fyrir honum var það auðvelt að
semja sögur og lagstúfa og eru til
nokkur lög eftir hann og þekktasta
lag hans er Sæsavalsinn enda gekk
afi oft undir nafninu „Sæsi“.
Ekki má heldur gleyma öllum bílt-
úrunum í stóra Buicknufi enda fund-
ust okkur það forréttindi að fá að
sitja í hjá afa. Skynjum við það núna
hve afi var fróður um eyjuna sína
og kunni hann að segja frá flestum
kennileitum í Eyjum.
Afi var fljótur að velja sér lífs-
starf og var það bifvélavirkjun, enda
var liann laghentur maður með ein-
dæmum. Sem dæmi má nefna að
hann var fyrstur til þess að útbúa
sturtu fyrir vörubíla í Eyjum. Hann
var mikill áhugamaður um bíla og
var félagi í Fornbilaklúbbnum og var
honum eftirminnileg ferð sem hann
fór á Buicknum sínum með klúbbfé-
lögum hringinn í kringum landið.
Af öðrum áhugamálum hans má
ólíkt því sem við þekkjum í dag.
Grasigróin tún, lækir og ósnortin
fjaran. í þessu litla samfélagi þekktu
allir alla og næstu nágrannar voru
eins og hluti af fjölskyldunni,
Laugarnesvegur 83 varð eins og
rammi utan um fjölskylduna. Þar
bjuggu þau ásamt dætrunum og síð-
ar tengdasonum og barnabörnum og
á meðan langamma mín, Þorbjörg,
var á lífi bjó hún þar líka. Þetta
voru yndisleg ár sem við ræddum
oft um við mamrna og ég get heyrt
fyrir mér dillandi hlátur hennar þeg-
ar hún var að rifja upp ýmsar
skemmtilegar sögur frá þessum tíma.
Árin liðu og þar kom að dæturnar
fluttu með fjölskyldur sinar í Kópa-
voginn. Mamma og pabbi vildu þá
komast nær þeim og byggðu sér hús
á Borgarholtsbraut með ungum hjón-
um sem voru leigjendur hjá þeim.
Þessi hjón og fjölskylda þeirra hafa
alla tíð síðan haldið tryggð við þau,
eins og þau væru þeirra eigin börn.
Eftir að pabbi andaðist, árið 1975,
bjó mamma áfram í íbúð sinni en
hún var framsýn og þegar Sunnuhlíð-
arsamtökin ákváðu að byggja þjón-
ustuíbúðir fyrir eldri borgara var hún
fyrst til þess að skrá sig og tók fyrstu
skóflustunguna að hinu nýja húsi.
Árið 1987 fluttist hún í íbúð sína að
Kópavogsbraut 1A og þar bjó hún
sátt við sitt þar til yfir lauk.
Mamma var mikil félagsvera og
tók þátt í félagsstörfum eldri borg-
ara í Kópavogi eftir því sem heilsan
leyfði. I þeim hópi eignaðist hún
góða vini og kunningja sem hún
umgekkst og fór með í margar
skemmtilegar ferðir bæði innanlands
og utan. Hún naut þess að ferðast
og óskaði þess oft að hún hefði feng-
ið tækifæri til þess að sjá sig um í
heiminum á yngri árum en þá voru
aðrir tímar. Hennar ánægjá var að
hafa fólk í kringum sig og þó sérstak-
lega allan hópinn sirm eins og hún
kallaði okkur flölskylduna. Hún naut
sín best þegar við vorum öll saman
komin og hún gat fylgst með smá-
fólkinu sínu enda voru þau hænd að
henni. Hún var vel liðin af samferða-
fólki sínu og það voru margir sem
litu til hennar enda var hún mjög
gefandi manneskja, ég held að öllum
sem kynntust henni hafi þótt vænt
um hana. Hún var svo lánsöm að
eiga góða vinkonu sem nágranna og
það vai' henni ómetanlegt, hún naut
morgunstundanna sem þær áttu á
hveijum morgni yfir ijúkandi kaffi-
bolla.
Ég get aldrei fullþakkað afa mín-
um og ömrnu fyrir alla ástúðina og
umhyggjuna sem þau sýndu mér í
uppvextinum og alla tíð. Þau ólu
mig upp að miklu leyti enda hef ég
alltaf kallað þau mömmu og pabba
og það er mér eðlilegt. Það olli stund-
um misskilningi hvaða mömmu ég
ætti við, því ég átti tvær mömmur
í húsinu en þá skilgreindi ég hana
sem mömmu stóru og var það stund-
um aðhlátursefni. Þegar ég minnist
bernskuáranna get ég ekki komist
f^(-)=OáÉr(^í»3Ofeö = Q=Ösl0
HiOTlEn. 18©R€
Sími 11440
Önnumsterfidrykkjur M
í okkar fallega og
virðulega Gyllta sal y
nefna lestur góðra bóka, hvort sem
það voru fræðibækur eða ævisögur
og var hann mjög fróður maður um
menn og málefni. Hann var mikill
Eyjamaður í sér og var mjög annt
um sína heimabyggð. Hann var vel
með í öllu sem var að gerast og
hafði sínar skoðanir á hreinu.
Að lokum viijum við þakka elsku
afa okkar fyrir allt sem hann hefur
gert fyrir okkur og það er huggun
að vita að nú hittir hann ömmu aft-
ur, sem hann saknaði svo sárt.
Við kveðjum afa Tonnna með virð-
ingu og söknuði og þökkum honum
fyrir allt. Við biðjum góðan Guð að
blessa minningu hans.
Tómas, Rósa, Guðjón,
Sóley, Bylgja og Stefán.
hjá því að minnast nágranna okkar
á Laugarnesveginum, Böggu og
Matta. Þau voru mér alltaf sem bestu
afi og amma og ásafnt mömmu og
pabba kepptust þau um að fordekra
mig, þennan litla óþekktaranga, sem
alltaf var litið á sem lítinn sólargeisla.
Þótt við vitum að allir eigi sinn
tíma hér á jörðinni þá var það þó
þannig að mér fannst að mamiiia
færi aldrei héðan frá okkur -
kannski síst núna þar sem þau veik-
indi sem hijáðu hana virtust ekki
alvarleg, svo oft hafði hún unnið sig-
ur á erfiðum sjúkdómum gegnum
árin.
Þrátt fyrir að vera komin hátt á
níræðisaldur bar hún aldurinn svo
vel að mér fannst hún aldrei vera
gömul. Ég held að sjálfri hafi henni
heldur ekki fundist hún vera það -
enda var hún ótrúlega ung bæði í
útliti og í anda, alltaf svo jákvæð •
og létt í lund og tilbúin til þess að
sjá spaugilegu hliðarnar á málunum.
Tilbúin til að gleðjast með öllum og
svo hafði hún þann eiginleika að sjá
alltaf björtu hliðarnar. Oft sagði hún
við mig að þessir eiginleikar, sem
hún kallaði gjarnan mátulegt kæru-
leysi, ásamt trúnni á æðri máttar-
völd hafi hjálpað sér mcst í lífinu.
Það var hennar æðsta ósk að fá
að deyja með reisn, sofna æðrulaus
þegar kallið kæmi, án þess að þjást.
Henni varð að ósk sinni, algóður guð
tók hana til sín að morgni 28. janúar
sl.
Elsku mamma mín, þótt söknuð-
urinn svíði í hjarta mínu og ég geti
illa sætt mig við að þú sért ekki með
okkur lengur er ég samt innst inni
þakklát skaparanum fyrir að þú
fékkst að kveðja þetta jarðlíf án þján-
inga. Hafðu þökk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig og mína á lífsleið-
inni. Minningin um ykkur pabba mun
lifa með okkur alla tíð og þrátt fyrir
að þið séuð ekki á meðal okkar veit
ég að þið verðið alltaf með okkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fýlgi,
hans dýrðarhnoss þú. hljóta skalt.
(V. Briem)
Guðrún Kristinsdóttir.
Okkur langar í nokkrum orðum
að minnast Guðrúnar okkar. Fyrstu
kynni okkar voru haustið 1979. Þá
var ég að fara aftur í skólann og
vantaði pössun fyrir þriggja mánaða
gamlan son okkar. Amma hans ætl-
aði að passa hann þegar hún væri
ekki að kenna, en þá var eftir að
finna dagmömmu sem vildi hafa
hann á meðan amma væri að kenna.
Afi sagði þá: „Það hlýtur að vera
einhver eldri kona sem myndi vilja
koma heim og gæta hans Árna Grét-
ars.“ Hann kannaði málið og þannig
atvikaðist það að Guðrún fór að
gæta frumburðarins. Þar vorum við
mjög heppin því Guðrún var mjög
barngóð og hændust öll börn að
henni.
Oft gerðum við grín að því, en
Guðrún hafði sagt dætrum sínum að
hún væri komin í vist. Þær trúðu því
nú ekki í fyrstu og skildu ekkert í
þessu í'ugli í móður sinni. Þó Guðrún
hafi oft áðut' gætt barna og þau allt-
af verið velkomin til hennai' hvenær
sem var áttu dætur hennar ekki von
á að hún færi að ráða sig í vist á
efri árum.
Síðan þá hefur vináttan ekki slitn-
að á milli okkar og höfum við fengið
að njóta þess að umgangast þessa
góðu konu. Alltaf tók hún okkur
opnum örmum og veitti okkur mikla
hlýju.
Börnunum fjölgaði og öll kölluðu
þau hana ömmu Guðrúnu. Eftir að
við fluttum til Keflavíkur varð lengra
á milli okkar og ferðirnar til Guðrún-
ar ömmu ekki eins margar og við
hefðum viljað. Samt var alltaf sterkt
samband. Oft var það skrítið að ég
hætti kannski í miðju kafi við eitt-
hvað sem ég var að vinna til að
hringja í Guðrúnu ömmu. Þá sagði
hún: Ég var einmitt að hugsa til
ykkar. Börnin nutu þess að koma til
hennar og alltaf var dótið, Andrés-
blöðin og gauksklukkan á sínum
stað. Ætíð átti hún líka eitthvað
gott handa litlum munnum.
Guðt'únu ömmu er ekki hægt að
lýsa nema sem góðri og hjartahlýrri
konu sem gaf mikið af sjálfri sér.
Aldrei heyrðum við hana kvarta held-
ur þakkaði hún Guði fyrir það sem
hún hafði. Við eigum eftir að sakna
þess að koma við hjá Guðrúnu ömmu.
Með þessum fáu orðum viljum við
kveðja ömmu Guðrúnu. Tilfinningum
okkar til hennar lýsa best orðin sem
fjögurra ára sonur okkar sagði þegar
honum var sagt að amma Guðrún
væri dáin og farin til Guðs: „Nei,
mamma, hún er elcki dáin, ég elska
hana.“ Minningarnar um Guðrúnu
ömmu geymum við ætíð í hjörtum
okkar og þökkum fyrir að hafa feng-
ið að kynnast henni. Blessuð sé minn-
ing Magneu Guðrúnar Erlendsdóttur.
Þórunn, Oskar og börn.
t
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur svo mikla samúð
og vináttu við andlát og jarðarför okkar ástkæra eiginmanns,
föður, afa og langafa,
ÆVARS R. KVARAN
leikara.
Guð blessi ykkur öll.
Jóna Rúna Kvaran,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og
útför eiginmanns mfns og föður okkar,
JÓNSELDON,
Reykási 20.
Ingibjörg Pólsdóttir,
Bjarki Jónsson,
Lilja Dögg Jónsdóttir,
Guðrún Sif Jónsdóttir.