Morgunblaðið - 20.02.1994, Qupperneq 1
88 SIÐURB/C/D
mrgunM&feifr
STOFNAÐ 1913
42. tbl. 82. árg.
SUNNUDAGUR 20. FEBRUAR1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Lágvöxnum
hættara við
hjartaáföllum
STÓRIR menn eru sagðir hafa forskot
á lágvaxna og eru meiri líkur á að þeir
verði ráðnir til starfa eða hljóti stöðu-
hækkun. Nú hefur komið í ljós að þeir
stóru standa þeim smærri framar gagn-
vart sjúkdómum; altént eru minni líkur
á að stórir karlmenn hljóti hjartaslag
en lágvaxnir. Eru þetta niðurstöður
fimm ára rannsókna við læknadeild
Harvard-háskóla og Brigham-háskóla-
sjúkrahúsins í Boston í Bandaríkjunum.
Kom í ljós að 30% minni líkur eru á að
1,85 cm hár maður fái hjartaáfall en
maður sem er 1,70 á hæð. Lækka líkurn-
ar með aukinni hæð eða um 2-3% við
hveija tommu.
Michiko fékk
aftur málið
MICHIKO keisaraynja í Japan hefur
aftur fengið málið að því er skýrt var
frá í Japan í gær en hún hafði ekki
komið upp orði í fjóra mánuði vegna
grunsamlegs sjúk-
dóms. Er hún loks
sögð hafa komið upp
orði sl. mánudag er
hún horfði á lítinn
dreng sleppa skjald-
böku í flæðarmálinu á
eynni Ogasawara sem
er miðja vegu milli
Tókýó og Guam.
„Kemst hún ekki út í
sjó þegar næsta alda
fellur að?“ spurði hún piltinn og var það
fyrsta setningin sem hún stundi upp.
Hefur hún gerst ræðnari með hverjum
deginum síðan, að sögn talsmanns keis-
arahallarinnar.
Leysingatíð
MIKIL hlýindi hafa verið undanfarið og snjó hefur tekið upp víða á landinu. Vatnið beljar fram eins og í vorleysingum þótt á góu sé.
Morgunblaðið/RAX
Warren Christopher svartsýnn á að Serbar aflétti umsátri um Sarajevo
Aðeins brot af vopnum
Serba sögð farin á brott
Betur fylgst
bangsunum
BANDARÍSK samtök, sem beijast gegn
ofbeldi, segja að öryggisráðstafanir séu
mun meiri við framleiðslu leikfanga-
bangsa en skotvopna. Samtökin, sem
krafist hafa hertari reglna um meðferð
skotvopna, segja að fara ætti með byss-
ur eins og annan neytendavarning sem
gæti skapað hættu. „Ef borin er saman
framleiðsla brauðristar, bangsa, vöru-
bíls og byssu, hver haldið þið að sé nán-
ast eftirlitslaus? Það kemur flestum á
óvart að heyra að það sé byssan,“ sagði
Kirsten Rand, einn talsmaður samtak-
anna.
Washington, Sany'evo. Reuter.
WARREN Christopher, utanríkisráð-
herra Bandarikjanna, sagði aðfaranótt
laugardags að Bosníu-Serbar hefðu að-
eins flutt brott, frá Sarajevo eða afhent
friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) í Bosníu óverulegan hluta þunga-
vopna sinna, eða 50-100 stórskotavopn
af mörg hundruð. ítrekaði hann hótanir
Atlantshafsbandalagsins (NATO) um
loftárásir og sagði tilkomu rússneskra
gæslusveita ekki breyta neinu þar um.
Hafnaði hann sömuleiðis þeirri viðvörun
Rússa að loftárásir á umsáturslið Serba
kynnu að draga Vesturlönd inn í allsheij-
ar striðsátök.
Þrátt fyrir yfirlýsingar Christophers, sem
sagðar voru m.a. byggjast á því að hingað
til hefðu Bosníu-Serbar ekki staðið við gefín
fyrirheit, stóðu vonir til að ekkert þyrfti að
verða af loftárásum á stórskotasveitir þeirra
við Sarajevo. Talsmenn SÞ sögðust bjartsýn-
ir á að þeir flyttu vopn sín brott eða af- I
hentu gæslusveitum þau til vörslu áður en
sá frestur sem NATO veitti þeim til þess
rennur út á miðnætti í kvöld, sunnudags-
kvöld, að íslenskum tíma. Radovan Karadzic, |
leiðtogi Bosníu-Serba, hét því í gær að um-
sátrinu um Sarajevo yrði lokið og Serbar
farnir á brott með vopn sín þá um kvöldið,
eða sólarhring áður en frestur NATO rennur
út.
Dæhlie giillkálfur Norðmanna
Lillehammer, frá Val B. Jónatanssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
NORÐMENN unnu tvenn gullverðlaun á
Ólympíuleikunum í Lillehammer í gær.
Björn Dæhlie sigraði í 15 km göngu og
Fred Börre Lundberg í norrænni tví-
keppni.
Daníel Jakobsson hafnaði í 49. sæti og
Rögnvaldur Ingþórsson í 69. sæti. Þeir voru
mjög óánægðir með frammistöðu sína og
sögðust kannski hafa ætlað sér um of.
Dæhlie vann sitt fimmta ólympíugull. Með
þessu er hann mesti gullkálfur Norðmanna á
vetrarleikum frá upphafi og aðeins Rússneska
konan Ljúbov Jegorova hefur unnið jafnmörg
gull í göngukeppni á vetrarleikum frá upp-
hafí vega. Tveir íþróttamenn aðrir hafa hlot-
ið jafnmörg gull frá upphafí, skautahlaupar-
arnir Claes Thunberg frá Finnlandi og Eric
Heiden Bandaríkjunum og mesti gullkálfur
Ieikanna fyrr og'síðar er skautahlauparinn
sovéska Lídía Skoblikova sem vann sex gull
1960 og ’64. Dæhlie á enn möguleika að vinna
tvö gull og gæti því velt henni úr sessi.
LÍFRÍKI tO
HAFSVÆÐA
í UPPSVEIFLU
TRUR GYflJU SINHI
AÐSTYRA
STÓRVELDI
VIÐSKIPTIAIVINNULÍF
Á SUNNUDEQl