Morgunblaðið - 20.02.1994, Page 10

Morgunblaðið - 20.02.1994, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994 10 hafstraumum um Atlantshafið. Þekktasta dæmið um slíkt er seltulág- markið sem Dickson o.fl. lýstu árið 1988. Þessi bylgja af köldum seltulitl- um sjó fór um N-Atlantshafið og olli tveggja til þriggja ára harðæri þar sem það fór um. Á sama hátt berast hlýsjávarbylgjur um hafið (sbr mynd). Margt hefur einnig verið rætt og rit- að um áhrif umhverfisskilyrða á dýra- stofna sjávarins. Hins vegar hefur lít- ið verið gert af því að tengja saman líffræðilega þætti á ólíkum hafsvæð- , um þrátt fyrir það, að ef skilyrðin færast á milli hafsvæða ættu áhrifin á dýrastofnana að gera það einnig. En hvernig komust ofangreindir fiski- fræðingar á sporið? Þórólfur Antons- son segir: „í grein okkar um þetta bendum við á tengsl líffræðilegra þátta milli Barentshafs og íslandsm- iða, með skírskotun tit sjávarskilyrða og hafstrauma. Við rannsóknir okkar á miklum sveiflum í laxastofnum á Norðausturlandi, tókum við eftir því, að sams konar sveiflur voru í laxa- stofnum á Kólaskaga. Við gengum út frá 2-3 ára tímamismun á milli þessara hafsvæða líkt og Dickson og fleiri sýndu fram á árið 1988. Síðan VÍSINDAMENN VID VEIDIMÁLASTOFNUN LEIDA RÖK AD NÁNUM TENGSLUM ÍSLANDSMIÐA OG BARENTSHAFS ækjan hefur sótt sig, einnig loðnan og laxinn. Síðastur kemur þorskurinn langlífi, en eftir því sem sjómenn um land allt segja, þá er þorskstofninn enn fremur að koma verulega til og al- mennt ástand sjávar verið með besta móti. Þeir félagar spyija í niðurstöð- um sínum: Hvernig má það vera, að lífríkið á hafsvæðum sem eru 2.500 kílómetra hvort frá öðru geti sýnt svo sterkt samband? Þeir svara því með skírskotun til sjávarskilyrða og hafstrauma og segja: „Ef þessar nið- urstöður standast gagnrýni, þá er augljóst að þær gætu haft mikil áhrif á forsendur fyrir nýtingu fiski- stofna“. Liðið var nokkuð á þessa öld þegar megindrættir í straumakerfí Norður- Atlantshafsins höfðu verið kortlagðir. Allt frá því að leiðangur Helland- Hansens og Nansens árið 1909 setti fram tilgátu um tilfærslu haffræði- legra þátta með straumum, hefur vitneskja á þessu sviði verið að auk- ast og um áhrif straumakerfisins á árferði, sérstaklega á norðlægum slóðum. Hlý- eða kaldsjávarbylgjur sem vara í nokkur ár ferðast með Sigurður Þórólfur Guðni HAFSVÆÐA ÍUPPSVÐHU eftir Guðmund Guðjónsson, Ljósmynd Árni Sæberg, Línurit og teikning eftir Guðmund Ó. Ingvarsson Er til betri viðbót í fiskveiðistjórnun þessa lands sem byggir allt sitt á sjávarútvegi, en að geta séð fyrir með tveggja til þriggja ára fyrirvara hvort uppsveiflu sé að að vænta í ástandi fiskistofna? Nú, eða niðursveiflu? Þrír fiskifræðingar, þeir Þórólf- ur Antonsson, Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson hjá Veiðimálastofnun hafa að undanförnu fengist við úrvinnslu á gögnum sem hafa fært þeim athyglisverðar niðurstöður. Þeir hafa borið saman eðlis- og líffræðilega þætti í Barentshafi ákveðin ár við sömu þætti á íslandsmiðum 2 til 3 árum síðar og fundið svo ekki verður um villst, að marktæk fylgni er þar á milli. Við skoðum þetta nánar hér á eftir, en markverðasta útkoman fyrir landsmenn er í stuttu máli sú, að uppsveiflan sem verið hefur hjá fiskistofnum í Barentshafi síðustu ár, og á sér ýmsar samþættar orsak- ir, er nú að teygja sig til íslandsmiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.