Morgunblaðið - 20.02.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 20.02.1994, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994 EFTIR BOGA Þ. ARASON Flestir þeirra sem eiga mestra hagsmuna að gæta i Bosníu-deilunni geta hrósað sigri vegna þeirrar ákvörðunar Serba að verða við skilmál- um Atlantshafsbandalagsins (NATO) um að flytja umsáturslið sitt og þungavopn í grennd við Sarajevo að minnsta kosti 20 km frá borg- inni. Þetta er óneitanlega mikill sigur fyrir rússnesk stjórnvöld sem fengu Serbana til að verða við skilmálunum eftir að leiðtogar NATO- ríkjanna höfðu hunsað andstöðu þeirra við úrslitaskilmálana sem þeir settu Serbum og hótunina um loftárásir. NATO getur einnig fagnað sigpri þar sem ólíklegt er að Serbar hefðu hætt sprengjuárásum sínum án úrslitakosta NATO; bandalagið sýndi klærnar og virðist hafa feng- ið sínu framgengt án þess að þurfa að gripa til hernaðaraðgerða sem hefðu getað dregið dilk á eftir sér. Serbar geta og verið sáttir við sinn hlut þar sem í reynd má segja að umsátri þeirra um Sarajevo sé ekki enn lokið, þeir hafa aðeins flutt umsátursliðið nokkra kiló- metra frá borginni og skapast hefur ný umsátursiína sem Sameinuðu þjóðirnar leggja blessun sína yfir. Sarajevo-búar eru vitaskuld fegnir því að stórskotaárásunum hefur linnt, að sinni að minnsta kosti. Þeir einu sem ekki fagna sigri eru herskáir menn innan Bosniuhers sem vonuðust til þess að NATO myndi láta sverfa til stáls gegn Serbum. Frestur Bosníu-Serba til að flytja þungavopn sín að minnsta kosti 20 km frá Sarajevo rennur út á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, sunnudag, en Serbar hafa lofað að ljúka brottflutningi umsát- Afdrifaríkt grimmdarverk Þegar sprengjuárás var gerð á útimarkað í Sarajevo fyrir tveimur vikum stóðu ráðamenn á Vesturlönd- um frammi fyrir því að eitthvað varð að gera til að binda enda á blóðsúthellingarnar í bosnísku höfuð- borginni. Leiðtogar NATO-ríkjanna settu Serbum úrslitakosti og kröfðust þess að þeir flyttu umsátursl- ið sitt 20 km frá borginni. Serbar féllust þó ekki á það fyrr en bræðraþjóð þeirra, Rússar, skarst í leikinn. Myndin er frá útför fórnarlamba sprengjuárásarinnar afdrifaríku, sem kostaði 68 manns lífið. ursliðsins degi áður. Hótun NATO stendur þó enn og 170 herflugvélar á vegum bandalagsins eru tiltækar á flugvöllum á Ítalíu og flugvéla- móðurskipum á Adríahafi. Þetta er mesti flugvélafloti sem safnað hefur verið saman til árása frá því í stríð- inu fyrir botni Persaflóa árið 1991. Komi babb í bátinn og Serbar standi ekki við samkomulagið við Rússa getur NATO beitt herþotunum til loftárása sem yrðu fyrsta hernað- aríhlutun á vegum bandalagsins frá stofnun þess árið 1949. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, féllst á tilboð Rússa um að senda 400 hermenn frá Króatíu til friðar- gæslustarfa í Sarajevo, þrátt fyrir hörð mótmæli BosníUstjórnar. Hún sagði að rússneskir hermenn gætu ekki talist hlutlausir í stríðinu þar sem Rússar og Serbar hafa lengi verið bandamenn, meðal annars af trúarástæðum. Leiðtogar NATO- þjóða lögðu áherslu á að rússnesku hermennimir yrðu á vegum friðar- gæsluliðsins, ekki rússneska hers- ins. Umsátrinu aflétt? Sir Michael Rose, yfirmaður frið- argæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Byltingin sem engn breytti HÓTANIR um verkföll eru viðvarandi. Nýverið vantaði sljórnarand- stöðuna aðeins eitt atkvæði til að fella ríkisstjórnina og ákveðnar hafa verið á henni breytingar m.a. til að ganga til móts við sjónar- mið öfgaafla. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 54% þjóðarinnar andvíg forsetanum og 68% kveðast óánægð með störf forsætisráð- herrans. Verðbólga er um 80% og Iaun hafa engan veginn haldið í við verðhækkanir. Engu að síður telja flestir að ástandið hafi aldrei verið betra undanfarin 50 ár eða svo. Ofantalið er lýsing á Rúmen- íu samtímans. Rúmenía sker sig frá öðrum fyrr- um kommúnistaríkjum í Mið- og Austur-Evrópu að því leyti að byltingar ársins 1989 voru hvergi jafn blóði drifnar og hér en jafn- framt hafa hvergi orðið jafn litlar breytingar. Reyndar hefur svo fátt breyst hér í Búkarest þar sem stjómin hef- ur aðsetur að menn hafa á orði að byltingin hafí aldrei náð til höfuðborgarinnar. í raun hafí aðeins verið um valdarán að ræða. Ritskoðun aflétt Einu raunverulegu umskiptin fel- ast í því að fjölmiðlar sæta ekki ritskoðun lengur. Flestar götur hafa verið umskírðar og þar með hafa verið þurrkuð út nöfn er minna á valdatíð kommúnista og horfið hef- ur verið aftur til hins gamla rúm- enska stafrófs í stað hinna nýju bókstafa sem teknir voru upp sök- um þrýstings frá Sovétríkjunum í tíð Gheorghe Gheorghiu-Dej, for- vera rúmenska einræðisherrans Nicolae Ceausescu. Gremja almennings vegna þess hve yfirborðskenndar „umbæturn- ar“ hafa reynst fer vaxandi. Þótt byltingarleiðtoginn rússneski Vlad- imír Lenín hafi orðið að hverfa ofan af fótstalli sínum hafa önnur „minn- ismerki" um ógnarstjóm kommún- ista fengið að standa óhreyfð og sumum er jafnvel hampað. Núver- andi forseti lands- ins, Ion Iliescu, og flestir þeir sem eiga sæti í ríkis- stjórninni voru meðlimir í kommúni- staflokknum gamla, flokknum sem tryggði Nicolae Ceausescu alræð- isvald í Rúmeníu. Margirtelja þessa staðreynd eina af ástæðunum fyrir því að á meðan þjóðir á borð við Pólveija og Litháa lýsa yfír óánægju sinni vegna þjóðfélagsþró- unarinnar með því að styðja vinstri flokka gera rúmenskir kjósendur það með því að treysta stöðu afla á hægri vængnum. Þótt stefnuskrá- in sé að sönnu önnur en í valdatíð kommúnista eru sömu öfl enn við völd í Rúmeníu. Völd Iliescus forseta em mikil og hann hefur treyst stöðu sína m.a. með því að reka tvo forsætis- ráðherra og skipa þann þriðja sem er honum þóknanlegur. Sá þriðji, Nicolae Vacaroiu, er að öllum lík- BAKSVIÐ Jóhanna Kristín Bimir skrifar frá Búkarest Endurnýjun Rúmenía þykir hafa upp á margt að bjóða sem ferðamannaland en bæði afstaða starfsfólks og gæði þeirrar gistingar sem í boði er þarf að breytast til að vonir Rúmena um stórauknar tekjur af ferða- mönnum rætist. Verið er að gera upp Intercontinental hótelið (t.v) í hjarta höfuðborgarinnar og slík endurnýjun víða vel a veg komin. Morgunblaðið/Jóhanna K. Birnir Vaxandi óánægja Frá einum af mörgum útifundum sljórnarandstöðunnar í miðborg Búkarest. í bakgrunni er kounungshöllin gamla en stjórnarandstað- an hefur notað hugmyndina um endurreisn konungdæmisins til að sameina sundurleitan almenning um eitthvað sem unnt er að binda vonir við. indum óvinsælasti maður Rúmeníu um þessar mundir. í daglegu tali er hann oftast nefndur „Saniuta“ eftir samnefndu rússnesku vodka. Meintur drykkjuskapur hans er þó ekki það sem helst fer fyrir brjóstið á Rúmenum heldur hitt að Iliescu skipaði Vacaroiu á þeim forsendum að hann væri hagfræðingur mikill og merkur. Hið gagnstæða þykir hafa komið fram í störfum hans. Þannig vakti það litla hrifningu nýverið er hann heimilaði álagning- arlausan innflutning á gæludýra- fóðri á meðan allt að 25% gjald' er lagt á allar innfluttar matvörur. Að auki liggur hann undir ásökun- um um að hafa vanrækt ákveðna samningagerð með þeim afleiðing- um að stór hluti kaupskipaflota Rúmeníu gæti lent undir stjórn Grikkja þrátt fyrir að honum hafí ítrekað verið verið bent á vankanta samningsins, sem gerður var við gríska fyrirtækið Forum Maritime. Þyngsli, skortur,mútur Fyrir utan verkföll og óánægju almennings glíma ráðamenn einnig við leifar stjórnartíðar Ceausecus > formi sérlega þunglamalegs þjóðfé- lagskerfís. í Rúmeníu skortir flest það sem talið er tilheyra tækni- væddu nútímaþjóðfélagi, töluvseð- ing landsins er skammt á veg kom- in og símkerfið frumstætt svo dæmi séu tekin. Þá er sýnt að ijölmargm „siðir“ þjóðarinnar þurfa að hverfa áður en Rúmenar geta gert sér vonir um að verða samkeppnishæfír á alþjóða vettvangi. Mútur eru við- teknar á flestum sviðum þjóðfélags- ins rétt eins og í tíð kommúnista. Laun eru lág og dapurleg afkoma ýtir undir slíka iðju. Mánaðarlaun rafmagnsverkfræðings í góðu starfí eru rúmar 7.000 krónur á mánuði og ellilífeyrir fer niður í sem svarar um 360 krónum á mánuði. Kaup- mátturinn er enginn. Framfærslukostnaðurinn er frá- leitt það eina sem kvartað er und- an. Hér í Búkarest eru vatn og gas jafnvinsælt umræðuefni og veðrið á íslandi. Alltjent er óstöðugleikinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.