Morgunblaðið - 20.02.1994, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. PEBRUAR 1994
eftir Pál Þórhallsson
EINFALDUR afleikur kom í veg fyrir
að Davíð Bronstein hreppti heims-
meistaratitilinn í skák í einvígi við
Míkhaíl Botvinník árið 1951. En Bron-
stein vill ekki fara nánar í þá sálma.
Hann er stoltur af því að hafa tekið
þátt í heimsmeistarakeppninni áður en
hún breyttist í skrípaleik. Fyrir honum
er skák fólgin í því að tveir menn vinni
saman að því að skapa listaverk. Hann
er afskaplega efins um að skákin sé á
réttri leið nú um stundir þegar listin
fer halloka fyrir fræðunum og pening-
unum. Bronstein er trúr skákgyðjunni.
Hann teflir enn af fullum krafti þótt
markmiðið sé ekki síður að skapa fal-
legar skákir heldur en að ná sem flest-
um vinningum eða Eló-stigum.
urinn hripaði hjá sér, sjálfur skrif-
aði hann í áratugi um skák í Izves-
tiu og hefur líklega ekki haft segul-
band sér til hægðarauka. „Ég vil
að við tölum saman sem tveir blaða-
menn,“ segir Bronstéin vingjarn-
lega. „Þetta er í fyrsta skipti sem
tekið er við mig viðtal hvort sem
þú trúir því eða ekki. Á borðinu
fyrir framan skákmeistarann er
skákborð eins og vera ber og eru
taflmennirnir handíjatlaðir í sífellu
og þeim veifað orðum til áherslu-
auka. Inn á milli sýnir Bronstein
nærstöddum tilbrigði við skáklist-
ina. Hann hefur líka ýmis gögn í
fórum sínum sem hann sýnir stolt-
ur. Þar á meðal er 22 síðna grein
um stórmeistarann í spænsku skák-
blaði og bréf frá breska skákmann-
inum Wade þar sem hann þakkar
Bronstein fyrir að hafa liðsinnt
ungum breskum skákmönnum á
meðan á Hastings-skákmótinu stóð.
„Skákin þroskar bæði rökhugsun
og ímyndunarafl barna,“ segir
hann. Bronstein á sér hugsjón um
skákina sem afþreyingu milljóna
manna frekar en sem íþrótt fárra
útvalda. Að sama skapi er honum
afskaplega illa við nafnbætur og
Elóstig og neitar því eiginlega að
hann sé stórmeistari. „Þú mátt kalla
mig meistara en meistari þýðir ekki
annað en það að ég sé eilítið betri
skákmaður en flestir aðrir.“
Eitt af því sem fer afskaplega í
taugarnar á meistaranum er teór-
ían, eða hin umfangsmiklu byijana-
fræði nútímans sem hafa það í för
með sér að fyrstu 20-30 leikirnir í
Morgunblaðið/Sverrir
Bronstein er
afskaplega illa við
nafnbætur og
Elóstig og hann
neitar því
eiginlega að hann
sé stórmeistari
Davíð Bronstein fæddist 19.
febrúar 1924 og stendur
því á sjötugu. Glæstur
skákferill Bronsteins sýnir
að auðvitað reynir hann að vinna
hveija skák þótt hann hafi fegurðina
einnig í huga. Á árunum 1948 til
1958 var hann einn af allra öflug-
ustu skákmeisturum heims. Á áskor-
endamótinu 1950 varð hann efstur
ásamt Boleslavskíj sem hann síðan
sigraði í einvígi um réttinn til að
skora á heimsmeistarann Botvinník.
í einvíginu við Botvinník árið 1951
hafði Bronstein vinning yfir eftir 22
skákir af 24. Bronstein tapaði hins
vegar 23. skákinni, vegna einfalds
afleiks eins og hann orðar það, og
einvíginu lauk með jafntefli sem
nægði Botvinník til að halda titlin-
um. Bronstein skrifaði bók um
áskorendamótið 1953 í Ziirich þar
sem hann varð í 2.-4. sæti á eftir
Smyslov. Sú bók er talin meðal bestu
bóka um skák sem samdar hafa
verið og heitir á íslensku Baráttan
á borðinu. Bronstein heldur mikið
upp á ísland og hér dvelst hann í
mánuð eftir Reykjavíkurskákmótið
sem lauk um síðustu helgi. Hann
fagnar því sjötugsafmælinu hér á
landi líkt og fímmtugsafmælinu fyr-
ir tuttugu árum.
Blaðamaður hittir Bronstein að
máli í gistiheimilinu að Bárugötu
11 sem hinn góðkunni skákmaður
Gunnar Gunnarsson rekur af mynd-
arskap. Skákmeistarinn er nokkuð
sérstakur í háttum, til dæmis líður
drykklöng stund áður en hann fæst
til að setjast niður og heija hið eig-
inlega samtal. Fyrst vill hann ganga
tryggilega úr skugga um það hvað
viðtalið eigi að snúast um, hann fær
sér brauðsneið af morgunverðar-
hlaðborðinu, til að lyfta andanum,
eins og hann orðar það, rabbar við
danska skákmenn sem einnig búa
hjá Gunnari og er kominn í hróka-
samræður við ljósmyndarann án
þess að blaðamaður fái rönd við
reist. Loks þegar hann fæst til að
setjast getur hann ekki fyrir nokkra
muni fallist á að notað sé segul-
band. Segir að þá fari hann að
vanda sig of mikið að tala enskuna.
Líklega hefur skákkappanum ekki
þótt það nein vorkunn að blaðamað-
skákum stórmeistaranna eru leiknir
eftir bókinni. Úrslit skákarinnar
velta þá oft á tíðum á heimarann-
sóknum. Það gefur auga leið að sá
sem hefur her aðstoðarmanna og
fullkomnar tölvur stendur þar vel
að vígi. Þetta stangast á við hug-
sjónir Bronsteins um skákina sem
list. „Ef allt er ákveðið fyrirfram
er lítið svigrúm fyrir innblásna list,“
segir hann. Hann vill því breyta
fyrirkomulagi skákmóta á þann veg
að menn tefli margar stuttar skák-
ir innbyrðis í stað einnar fimm-
klukkustunda langrar. Má segja að
tilkoma atskákarinnar sé mjög í
þessum anda.
Sundraður skákheimur
„Fallegustu flétturnar eru ein-
faldar,“ segir Bronstein og sýnir
blaðamanni hugverk úr eigin smiðju
þar sem svartur biskupsleikur til
e6 í kóngsbragði gerir gæfumuninn.
Skákin birtist í sovésku skákblaði
árið 1940 og stóð undir að Bron-
stein hefði teflt hana við áhuga-
mann. „í raun varð þessi skák til
á eldhúsborðinu hjá mér en það
tíðkaðist þá hjá sterkum skákmönn-
um að setja hugmyndir sínar fram
með þessum hætti.“
Bronstein þykir mjög miður
hversu skákheimurinn er sundraður
um þessar mundir og kennir
Alþjóðaskáksambandinu að nokkru
leyti um. „Fide setur titilinn á upp-
boð á hveiju ári. En heimsmeistara-
titillinn er eign skákheimsins en
ekki Fide. Fide stuðlar að því að
meistararnir verða miklu mikijvæg-
ari heldur en efni standa til. í stað
þess að þeir fengju svona há verð-
laun ætti að veija fénu til að byggja
upp skákskóla fyrir börn í löndum
eins og Frakklandi, Ítalíu og ís-
landi.“ En er Kasparov ekki óum-
deilanlega bestur og má hann ekki
græða peninga á því? spyr blaða-
maður. Bronstein svarar því til að
heimsmeistarinn eigi ekki bara rétt
á hinu og þessu heldur hafi hann
líka skyldur. Hann vill líta á skák-
ina sem sameign þar sem enginn á
meiri rétt en annar. Kasparov byggi
á verkum eldri meistara, eftir tutt-
ugu ár verði kominn annar ennþá
snjallari og þá verði Kasparov bara
nafn í skáksögunni eins og svo
margir aðrir.
Fischer á rétt á titlinum
Það var mikið áfall fyrir Sovét-
menn þegar Spassky tapaði titlinum
í hendur Bandaríkjamanninum
Fischer í einvígi aldarinnar í
Reykjavík árið 1972. Bronstein
skrifaði um einvígið í Izvestiu en
hætti þegar Fischer var kominn
með góða forystu eftir 17. skákina.
Þó gekk hann eins langt og unnt
var í þá átt að viðurkenna snilld
Fischers: „Báðir verðskulda titilinn
eins og þessi skák sýnir,“ voru síð-
ustu ummæli Bronsteins um einvíg-
ið. Eitthvert mesta undur í skáksög-
unni gerðist svo þegar Fischer sneri
aftur árið 1992 og tefldi við Spas-
sky. Hvað finnst Bronstein um
þetta? „Hvers vegna hafa allir
svona mikinn áhuga á Fischer?"
spyr hann. „Af hveiju er ekki sami
áhugi á eldri skákmeisturum sög-
unnar? Við þurfum ekki skákstjörn-
ur, þær sýna áhugamönnum um
skák enga virðingu." Bronstein seg-
ir að líkt og Botvinník hafi Fischer
brugðist skyldum sínum. Heims-
meistari hafi þær skyldur að ferð-
ast víða og tefla glæstar skákir.
En Fide hafi einnig átt sök á því
hvernig fór. Þegar kom að því að
Karpov og Fischer áttu að tefla
árið 1975 hafi Fischer farið fram á
forréttindi eins og eðlilegt er fyrir
heimsmeistara. Fide neitaði og
sýndi honum „takmarkalaust virð-
ingarleysi". Af þessum sökum
kveðst Bronstein telja að Fischer
eigi rétt á heimsmeistaratitlinum.
Fischer innleiddi nýjan stíl, sem
er Bronstein ekki alls kostar að
skapi. „Allt fram að því var skákin
dulmögnuð. En Fischer svipti hul-
unni af skákinni. Hann leitaði alltaf
einföldustu leiðarinnar að settu
marki. Skákin varð að bardaga
tveggja manna í stað þess að tveir
menn ynnu saman að listsköpun.“
En Bronstein viðurkennir að þessi
stíll Fischers skili árangri enda tefli
allir fremstu skákmenn okkar daga,
Anand, Polgar, Short og Kasparov
í þessum anda.
„Með Fischer komu peningar inn
í skákina. Kannski vegna þess að
í Bandaríkjunum eru peningar
mælikvarði á allt og ef maður fer
ekki fram á milljón dollara þá er
maður ekki að gera neitt sem er
nokkurs virði. Ég er aftur á móti
alinn upp í Rússlandi þar sem fólki
var kennt lítillæti og að bera hag
ættjarðarinnar fyrir bijósti. Dreng-
lyndi heyrir nú til undantekninga í
skákheiminum.“ Eins og Bronstein
er tamt hverfur hann aftur í tímann
til að finna dæmi um hinar sönnu
dyggðir. „Þegar Morphy hafði unn-
ið einvígið við Harrwitz í London
1858 frétti hann að mótheijinn
væri að gifta sig og þá tók hann
sig til og notaði verðlaunaféð til að
kaupa handa honum brúðargöf,
mublur í íbúð þeirra hjóna. Verð-
launin voru ekki há á þeim tíma
þannig að hann hefur þurft að
bæta einhveiju við úr eigin vasa!
r
i
i
l
i
i
(