Morgunblaðið - 20.02.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994
17
Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups,
sneri baki við lögmennsku til að taka
við stærsta einkafyrirtæki landsins og
lýsir hér stöðu fyrirtækisins, sam-
keppninni á matvörumarkaðnum, fram-
tíðarsýn og viðhorfum sínum til inn-
flutnings landbúnaðarvara
og dreifingarmiðstöð. Að öðru leyti
hef ég lítið af því fyrirtæki að
segja.“
Ósanngjörn samkeppni við
Borgarkringluna
— Nú virðist vera vöxtur hjá
„klukkubúðunum" svonefndu þar
sem 10-11 hefur ákveðið að opna
verslun í Borgarkringlunni eða í
næsta nágrenni við Hagkaup í
Kringlunni. Jafnframt virðast olíu-
félögin sífellt vera að færa sig inn
á þennan heimilismarkað með því
að bjóða m.a. matvörur á bensín-
stöðvunum. Hvernig horfir þessi
aukna samkeppni við ykkur?
„Hvað varðar þessa verslun í
Borgarkringlunni þá veit ég ekki
hvernig það á eftir að lukkast. Við
munum bregðast við því ef á það
landi og hugsunarhátturinn þar
virðist vera öðruvísi en í Bandaríkj-
unumjþar sem þetta er vinsælast."
— A síðasta ári varð aukning í
sölu á matvöru hjá Hagkaup meðan
sala á sérvöru stóð í stað. Er ekki
rétt að ráðist hafi verið í sérstakt
átak innan Hagkaups til að ná betri
árangri með sérvöruna?
„Jú, þetta er að sumu leyti rétt.
Markaðurinn vill lægra verð á fatn-
aði og ýmiskonar sérvöru. Við erum
að byija á því að bjóða lægra verð
á þessum vömm án þess að fórna
gæðum. Fyrirmælin sem mitt inn-
kaupafólk hefur em einfaldlega þau
að ná hagstæðara verði. Þetta hefur
tekist vel í matvörunni og ástæða
til að láta reyna á það út í hörgul
í sérvömnni.
Þar fyrir utan verða gerðar ýms-
Sala Hagkaups
1992-93
m ^1*45
11|01 mllljaröar kr.
milljaröur kr.
Áætluð
HAGKAUP
markaðshlutdeild
Hagkaups 1992
var 17% i matvöru
og 9% »sérvöru en
hlutur matvöru
nemur um 70% í
veltu fyrirtækisins
Söluaukning
milli ára var
um 4%.
reynir. Hins vegar er gagnrýnivert
í því sambandi að lánastofnanir eigi
hlutdeild í þessu fyrirbrigði. Þarna
er banki að veija hagsmuni sína
með slíkum hætti að það myndast
ósanngjörn samkeppnisstaða. Með
þessu á ég við að annarskonar
leiguverð verður til við svona að-
stæður heldur en almennt tíðkast á
markaði. Þarna er mönnum lagt
upp í hendurnar tækifæri vegna
þess að það búa ekki venjulegir
hagsmunir þarna að baki. Eg hef
ekkert yfir þessu að segja en þær
spurningar vakna hvert sé hlutverk
bankastofnana, á hvaða augnabliki
þær eiga að viðurkenna sitt tap og
hversu langt þær eiga ganga í að
reyna að ná einhveiju upp í það.
Mér býður svo hugur að það sé
nokkuð langt seilst í þessu Borgar-
kringlumáli.
Hvað varðar spurninguna um
bensínstöðvarnar þá hafa olíufélög-
in getað selt bensín j fremur huggu-
legri samkeppni. Eg er ekki viss
um að þau ráði við þær afleiðingar
sem kunna að verða ef þau fara
að selja matvöru í einhveijum
mæli.“
Verð á sérvöru verður lækkað
— Hver er þín framtíðarsýn varð-
andi þróun verslunar hér á landi?
Má e.t.v. búast við að hér verði í
framtíðinni miklu stærri afsláttar-
verslanir en nú þekkjast með rnikið
vöruúrval sem selja í stórum eining-
um?
„Víða erlendis hafa verið stofn-
aðar risaverslanir nánast í heilu
flugskýlunum sem selja stóra og
smáa vöru. Oftast er varan seld í
einhveiju magni en þó ekki endi-
lega. Það er spurning hvenær slíkar
verslanir koma hingað því þær gera
kröfu til allstórs markaðar. Því er
ekki að neita að þetta er mjög
skemmtilegt fyrirbrigði og virðist
vera mjög vinsælt þó verslanirnar
hafi ekki gengið eins vel allsstaðar.
Til dæmis hefur gengið illa að koma
slíkum verslunum af stað í Bret-
ar aðrar breytingar. Við gerðum
t.d. tilraun með að hætta að selja
leikföng í versluninni í Kringlunni
en ég held að það hafi ekki verið
rétt ákvörðun. Eg geri ráð fyrir að
hverfum aftur að því og jafnvel í
meira mæli en áður.“
Innan Hagkaups hefur verið unn-
ið að ítarlegri stefnumótun þar sem
fyrirtækið er skilgreint, markmið
þess og hvernig eigi að ná þeim.
Nú styttist í að þessari vinnu ljúki
en Óskar segist ekki geta rætt í
hveiju stefnan verður fólgin. í aðal-
atriðum sé ekki um byltingarkennd-
ar hugmyndir að ræða en vonandi
miklu markvissari stefnu. Hann
segir aðspurður að það séu engin
sérstök áform um fjölgun verslana
en fyrirtækið hafi augum opin fyrir
nýjum tækifærum á markaðnum.
„Það er engin útþenslustefna í
gangi. Hins vegar mjög er ánægju-
legt hversu vel hefur tekist til bæði
með Grafarvogsverslunina og
reyndar einnig verslunina í Hóla-
garði sem eru hverfaverslanir. Þar
hefur orðið mikil söluaukning og
við erum afskaplega ánægð með
þær verslanir, eins og hinar, þótt
þessar komi e.t.v. mest á óvart.“
Staða Hagkaups mjög traust
— Nú er Hagkaup í eigu einnar
fjölskyldu en þú hefur áður verið
stjórnarformaður hjá einu af stærri
almenningshlutafélögum landsins.
Hver er munurinn á því að vera
stjórnandi í þessum tveimur fyrir-
tækjum?
„Þessi fjölskylda er ákaflega
samhent og það var lykilatriði fyrir
því að ég treysti mér til að taka
að mér þetta starf. Þá er starfið
mjög sjálfstætt og fýrirtækið vel
afmarkað. Móðurfyrirtækið fæst
við ýmislegt annað í ýmsum minni
hliðarfyrirtækjum. Þar hafa systk-
inin mikinn starfa en mynda hins
vegar stjórn Hagkaups ásamt móð-
ur sinni. Mér finnst í sjálfu sér
ekki lakara að treysta á eina fjöl-
skyldu sem hefur þann bakgrunn
sem þessi fjölskylda hefur heldur
en að treysta á einhveija stjórn sem
kjörin er af hinum og þessum. Ég
held að fyrir stjórnanda sé í sjálfu
sér ekki meiri áhætta í því að ráða
sig í vinnu hjá fjölskyldu eins og
þessari sem gerir sér grein fyrir
styrkleika og veikleika þess hvernig
eignarhaldinu er háttað. Ég veit að
það er hluti af heildarstefnunni að
hafa sjálfstæði Hagkaups afger-
andi.“
Afkomutölur Hagkaups hafa
aldrei verið gefnár upp enda er um
lokað einkafyrirtæki að ræða. Ósk-
ar vísar því alfarið á bug að ein-
hveijir erfiðleikar hafi verið í rekstri
Hagkaups en hann segist hafa heyrt
orðróm þess efnis undanfarin tvö
eða þijú ár. „Þessi orðrómur er
fullkomlega rangur því staða Hag-
kaups er mjög traust. Menn geta
horft á mig og veít fyrir sér hvort
ég hefði tekið við starfinu ef þetta
væri eitthvað „brauðfótafyrirtæki"
eins og Sverrir Hermannsson komst
að orði af öðru tilefni. Það breytir
því ekki að við þurfum að gæta
aðhalds og sparnaðar í hvívetna
eins og reyndar verið er að gera í
öllum velreknum fyrirtækjum á ís-
landi."
„Blekbændur í bændahöllinni“
Óskar hefur verið áberandi í
umræðunni um innflutning land-
búnaðarvara frá því hann tók við
starfi forstjóra Hagkaups, sérstak-
lega vegna málshöfðunar Hagkaups
á hendur ríkinu í „skinkumálinu“
sem lyktaði með því að Hæstiréttur
dæmdi fyrirtækinu í vil. Reyndar
vann Óskar að því máli frá upphafi
sem lögmaður Hagkaups.
„Hagkaup hefur verið að reyna
að hafa hagsmuni neytandans að
leiðarljósi. I því skyni teljum við
nauðsynlegt að það verði mjög mik-
il hagræðing í landbúnaðinum. Við
teljum að slík hagræðing náist ekki
almennilega fram nema menn verði
varir við einhveija samkeppni. Þetta
er það umhverfi sem við höfum
þurft að búa í á öllum öðrum sviðum
og nánast öll löggjöf gerir ráð fyrir
samanber t.d. samkeppnislög. Ef
það lögmál á við allsstaðar annars-
staðar hví skyldi það ekki eiga við
í landbúnaði. Við höfum hins vegar
ekki tekið neina ákvörðun um að
vera í einhveiju stríði í landbúnað-
armálum. Það er stimpill sem reynt
hefur verið að setja á okkur.
Ég geri ekki kröfu um það að
leyfa óheftan innflutning landbún-
aðai-vara í einu vetfangi. Það er
alltof stórt skref til að taka í einu
lagi. Á sama hátt sætti ég mig
ekki við það að því sé haldið fram
að verið sé að aflétta einhveijum
hömlum þegar ekki er verið að því.
Sannleikurinn er sá að það hefur
nákvæmlega ekkert gerst í því máli.
Ef búvörulögin sem núna eru að
vefjast fyrir þinginu fara í gegn þá
er bersýniíegt að næsta heila eða
eina og hálfa árið fram að gildis-
töku GATT-samningsins mun ekk-
ert gerast. Reyndar er það stórkost-
legt áhorfsmál hvort eitthvað gerist
með GATT-samningnum. Við höf-
um ekkert fyrir okkur í því að verð-
jöfnunargjöldum verði beitt hóf-
samlega annað en orð stjórnvalda
í dag. Ég held að það væri nær að
byrja hægt og rólega að opna fyrir
innflutning þannig að bændur
fyndu fyrir einhverri samkeppni en
væru ekki vemdaðir núna næsta
eina og hálfa árið og jafnvel eitt-
hvað lengur ef verðjófnunargjöld-
unum verður beitt ómálefnalega.
í mínum huga er ekkert að ger-
ast í því að opnað verði fyrir inn-
flutning á landbúnaðarvörum held-
ur þvert á móti hið gagnstæða.
Miðað við nýjustu tilburði formanns
landbúnaðarnefndar sýnist mér að
það eigi frekar að lengja listann en
stytta hann og auka gjöldin. Ég
held að annars fari ágætlega saman
hagsmunir okkar og bænda enda
erum við einhverjir stærstu við-
skiptavinir þeirra. Þó það skíni ekki
í gegnum þá sem ég kalla „blek-
bændur“ í bændahöllinni, þá breytir
það því ekki að fjölmargir af hinum
raunverulegu bændum skilja þetta
betur. Þeim er ekki gert það mjög
auðvelt að bijótast út úr þessari
herkví.“
FAGOR
5
5
12 manna
7 þvottakerfi
Hljóðiát 40dB
Þvottatími 7-95 mín
Sjálfv.hitastillir 55-65'C
Stillanlegt vatnsmagn
Sparnaðarrofi
Hitaþurrkun
HxBxD: 85x60x60cm
Án topp-plötu:
82x60x58cm
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ NÝTT HEIMILISFANG
RÖNNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
veboig'-
^MA^
Innifalið: Flug, gisting í eina viku með morgunverði,
akstur frá flugvelli á hótel, íslensk fararstjóm og flugvallar-
skattar. Gjald fyrir rútuferð til Lúxemborgar er ekki
innifalið.
♦Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur sé greitt minnst 14 dögum fyrir brottför með reiðufé.
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðs-
menn um allt land, ferðaskrifstofumar eða í síma
690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá
kl. 8 -18.)
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
m CDQAIXAS^
Pension Ingeborg Flogið beint til Salzburg laugardaginn
12. mars. Flogið heim frá Lúxemborg laugardaginn
19. mars. Ef þátttaka er nægjanleg, verður ekið í rútu
til Lúxemborgar; lagt af staðfrá Pension
Ingeborg kl. 24.00 föstudagskvöldið
18. mars.