Morgunblaðið - 20.02.1994, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994
Minning
Ásdís Ema Vigfús-
dóttir, Vopnafirði
Fædd 13. maí 1937
Dáin 13. febrúar 1994
Það syrti vissulega að í sálar-
ranni er sorgarfregnin barst okkur
hjónum um að okkar kæra vinkona,
Asdís Erna, hefði iokið lífsgöngu
sinni svo alltof fljótt. Það er erfitt
að sætta sig við það að hún Edda,
eins og hún jafnan var kölluð, skuli
ekki lengur okkar á meðal, að næst
þegar knúið yerði dyra í Múla verð-
ur engin Edda til að bjóða mann
velkominn með yljandi brosi og
gefandi gestrisni sinni. Með sárum
söknuði er hún kvödd hinztu kveðju
af einlægri þökk fyrir svo kær kynni
og margar mætar minningar ár-
anna sem hópast nú að í hugar-
fylgsnum.
Mannanna örlög eru vissulega
óræð og undarlega flókin og hversu
illa erum við alltaf viðbúin því að
kveðja góða vini, hversu sem heilsu
er háttað og allra sízt þegar ára-
fjöldi lífshlaupsins er ekki lengri.
Gott er nú að hugsa til síðustu sam-
funda við hana Eddu hér heima í
stofunni þar sem svo margt var
spjallað á undurnotalegri'en alltof
stuttri stund, þar sem Edda var sem
jafnan áður veitandi glettni og
gleði, þar sem hjartahlýjan átti
æðstan sess.
Minningar merla í munans leyn-
um og megna að gefa lífinu þann
lit og þann ljóma sem aldrei fölskv-
ast fyrr en á ^ndadægri.
Þegar ég höf á sínum tíma öll
mín löngu og oft erfiðu ferðalög
um kjördæmið eystra vegna starfa
míns var það stór hluti lífsláns míns
að eignast svo víða góða og gjöfula
vini sem brugðu birtu vfir gráma
hversdagsins með sínu vermandi
viðmóti og veitulli hlýju. Á Vopna-
firði varð mér eðlilega fyrst fyrir
að leita til fyrrum sveitunga, hins
vaska félaga og góða vinar Gísla
Jónssonar og þar var mér af þeim
hjónum báðum tekið tveim höndum
og þar átti ég síðan ævinlega þann
góða griðastað sem var gulli dýrri
í daganna önn.
Edda varð traustur vinur, ráð-
hollur samheiji og fylgd hennar
fölskvalaus og sönn í hveiju því
máli er hún gat lagt liðsinni sitt.
Alltaf voru móttökur jafnhlýjar og
hjartanlegar, gestrisni og rausn
húsmóðurinnar svo eðlislægir kostir
að þar fannst manni einfaldlega að
maður væri eins og heima hjá sér
og slíkt var mikils virði á öllum
þessum ferðaflækingi.
Það var gaman að ræða við Eddu
um menn og málefni, hún gaf sér
til þess tíma, þó heimilisannir væru
ærnar, var vel heima í ijölmörgu,
hún lét sér annt um velferð og fram-
tíð byggðar sinnar og hafði þar á
einarðar skoðanir sem og öðru.
En þó var hún Edda fyrst og
fremst hin mikla móðir og húsmóð-
ir þrátt fyrir margvíslega önn aðra,
hinn góði heimilisandi bar kærleik-
anum merki, þeim gefandi kærleika
sem hún var svo auðug af.
Edda var prýðilega glögg og
greind kona og öll verk hennar
báru miklum myndarskap gott vitni.
Hún átti létta lund og þýða, lét vel
að koma orðum að hugsunum sín-
um, einbeitt kona og ákveðin, ef
því var að skipta, en fyrst og síð-
ast kunni ég mætavel að meta ein-
lægni hennar og alúð. Hún var
sannur höfðingi heim að sækja, þar
var aldrei um erfiði né annríki spurt,
heldur það eitt hversu öðrum mætti
gott gjöra.
Hún Edda var fædd 13. maí 1937
á Vopnafirði og þar ólst hún upp í
stórum systkinahópi, miklu mynd-
ar- og ágætisfólki. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Björg Davíðsdóttir
og Vigfús Siguijónsson verkamaður
á Vopnafirði.
Hinn 12. júlí 1958 giftist hún
Gísla Jónssyni frá Hólmum í Reyð-
arfirði og var hjónaband þeirra far-
sælt og gott. Gísli hefur ekki verið
einhamur um dagana, fengist við
ijölmörg störf og verið mjög fram-
arlega í félagsmálum, m.a. í sveita-
stjórn, og í öllu þessu stóð Edda
sem klettur honum við hlið.
Vopnafjörður var heimkynni
hennar alla tið og heimili þeirra
hjóna í Múla rómað fyrir gestrisni
og góðan hug húsráðenda.
Þau hjón eignuðust fimm syni,
en einn þeirra, Trausti, lézt fyrir
nokkrum árum. Hinir eru: Jón
Kristinn, vél- og rennismiður í
Reykjavík, kona hans er Ingunn
Lára Hannesdóttir, hárgreiðslu-
meistari og eiga þau eina dóttur,
Heimir Þór, húsasmiður á Kjalar-
nesi, kona hans er Kirsten Nielsen
Toft, verzlunarstjóri og eiga þau
þijú börn, Gísli Arnar, fiskeldis-
Minning
Agúst Snorrason
Fæddur 16. júní 1920
Dáinn 10. febrúar 1994
Með þessum fátæklegum orðum
vil ég kveðja vin minn og æskufé-
laga Ágúst Snorrason, sem lést
hinn 10. febrúar á BorgarSpítala
eftir langvinn veikindi sem háðu
honum um þrettán ára skeið en
hann bar af karlmennsku og æðru-
leysi til síðustu stundar. Kynni
okkar hófust þegar á barnsaldri í
leik og starfi. Við vorum íjórir pilt-
arnir sem héldum hópinn, áttum
mörg áhugamál saman í blíðu og
stríðu.
Foreldrar Ágústs voru Sigríður
Steingrímsdóttir og Snorri Weld-
ing. Varð þeim ellefu barna auðið.
i Ágúst var tvíburabróðir við Frið-
rik, sem lifir bróður sinn, ásamt
Snorra.
Ágúst giftist Jóhönnu Þórólfs-
dóttur, sem ættuð er frá Reyðar-
firði, hinni ágætustu konu, sem
hlúði að manni sínum af hreinni
ástúð og kærleika öll þeirra erfiðu
ár í veikindum hans, þrátt fyrir
sjúkleika sem háir henni. Þau eign-
uðust sex börn, barnabörnin orðin
. tíu, og eitt barnabarnabarn, öll hin
efnilegustu börn.
Ágúst vann sín skyldustörf af
trúmennsku og heiðarleika sem
verkamaður, og bifreiðastjóri hjá
Reykjavíkurborg um áraraðir, en
síðustu ár hjá Lyfjaverslun ríkis-
ins, meðan kraftar leyfðu. Ágúst
var spaugsamur og glettinn og leið
manni vel í návist hans. Mér er í
minni frá liðnu sumri, þegar við
hjónin gátum farið með þeim hjón-
um Ágústi og Jóhönnu úr ys og
þys borgarinnar í bíltúr út í sumar-
græna náttúruna. Þá lifnaði yfir
vini okkar, hann var svo mikið
náttúrubarn; að fá að líta blessaða
sveitina með sín grænu tún og
finna blómaangan leggja áð vitum
sér, blessaðar skepnurnar og fugl-
akvak allsstaðar í kringum sig. Þá
varð honum að orði: „Hvað getum
við kosið okkur betra í þessu lífi
en að fá að njóta þessara stunda
í kyrrð og ró?“ Rétt fyrir andlát
hans, áttum við góða stund með
þeim hjónum. Bjóst hann við að
kveðja þennan heim fijótlega, enda
orðinn þreyttur á líkama og sál.
En ég sagði, að við ættum eftir
að keyra enn í sveitina á sumri
komanda. „Heldurður það?“ sagði
fræðingur á Eskifirði, kona hans
er Árný Vatnsdal afgreiðslumaður,
og Vigfús Vopni, nemi í húsasmíði,
unnusta hans er Særún Sævalds-
dóttir fiskverkakona.
Af lífsins sviði er horfin kona er
átti sér farsæla og fallega lífssögu.
Edda yljaði og lýsti upp umhverfi
sitt af auðlegð hjartans í allri sinni
hógværð og hlédrægni. Hana var
gott að eiga að vini og fyrir það
erum við hjónin afar þakklát og
minnumst með virðingu og mikilli
hlýju allra góðra stunda í nærveru
hennar.
Við sendum okkar góða vini,
Gísla, sonum þeirra og öðrum að-
standendum Eddu okkar einlæg-
ustu samúðarkveðjur og vitum að
munakærar minningar um ástríka
eiginkonu og móður muni létta og
líkna í þeirra miklu sorg.
Traust kona'og trú i hveiju einu
hefur kvatt hinztu kveðju en marg-
ir eiga eins og við vermandi minn-
ingar sem verðmætar eru á ævinn-
ar göngu. Blessuð sé heiðbjört
minning mætrar mannkostakonu.
Helgi Seljan.
Elsku mamma.
Það er sagt að hvert okkar eigi
sinn vitjunartíma og nú þegar þú
ert farin, þá átta ég mig á því að
flestallar mínar bestu minningar
eru tengdar þér. Þú átt alltaf stórt
pláss í hjarta mínu eins og sjálfsagt
allra sem fengu að njóta samvista
við þig.
Ein fyrsta minning mín um þig
er frá því að ég fór með pabba á
stórum jeppa að sækja þig inn á
spítala (Garð) þegar Fúsi fæddist
og ég var fímm til sex ára. Þú varst
alltaf að vinna úti í garði á sumrin,
■enda voru blóm í miklu uppáhaldi
hjá þér og alltaf þótti þér jafn gam-
an þegar stoppuðu bílar og fólk fór
að mynda garðinn þinn. Þegar þú
fórst að versna til heilsunnar urðu
stundirnar j garðinum færri.
Svona falla menn, einn og einn
áður en nokkum varir.
En lund þin trygg og hugur hreinn
hverfur ei þótt þú farir.
Þó verðúr ekki nafn þitt nefnt,
neitt við stórvirki unnið,
þú hefur mörgum meira efnt,
þótt minna skeið hafi mnnið.
Hljóð var þín gleði, hljóð þín raun.
Hljóð era bestu kynnin.
Hljóð var þín för og hljóð þín laun.
Hljóð era vina minnin.
(Björn Haraldsson.)
Drottinn gefur og drottinn tekur,
en samt er það nú svo að dauðinn
kemur alltaf jafn mikið á óvart.
hann og hýrnaði yfir mínum manni
við þá tilhugsun.
Enn finnst mér að við eigum
eftir að eiga samvistir saman, en
hvað um það, ég samgleðst vini
mínum að vera laus úr kvöl sinni
og hef þá bjargföstu trú að honum
líði vel. Við þökkum Ágústi sam-
verustundirnar og biðjum Guð að
geyma hann og varðveita. Vottum
eiginkonu, fjölskyldu og öðrum
ættingjum og vinum samúð okkar.
Guðmundur Sigutjónsson.
Þegar mér bárust þær fréttir á
sunnudaginn að þú værir dáin,
elsku mamma, var sem ég væri
lamaður. Ég hafði talað við þig
kvöldið áður á afmælisdaginn hans
pabba. Þú kenndir einskis þá en
varst svo öll sólarhring síðar.
Minningarriar eru svo margar,
alltaf gat ég treyst á þig. Nú síð-
ustu árin eftir að við Árný giftum
okkur og fluttum á Eskifjörð þá
kom það ekki ósjaldan fyrir að þið
pabbi bönkuðuð á eldhúsgluggann,
sögðust hafa skroppið í smá
„sunnudagsbíltúr" á Lödunni. Um
jólin í hitteðfyrra voruð þið hjá okk-
ur í mánuð og svo í fyrravor þegar
ég fór á grásleppu með Fribba bjó
ég auðvitað heima í Múla. Við.leyst-
um krossgátur og þú lagðir kapla.
Þeim stundum mun ég aldrei
gleyma, elsku mamma mín. Árný
bað fyrir kveðju til þín og vildi hún
þakka þér fyrir þær alltof fáu
stundir sem þið áttuð saman. Elsku
mamma, það er erfitt að kveðja,
þú kvaddir mig alltaf eins, þ.e.:
„Bless, Gilli minn.“ Því segi ég að
lokum bless, mamma mín, og takk
fyrir allt. Guð geymi þig.
Þinn Gísli Arnar.
Elsku mamma.
Nú ert þú horfin okkur og kemur
ekki aftur.
Það er svo sársaukafullt að
kveðja þig eftir þennan alltof stutta
tíma sem við höfum átt með þér.
Við vorum svó ánægð og full
bjartsýni þegar þið pabbi komuð
hingað til þess að fara í endurhæf-
ingu á Reykjalund.
Þú varst svo hress og kát fyrir
örfáum dögum og því er svo erfitt
að trúa því að þú hafir kvatt þenn-
an heim svo snögglega.
Við vitum að þú hefðir svo gjarn-
an viljað fá að njóta lífsins lengur
og fá að fylgjast með Hildi Dís
vaxa úr grasi. Hún á eftir að spyija
okkur mikið um þig í framtíðinni
og munum við þá segja henni frá
þeim minningum sem við geymum
í hjörtum okkar.
Við reynum oft að spyija „af
hveiju?“, en það eru engin svör til.
En sterkasta huggun okkar er sú,
að nú ertu komin til hans Trausta
og hefur þú þá einn son þinn hjá
þér. Þið eruð saman á ný.
Við biðjum guð að gefa pabba
styrk á þessari erfiðu stundu.
Við kveðjum þig, elsku mamma,
með miklum söknuði. Það er stórt
skarð höggvið í fjölskylddu okkar
sem ekki verður fyllt á ný. Guð
geymi þig.
Jón, Ingunn og Hildur Dís.
Elsku amma okkar er dáin. Okk-
ur langar að þakka henni samveru-
stundirnar á liðnum árum.
Sandra Erna,
Eliths Freyr,
Hildur Dís,
Trausti Adrian.
Þorsteinn Sævar
Jensson íþrótta-
kennari - Minning
Hve sárt er að sjá þig hníga
er sólin gyllir höf,
og lífi sviptan síga
um sumarmál í gröf,
svo fjörlegan og fríðan,
svo frækilegan svein,
þvi skerpan bæði og blíðan
í bijósti þínu skein.
(M. Joch.)
Það var sumarið 1986 sem við
réðum Þorstein til okkar sem
íþróttaþjálfara. Aíltaf þegar slík
ráðning fer fram er það happdrætti
hvernig til tekst.
í þessu tilviki urðum við ekki
fyrir vonbrigðum því Þorsteinn
reyndist frábær starfskraftur.
Hann var bæði traustur og sam-
viskusamur og hafði allt til að bera
sem prýðir góðan íþróttamann enda
árangurinn eftir því. Hann náði frá-
bærum árangri með íþróttafólkinu
okkar, sem að sjálfsögðu gerist
ekki bara á einu sumri.
Hann kom hér af stað svonefnd-
um íþrótta- og leikjanámskeiðum
sem haldin hafa verið á hveiju ári
síðan. Þorsteinn hefur því haft hér
mjög góð áhrif sem við munum allt-
af minnast. Síðasta sumarið sem
hann starfaði með okkur urðum við
vitni að hetjulegri baráttu hans við
sjúkdóm, sem erfitt var að átta sig
á og augljóst var að Þorsteiim gekk
ekki heill til skógar.
Þorsteinn sýndi okkur ávallt
fyllstu tryggð og sýndi það best
með heimsókn sinni síðastliðið sum-
ar er hann gladdist með okkur, því
draumur okkar allra var að rætast.
Hafin var bygging íþróttamiðstöðv-
ar á Þingeyri.
Guð blessi minningu Þorsteins
Sævars Jenssonar. Hafðu þökk fyr-
ir allt og allt.
Við vottum fjölskyldu og öllum
aðstandendum hans dýpstu samúð.
Ykkar styrkur er minning um góðan
dreng.
F.h. íþróttafélagsins Höfrungs á
Þingeyri,
Sigmundur F. Þórðarson.
Þegar æviröðull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér
hræðstu eigi, Hel er fortjald
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pétursson)
Það var sumarið 1986 að við
kynntumst Þorsteini. Hann hafði
þá ráðið sig til Þingeyrar sem
íþróttakennara. Við mættum á völl-
inn galvösk eftir hádegið áhugasöm
og forvitin að fá að sjá þennan
nýja þjálfara.
Þorsteinn var hjá okkur fimm
sumur og eru þau okkur eftirminni-
leg. Þorsteinn hafði bæði góð og
skapandi áhrif á hópinn, bæði unga
sem aldna og var eins við alla.
Þorsteinn veiktist síðasta sumar-
ið sem hann var hjá okkur en þrauk-
aði þrátt fyrir miklar erfiðisstundir.
Nú sjáum við á eftir góðum manni,
en huggum okkur við það að þeir
deyi ungir sem guðirnir elska og
Þorsteini hafi verið ætlað eitthvað
stærra og meira annars staðar.
Við viljum þakka fyrir að fá að
kynnast honum og þær stundir sem
við áttum með honum og biðjum
guð að styrkja ættingja hans í sorg
sinni.
Blessuð sé minning Þorsteins
Sævars Jenssonar.
Fyrir hönd íþróttahópsins á Þing-
eyri,
Sæborg Reynisdóttir,
Guðrún S. Sigþórsdóttir,
Gunnhildur Þ. Sigþórsdóttir.