Morgunblaðið - 20.02.1994, Page 28
JMknrgmilifafrife
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
• r
TP-
ATVINNUAUGl YSINC?AR
ísafjarðarkaupstaður
Atvinna
ísafjarðarkaupstaður auglýsir laust
til umsóknar starf stöðvarstjóra
sorpbrennslu ísafjarðarkaupstaðar.
Sorpbrennslustöðin:
Sorpbrennslustöð ísafjarðarkaupstaðar er í
byggingu í landi Kirkjubóls í Engidal. Sorp-
brennslunni er ætlað að farga sorpi sem til
fellur í kaupstaðnum ásamt því að selja sveit-
arfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum
þjónustu.
Stöðvarstjóri sorpbrennslustöðvar:
Er ábyrgur fyrir rekstri sorpbrennslustöðvar-
innar gagnvart stjórn hennar. Hann er yfir-
maður annarra fastráðinna starfsmanna
sorpbrennslunnar.
Hæfniskröfur:
Æskilegt er að umsækjandi hafi víðtæka
reynslu sem vélstjóri (hafi sveinspróf í vél-
virkjun), geti unnið sjálfstætt, hafi þekkingu
á PC- og iðntölvum (PLC) ásamt ensku- og
dönskukunnáttu.
Æskilegt er að stöðvarstjóri taki til starfa
um miðjan aprílmánuð nk.
Umsóknareyðublöð fást hjá forstöðumanni
tæknideildar sem jafnframt gefur allar nán-
ari upplýsingar.
Umsóknum skal skilað fyrir 15. mars nk. til
forstöðumanns tæknideildar merkt: „Stöðv-
arstjóri".
Stjórn sorpbrennslustöðvar.
Akureyrarbær
Verkefnisfreyja
Menntasmiðju
kvenna á Akureyri
Akureyrarbær auglýsir eftir verkefnisfreyju
til að undirbúa og stýra stofnun Mennta-
smiðju kvenna á Akureyri. Um er að ræða
tímabundið starf í 50% stöðu.
Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun
eða sambærilega menntun og reynslu af
skipulagningu og sjálfstæðu starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK
og Akureyrarbæjar.
í Menntasmiðjunni mun atvinnulausum kon-
um bjóðast fjölþætt nám í hagnýtum fræð-
um, bóklegum og verklegum, auk persónu-
legrar ráðgjafar. Lögð er áhersla á tungu-
mál, tölvur, handverk og listir, ráðgjöf og
sjálfsstyrkingu. Áætlað er að Menntasmiðjan
verði hluti af samnorrænu verkefni um nýjar
leiðir í fullorðinsfræðslu.
Verkefnið hefur fengið styrk af framlagi ríkis-
sjórnarinnar til atvinnumála kvenna. Því er
það Ijóst að konur verða ráðnar til starfa i
Menntasmiðjunni.
Upplýsingar veita jafnréttis- og fræðslufull-
trúi, dagana 21.-25. febrúar, í síma 21000
og starfsmannastjóri einnig í síma 21000.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 4. mars n.k.
Starfsmannastjóri.
Tölvunarfræðingur
Stór þjónustustofnun f borginni óskar að
ráða hugbúnaðartæknimann til starfa í
tæknideild til að annast þróun, uppsetningu
og rekstur upplýsingakerfa. Umsækjendur
þurfa að hafa lokið háskólaprófi í tölvunar-
fræði, verkfræði eða lokið prófi frá tækni-
skóla eða sérhæfðum tölvuskólum.
Æskileg er að viðkomandi hafi þekkingu á
netstýrikerfum, Unix-umhverfi og algeng-
ustu forritunarmálum.
Góð vinnuaðstaða er fyrir hendi. Starfið er
laust nú þegar eða samkvæmt nánara sam-
komulagi.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem algjört trúnaðarmál.
Umsóknareyðubiöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 2. mars nk.
GijðntTónsson
RÁÐC JÖF & RÁÐN I N CARM Ó N 11STA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Frá Háskóla Islands
Laust til umsóknar prófessorsembætti við
guðfræðideild Háskóla íslands. Aðal-
kennslugreinar eru ritskýring og guðfræði
Gamla testamentisins. Gert er ráð fyrir að
embættið veitist frá 1. september 1994.
Umsóknarfrestur er til 24. mars 1994.
Við heimspekideild Háskóla íslands er laus
til umsóknar lektorsstaða í íslensku fyrir
erlenda stúdenta á sviði íslenskrar málfræði.
Lektornum er einkum ætlað að sinna kennslu
í íslensku nútímamáli.
Áætlað er að ráða í stöðuna frá 1. ágúst
1994.
Umsóknarfrestur er til 24. mars 1994.
Sérstök tímabundin lektorsstaða í uppeld-
is- og menntunarfræði við félagsvísinda-
deild Háskóla íslands er laus til umsóknar.
Meðal sérsviða er félagsleg uppeldis- og
menntunarfræði. Áætlað er að ráða í stöð-
una frá 1. ágúst 1994 til þriggja ára en um
stöðuna gilda reglur um ráðningar í sérstak-
ar kennarastöður við Háskóla íslands.
Umsóknarfrestur er til 30. mars 1994.
Umsækjendur um ofangreindar stöður skulu
láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu
um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, rit-
smíðar og rannsóknir, svo og námsferil og
störf. Með umsóknum skulu send eintök af
vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj-
enda, prentuðum og óprentuðum.
Ennfremur er óskað eftir greinargerð um
rannsóknir sem umsækjendur hyggjast
stunda, verði þeim veitt staða. Laun skv.
kjarasamningi Félags háskólakennara og
fjármálaráðuneytis.
Umsóknum skal skilað til starfsmannasviðs
Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður-
götu, 101 Reykjavík.
Framtíðarstarf
Sérfræðingur á
sviði efnafræði/líf-
tækni
Einkaleyfastofan óskar að ráða starfsmann
með háskólamenntun á sviði lífrænnar efna-
fræði og helst starfsreynslu. Viðkomandi
þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Starfið felst í meðhöndlun einkaleyfisum-
sókna er varða tæknilegar uppfinningar,
einkum á sviði efnafræði, líftækni og lækn-
ingalyfja.
Starfinu fylgja mikil samskipti við íslenska
umsækjendur einkaleyfa og umboðsmenn
erlendra umsækjenda. Einnig þarf viðkom-
andi að hafa veruleg samskipti við erlendar
rannsóknarstofnanir á sviði einkaleyfa.
Mjög gott vald á dönsku, norsku eða sænsku
er frumskilyrði. Ensku- eða þýskukunnátta
er einnig nauðsynleg.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist Einkaleyfastofunni,
Lindargötu 9, 150 Reykjavík, fyrir 5. mars
næstkomandi.
Einkaleyfastofan.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
VESTURLANDI
Þroskaþjálfar - uppeldismenntað fólk
Forstöðumaður
óskast
Þroskahjálp á Vesturlandi og Svæðisskrif-
stofa málefna fatlaðra á Vesturlandi, aug-
lýsa eftir forstöðumanni við skammtfma-
vistun/sumardvöl.
Allir, óháð takmörkunum eða hversu mikil
sem fötlun er, eiga rétt á mannsæmandi og
innihaldsríku lífi. Börn þurfa þau skilyrði, að
þau geti þroskast og tjáð sig í leik og starfi,
þrátt fyrir sérhverja fötlun. Þess vegna leggj-
um við áherslu á uppbyggingu á sumardvöl,
skammtímavistun og frístundamálum fyrir
fötluð börn og unglinga.
í Holti fyrir utan Borgarnes er starfrækt sum-
ardvöl í 12 vikur, og skammtímavistun um
helgar yfir veturinn. í sjónmáli er skammtíma-
vistun á Akranesi. Einnig leggum við áherslu
á að fötluð börn og unglingar taki þátt í
öðrum tilboðum.
Við erum að leita að fólki sem hefur áhuga
á að taka þátt í skapandi uppbyggingu á
þessum málum með okkur. Við erum að leita
að forstöðumanni fyrst og fremst fyrir sumar-
dvölina í Holti. Æskilegast er þó, að fá for-
stöðumann yfir öllum þessum málum, á Vest-
urlandi. Við stefnum að því að gera þetta
spennandi og gefandi starf, en um leið er
það krefjandi.
Umsóknir sendist fyrir 10. mars, til Svæðis-
skrifstofu Vesturlands, Bjarnarbraut 8, 310
Borgarnes.
Upplýsingar gefur Magnús Þorgrímsson
framkvæmdastjóri í síma 93-71780.