Morgunblaðið - 18.05.1994, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Slóvakar stefna að aðild að Evrópusambandinu og NATO
Viljum
njóta góðs
af reynslu
Islendinga
Hagvöxtur og efnahagslegur stöðugleiki
eru forsendur þess að umskiptin_
takist í Slóvakíu að sögn Michals
Kovacs, forseta landsins
VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti
íslands, heldur síðar í þessari viku
í opinbera heimsókn til Slóvakíu.
Af þessu tilefni féllst forseti Slóv-
akíu, Michal Kovac, á að svara
bréflega nokkrum spurningum
Morgunblaðsins um samskipti ríkj-
anna, umskiptin í Slóvakíu og
stefnu ríkisins á vettvangi utanrík-
is- og öryggismála. Spurningar
Morgunblaðsins og svör forseta
Slóvakíu fara hér á eftir:
* -------------------
nokkrum ríkjum Mið- ogAust-
ur-Evrópu hafa umskiptin í
átt til markaðshagkerfis getið
af sér atvinnuleysi og í nokkr-
um tilfellum upplausn og þjóðfé-
lagsspennu. Hvernig mynduð þér
lýsa ástandinu hvað þetta varðar
í heimalandi yðar?
„Staðan nú um stundir er óneit-
anlega erfið. í rauntölum hafa laun
lækkað um næstum þriðjung frá
1989, atvinnuleysið (miðað við lok
mars 1994) er 14,54%_og í nokkr-
um héruðum 20-26%. Ástandið fer
versnandi einkum hjá fjölskyldum
með lítil börn og hjá ellilífeyrisþeg-
um. Þrátt fyrir þetta hefur enn
tekist að tryggja friðinn í samfé-
laginu. Helstu ástæðurnar eru þær
að í fyrsta lagi hefur verið komið
á virku kerfi til að leggja drög að
kjarasamningum. í öðru lagi hafa
allir þeir sem að málinu hafa kom-
ið, hagsmunahópar og ríkisvaldið
gætt þess að raska ekki stöðug-
leika. Flest öfl í þjóðfélaginu gera
sér ljóst að átök verða ekki til
þess að leysa efnahagsvandann.
Svo virðist sem almenningur hafi
einkum verið að bregðast við ós-
amræmi af ýmsum toga og skorti
á hugmyndafræðilegum útskýring-
um á þeim umskiptum sem átt
hafa sér stað frá því síðasta haust
fremur en að um aukna spennu
hafi verið um að ræða.
Þá er þess að geta að okkur
hefur enn ekki tekist að umbreyta
sjálfu þjóðfélagskerfinu og því er
það svo að stór hluti almennings
er enn ríkisstarfsmenn. Þetta er á
hinn bóginn óæskilegt ástand ekki
síst þar sem launagreiðslur þessar
eru baggi á ríkissjóði.
Hvað ástandið á vettvangi fé-
lagsmála varðar er það breytilegt
eftir landshlutum. Svæðisbundinna
þróunaráætlana er þörf í auknum
mæli til að takast á við vandann
á hveijum stað. Við gerum ráð
fyrir að færa okkur aðstoð erlend-
is frá í auknum mæli í nyt á þessu
sviði og stefnan er sú að finna þá
atvinnustarfsemi sem hentar í hin-
um ýmsu hlutum landsins. Þetta
mun ennfremur kalla á aukna þátt-
töku sveitarstjóma. Grundvalla-
rumskipti til hins betra á sviði fé-
lagsmála verða aðeins tryggð með
efnahagsbata."
Hvaða aðgerðir teljið þér að séu
nauðsynlegar til að tryggja efna-
hagslegan stöðugleika um leið og
þróunin í átt til markaðshagkerfís
er hafin?
Það má deila um hvað hugtakið
„efnahagslegur stöðugleiki" þýðir.
I fyrra miðuðust efnahagsáætlanir
okkar einkum við að tryggja stöð-
ugleika í þjóðhagslegu tilliti,
(landsframleiðsla dróst saman um
4,1% samanborið við 7% 1992;
verðbólga var 25,1% eftir að gripið
hafði verið til ákveðinna aðgerða
og lögð var áhersla á að tryggja
stöðu galdmiðilsins). Nú blasir því
við spumingin hvernig tryggja ber
efnahagsvöxt án þess að raskað
verði efnahagslegum stöðugleika.
Lykilatriðið í þessu efni er að end-
urskoða fjármagnsflæðið í landinu.
Þetta er skilyrði fyrir því að unnt
sé að fylgja stefnu hagvaxtar.
Stefnan sem slík dugar hins vegar
skammt. Henni þurfa að fylgja
skýr markmið til að styrkja gjald-
eyrisstöðu þjóðarinnar, einkum
með erlendu fjármagni og fjárfest-
ingum. Móta þarf umhverfi sam-
keppni, stuðla að snöggri einka-
vseðingu ríkisfyrirtækja og hvetja
einkaframtakið sem tekið er að
láta á sér kræla. Þetta eru mark-
mið ríkisstjórnar Slóvakíu."
Hvernig mynduð þér lýsa sam-
skiptum íslands og Slóvakíu frá
því land yðar varð sjálfstætt ríki?
„í upphafí vil ég geta þess að
við metum það mjög að íslending-
ar skyldu vera í hópi þeirra þjóða
sem viðurkenndu sjálfstæði SIóv-
akíu strax og voru þanr.ig tilbúnir
til að veita Slóvökum aðgang að
samfélagi þjóðanna. Slóvakar telja
ísland til vinaþjóða sinna og vilja
þróa fram víðtæka samvinnu. Það
gleður mig að hin pólitísku sam-
skipti skuli nú hafa náð á hið
æðsta stig. Þetta gefur okkur tæki-
færi til að skiptast á skoðunum
um allt það sem varðar öryggi
Evrópu og þróun mála í áifunni.“
Hvaða möguleika sjáið þér í
framtíðinni hvað varðar aukin
samskipti ríkjanna?
„Ég bind einkum vonir við að
okkur takist að efla samvinnu á
efnahagssviðinu. Að auki búa ís-
iendingar að mikilli reynslu á sviði
öryggismála og samvinnu Evrópu
og Bandaríkjanna að þessu leyti.
Við myndum vilja færa okkur
reynslu íslendinga í nyt. Loks má
ekki gleymast að samstarfsmögu-
leikar á sviði lista og vísinda eru
óendanlegir."
Gætuð þér gert lesendum okkar
grein fyrir helstu grundvallarþátt-
um í stefnu Slóvakíu á sviði utan-
ríkis- og örygismála?
„Utanríkisstefna okkar stendur
á tveimur stoðum. Þar sem við
erum lítið ríki í miðri Evrópu ósk-
um við þess að koma á traustum
og góðum samskiptum við ná-
granna okkar og ég verð að segja
að ég tel að það hafi okkur tekist.
Þau smáu mál sem við eigum óút-
gerð við nágranna okkar mun okk-
ur í sameiningu takast að leysa
báðum aðilum til hagsbóta.
Hin stoðin er ótvíræður vilji
stjórnvalda til að taka þátt í stofn-
unum þeim sem starfa í Evrópu á
sviði stjórn-, efnahags- og örygg-
ismála og ætlað er að tryggja sam-
vinnu Evrópu og Bandaríkjanna."
Er fullgild aðild að Atlantshafs-
bandalaginu (NATO) helsta mark-
mið ríkisstjórnar yðar og ef svo
er gætuð þér þá sagt til um hve-
nær þér væntið þess að þessu tak-
marki verði náð?
„Slóvakía hefur áhuga á að
verða verða fullgilt aðildarríki
NATO með þeim réttindum sem
slíkri aðild fylgja og við eiga. Við
göngum að því sem vísu að stjórn-
málaleg og efnahagsleg aðlögun
dugi skammt; samruni við Vestur-
Evrópu mun einnig kalla á nána
hemaðarlega samvinnu.
Við lítum á svo á að aðild að
Friðarsamvinnu NATO (Partners-
hip for Peace) sé fyrsta skrefið á
hernaðarsviðinu í átt að aðild að
bandalaginu. Slóvakía mun brátt
leggja fram staðfestingarskjal sem
leggja mun grun að frekari sam-
vinnu við NATO á grundvelli frið-
arsamstarfsins.
Það er ekki tímabært að ræða
hvenær þetta markmið getur orðið
að veruleika. Margir þættir munu
þar hafa áhrif. Þar má fyrstan
nefna hraða þeirra umskipta sem
nú eiga sér stað í landinu og í
öðru lagi getu okkar til að standa
undir þeim skilyrðum og skuld-
bindingum sem aðild að NATO
fylgja.“
Teljið þér að Slóvakía verði eitt
af aðildarríkjum Evrópusambands-
ins og þá hvenær?
„Þann 4. október 1993 var und-
irritaður samstarfssamningur Evr-
ópusambandsins og Slóvakíu, sem
myndar ramma utan um samvinnu
á sviði efnahags- og stjómmála.
Við væntum þess að þessi samn-
ingur um aukaaðild verði staðfest-
ur í öllum aðildarríkum sambands-
ins fyrir lok þessa árs.
Hvenær verður Slóvakía fullgilt
aðildarríki? Það fer eftir tvennu;að
takast muni að gera þær grund-
vallarbreytingar á samfélaginu
sem að er stefnt og vilja Evrópu-
sambandsins til að stækka til aust-
urs. Þess ber að vænta að þetta
tvennt muni ekki taka óhóflega
langan tíma.
Hafa menn í landi yðar engar
áhyggur af því að smærri ríki
munu hafa lítil eða engin áhrif
innan Evrópusambandsins (ESB)
og að því muni aðild að ESB fela
í sér fullveldisafsal af hálfu Slóv-
aka?
„Þótt við óskum þess að verða
í áföngum eitt af aðildarríkum ESB
er ekki þar með sagt að við gerum
okkur einhveijar grillur um að það
að vera félagar í „klúbbnum“ sé
einvörðungu hin þægilegasta vist
í ágætum félagsskap. Við vitum
að þau skilyrði sem sett eru um
samvinnu innan sambandsins eru
ekki auðveld í framkvæmd og
kosta málamiðlanir. Mikilvægast
er þó að reglumar liggi fyrir og
að þær séu skýrar. Við viljum laga
okkur að þeim líkt og önnur ríki.
Hvað áhrifin innan sambandsins
varðar þá eru þar nú þegar fyrir
ríki á stærð við Slóvakíu og full-
veldi þeirra er ekki stefnt í hættu.
Við lítum svo á að samrunaferlið
sem Maastricht-sáttmálinn kveður
á um sé öldungis einstakt og það
þjóni hagsmunum Slóvakíu að taka
þátt í því. Við höfum nýlega öðlast
fullveldi en því höfum við ekki náð
fram til að einangrast frá samr-
unaþróuninni í Evrópu. Við viljum
taka þátt í þessu ferli sem einstakt
samfélag í þjóðemislegu og póli-
tísku tilliti."
Smith
grafinn á
eynni Ionu
JOHN Smith, hinn látni leiðtogi
breska Verkamannaflokksins,
verður lagður til hinstu hvílu á
eynni Ionu.
Sextíu
skoskir kon-
ungar em
grafnir á
eynni og fékk
fjölskyldan
leyfi til að
greftra
Smith þar
um helgina
en minningarathöfn um Smith
verður á föstudag í Edinborg.
Hann var fæddur á vestur-
strönd Skotlands og dvaldi oft
á Ionu.
Olíuverð
lækkar
VERÐ á olíufatinu fór í gær
niður fyrir 16 dali. Það hafði
verið að hækka síðustu vikur
eftir að hafa farið niður í 13
dali fatið fyrir sjö vikum.
Páfihyggst
ekki láta af
störfum
JÓHANNES Páll páfi sagði í
gær að kaþólska kirkjan rúm-
aði ekki páfa á eftirlaunum og
virtist með
þeirri yfirlýs-
ingu vera að
bregðast við
vangaveltum
fjölmiðla um
að hann
hyggðist
setjast í helg-
an stein af Jóhannes Páll
heilsufarsá- Páf'
stæðum. Þá hafa talsmenn
Vatíkansins neitað sögusögn-
um um að páfí sé með Parkin-
sons-sjúkdóminn. Páfi hefur
verið á sjúkrahúsi að undan-
förnu eftir að hann rann til á
baðherbergisgólfi sínu.
Ferðamenn
myrtir í Kali-
forníu
ÞÝSK kona lét lífið og eigin-
maður hennar er alvarlega
særður eftir skotárás sem gerð
var á þau í Suður-Kaliforníu.
Hjónin, rúmlega sextug, voru
í gönguferð nærri San Jacinto-
fjöllum er á þau var skotið.
Konan lést samstundis en mað-
urinn, með skotsár í andliti og
öxl, komst að bíl hjónanna og
ók eftir hjálp. Talið að er að
hjónin hafi verið rænd, þar sem
engir fjármunir eða skilríki
fundust á þeim.
ísraelar
skotnir á
Vesturbakka
MÚSLIMSKIR öfgamenn skutu
í gær tvo ísraelska landnema á
Vesturbakkanum. Þá særði
ísraeli, sem gætti bensínflutn-
ingabíl, Palestínumann alvar-
lega er hann skaut á hóp Palest-
ínumanna sem grýttu bílinn.