Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 19 LISTIR Tágaðir vefir MYNDLIST TEXTÍLSKÚLPTÚRAR Guðrún Marinósdóttir Opið alla daga kl. 14-19 til 29. maí. Aðgangur ókeypis. GUÐRÚN Marinósdóttir við verk sitt, horfnar fyrirmyndir. SUMIR listamenn taka miklu ástfóstri við afmarkaðan þátt list- sköpunar og meðal þeirra er ótví- rætt Guðrún Marinósdóttir, sem vinnur textílverk í óhefðbundnum stíl eins og það heitir. En myndverk Guðrúnar eru þó í kjarna sínum hefðbundnari en í fljótu bragði virðist og þannig er hér um fléttuð verk að ræða, sem er meira en maður sér á mörgum sýningum nútíma textíla, sem jafn- vel eru úr járni og grjóti! Þá notar hún náttúruleg efni við gerð verka sinna eins og við, viðartágar, papp- ír, hamp og bómullarefni. Fyrirferð verkanna er lauflétt eins og nærri má geta og fer best að nálgast þau með varúð, en þau ættu þó að endast vel við rétta meðhöndlun. Öll sýningin er sem óður til kross- ÁSDÍS Gísladóttir sópransöngkona og Jórunn Viðar píanó- leikari koma fram á tónleikum í Listasafni Siguijóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, á morgun, fimmtudag- inn 19. maí, kl. 20.30 Tónléikarnir eru síð- asti hluti burtfarar- prófs Ásdísar í einsöng frá Söngskólanum í Reykjavík. Á efnis- skránni eru sönglög og aríur eftir Pál ísólfs- son, Mozart, Schubert, Granados, Marchesi og Verdi. Ásdís lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands og er starf- andi grunnskólakennari við Álfta- mýrarskóla. Hún hóf söngnám hjá Elísabetu Erlingsdóttur, fyrst í Tón- listarskóla Kópavogs og síðar Tón- listarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan 8. stigs prófí vorið 1989. Ásdís hóf söngnám við Söngskól- ins sem helgitákns, og hér er lista- konan með á nótunum, því krossinn er áberandi í daglegu lífi nú um stundir og sést víða í gluggum verzlana, þó minna fari kannski fyrir honum sem helgitákni. Guðrúnu finnst hann í öllu falli hafa misst merkingu sína og vill endurreisa virðingu hans, en þetta ævafoma form er jafnfagurt í sjálfu sér, hvort sem það tengist trúar- brögðum eða ekki. Þema sýningar- innar er annars velferð mannsins, valdagræðgi og trú, eyðing og upp- bygging. Þetta kemur kannski ekki nógu vel fram í fljótu bragði, vegna þess hve yfirborð verkanna er fágað og ann í Reykjavík 1992 undir handleiðslu Þur- íðar Pálsdóttur og Jór- unnar Viðar og lauk burtfararprófi í söng ári síðar og eru þessir tónleikar síðasti liður prófsins. Jafnframt skólanámi sínu hefur hún sótt námskeið hjá E. Ratti, Glendu Maurice og Marilyn Cotlow. Ásdís söng um árabil með Pólýfón- kórnum og hefur komið fram sem einsöngvari með kómum. Auk þess hefur hún starfað í Þjóðleikhúskórnum og í Kór íslensku óperunnar. Hún stundar nú nám við söngkennara- deild Söngskólans í Reykjavík. Jórunn Viðar er þekkt fyrir tón- listarstörf, bæði sem tónskáld og píanóleikari. Hún starfar nú sem kennari við Söngskólann í Reykja- vík. skírskotunin þannig ekki eins bein- skeitt og ef verkþættirnir hefðu verið grófgerðari og umbúða- lausari. Formrænt em þau hins vegar áhugaverð og aðlaðandi fýrir augað. Ber helst að nefna „Hring- rás“ (1), en í það er meira borið en önnur verk, og sem trúarlegt tákn er það mjög sannfærandi og færi mjög vel á helgum stað. Annað verk með sterka skírskotun er „Um- breyting" (9) sem listakonan hefur unnið að í tíu ár. Þtjú verk á sýningunni em þó mest í anda stefnumarkanna og em það „Krossberar I-III“ (2-4). Þar sér í tálgaðar fígúmr handan tága- rimlanna. sem eru eins og tákn- gervingar pínu og píslarvættis og skírskotunin er mun beinskeyttari en í öðmm og skyldum verkum. Aðeins 10 verk eru á sýningunni, en þeim er mjög vel fyrir komið í rýminu þannig að hvert og eitt nýtur sín til fulls. En eins og ég sagði um sýningu Guðrúnar í Ás- mundarsal fyrir tveim ámm hefði hnitmiðuð lýsing aukið áhrifamátt verkanna til muna. Bragi Ásgeirsson. ♦ ♦ ♦----- Orgeltónleik- ar í Hvamms- tangakirkju SÍÐUSTU tónleikar Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga verða haldnir í Hvammstangakirkju í kvöld kl. 21. Organisti Akureyrarkirkju Bjöm Steinar Sólbergsson mun slá botn- inn í starfsárið að þessu sinni. Á efnisskránni eru orgelverk eftir D. Buxtehude, J.S. Bach, Pál ísólfs- son, Þorkel Sigurbjörnsson, Jóhann Ó. Haraldsson og Eugen Gigout. Með þessum tónleikum lýkur 3ja ára starfsári félagsins, en það er komin sú venja á að ljúka starfsár- inu með orgeltónleikum. Björn Steinar hefur víða haldið tónleika, auk þess hefur hann leikið með Sinfóníuhljómsveit íslands og Kammersveit Ákureyrar. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Burtfarartónleikar Ásdísar Gísladóttur Ásdís Gísladóttir sópransöngkona. Gamansamur gæludýraspæjari KYIKMYNPIR Bíóhöll/Bíóborg „ACEVENTURA" ★ ★ Leikstjóri: Tom Shadyac. Framleið- andi: James G. Robinson. Aðalhlut- verk: Jim Carrey, Sean Young, Courteney Cox og Tony Loc. ÞAÐ ER mála sannast að enginn veit hvernig myndir slá í gegn í Hollywood. Menn dæla tugum milljóna dollara í stórmyndir sem kolfalla svo í miðasölunni á meðan aðrir gera litlar, ódýrar myndir sem slá í gegn öllum að óvörum. Skýrasta dæmið um það er Aleinn heima. Gamanmyndin „Ace Ventura“ er ekki smellur af sömu stærðargr- áðu en óvæntur smellur samt, var lengi í efsta sæti aðsóknarlistans í Bandaríkjunum. Það er auðvelt að sjá hvaða aidursflokkur gerði hana vinsæla, henni er stefnt rak- leitt á unglingamarkaðinn með sinni furðulega kómísku titilper- sónu og dularfulla söguþræði. Að- alpersónan, Ace Ventura, gerir al- varlega tilraun til að stæla Jerry Lewis af öllum mönnum og hefur eflaust, miðað við vinsældir sínar, komið Jerry kallinum í tísku aftur? Ace er svokallaður gæludýra- spæjari sem þýðir að hann hefur uppi á stolnum gæludýrum. Nýj- asta verkefni hans er að finna lukkudýr ruðningsliðs staðarins, höfrung, fyrir úrslitaleikinn og ber sú leit hann á slóðir takmarka- lausrar brenglunar. Nýliðinn Jim Carrey leikur Ace og hefur gengið í gamanmyndaskóla Jerry Lewis með öllum þeim ýktu og ofkeyrðu líkamstilburðum, fettum og brett- um og andlitsgrettum sem til- heyra. Carrey gengur lengra en Lewis ef eitthvað er og ýkjuleikur- inn fer í taugarnar á manni til að bytja með en það furðulega gerist að hann venst og svo fer maður að hlæja. „Ace Ventura“ er einn fyrsti vottur þess að sumarið sé á næsta leiti í bíóunum. Þetta er fullkomið léttmeti sem þú annaðhvort með- tekur eða hristir hausinn yfir. Car- rey minnir stundum á vitleysing- ana tvo í Veröld Waynes og mynd- in er á svipuðu plani. Fáránleika- fyndnin snýst í kringum rassbrand- ara og kynskiptingu og Carrey fer auðveldlega með að herma eftir goðum poppmenningarinnar eins og kapteini Kirk og áhöfn hans á Enterprise. Einnig lendir hann í klónum á Ókindinni í fínu atriði. Myndin er dæmigert unglinga- fóður sem sjálfsagt nær miklum vinsældum hér heima og áður en maður veit af verður mynd númer tvö komin í bíóin. Arnaldur Indriðason [Sumartilboðf Garðáhöld á einstöku verði Hrífa, 1 Verð Hrífuhau antskeri. Kr. 990. ltanna. ■. 890. kr. 360. I r. s ar Stunguskóflur. Verð kr. 1.550 og 770 Laufhrífa. Með skafti kr. 890, Án skafts kr. 230. fj Klippur mjög vandaðar, teflon húðaðar. kr. 1.150 Aðrar gerðir frá kr. 740 Gafflar. I Verð kr. 1.550 og 770 Slöngurúlla á hjólum. Kr. 2.250. á hjólum með fittings og 20 m slöngu kr. 2.950. Úðari úr áli. Kr. 350. löngu skafti, teflon húðaðar kr. 1.100. Slöngutengi og úðari. Kr. 400. Trjáklippur. Verð frá kr.260. fí/ Gróðursett. Verð kr. 290. 3 gerðir. Verð frá kr. 650. Úðakútur 10 1. Verð kr. 2.990 Þetta er aðeins hluti af úrvalinu. Komið, skoðið og gerið góð kaup! Ath.: Við eigum einnig úrval af hillum og hillukerfum í bílskúrinn eða geymsluna á hagstæðu verði. FAXA FENI 9, 67733 Öll verð eru stgr. verð m/VSK Op mánud. til föstud. 9- Laugard. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.