Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ1994 23
Helgi
Hálfdanarson
Nóta
fölsk
UMMÆLI MÍN um minn-
ingarkvæði það, sem Steinn
Steinarr orti eftir Jón Pálsson,
hafa heldur betur dregið dilk
á eftir sér. Þrír listamenn hafa,
svo 'mér sé kunnugt, risið upp
til varnar þessum kveðskap,
nú síðast Jón Þórarinsson tón-
skáld í Morgunblaðinu 14.
þ.m. Grein hans er full af góðri
hlýju í garð þeirra beggja,
Jóns og Steins.
Um þessa umræðu er ann-
ars það að segja, að hún virð-
ist komin í hring, svo að í
framhaldi hennar yrði ég að
endurtaka það sem ég hef
áður sagt.
Ég hef getið þess til, að
enginn, sem eitthvað þekkti
til Steins, myndi taka sjálfs-
niðurlægingu hans alvarlega.
Og hvað sem því líður, er óra-
langt á milli þess annars veg-
ar, að snillingur á borð við
Stein Steinar setji saman
vælukveðskap um sjálfan sig,
og hins vegar þess að yrkja
hálfkæring í vorkunnartón um
annan mann, nýlátinn og
vandlega nafngreindan, sem
fortakslaust er kallaður mis-
heppnaður tónsnillingur og
stutt ævi hans fölsk nóta í
mannlífinu. Svo er mér óskilj-
anlegt, hvernig hægt væri að
lesa það út úr kvæðinu, að sá
sem um er ort, sé í alvöru
sagður marktækur tónlistar-
maður. Það þarf kynlegan ein-
strenging til að vilja ekki sjá
háðsglottið á bak við þessar
línur. Að birta slíkt kvæði
opinberlega hefði ég haldið að
flestir hlytu að kalla smekk-
leysu, svo ekki sé meira sagt.
Og það er sú smekkleysa sem
ég áfellist Ríkisútvarpið fyrir
að stagast á.
Mér þykir miður, að skap-
gerð Steins Steinars hefur að
nokkru komizt inn í þessa
umræðu. Ég hef forðazt að
drepa á hana umfram það
gáleysi hans að missa kvæðið
um Jón Pálsson frá sér á prent.
Skapgerð Steins var flókin,
og lauslegt umtal um hana
vegna þessa ljóðs kynni að
valda misskilningi og varpa
ómaklegum skugga á mann-
kosti hans. En þess má þó
geta, að allir kunnugir vita,
að margt var Steini betur gef-
ið en nærgætni. Og æði marg-
ir voru þeir, sem ekkert dáðu
meir í fari hans en skort hans
á nærgætni.
Þann skort hefur Ríkisút-
varpið tileinkað sér með sið-
lausu dekri sínu við kvæðið
um Jón Pálsson.
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNIIVIGARNAR 28. MAÍ
„Yið erum bara venj ulegt fólk
í venjulegri kosningabaráttu“
ÞETTA var svar
Árna Sigfússonar
borgarstjóra á Stöð 2
sl. mánudagskvöld
þegar hann var af
Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur ásakaður
fyrir ijáraustur Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík í kosninga-
baráttunni og ófræg-
ingarherferð á hendur
einstaka frambjóðend-
um Reykjavíkurlist-
ans.
Og hvernig skyldi
nú „venjulegt fólk í
venjulegri kosninga-
baráttu“ haga sér að mati Árna
Sigfússonar borgarstjóra?
Kosningabarátta Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík ber þess öll
merki að flokkurinn er á barmi
taugaáfalls við þá tilhugsun að vera
að missa völdin í borginni til óverð-
ugra. „Komma og fylgifiska“,
„flokksbrota með ólíkar stefnur“,
fólks sem „aðeins hefur staðið í að
rífa niður“, þeirra sem eru „óreyk-
vískastir allra og villi því á sér heim-
ildir“, fólk sem „laug“, „ókynning-
arhæft rauðlistafólk“, svo vitnað sé
til fúkyrðaflaums stuðningsmanna
Árna Sigfússonar í aðeins einu ein-
taki Morgunblaðsins, nánar tiltekið
þriðjudaginn 17. maí.
Enn fleira opinberar örvæntingu
Sjálfstæðisflokksins. Við höfum
þessa dagana fyrir augum kosn-
ingabaráttu þeirra, sem í Reykjavík
einni kostar ekki undir
50 milljónum króna;
áróðursþættir dag eftir
dag á sjónvarpsstöðinni
Sýn, leiknar sjónvarps-
auglýsingar daglega,
útvarpsauglýsingar,
marglita dagblaðsaug-
lýsingar í Morgunblað-
inu, DV og Pressunni,
flettiauglýsingaskilti út
um allan bæ. Þetta er
fyrir utan hefðbundnar
kosningaaðferðir með
útgáfu, kosningafund-
um og -skemmtunum,
sem teljast vera eðlileg-
ar og í samræmi við
þær hefðir sem hér hafa skapast.
Á sama tíma kostar kosningabar-
átta Reykjavíkurlistans, lista sem
fjórir stjórnmálaflokkar standa að,
einungis um 10-12 milljónir og
finnst ýmsum það ærið á þeim tím-
um kreppu, atvinnuleysis og.fá-
tæktar margra sem við nú lifum.
En sjálfstæðismönnum og Árna
Sigfússyni, sem stjórnar kosninga-
baráttunni í Reykjavík, finnst ekki
nóg að gert. I örvæntingu sinni
grípa þeir til annarra og miður
geðslegra aðferða, sem marka
óhugnanleg tímamót í íslenskri
stjórnmálabaráttu. Þar á ég við sið-
lausar auglýsingar og árásir þeirra
á tvo frambjóðendur Reykjavíkur-
listans, þau Sigrúnu Magnúsdóttur
og Alfreð Þorsteinsson.
Sigrún Magnúsdóttir hefur um
langt skeið verið sjálfstæðismönn-
Kosningabarátta Sjálf-
stæðisfiokksins ber þess
merki, að mati Mar-
grétar S. Björnsdótt-
ur, að flokkurinn sé á
barmi taugaáfalls við
þá tilhugsun að missa
völdin.
um þyrnir í augum fyrir skelegga
og hugrakka baráttu gegn hvers-
kyns sóun og fjármálaóreiðu hjá
Reykjavíkurborg, einkum við ýmsar
stærri framkvæmdir borgarinnar.
Framganga hennar við að krefja
Árna Sigfússon og Markús Örn
Antonsson svara við þeirri eðlilegu
spurningu, hvar í skjölum borgar-
innar sjái stað tveggja og hálfrar
milljón króna ráðgjafai'vinnu Ingu
Jónu Þórðardóttur hefur þar farið
sérstaklega i taugarnar á þeim.
Þeir hafa því í blaðaauglýsingum
og í málflutningi ráðist linnulaust
á Sigrúnu og langt gekk Inga Jóna
sjálf, þegar hún í beinni útsendingu
á Rás 2 sl. laugardag gaf í skyn,
að kunnáttu og þekkingu kaup-
mannsins, Sigrúnar Magnúsdóttur
á uppgjöri og skilum virðisauka-
skatts væri stórlega ábótavant.
Á hinn frambjóðandann, Alfreð
Þorsteinsson, er síðar ráðist í heil-
síðuauglýsingu í Morgunblaðinu sl.
laugardag. Óhugnanlegri auglýs-
ingu þar sem grímuklætt fólk er
sýnt og þess krafist að Alfreð Þor-
steinsson sýni sitt rétta andlit, komi
úr felum, hætti að blekkja kjósend-
ur.
Hér er því miður ekki á ferðinni
„venjuleg kosningabarátta venju-
legs fólks“ eins og Árni Sigfússon
heldur fram. Með því sem hér hefur
verið lýst, þ.e. gegndarlausum fjár-
austri í mestanpart innihaldslaust
auglýsingaskrum og rætnum per-
sónulegum árásum á pólitíska and-
stæðinga, er Árni Sigfússon og
Sjálfstæðisflokkurinn að marka
tímamót í íslenskri stjórnmálasögu.
Tímamót sem merkja að eftir þetta
verður ekkert heilagt í baráttunni
um völd og áhrif í stjórnmálum,
tímamót sem merkja að kosninga-
barátta verður ekki lengur háð á
þokkalegum jafnréttisgrundvelli,
heldur munu þeir sem ekki hafa
auðmenn og stórfyrirtæki landsins
á bak við sig standa verulega höll-
um fæti.
Eru þetta „lyklar“ Árna Sigfús-
sonar að siðuðu og réttlátu samfé-
lagi okkar Islendinga?
Á því sem hér hefur verið lýst
ber Árni Sigfússon stjórnandi kosn-
ingabaráttunnar í Reykjavík
ábyrgð. Það er til umhugsunar fyr-
ir þá Reykvíkinga sem enn hafa
ekki gert upp hug sinn fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar 28. maí nk.
Höfundur er stuðningsmaður
R-listans.
Margrét S.
Björnsdóttir
Rugl Sigrúnar
Sj álfstæðismönnum
á Seltjarnarnesi hefur
löngum verið það ljóst
að minnihlutaflokkarn-
ir á Nesinu hafa fengið
utanaðkomandi stuðn-
ing, á bak við tjöldin.
Þessa verður sérstak-
lega vart fyrir kosning-
ar. Varpað er fram
óstaðfestum fullyrðing-
um - rógburði - sem
oft kann að vera erfitt
að leiðrétta, en lýsir
best, þeim sem flytur.
Nýjasta dæmið um
slíka aðstoð er grein
Sigrúnar Magnúsdótt-
ur, oddvita R-listans í Reykjavík
(lista Alþýðubandalags, Álþýðu-
flokks, Framsóknar, Kvennalista,
Nýs vettvangs og Birtingar) í Mbl.
29. apríl sl., þar sem hún slær því
fram, algerlega órökstutt, að Sel-
tjarnarnes sé illa rekið sveitarfélag
og að peningaleg staða þéss sé
slæm.
Blaðaskrif undanfarinna daga
fara greinilega í taugarnar á henni
og þeim er hún styður, en þar er
sjálfstæðismönnum á Seltjarnarnesi
hælt fyrir störf sín, m.a. fyrir lágar
skattaálögur, fyrir stefnu sína og
brautryðjendastörf í
skólamálum og nú síð-
ast fyrir fyrsta yfir-
byggða torgið á ís-
landi, Eiðistorg, þar
sem skapað hefur ver-
ið bjart og hlýlegt
umhverfi árið um
kring - torg, sem Selt-
irningar eru stoltir af.
Samkvæmt árs-
reikningum er staða
Seltirninga góð. Um
áramótin 1993/1994
voru skuldir umfram
peningalega eign pr.
íbúa um 35.000 kr.
Það eru ekki mörg
sveitarfélög á íslandi sem sýna betri
stöðu. Skuldir bæjarsjóðs Seltjarn-
arness eru að stórum hluta vegna
kaupa á landi sem mun verða nýtt
undir opin svæði.
Með nýlega framlögðum árs-
reikningum bæjarsjóðs Seltjarnar-
ness og stofnana hans fyrir árið
1993 sér endurskoðandi bæjarsjóðs
ástæðu til að hæla sérstaklega fyr-
ir góða fjármálástjórn. Þar segir
hann orðrétt: „Athygli vekur hversu
vel virðist hafa tekist á liðnu ári
að haga rekstri'bæjarsjóðs nálægt
áætlunum. Þannig eru heildarskatt-
Jón Sigurðsson
Ársreikningar Seltjarn-
arnesbæjar 1993 voru
samþykktir með öllum
greiddum atkvæðum,
segir Jón Sigurðsson,
og telur það sýna tiltrú
minnihlutans á störfum
sj álfstæðismanna.
innan við 3% lægri en áætlun.“
Ársreikningar Seltjarnarnesbæjar
fyrir árið 1993 voru samþykktir
með öllum greiddum atkvæðum.
Slík er tiltrú minnihlutans á Sel-
tjarnarnesi á störfum sjálfstæðis-
manna á Seltjarnarnesi í fjármála-
stjórnun. Er hægt að hugsa sér það
betra?
Seltirningar vita að fjármáþbæj-
arsjóðs eru í góðum höndum sjálf-
stæðismanna á Seltjarnarnesi.
Þveröfugt við það sem Sigrún held-
ur fram er oft bent á Seltjarnarnes
sem dæmi um vel rekið sveitarfélag.
tekjur einungis innan við 1% lægri -----------------------------------
en áætlun og heildarkostnaður Höfundur skipar 5. sæti á D-lista
vegna reksturs málaflokka einungis Seltjarnarnesi.
Málverkasýningar
á kosningaskrifstofum
Vogum - Frambjóðendur fram-
boðslista við kosningarnar til
hreppsnefndar hafa opnað kosn-
ingaskrifstofur og til að draga
athygli að þeim hafa þeir fengið
listamenn til að halda málverka-
sýningar.
Hjá F-lista fólksins sýna
Hreinn Guðmundsson og Patricia
Hand en kosningaskrifstofa F-
listans er í þjónustumiðstöðinni
Iðndal 2.
Hjá H-lista óháðra borgara
sýnir Þórunn Guðmundsdóttir en
kosningaskrifstofan er í Voga-
gerði 4.
Kosningaskrifstofurnar eru
opnar öll kvöld fram að kosning-
um.