Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BORGAR OG SVEITARSTJORNARKOSNIIMGAR 28. MAI
Glimdroðinn og R-listinn
Björn Bjarnason
ÞEGAR vinstri
menn sátu við stjóm-
völinn í Reykjavík á
árunum 1978 til 1982
gerðu þeir eina breyt-
ingu á yfirstjórn
Reykj avíkurborgar:
Þeir fjölguðu borgar-
fulltrúum úr 15 í 21.
Eitt fyrsta verk sjálf-
stæðismanna eftir að
þeir endurheimtu
meirihlutann var að
fækka borgarfulltrú-
um í 15 að nýju. Margt
bendir til þess, að mál
þróist með svipuðum
hætti í yfírstjórn
borgarinnar, ef R-listinn næði
meirihluta í kosningunum 28. mai
næstkomandi.
Fjórir stjórnmálaflokkar og
brotabrot úr þessum flokkum
standa að framboði R-listans. Þrátt
fyrir ítrekaðar fyrirspumir um,
hvemig verkum verði skipt á milli
flokkanna að kosningum loknum,
fást engin svör. Þetta kom skýrt
fram á framboðsfundi Ríkisútvarps-
ins í beinni útsendingu laugardag-
inn 14. maí.
Þrír í nefndir
Á sínum tíma þegar sósíalistar
og kommúnistar fóru með stjórn í
Evrópuríkjum í óþökk íbúa þeirra,
kenndu þeir stjómarhætti sína
gjaman við „samvirka forystu".
Hugtakið var áróðursbragð í því
skyni að fela alræðisvald flokks-
brodda, sem tóku ekki tillit til neins
annars en eigin hagsmuna.
Á fyrrgreindum útvarpsfundi var
gengið á vinstri menn á R-listanum
og þeir spurðir, hvernig verkaskipt-
ingu þeirra yrði hátt-
að, ef þeir fengju
meirihluta í Reykjavík.
Svaraði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgar-
stjóraefni á þann veg,
að í hverri nefnd borg-
arstjórnar fengi R-list-
inn þijá menn og þar
yrði „samvirk for-
ysta“. Með hliðsjón af
hugmyndafræði R-
listans var ef til vill
ekki sérkennilegt að
heyra þetta gamal-
kunna sósíalíska hug-
tak notað um þá
stjómarhætti, sem
Reykvíkingar eiga í vændum, fái
R-listinn meirihluta. Guðrún Ág-
ústsdóttir úr Alþýðubandalagi bætti
um betur í þessu efni með því að
segja, að Ingibjörg Sólrún ætlaði
ekki að stjórna fólki heldur með
fólkinu. Slagorð. af þessu tagi voru
letruð á stóra borða í kommúnista-
ríkjunum fyrrverandi einræðisherr-
unum til trausts og halds.
Að R-listanum standa fjórir
flokkar auk brotabrotanna, þannig
að einn verður útundan við val
þriggja manna í nefndir. Þögnin um
verkaskiptingu innan R-listans sýn-
ir vandann vegna ágreinings flokk-
anna um hvernig skipta eigi „her-
fanginu". Vegna þessa ágreinings
mun koma fram krafa um fjölgun
borgarfulltrúa til að fleiri flokkar
og brotabrot fái menn í nefndir.
Það verður lausn hinnar samvirku
forystu.
Þrír verkstjórar
Á sínum tíma var það forsenda
lýðræðislegra stjórnarhátta i
Hver virkjar á
Nesjavöllum?
í STJÓRNMÁLA-
UMRÆÐUNNIíút-
varpinu sl. laugar-
dag sagði Sigrún
Magnúsdóttir, odd-
viti R-listans, að
sjálfstæðismenn
hefðu ekki staðið við
kosningaloforð frá
1990 um að heija
annan áfanga Nesja-
vallaveitu.
Það er ótrúlegt að
forysta R-listans
skuli vera svona illa
að sér í málefnum
Hitaveitu Reykjavík-
ur. Þegar það kemur
svo einnig til að Sigrún hefur sem
fuiltrúi Framsóknarflokksins setið
sl. fjögur ár í stjóm Véitustofnana.
Það sanna er að á árinu 1990 var
tekinn í notkun fyrsti áfangi Nesja-
vallaveitu, þrátt fyrir harða and-
stöðu sumra minnihlutaflokka sem
nú mynda R-listann. Þetta var 100
MW afl og siðan var haldið áfram
með annan áfanga og tekið í notk-
Páll Gíslason
un árið 1992 um 50
MW afl. Þetta tryggði
næga orku og öryggi
fyrir notendur. Þar sem
ekki varð af byggingu
álvers þarf ekki frekari
virkjun í bili og því
ekki ástæða til að fjár-
festa meira (sbr.
Blöndu). Þetta hefur
sennilega farið framhjá
Sigrúnu Magnúsdóttur,
stjórnarmanni Hita-
veitunnar, og er það
miður.
Annars má benda á
að stuðningur fram-
sóknarmanna við orku-
öflun Hitaveitu Reykjavíkur og
áður Rafmagnsveitu Reykjavíkur
(Sogið), hefur ávallt verið lítill.
Gæti það orðið til vandræða ef
þeir ættu með sigri R-listans að
taka við forystu þar.
Höfundur er formaður stjórnar
veitustofnana.
Reykjavík að mati vinstrisinna, að
borgarstjórinn væri ekki pólitískt
kjörinn, hann ætti að vera ráðinn
til starfsins að kosningum loknum.
Nú hafa vinstrisinnar snúið við
blaðinu og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir hamrar á því, að hún verði
pólitískur borgarstjóri, pólitískur
leiðtogi og verkstjóri. Leggur hún
ríka áherslu á þetta hlutverk sitt
og vísar til þess, þegar hún er spurð
um stjórnarhætti vinstrisinna að
kosningum loknum. Kappsamur
málflutningur hennar um þetta
stingur í stúf við talið um hina sam-
virku forystu og stjórn með fólkinu.
Máli hennar sýnist ekki síst beint
til samheijanna, því til áréttingar,
að hún eigi síðasta orðið.
Á fýrrgreindum útvarpsfundi
sagði Ingibjörg Sólrún að Sigrún
Magnúsdóttir Framsóknarflokki
yrði verkstjóri borgarstjórnarflokks
R-listans. Þá kom fram, að Guðrún
Ágústsdóttir Alþýðubandalagi yrði
forseti borgarstjórnar og þar með
verkstjóri hennar. Þannig hafa full-
Fjölgun borgarfulltrúa
kann að verða leið R-
listans til að koma í veg
fyrir átök innan eigin
raða að mati Björns
Bjarnasonar, sem telur
listann yfirbreiðslu yfir
djúpstæðan ágreining
meðal vinstrisinna.
trúar þriggja flokka af fjórum á
bakvið R-listann fengið verkstjóra-
hlutverk. Alþýðuflokkurinn liggur
utan garðs. Við skilgreiningu á
hlutverkaskipan verkstjóranna
kemur hins vegar fram, að ekki
hafi þeir allir sama rétt til póli-
tískra yfirlýsinga. Því hefur ekki
verið lýst, hvar mörkin eru.
Yfirbreiðsla
R-listinn er boðinn fram til að
breiða yfír glundroða vinstri flokk-
anna í Reykjavík. Hlutverk listans
er einnig að fela, hve illa þessir
flokkar eru staddir hver um sig i
Reykjavík. Með framboðinu tókst
að koma í veg fyrir illviga valdabar-
áttu innan Alþýðubandalagsins um
eftirmann Siguijóns Péturssonar í
efsta sæti á borgarstjómarlista
flokksins. Af framboðinu leiðir, að
sérstaða Kvennalistans er úr sög-
unni og brotthvarf hans af stjórn-
málasviðinu er markmið margra
öflugra stuðningsmanna R-listans.
Kosningabarátta R-listans hefur
miðað að því að fela þessa þver-
bresti í baklandi framboðsins. For-
vígismenn R-listans geta ekkert
sagt um það, hvernig staðið verði
að stjórn borgarinnar, fái þeir meiri-
hluta, þeir vita það einfaldlega ekki.
Nafn og númer munu ekki sjást
fyrr en að kosningunum loknum.
Það er undir kjósendum í Reykjavík
komið að ýta þessu feluskipi á brott
og forða því að sundurlynd áhöfnin
fari að ráðskast með málefni borg-
arbúa.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Það sem þarf er nýtt
samfellt húsnæðiskerfi
Guðrún Ágústsdóttir
Vlð NEFNUM leigu-
húsnæði í stefnuskránni
okkar. Af hveiju er það?
Er það vegna þess
að við séum á móti því
að fólk búi í eigin hús-
næði? Nei, það er vegna
þess að við horfumst í
augu við veruleikann
eins og hann er.
Til þess að eignast
húsnæði nú um stundir
þarf fólk að hafa miklar
tekjur.
Dæmi: Til að kaupa
íbúð upp á sjö milljónir
króna þarf að eiga eigið
fé upp á eina til tvær
miilónir. Segjum að af-
gangurinn sé á húsbréfum, 5 milljón-
ir króna. Af húsbréfunum þarftu þá
að borga um 35 þúsund krónur á
mánuði. „Eigið“ fé gætir þú hafa
fjármagnað að hluta með lausaláni
eða lífeyrissjóðsláni. Þar með er
greiðslubyrði þín orðin 50 þúsund
krónur á mánuði hið minnsta. Til að
standa undir þessu iáni þarftu miklar
tekjur. Sá sem hefur minna en 150
þúsund krónur á mánuði ræður illa
við þessa greiðslubyrði. Sá sem hefur
meira, kannski allt að 250 þúsund
krónur á mánuði, ræður við þessa
greiðslubyrði en það getur samt ver-
ið erfitt og fer þá eftir öðrum rekstr-
arkostnaði heimilsins. Niðurstaða:
Til að kaupa íbúð um þessar mundir
þurfa fjölskyldutekjurnar að vera vel
yfír 200 þúsund krónur á mánuði.
Og hver hefur þær tekjur?
Sveigjanlegt húsnæðiskerfi
Það sem við þyrftum að eignast
er sveigjanlegt húsnæðislánakerfí
þar sem saman spila kostir félags-
lega kerfísins og almenna íbúðakerf-
isins. Það er ekki skynsamlegt að
ioka þessi tvö kerfi af í hólfum þar
sem ekkert rennsii er á
milli. Það er skynsam-
legt að þessi kerfí hjálpi
hvort öðru til dæmis
með sveigjanlegum og
breytilegum kjörum
eftir tekjum einstakl-
inganna. Ég hugsa að
mismunandi lánstími
væri skynsamlegri leið
en mismunandi vextir
og mismunandi vaxta-
bætur. Þannig mætti
hugsa sér að þeir sem
hafa lægstu launin
fengju ián til allt að
tvisvar sinnum iengri
tíma en þeir sem hafa
mestar tekjumar. Og
síðan mætti hugsa sér að þessi láns-
tími breyttist á lífsleiðinni eftir tekj-
um viðkomandi lántaka o.s.frv. Með
þesu móti væru kerfín látin vinna
saman - hið almenna kerfi og félags-
iega kerfið. Það er skynsamlegasta
leiðin. Á þeirri leið frá félagslegu
kerfi til almenns kerfis eru svo marg-
víslegir kostir. Til dæmis búsetakerf-
ið þar sem nauðsynlegt er hins vegar
að lengja lánin verulega til að þetta
kerfí geti þrifíst. Og allt þetta er svo
að lokum borið uppi af stoðkerfum.
Eins og húsaleigubótum annars veg-
ar og verulegu framboði af húsnæði
í eigu sveitarfélaganna eða í annarri
féiagslegri eign hins vegar. Núna
mætti hugsa sér, til að hleypa lífí í
húsnæðismarkaðinn, að hefjast
handa um nýja byggingaráætlun eins
og þá sem skilaði 1.250 íbúðum í lok
sjötta áratugarins í samvinnu ríkis
borgar og samtaka launafólks.
Ný húsnæðistefna í þágu unga
fólksins
Nú vill svo vel til að í Morgunblað-
inu laugardaginn 7. maí er einmitt
slegið á þessa sömu strengi. Það
Ég er sammála Haraldi
Sumarliðasyni, segir
Guðrún Ágústsdóttir,
sem telur að ný hús-
næðisstefna geti einnig
orðið hornsteinn að
_______bjartsýni í____
atvinnumálum.
gerir Haraldur Sumarliðason for-
maður Samtaka iðnaðarins. Hann
bendir á að íbúðum hefur „snarfækk-
að“, „viðhaldsþörf eldra húsnæðis er
vanmetin", „ungt fólk (hefur) ekki
bolmagn til að kaupa sína fyrstu íbúð
jafnvel þótt það hafí þokkalegar tekj-
ur“, „vandinn vex með hveijum deg-
inum sem líður“ o.s.frv. „Fólk er ein-
faldlega hrætt“ segir Haraldur líka.
Ég tek undir með Haraldi. Og R-list-
inn hefur sett fram stefnu til að
höggva á hnútinn.
Þar þarf að taka á vanda unga
fólksins númer eitt og framkvæma
nýja húsnæðisstefnu í þágu ungs
fólks. Það er númer eitt. Það á að
gera með hagstæðari lánum fyrir
ungt fólk. í öðru lagi á að setja í
gang öfluga viðgerðaráætlun fyrir
íbúðarhúsnæði. Hvorttveggja þýðir
hundruð nýrra atvinnutækifæra.
Þannig getur virk jákvæð húsnæðis-
stefna orðið einn af hornsteinum
nýrrar atvinnustefnu líka.
Höfundur skipar 2. sætið á
Reykjavíkurlistanum.
Nýtt greiðslukortatfmabil
hefst í dag
HAGKAUP