Morgunblaðið - 18.05.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.05.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ1994 25 _________BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 28.MAÍ Athafnir í stað aðgerðaleysis ÞAÐ ER ekki og á ekki að vera neinu sveitarfélagi sérstakt kapps- mál að dæla fjármunum í atvinnulíf- ið. Ríkisvaldið á auðvitað að skapa þau skilyrði í landinu að atvinnulíf- ið þrífist og dafni án stórkostlegra björgunaraðgerða. Sveitarfélögin geta hins vegar ekki horft upp á það aðgerðalaus að fyrirtækin leggi upp laupana hvert á fætur öðru og dugmikið og vinnufúst fólk sé dæmt til að mæla göturnar. Þau hljóta að gera það sem í þeirra valdi stend- ur til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Þetta veit og skilur það fólk sem stendur að Reykjavíkurlistanum. Við viljum beita pólitískum aðgerð- um til að ýta atvinnulífinu í borg- inni af stað en þegar af stað er komið verða fyrirtækin auðvitað að spjara sig sjálf. Við viljum styðja við bakið á fólki og fyrirtækjum sem búa yfir frumkvæði og sköpunar- krafti. Við viljum axla ábyrgð í at- vinnumálum með fólkinu í borg- inni. Við neitum að horfa aðgerða- laus upp á það að þúsundir karla og kvenna í Reykjavík séu dæmd úr leik á vinnumarkaði. Garmurinn hann Ketill Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins hélt því fram fyrir rúmri viku að fallandi gengi sjálf- stæðismanna í Reykjavík væri öll- um öðrum að kenna en þeim sjálf- um. Þeir væru leiksoppar erfiðleika síðustu sex ára í efnahags- og at- vinnumálum landsmanna. Þó að þeir hefðu bæði um haldið hjá ríki og borg hefðu þeir engu um valdið. Þeir væru fómarlömb gæftaleysis og ytri aðstæðna. í bréfinu var því jafnframt haldið fram að sjálfstæðismenn hefðu á umliðnum árum lagt sig alla fram um að draga úr áhrifum alls þess vonda sem þeir hafa ekkert á valdi sínu. Sagt var að þetta hefðu þeir gert með því að „leggja fram svo mikla fjármuni úr borgarsjóði til þess að skapa atvinnu í höfuð- borginni, ekki síst fyr- ir ungt fólk, að þeir hafa legið und- ir stórárásum vinstri flokkanna fyr- ir stefna fjármálum borgarinnar í voða“. Meiri tekjur og meiri skuldir Betra að satt væri. Eitthvað hafa mál skolast til hjá höfundi bréfsins því sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa legið undir ámæli fyrir flest annað en rausnarleg fjárframlög til atvinnumála. Skuldasöfnun borgar- innar á umliðnum árum á ekki rót sína að rekja til öflugra aðgerða í atvinnumálum. Skuldirnar eiga fyrst og fremst rót sína að rekja til illa undirbúinna framkvæmda við óhagnýtar byggingar sem reistar voru á einum mesta þenslutíma í íslenskum byggingariðnaði. Svo einfalt er það. Morgunblaðið minntist á erfið- leika síðustu sex ára. Það er því fróðlegt að skoða hvemig þeir birtust hjá Reykjavíkurborg. Rekstartekjur borgarinnar hafa aldrei verið meiri en á árunum 1987 til 1992 og hæstar urðu þær árið 1989. Reykjavík hafði umtalsvert hærri tekjur á þessu tímabili en flest önnur sveitarfélög á landinu. Umframtekjur Reykjavíkur á árinu 1991 voru þannig um 1.600 milljónir króna. Sömu sögu er að segja um árið 1992. Á þessum tíma versnaði skulda- staða borgarsjóðs verulega og fór úr rétt rúmum 3.000 milljónum áriðn 1987 í 9.500 milljónir við síð- ustu áramót. Bara á árinu 1989 - árinu sem tekjumar urðu hæstar - hækkuðu skuldirnar um 1.000 millj- ónir. Stuðningur við atvinnulífið Ef litið er til beinna framlaga sveitarfélaga til atvinnulífsins koma athyglisverðar tölur í ljós. í skýrslu sem unnin var fyrir félagsmála- ráðuneytið um fjárhagsaðstoð sveit- arfélaga við atvinnufyrirtæki á ár- unum 1987 - 1991 var gerð úttekt á stöðu mála í 24 kaupstöðum. I ljós kom að aðstoð þeirra hafði numið tæplega 3.200 milljónum króna á þessum fimm ámm. Fram- lög kaupstaðanna í formi hluta- bréfakaupa, lána, niðurfellingar Sj álfstæðisflokkurinn setti allt traust sitt á markaðinn, telur Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir, og svaf Þyrni- rósarsvefni þegar hann brast. gjalda og beinna framlaga voru rúmlega 1.700 milljónir, en ábyrgð- irnar einar sér tæplega 1.500 millj- ónir. Hlutur Reykjavíkurborgar af þessum 3.200 milljónum voru 209 milljónir króna en það samsvaraði 0,43% af skatttekjum borgarinnar á þessu árabili. Þetta eru nú öll ósköpin! Þetta eru fjármunirnir miklu úr borgarsjóði sem höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins telur að valdi mikilli skuldasöfnun borgárinnar á undangengnum árum. Peningaleg staða Þegar litið er til þessara talna um stuðning við atvinnulífið skyldi maður ætla að peningaleg staða sveitarfélaganna á landinu hefði versnað verulega á þessum árum, ef frá er talin Reykjavík. Raunin er hins vegar allt önnur. Staðan hefur að vísu versnað hjá flestum sveitarfélögum á höfuðborgar- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Áfram Reykjavík HÚN ER er heldur þunn súr- mjólkin sú sem sjálfstæðismenn bera á borð fyrir unga kjósendur í Reykjavík. Boðsmiðar á skemmti- staði borgarinnar voru sendir inn á heimili ungra kjósenda. Virðing þeirra fyrir ungu kynslóðinni er ekki meiri en svo að þeir halda að hún sé föl gegn einnar nætur gamni. Flokkurinn ætlar sér að veiða undirmálsfisk með hlægileg- um veiðarfærum. Ungir Reykvík- ingar eru einfaldlega betur gefnir en svo að þeir láti glepjast af ódýr- um brögðum af þessu tagi. Mjúku málin Að hætti bandarískra kosninga- stjóra birtist Árni Sigfússon okkur nú sem maður hinna mjúku mála. Glaður í bragði á skjánum segist hann vilja hlúa að komandi kyn- slóðum og veita öldruðum áhyggju- laust ævikvöld. Árni hefur nú setið í átta ár í samhentri, samtaka og afkastamikilli borgarstjórn Sjálf- stæðisflokksins sem hefur reyndar stjórnað borginni síðustu tólf ár. Hvernig stendur á því að mjúku málin ná fyrst athygli Árni fyrir kosningar í vor? Hvernig stendur á því að Sjálfstæðisflokkurinn vill biðlistana burt nú, biðlistana sem þeir sjálfir hafa búið til? Gleymum ekki því að menn skulu dæmdir af verkum sínum, ekki innantómum orðum. Almenningssamgöngur Sjálfstæðismenn hafa löngum haft illan bifur á almenningssam- göngum hvers konar. Dregið hefur verið úr þjónustu SVR jafnt og þétt síðustu ár. Fargjöld eru dýr, einkum fyrir börn og unglinga sem teljast fullorðnir tólf ára og borga samkvæmt því. Hinn heilagi einka- bíll hefur verið tilbeðinn á altari Sjálfstæðismenn verða dæmdir af verkum sín- um, segja Hrafnkell Orri Egilsson og Ing- ólfur Gíslason, en ekki af innantómum orðum. efnishyggjunnar. í stað þess að gera strætó að eftirsóknarverðum kosti hefur verið neytt allra bragða til að koma fólki á einkabíl. Nú bregður hins vegar skyndilega svo við að flokkurinn undirbýður tillög- ur minnihlutans um unglingafar- gjöld mánuði fyrir kosningar. Þess ber að geta að svipaðar tillögur hafa margoft komið fram og verið felldar af styrkri stjórn sjálfstæðis- manna. Kosningaútsalan er í full- um gangi, allt á að seljast því nýir eigendur taka við. D fyrir rugling Hræðsluáróður D-listans um sundrungu vinstri manna hljómar ekki mjög sannfærandi. Á síðustu fjórum árum höfum við Reykvík- ingar haft þrjá börgarstjóra, hver öðrum ólíkari. Sá fyrsti lagði eink- um áherslu á byggingu stein- steypukumbalda og marmarahalla, næsti á einkavæðingu borgarfyrir- tækja og sá hinn þriðji geisist fram, nýr og ferskur, með hin gömlu gildi fjölskyldunnar sem aðalatriði. Stöðugleikinn er þannig farinn fyr- ir lítið. Eigum við von á því að næsti borgarstjóri verði t.d. Þor- bergur Aðalsteinsson með áherslu á handboltann: Fleiri hendur, meiri mörk? Hávær áróður sjálfstæðis- manna um rugl á öðrum listum verður að hjákátlegum söng í eyr- um kjósenda. Höfundar eru nemar við Menntaskólann við Hamrahlíð. svæðinu en óvíða eins mikið og í Reykjavík. Ef taka ætti eitthvað sveitarfélag til samjöfnuðar væri það helst Kópavogur. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun hefur peningaleg staða höfuðborgarinnar versnað úr því að vera jákvæð um 15% af rekstrartekjum ársins 1989 í það að vera neikvæð um 25% af tekjum ársins 1992. Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins, sem öðrum fremur hafa þurft að styðja við bakið á atvinnulífinu, hafa hins vegar bætt talsvert peningalega stöðu sína. Skynsemi en ekki kreddur Af bernsku gagnrýnisleysi þess sem vill heldur lúta forræði síns flokks en hugsa sjálfstætt, getur höfundur Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins lifað sæll í þeirri trú að borgarbúar hafi ekkert upp á meiri- hluta sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur að klaga. Borg- arbúar vita betur. Sjálfstæðisflokk- urinn setti allt sitt traust á markað- inn og svaf Þyrnirósarsvefni þegar hann brást. Nú horfum við upp á risann vakna á elleftu stundu með írafári og fálmi. Við í Reykjavíkurlistanum erum hvorki í viðjum flokksvalds né þeirrar hugmyndafræðilegu kreddu að markaðsöflin leysi hvers manns vanda. Við viljum athafnir í stað aðgerðaleysis. Það kann að kosta einhveija fjármuni í upphafi en þá er vert að hafa í huga að atvinnu- leysi er gífurlega dýrt, bæði mælt í hamingju einstaklinganna og aur- um samfélagsins. Höfundur er borgarsljóraefni R-listans. Plastaar ogsMr Sterkir plastkassar og skúffur. Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti. Hægt að hengja á vegg, eða stafla saman. lyiargar stærðir gott verð. Avallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BlLDSHÖFÐA 16 SlMI 672444 • FAX 672580 ±±±JL±±±!EL±±±2W±m*^±±!L±±+±±'ITTTXTITT^ Blátt áfram X-D i Hafdís Armannsdóttir húsmóðir Birgir Georgsson Sif Jónsdóttir Steinar Guðgeirsson kaupmaður skrifstofumaður knattspyrnumaður Máihildur Angantýsdóttir sjúkraliði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.