Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 31

Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 31 BORGAR- OG SVEITASTJORNARKOSIMINGAR 28. MAI INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir stefnir að því að verða næsti borgarstjóri Reykja- víkur. Frá 1982-88 gegndi hún starfi borgarfulltrúa. Að sjálfsögðu nýtti hún sér óspart þann rétt að láta í ljós skoðun sína á borgarmálum og því hvernig hún myndi breyta ef hún réði. Það er athyglis- vert að skoða ummæli hennar í borgarstjórn nú, þegar hún stefnir að því að verða valda- mesti maður borgarinnar. Af nógu er að taka en hér verður fjallað um afstöðu hennar til nýrra hverfa en um hana má lesa í ræðum henn- ar í borgarstjórn. „Ónauðsynleg útþensla borgarmarka" Ingibjörg Sólrún settist fyrst í borgarstjórn árið 1982. Mikill lóðaskortur var í borginni eftir valdatíma vinstri manna og var því brýnt að taka ákvörðun um hvar framtíðarbyggð Reykjavíkur ætti að rísa. Vinstri menn vildu byggja á sprungusvæðinu austur af Rauðavatni en sjálfstæðismenn meðfram sjónum eða í Grafarvogi. Ingi- björg Sólrún tók þá skýra afstöðu gegn því sem hún kallaði „ónauðsynlega út- þenslu borgarmarka“ en vildi þess í stað þétta byggðina innan hennar. Ingibjörg færði margvís- leg rök fyrir þessari andstöðu sinni gegn byggð í Grafarvogi. Meðal annars dró hún í efa þær spár um mannfjölda sem meirihluti sjálf- stæðismanna í borgarstjóm studd- ist við og sagði að fólksfjölgun í Reykjavík yrði vart meiri en ca 10.000 fram að aldamótum „eða miklu minni en áður hefur verið álitið". Annað kom á daginn. Frá árinu 1981 hefur Reykvíkingum Ingibjörg Sólrún var á móti byggð í Grafar- vogi, segir Kjartan Magnússon, ogtalaði í niðrandi tóni um Breið- hyltinga og Grafar- vogsbúa. íjölgað um liðlega 18.000 og enn eru séx ár til aldamóta! Skröltandi konur Öll rök Ingibjargar Sólrúnar gegn byggð í Grafarvogi studdust þó ekki við hennar eigin mann- fjöldaspár. Hún notaði önnur rök sem hljómuðu ekki eins málefna- lega. Á borgarstjórnarfundi haust- ið 1982 amaðist hún mjög við ósk- um þeirra borgarbúa sem vildu fá að reisa einbýlishús í Grafarvogi og spurði hneyksluð hverjir gætu hugsað sér að búa í einbýlishúsi. Síðan sagði hún orðrétt: „Slíkt umhverfi er vægast sagt mjög ein- hæft og verður líklega eins og í Breiðholtinu, að það verður ein kona skröltandi í hverju húsi, tak- andi á móti börnum úr skóla, sem er bæði stuttur og óstabíll." Lesendum skal látið eftir að dæma ummæli Ingibjargar Sólrúnar um kynsystur hennar úr Breiðholtinu en hvað varðar um- mæli hennar um stuttan skóladag, þá hlýtur hún að fagna því átaki um heilsdagsskóla sem Árni Sigf- ússon hefur haft forystu um í borgarstjórn. Réð illskan uppbyggingu Grafarvogsins? Fyrstu íbúamir fluttust i Grafarvog 17. júní 1984. Meðan Ingibjörg Sólrún sat í borgarstjóm minnti hún þó reglulega á fjand- skap sinn við byggð í Grafarvogi. Af nógu er að taka. Á borgar- stjórnarfundi haustið 1984 sagði hún þetta: „Mér virðist nú yfirleitt eins ogmottó borgarstjóra í skipu- lagsmálum sé það, að betra sé illt en að gera ekki neitt. Sannast það t.d. í Grafarvoginum." Sem betur fer var meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn svo framsýnn að tryggja Reykvík- ingum nægar byggingarlóðir í Grafarvogi og íbúum þar öfluga uppbyggingu. Hefði Ingibjörg Sól- rún fengið að ráða hefði hins veg- ar ekkert verið byggt í Grafarvogi Ingibjörg Sólrún um Grafarvog og Breiðholt Kjartan Magnússon Getur einhver treyst þeim? Alfreð Þorsteinsson Pétur Jónsson Sjálfstæðismenn í borgar- stjórnarframboði hafa farið undan í flæmingi þegar farið er fram á að þeir leggi fram þau skriflegu gögn sem Inga Jóna Þórðardóttir skilaði af sér til borgarstjóra sem vinnu 2,4 milljóna króna ráð- gjafaþóknunar árið 1992. Með þessu háttalagi hafa Reykvíkingar og aðrir lands- menn fylgst undanfarnar vikur furðu lostnir, vegna þess að hvað sem mönnum kann að finnast um fram- bjóðandann Ingu Jónu Þórð- ardóttur verður vart dregið í efa að hún hafi unnið á einhvern hátt fyrir því kaupi sem Markús Örn Antonsson þáverandi borgarstjóri ákvað fyrir tveimur áram að greiða henni af skattfé borgarbúa. í stað þess að leggja fram pappírana jiafa sjálfstæðismenn - nú síðast Árni Sigfússon á borgar- ráðsfundi - bragðist við með skömmum og skætingi eins og allt þetta sé þeirra einkamál og komi venjulegu fólki í borginni ekki við. Markús Örn reyndi þó að reka af sér slyðruorðið í Morgunblaðs- grein 27. apríl sl. og kom þar ein- mitt fram að Inga Jóna hefði reglu- lega lagt fram „minnisblöð og greinargerðir“ sem hann hefði tek- ið í sína vörslu. Markús kýs þó enn að halda ritgögnum Ingu Jónu leyndum, en birtir úr þeim endur- sagnir ásamt nokkrum orðum um afdrif tillagna hennar. Útboð á hundaeftirliti Athyglisvert er að samkvæmt endursögnum fyrrverandi borgar- stjóra í Morgunblaðinu hefur engin af tillögum Ingu Jónu falið í sér einkavæðingu borgarfyrirtækis. Er þá aðeins undanskilin sala nokkurs hluta af hlutabréfum borgarinnar í Jarðborunum hf. Flestar tillagna Ingu Jónu virðast hafa ijallað um ýmiss konar sak- leysisleg útboð, t.d. á öryggis- gæslu, leiguakstri og ræstingum að ógleymdum merkilegum um- ræðum þeirra Ingu Jónu og borg- arstjórans um tilhögun hundaeftir- lits sem tillaga var gerð um að bjóða út. Það er raunar einkar upplýsandi að orðið „einkavæðing" aldrei fyrir í grein Markúsar, sem þó þekur um þijá fjórðu af Morgunblaðssíðu. Einkavæðing - tískuorð 1992 Fróðlegt er að bera þessa grein Markúsar Arnar Antonssonar sam- an við fréttaviðtöl og fundafrá- sagnir í Morgunblaðinu árið 1992, fyrsta heila ár hans sem borgar- stjóra. Sá samanburður gefur glögga hugmynd um það hvers vegna Árni Sigfússon, fyrsti maður D-listans, vill umfram allt ekki að umrædd gögn Ingu Jónu Þórðar- dóttur, fjórða manns á D-lista, komi nú fram í dagsljósið. Hinn 16. janúar 1992, einmitt í þann mund að Inga Jóna var feng- in til starfa, birtist viðtal við Markús Örn í Morgunblað- inu með fyrirsögninni „Stór- felld einkavæðing á döfinni hjá Reykjavíkurborg“. Þar segist Markús Örn m.a. vilja breyta Rafmagnsveitunni í hlutafélag og bjóða hluta- bréf á markaði, hugsanlega bréf í sameinaðri rafmagns- veitu og hitaveitu. Hann vill selja Pípugerð Reykjavíkur og athuga um einkavæðingu á malbikunarstöðinni og strætisvögnunum. í árslok - eftir að Inga Jóna hafði skilað gögnum sínum og tillögum til Mark- úsar Arnar - samþykkti Sjálfstæð- isflokkurinn síðan á ráðstefnu að nú þyrfti „víðtæka verkefnatil- færslu"; „einkavæðingu borgarfyr- irtækja í samkeppni við einkafyrir- tæki“ en einnig væri hægt „að einkavæða ýmsan þjónusturekstur borgarinnar sem ekki er í beinni samkeppni við einkaaðila á mark- aði“ (Mbl. 2. des. 1992). 1994: flótti Öllum sem þetta sjá er ljóst að allt árið 1992 hafa tillögur Ingu Jónu hafa verið samdar undir þeim gunnfána einkavæðingarinnar sem Markús Örn reisti í Morgunblaðinu í janúar. Að loknum heilu ári af „reglulegum“ tillöguflutningi Ingu Jónu samþykktu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins síðan að einkavæða hvort sem samkeppni rikir eða ekki. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar ákveðið að flýja frá þessum stefnumiðum. Sá flótti er hin raunverulega ástæða fyrir því að ekki er orðið við eðlilegum ósk- um kjörinna fulltrúa um að birta „minnisblöð og greinargerðir" Ingu Jónu frá 1992. Árni Sigfússon studdi heilshugar þá stórfelldu einkavæðingu borgar- fyrirtækja, segja Jón Alfred Þorsteinsson og Pétur Jónsson, sem Inga Jóna hannaði fyrir Sj álfstæðisflokkinn. Ámi „samstiga" einkavæðingunni I kosningabaráttunni nú (m.a. á opnum fundi í Tækniskólanum 22. apríl) hefur Árni Sigfússon fullyrt að það sé og hafi verið stefna Sjálf- stæðisflokksins í borginni að grípa ekki til einkavæðingar nema sam- keppni væri fyrir hendi. Auðvitað stafar leyndin yfír gögnum Ingu Jónu af því að raun- verulegt innihald þeirra stangast á við þessa yfirlýsingu Áma. í lok viðtalsins um sölu hluta- bréfa í hita- og rafmagnsveitu lýsti Markús Örn Antonsson borgar- stjóri því sérstaklega „að borgar- fulltrúarnir hefðu verið samstiga í einkavæðingaráformum“. Fyrir aðeins tveimur árum studdi Árni Sigfússon heilshugar hina stór- felldu einkavæðingu borgarfyrir- tækja sem Inga Jóna Þórðardóttir hannaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nú henta þær skoðanir ekki lengur og þess vegna má ekki birta plögg- in sem útsvarsgreiðendur í Reykja- vík borguðu fyrir 2,4 milljónir króna. Getur einhver treyst þessu fólki? Höfundar eru í 6. og 4. sæti R-lista heldur verið þrengt að grónum hverfum. Miðað við andstöðu borgar- stjóraefnis R-listans gegn Grafar- vogshverfunum þegar hún sat í borgarstjórn hljóta borgarbúar að óska svara við eftirfarandi spurn- . ingum: Hvað finnst Ingibjörgu nú um þessa byggð og íbúana sem þar búa? Hefur hún skipt um skoð- un eða vill hún hætta uppbyggingu þar og troða nýbyggingahverfum inn í gömul og gróin hverfi? Hvern- ig getur frambjóðandi, sem ítrekað hefur sýnt hverfum með tugi þús- unda íbúa fullan fjandskap, hugs- að sér að verða „borgarstjóri allra Reykvíkinga?" ^ Höfundur er sagnfræðinemi. flísar j - s .7, llltlKTU. -n * 1 -rl LLLI Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Kunststoffe Ptestics • PÍástiques Stangir og plötur. Suðuþráðuro.fl. Vandað efni. Gott verð. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN '«1 BÍLDSHÖFÐA 16 SlMI 672444 • FAX 672580 Nemendasambandsmótið og stúdentafagnaður Verzlunarskóla Islands verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 20. maí og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Aðgöngumiðar fást á skrifstofu Verzlunarskólans frá miðvikudegi 18. maí og við innganginn. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í borðhaldinu á skrifstofu VÍ í síðasta lagi á fimmtudagskvöldið (símar 688400 og 17190).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.