Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni bg bapa BAÐ- AÐ/ M/G ÍHEHNt. tA/ER- He/=UR D/ZU/CKUB) 'MJOLkHhlA /HÍNA ? / Zátr, Ljóska Smáfólk OKAY, 5AY/ BIRPSEEP H-V7 ■sMl Jæja þá, segðu „fuglafræ". BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Meðulsemeiga að fylgja sjuk- dómsgreiningunni Frá Jan Habets: BJÖRN G. Jónsson, skrifaði grein í Morgunblaðið 20. apríl sl., „Al- menn siðblinda þjóðarinnar", sem virðist sjúkdómsgreining þjóðar- innar. Sjúkdómsgreining er auð- vitað mikilvæg, en það eru einnig meðul sem eiga að lækna sjúkdóm- inn. Kannski mun Björn sjálfur skrifa aðra grein um meðul. Ég vil gera það nú frá kaþólsku sjón- armiði. Þá kemur fyrst samband hjartans (lifandi trú) við heilaga Þrenningu, Föður, Son og heilagan Anda. Því að Guðs sonur varð maður, dó á krossinum fyrir synd- ir okkar og er þess vegna „meðal- gangarinn“ (1. Tm. 2,5), leiðir Hann okkur í samband við Föður- inn og heilagan Anda. Jesús gerði það með útskýringu um himnaríkið, setningu sakra- mentanna og með stofnun kirkj- unnar, sem Hann fól tólf postulun- um. Þeir áttu sem hirðar að fram- fylgja í verki Hans. Hann lofaði: „Ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ Hann lofaði einn- ig: „Hann (Faðirinn) mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé með yður að eilífu." Páll postuli kallar kirkjuna „líkama Krists" og Jesúm „Höfuð hennar“. Lesum, hvað biblían segir um kirkjuna. Hvað á kirkjan þá að gera? Við vitum að framþróun mannkynsins hefur aukið þekk- ingu á öllum sviðum. Það má kalla vinning en þýðir líka aukningu erfíðleika til að átta sig á því sem bækur, ræður, blöð, útvarp og sjónvarp hella daglega yfir okkur. Starf kirkjunnar er því hjálp á skynsemi tl að greina á milli. Það er vilji Jesú, að hún sé í myrkrum heimsins „ljós og salt“ fyrir með- limi sína. En maður er ekki aðeins skyn- samur, hann hefur einnig vilja. Kirkjan á líka að styrkja vilja mannsins. Hún gerir það með sakramentum sem Jesús stofnaði. í skíminni gerir hún okkur að guðsbörnum, í skriftum fyrirgefur hún sýndir, í fermingu og smurn- ingu sjúkra og vígslu hjónabands styrkur hún okkur með Guðs náð, í prestvígslu gefur hún okkur hirða en í altarissakramentinu gefur Jesús sig sjálfan okkur sem lifandi fæðu sálar okkar (Jh. 6,53). Heilög Messa með biblíulestrum og verð- uglega altarisgöngu minnir okkur á orð Jesú: „Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið ekki blóð hans, hafíð þér ekki lífið í yður“ (Jh. 6,53). Kaþólska kirkjan trúir því og þess vegna er títt samband við hinn lifandi Drottinn í Messu fyrir hana mikilvægasta trúarmeðalið. Því að kaþólskar kirkjur hafa Ta- bernakel (Guðslíkamahús) til að framlengja vist Jesú, líka eftir Messu, er fyrir okkur mögulegt að koma sérhvert augnablik dags- ins í nærveru hans. Og margir gera það. Það er fyrir kaþólska styrkur og hamingja sem aðrir geta kannski ekki skilið. Að lokum er María mey, móðir Jesú og þess vegna móðir Guðs fyrir kaþólska menn hæft meðal, sem Guð býður okkur til að styrkja okkar trúarlíf. Það er ekki undra- vert. Er hún ekki þessi nýja Eva í Mós. 3,15: „Fjandskap vil ég setja milli þín (djöfuls) og konunn- ar“ og líka konan í Opb. 12,1: „Kona, klædd sólinni og tunglið var undir fótum hennar og á höfði hennar var kóróna af 12 stjörn- um“. Þegar hún var valin móðir Guðs, kallaði María sig „ambátt Drottins" og stóð hjá krossi sonar síns með „sverði, níst í sálu sinni“ skv. orði Símeons, spámanns. Við undrumst þá ekki að Guð notar hana sem móður okkar í mörgum birtingum, t.d. í París (1830), í Lourdes (1858) í Fatíma (1917) til að kalla menn til afturhvarf frá siðlausu og syndugu lífí sínu. Þjón- usta hennar er ekkert annað en að segja okkur það, sem hún sagði við þjóna á brúðkaupi: „Gjörið það, sem hann (Jesús) kann að segja yður“. Notum við meðul sem kaþólska kirkja býður okkur, þá mun trúarlíf þjóðarinnar heilbrigt vera. Það gefí Guð. SR. JAN HABETS, Austurgötu 7, Stykkishólmi. ------» ♦ » Yfirlýsing VEGNA frétta í fjölmiðlum í gær er það tekið fram, sem hér fer á eftir: Undanfarna daga hafa nokkir starfsmenn Ríkisútvarpsins látið í ljós stuðning við frambjóðendur í komandi sveitarstjómarkosning- um. Enginn þessara starfsmanna tekur þátt í umfjöllun Ríkisút- varpsins um kosningamar. I 15. grein útvarpslaga segir: „Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar gmndvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð." Þessum ákvæðum hlítir Ríkisútvarpið jafnan af ýtmstu kostgæfni. Svo er enn í ofangreindu dæmi. Reykjavík, 17. maí 1994, Heimir Steinsson, útvarpsstjóri. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.