Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
ENGUM ætti að leiðast í sumarbúðum. Þar gefst m.a. einnig tæki-
færi til að eignast nýja kunningja.
*
„ Ykt“gaman í
sumarbúðum
Sjálfstæðis-
flokkurinn
hefur unnið
gott verk
Frá Karli Ormssyni:
ÞAÐ ER eins og Ingibjörg Sólrún
sé ein í framboði á R-listanúm.
Þegar maður spyr fólk sem ætlar
að styðja R-liðið (en það er til)
segir það Ingibjörg og svo ekki
meir. Þar er Höllustaðafrúin, sem
hefur verið lengi í borgarstjórn,
Sigrún Magnúsdóttir framsókn,
Guðrún Ágústsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, Guðrún Ögmundsdóttir,
Kvennalista, Guðrún Jónsdóttir,
Nýjum vettvangi, Alfreð Þorsteins-
son framsókn.
Þetta fólk hefur allt fengið tæki-
færi til að breyta. Nei, það hefur
eitt markmið, að fella þann meiri-
hluta sem hefur gert þessa borg
okkar að einni hreinlegustu og
glæsilegustu höfuðborg í heimi.
Fólk sem er í vafa ætti að kynna
sér betur hvað gert hefur verið. Á
fáum árum hafa verið byggðar
I 1.400 íbúðir fyrir aldraða, það seg-
ir sína sögu, þar sem aldraðir eru
flestir í Reykjavík. Og þrátt fyrir
allt tal um barnaheimiliseklu eru
þau orðin yfir sjötíu að tölu, með
þeim er félagasamtök reka. Síðan
Ingibjörg lét plata sig út í framboð
hefur hún áorkað því einu að kljúfa
Kvennalistann. í skoðanakönnun
hefur fylgi hans hrunið um nær
helming. Það vekur furðu sú kok-
hreysti misvitra flokksbrodda að
halda að nú á tímum sé hægt að
stjórna fólki eins og gert var dög-
um Jónasar frá Hriflu. Það getur
vel verið að Valdimar Kr. Jónsson
sé þeirra skoðunar, en þá þekkir
hann kjósendur illa. Ekkert gæti
komið Sjálfstæðisflokknum betur
í kosningum en nýtt hræðslu-
bandalagsmótframboð.
KARL ORMSSON,
Huldulandi 5, Reykjavík.
Frá Sigurði Arnarsyni:
LANGAR þig í sumarbúðir? Eflaust
hljóða svörin við þessari spurningu
á marga vegu en langflestir myndu
svara: „Já, auðvitað." Eins og und-
anfarin sumur starfrækir Æsku-
lýðssamband kirkjunnar í Reykja-
víkurprófastsdæmum (ÆSKR)
sumarbúðir fýrir börn á aldrinum
6-12 ára í Heiðarskóla í Borgarfirði
í júní og júlí.
Markmið þessara sumarbúða er
að bjóða börnum upp á áhugavert
umhverfi, góða aðhlynningu og síð-
ast en ekki síst uppfræðslu í krist-
inni trú og siðum. Margt spennandi
er í boði. Á staðnum eru leiktæki,
fótboltavöllur, íþróttahús, útisund-
laug og smíðavöllur. Fótbolti,
körfubolti, hlaup, borðtennis og
aðrar íþróttir eru stundaðar af
kappi. í hverjum flokki er búið til
stutt myndband sem allir leika í.
Ekki má gleyma kvöldvökunum en
þar ríkir oftast „bijálað stuð“. Allir
skiptast á að sjá um þær og eru
með og taka virkan þátt. Daglega
er fræðslustund þar sem sköpunar-
gleði þátttakenda er virkjuð á fjöl-
breyttan hátt og einnig er sameigin-
leg bænastund í byijun og lok hvers
dags. Eftir þessa upptalningu er
ljóst að engum ætti að leiðast í
sumarbúðum. Þær eru staður þar
sem gefst meðal annars tækifæri
til þess að vera í afslöppuðu um-
hverfi, eignast nýja vini og kunn-
ingja, dveljast úti í náttúrunni og
kynnast mörgu skrítnu og skemmti-
legu.
SIGURÐUR ARNARSON,
guðfræðinemi.
Friðun eða ekki friðun
Meingallað villidýrafrumvarp
Frá Ásmundi U. Guðmundssyni:
ÞAÐ ER engin furða þó skotveiði-
menn mótmæli framkomnu frum-
varpi til laga um vernd, friðun og
veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum, öðrum en hvölum, sem
birtist í Morgunblaðinu 1. maí sl. á
síðu 6. Þar var líka pistill, er bar
yfirskriftina: „Deilt um hvort friðun
skuli vera meginregla", undirtitill:
„Skiptar skoðanir um stjórnarfrum-
varp um dýravernd", sem Tómas
Ingi Olrich er höfundur að, líka
klausa frá Fuglaverndunarfélagi
Islands, sem bar yfirskriftina:
„Hvetja til samþykktar".
Við lestur á umræddu frumvarpi
kemur skýrt fram sú árátta að
stjórna öllu með geðþóttatilskipun-
um og valdboði með ónauðsynlegum
gjaldtökum í formi veiðikorta, laust
við þá skynsamlegu veiðinýtingu
sem veiðimenn viðhafa er þeir
ganga til veiða sér til ánægju. Það
er vandséð hvort hættulegra er
hinni náttúrulegu lífkeðju, hinir tví-
fættu ofvitar er skipa villidýra-
nefndina með umhverfisráðherra í
broddi fylkingar, eða þau ferfættu
villidýr sem land okkar byggja og
það fiðurfé sem flögrar um hátt til
fjalla eða með sjó.
Skynsamlegast væri að umrætt
skjal, sem er upp á 19 síður, hafni
nú þegar í pappírstætaranum, en
veiðimenn sjálfir semji nýtt frum-
varp handa umhverfisráðherra, sem
byggt verði á þeirri þekkingu sem
veiðimenn hafa á veiðiskap og sjálf-
virkni í friðun á ferfætlingum og
fiðurfé. Það eru nefnilega óskráð
lög veiðimanna að ganga aldrei of
fast að þeim stofni er veitt er úr
hveiju sinni, nema þegar refa- og
minkaveiðar eiga í hlut, í hálfgerðri
óþökk veiðistjóra, sem er þekktur
friðunarsinni á vargfénaðinn.
Gefum þeim steinrunnu nátttröll-
um frí sem villidýranefndina skipa,
sem aldrei hafa séð byssu, hafa
ekki hugmynd um hvernig hún á
að snúa og vita ekkert um hvað
þeir eru að fjalla, enda er allt skjai-
ið eitt allsheijar rugl.
ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON,
Súðurgötu 124, Akranesi.
Kynningartilboð til
Benidorm 1. júní
- Aðeins kr. 39.900 í 3 vikur -
Glæsilegt kynningartilboð á nýjan gististað Heimsferða
á Benidorm í sumar. í tilefni þess að við bjóðum nú í
fyrsta sinn þennan gististað, bjóða hóteleigendur okkur
sértilboð fyrir farþega okkar í fyrstu ferðina, þann 1. júní
í 3 vikur. Aðeins 8 íbúðir eru í boði. Bókaðu því strax og
tryggðu þér sæti meðan enn er laust.
Verð kr. 39.900
Verð pr. mann m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára.
Verð kr. 49.900
Verð pr. mann m.v. 2 í íbúð.
Flugvallaskattar:
Kr. 3.660 fyrir fullorðna,
kr. 2.405 fyrir börn
Austurstræti 17 Sími 624600
REYKJAVIKUR
LISTINN
Ertu að fara úr bænum?
Reykjavíkurlistinn hvetur alla stubningsmenn
sína sem verba ab heiman á kjördag til ab
kjósa ábur en þeir fara.
Utankjörfundarkosning fer fram í
Ármúlaskólanum alla daga kl. 10-12, 14-18
og 20-22 (lokab hvítasunnudag).
Skrifstofa Reykjavíkurlistans ab Laugavegi 31
veitir allar naubsynlegar upplýsingar
varbandi utankjörfundarkosninguna og
kjörskrá.
m
Komib vib hjá okkur eba hafib samband í
síma 15200 og 15241. (Bréfsími 15246).
Laugavegi 31 - Sími 15200- Bréfasími 16881
Sjábu hlutina í víhara samhengi!