Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 52
imdir einu þaki
SinvArWTAI MENNAR
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK §K
SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKtíREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/RAX
Trilluþvottur
ÞEGAR birtan leikur við lands-
^—Bienn jafn lengi í senn og um
þessar mundir er auðvelt að
gleyma sér við útiverkin. Augna-
blikið verður amstrinu yfirsterk-
ara og engum vandkvæðum
bundið að gleðjast yfir hvunn-
dagsverkum á borð við trillu-
þvott í Hafnarfjarðarhöfn.
Rússum svarað
Vilji til
Bættar horfur í efnahags- og atvinnulífi landsmanna
Tilefni til einhverra
kjarabóta 1. júní
Aðilar vinnumarkaðarins og forsætisráðherra funduðu um málið í gær
VIÐSKIPTAKJARABATI sá sem náðst hefur
að undanförnu hér á landi er samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins talinn gefa tilefni til
þess að einhverjar almennar kjarabætur verði
1. júní nk. Davíð Oddsson forsætisráðherra átti
í gær fund með aðilum vinnumarkaðarins þar
sem skipst var á skoðunum og farið yfír stöðu
mála. Forsætisráðherra vildi lítið tjá sig efnis-
lega um fundinn þegar Morgunblaðið náði tali
af honum í gærkveldi þar sem hann var stadd-
ur á fundi í Siglufirði. Hann sagði þó að niður-
stöðu í þessum efnum væri að vænta á næstu
dögum.
í gildandi kjarasámningum er ákvæði um að
fyrir 20. maí skuli staðan hafa verið yfírfarin
og það metið hvemig til hafí tekist. „Þessi fund-
ur var haldinn að beiðni aðila vinnumarkaðar-
ins, til þess að fara sameiginlega yfír stöðuna,
því eins og þeir orðuðu það, þá hafði ríkisvald-
ið, og ég sérstaklega, mikil afskipti af samnings-
gerðinni á sínum tíma,“ sagði forsætisráðherra.
Hann kvað ekki efni til að segja annað en að
samstaða væri um það á milli hans og launa-
nefndarinnar að málið yrði unnið áfram á næstu
tveimur til þremur dögum.
Vonum framar
Davíð sagði að það hefði verið mat allra á
fundinum í gær að það sem stefnt hefði verið
að við gerð kjarasamninga hefði á flestum svið-
um náð betur fram að ganga en menn hefðu
þorað að vona. „Verðbólga er orðin minni en
menn áttu von á, vextir hafa lækkað meir en
menn áttu von á, matarskatturinn hefur skilað
sér eins og menn vonuðu og svo framvegis.
Þannig má segja að almennt hafí verið ánægja
með þann árangur sem náðst hefur, þótt að því
hafi verið fundið að framkvæmdafé ríkisins hafi
ekki alveg skilað sér ennþá, en það stendur til
bóta,“ sagði forsætisráðherra.
Hann sagðist engu vilja spá um hver niður-
staða þessara samráðsfunda yrði, enda væri hún
í sjálfu sér á verksviði samningsaðilanna.
„Á ríkisstjórnarfundi í dag var líka kynnt að
atvinnuleysi fer minnkandi, sem er mjög mikil-
vægt,“ sagði Davíð „Á milli mars og apríl minnk-
aði það verulega og enn á milli apríl og maí og
fer þá væntanlega niður fyrir 4,7%. Það sem
merkilegra er, samkvæmt þeim upplýsingum
sem lagðar voru fram, er að margt bendir til
þess að vinnuveitendur muni ráða fleira sumar-
fólk til sín en þeir höfðu áður búist við, þannig
að léttar verði um vinnu skólafólks en ella.“
Þórarinn V. Þórarinsson um sam-
skiptin við rússneska sjómenn
Tilefnislaus
fjandskapur
„SENNILEGA hafa tollyfirvöld í Reykjavík og á Sauðárkróki brotið lög
með því að gera upptækar eignir rússneskra sjómanna í formi bílhræja
sem þeir hafa verið að kaupa, þó að íslenskir seljendur hafí gerst sekir
um veðsvik. Þetta er eitt dæmi um hvemig íslensk embættismannastétt
hefur misbeitt valdi sínu herfílega," segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, en hann átti sæti í nefnd sem ríkisstjómin skipaði
með aðild fulltrúa atvinnulífíns um viðskipti íslands og Rússlands. Hefur
nefndin skilað áliti sínu og bendir þar á ýmis atriði sem hún telur að
torveldi viðskipti við rússnesk fískiskip.
samnmga
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra svaraði Tsjernomyrdín,
forsætisráðherra Rússlands,
bréflega í gær, þar sem hann
ítrekaði rétt íslendinga til út-
hafsveiða, ásamt því að ítreka
vilja íslenskra stjómvalda til
góðra samskipta við Rússland,
„eins og við höfum haft að fornu
og nýju við það land, í hvaða
formi sem það hefur verið,“
sagði forsætisráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gærkveldi.
Davíð sagði að efnislega hefði
■' hann einnig, í bréfinu til forsæt-
isráðherra Rússlands, lýst þeim
vilja íslenskra stjómvalda að
kannaður yrði grundvöllur til
samninga. „Án samninga getum
við ekki bannað okkar útgerðar-
mönnum eða sjómönnum að
stunda þarna veiðar, þar sem
um fijálst úthafsveiðisvæði er
að ræða. Frá þessari afstöðu
íslenskra stjórnvalda greindi ég
einnig í bréfí mínu,“ sagði Dav-
íð Oddsson, forsætisráðherra.
VAXTAÁLAG banka hérlendis af
gjaldeyristryggðum afurðalánum til
fiskvinnslufyrirtækja hefur á örfáum
árum hækkað úr um 1,5% í
3,0-3,5%, sem leiðir til tugmilljóna-
. -^fróna aukningar í útgjöldum fyrir-
tækja vegna afurðalána, að sögn
Friðriks Pálssonar, forstjóra Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Til
að fjármagna lánin taka bankarnir
lán erlendis á einhverju ákveðnu
gengi og leggja þeir þjónustugjöld
sín eða álag ofan á þau og lána síð-
an áfram til fyrirtækja.
» Aðildarfyrirtæki Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna fólu SH að ræða
við viðskiptabankana í fyrra um
þetta vaxtaálag og annap kostnað
Þórarinn gagnrýndi einnig fram-
komu Landhelgisgæslunnar við
rússnesku togarana og sagði að
fulltrúar Gæslunnar hefðu greint
við afurðalánakerfíð. Að sögn Frið-
riks Pálssonar var niðurstaða þeirra
viðræðna sú að bankarnir kváðust
ekki treysta sér til að gera breyting-
ar á afurðalánakerfínu að sinni, en
féllust á að veita aðildarfyrirtækjum
SH bestu hugsanlegu kjör.
„Við vorum í sjálfu sér ekki ósátt-
ir við þessa niðurstöðu, en samt sem
áður er um mikinn vaxtamun að
ræða fyrir aðildarfyrirtæki okkar. í
sumum tilvikum hafa vextir erlendis
verið komnir niður í 4-6% og við þá
vexti bæta bankamir allt upp í 3,5%
álagi, þannig að þó að prósentustigið
hækki aðeins um 1,5-2% skiptir
hækkun álagsins tugum prósenta
hlutfallslega séð,“ sagði Friðrik.
frá því, að þeir héldu uppi reglu-
bundnu eftirliti með þessum skipum
á flugvélum til að kanna hvort sjó-
mennirnir hentu fyrir borð bflflök-
um, sem tollyfirvöld hefðu ekki náð
að koma í veg fyrir að yrðu flutt
úr landi. Þórarinn sagði að þó eng-
in formleg viðbrögð hefðu borist frá
rússneskum yfirvöldum vegna
þessa hefðu aðilar sem önnuðust
afgreiðslu við þessi skip orðið varir
við að tilefnislaus fjandskapur af
þessum toga væri til þess fallinn
að áhafnir rússnesku togaranna
myndu beina viðskiptum sínum
Clllna^
Komið verði í veg fyrir
misrétti
Þórarinn sagði að þama væri um
fautaskap að ræða sem þyrfti að
stöðva. Viðskiptaráðuneytið hefði
beint þeim tilmælum til dómsmála-
ráðherra að komið yrði í veg fyrir
að erlendir sjómenn væm misrétti
beittir af jslenskum löggæsluyfir-
völdum. „Ég geri líka ráð fyrir að
Landhelgisgæslan hafi nóg annað
við sinn tíma og fjármuni að gera
en að halda uppi eftirlitsflugi til
þess að tryggja að gamlar íslenskar
Lödur sitji örugglega fastbundnar
á lestarhlerum rússneskra togara,"
sagði hann.
Hækkað vaxtaálag á afurðalán
Tugmilljóna kr.
útgjaldaaukning
Blásið í kristalsglas
SÍÐASTI dagur opinberrar
þriggja daga heimsóknar Vig-
dísar Finnbogadóttur, forseta
íslands, til Tékklands er í
dag. Heldur forsetinn áleiðis
í tveggja daga opinbera heim-
sókn til Slóvakíu um hálftíu
að staðartíma og er búist við
að Michal Kovác, forseti
landsins, taki á móti forseta
íslands, í Bratislava um há-
degisbil. í gærdag heimsótti
Vigdís Finnbogadóttir meðal
annars Moser-verksmiðjuna í
Karlovy Vary og fékk að
spreyta sig á að blása krist-
allsglas með aðstoð Josefs
nokkurs Adameks.
■ Sýning á verkum Errós/2