Morgunblaðið - 26.06.1994, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
*
2 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994
FRÉTTIR
Borgarspítali tekur í notkun beinþéttnimæli
Mikilvægt tæki til for-
Hlýrra
fram-
undan
LANDSMENN mega búast við
hlýnandi veðri þegar líður á
vikuna. Veðurstofan gerir ráð
fyrir að hlý sunnanátt verði
ríkjandi á landinu eftir um það
bil 2-3 daga og að hiti geti
farið allt upp í 20 gráður á
Celsíus á Norður- og Austur-
landi.
Einar Sveinbjömsson veður-
fræðingur á veðurspádeild
staðfestir að kalt loftslag hafí
einkennt júnímánuð. Aðfara-
nótt laugardags hafí hitastig
t.a.m. farið niður fyrir frost-
mark á Hveravöllum og í Bás-
um og víða á landinu hafí hiti
farið allt niður í 2 gráður. Hann
bendir einnig á að sömu nótt í
Reykjavík hafi hiti við jörð far-
ið niður að frostmarki en tekur
þó fram að það gerist í hverjum
júnímánuði. Einar telur að nú
fari veður hlýnandi á öllu land-
inu um miðja næstu viku í kjöl-
far hlýrrar sunnanáttar.
Erill hjá
lögreg'lu
NOKKUÐ erilsamt var hjá lög-
reglunni í Reykjavík síðustu
nótt. Óvenju margir ökumenn
voru teknir ölvaðir við stýri í
gærkvöldi og nótt ef miðað er
við síðustu daga og vikur. Alls
voru níu ökumenn teknir í mið-
ur góðu ástandi til aksturs.
Þá reyndu ökumaður og far-
þegi bifreiðar að stinga lög-
reglu af þegar hún ætlaði að
veita þeim tiltal. Ökumaður
hafði ekki sinnt stöðvunar-
skyldu og ók jafnframt óvar-
lega. Tvímenningamir yfirgáfu
bíl sinn og reyndu að hlaupa á
brott en vom eltir uppi.
vama og rannsókna
BORGARSPÍTAUNN tók í síðustu
viku í notkun nýtt tæki, beinþéttni-
mælitæki, en það mælir þéttleika
og kalkmagn beina. Að sögn Gunn-
ars Sigurðssonar læknis og yfír-
manns lyflækningadeildar á
Borgarspítalanum mun tækið nýt-
ast vel til þess að fínna þá einstakl-
inga sem sérstaklega er hætt við
brotum vegna beinþynningar og
gefa þeim næringarráðgjöf eða
mæla með lyíjameðferð.
Faraldur 21. aldarinnar
Það kom fram á blaðamanna-
fundi þar sem tækið var kynnt að
beinþynning hafí aukist mikið á
íslandi einkum hjá konum. Ólafur
Ólafsson landlæknir telur beinþynn-
ingu verða faraldur 21. aldarinnar
og telur brýna nauðsyn að styðja
við bakið á rannsóknum á sjúk-
dómnum. Beinþynning orsakast
m.a. af ónægri kalkinntöku og af-‘
leiðingar hennar felast í því að
burðarþol beina minnkar og líkur á
beinbrotum aukast. Sem dæmi má
nefna að um 35-40% kvenna við
85 ára aldur hafa hlotið a.m.k. eitt
brot sem tengja má beinþynningu.
Gunnar Sigurðsson hefur lengi
stundað rannsóknir á beinþynningu.
Hann segir að erfítt hafí reynst að
segja fyrir hverjum sé hættást við
að hljóta beinbrot vegna þunnra
beina. Vissir áhættuþættir s.s.
ættarsaga, reykingar, næringar- og
Morgunblaðið/Golli
Mikill fengur
GUNNAR Sigurðsson Iæknir
og Soren Bo Christiansen full-
trúi Merck, Sharp & Dohme
standa hér við nýja tækið sem
mælir beinþéttni og kalk-
magn í beinum líkamans.
hreyfíngarleysi hafí komið í ljós en
ekki reynst hafa forspárgildi. Þess,
vegna hafi verið þróuð tækni á síð-
ustu árum til mælinga á kalkinni-
haldi beina en sú aðferð er kölluð
beinþéttnimæling
Fyrir tveimur árum fékk Borgar-
spítalinn tæki að gjöf frá Kvenna-
deild til að mæla kalkmagn í fram-
handlegg. Að sögn Gunnars reynist
nýja tækið mikilvægt til þess að
mæla beinþéttni í hryggsúlu og
lærlegg. Að mati hans er ástæða
til að framkvæma mælingar á bein-
þéttni við tíðahvörf kvenna, ef bein-
þynning er þekkt í ætt og þegar
metinn er árangur meðferðar á
sjúklingi.
Helstu úrræði til að hindra bein-
þynningu eru nokkur að mati Gunn-
ars. í fyrsta lagi má taka inn kalk
og/eða D-vítamín. í annan stað er
hægt að gefa lyf sem hindra niður-
brot beina og loks er hreyfing og
líkamsáreynsla mikilvæg.
Brýnt hagsmunamál kvenna
Guðrún Ögmundsdóttir í stjóm
Borgarspítalans bar lof á tækja-
kaupin og sagði þau hafa verið
brýnt hagsmunamál fyrir konur.
Hún kvaðst vona að konur og kven-
félagasamtök tækju þátt í að efla
rannsóknir á þessu sviði m.a. með
ijárframlögum.
Gunnar Sigurðsson greindi frá
því á blaðamannafundi að tækið
hefði verið keypt með styrk frá
bandaríska lyíjafyrirtækinu Merck,
Sharp & Dohme og tækjakaupa-
sjóði Háskólans en væntanleg væru
fjárframiög frá ýmsum aðilum m.a.
frá kvenfélagasamtökum. Tækið
kostaði um 10 milljónir króna.
Morgunblaðið/PPJ
Helgafellssveit
Ibúðarhús ónýtt
eftir eldsvoða
GAMALT íbúðarhús á bænum Hraunhálsi í Helgafellssveit er ónýtt
og allir innanstokksmunir eyðilögðust eftir eldsvoða í fyrrakvöld.
íbúamir, hjón á sjötugsaldri, voru staddir í útihúsum þegar eldurinn
kom upp, en þau og yngra íbúðarhús voru aldrei í hættu vegna elds-
voðans, að sögn Þorbergs Bæringssonar slökkviliðsstjóra í Stykkis-
hólmi og Helgafellssveit.
Þorbergur segir að vegfarandi
hafi tilkynnt um eldinn en þegar
fullmannað slökkvilið kom á staðinn
hafí íbúðarhúsið verið alelda og Ijóst
að því yrði ekki bjargað.
Erfiðar aðstæður
„Aðstæður voru mjög erfiðar.
Við þurftum til að mynda að sækja
vatn 600 metra leið,“ sagði Þor-
bergur í samtali við Morgunblaðið.
Þorbergur taldi víst að húsið
sjálft hafí verið tryggt en hann
hafði ekki vitneskju um hvort inn-
anstokksmunir voru tryggðir.
Allt lið slökkviliðsins í Stykkis-
hólmi og Helgafellssveit var kallað
út til að beijast við eldinn en jafn-
framt kom fólk víða að úr sveitinni
til hjálpar.
Sýnhf.
Kærttil
Hæstaréttar
Staðfestingar héraðsdóma
Reykjavíkur og Norðurlands
vestra á synjun lögbannsbeiðna
vegna sölu 20% hlutabréfa í Sýn
hf. voru kærðar til Hæstaréttar
á föstudag. Sigurður G. Guð-
jónsson hrl. og talsmaður nýs
meirihluta í íslenska útvarpsfé-
laginu reiknar með að gögn
vegna kærunnar hafi borist
Hæstarétti í lok vikunnar og þá
verði hægt að taka hana fyrir.
Pólsk smíði
- rússnesk
hönnun
Pólveijar hafa lengi framleitt
flugvélar fyrir Rússlandsmark-
að og flestar af rússneskri gerð.
Ein slík, Mielec M-27-Skytruck,
18 farþega flugvél, hafði við-
komu á Reykjavíkurflugvelli á
leið sinni vestur um haf. Þetta
er pólsk útgáfa af Antonov AN-
28 sem hefur verið endurbætt
til markaðssetningar á Vestur-
löndum. Meðal breytinga er að
kanadískir PT-6 skrúfuhverflar
knýja nú vélina í stað pólskra
hreyfla. Vélin getur borið 18
farþega eða 2 tonn af fragt og
athafnað sig á mjög stuttum
flugbrautum, líkt og hin vinsæla
kanadíska Twin Otter-flugvél
sem hætt er að framleiða. Vöru-
hleðsla er um stórar dyr aftan
á skrokknum og í lofti er krani
sem gengur eftir teinum til að
auðvelda hleðsluna. Vélin er nú
í fyrsta sinn í söluferðalagi á
Vesturlöndum og verður sýnd
flugfélögum í Suður-Ameríku
þar sem mikill áhugi er fyrir
hendi, að sögn talsmanna Mielec.
Sjóprófin
Ekki of
skammur
fyrirvari
ÁSGEIR Pétur Ásgeirsson, hér-
aðsdómari við Héraðsdóm Norður-
lands eystra, segir að það sé ekki
rétt að norska sendiráðið hafí feng-
ið boð um að mæta við sjópróf
vegna atburðanna á Svalbarða-
svæðinu með einungis 10 mínútna
fyrirvara. LÍÚ hefði sent bréf til
sendiráðsins degi áður en sjóprófín
fóru fram.
Ásgeir Pétur sagði að það væri
alls ekki hlutverk dómaranna að
boða menn fyrir dóm. Það sé hlut-
verk málsaðila að ákveða hveijir
þeir vilji að mæti fyrir dóm og
þeir eigi að sjá um að boða þá.
Hann sagði að bréf LÍÚ feli því í
sér hina formlegu tilkynningu um
að mæta fyrir dóminn. Ásgeir Pét-
ur sagði að hann hefði ekki gert
annað en að hafa samband við
sendiráðið skömmu áður en sjó-
prófín hófust til að fá staðfest að
sendiráðinu hefði borist bréfið.
►Jóhanna Sigurðardóttir sat síð-
asta ríkisstjómarfund sinn á föstu-
dag og er hér í viðtaii spurð um
viðhorf sín og framtíðaráformum
ástjómmálasviðinu. /10
IMorAmenn mismuna
engum
►Norski lagaprófessorinn Carl
August Fleischer hefur að beiðni
utanríkisráðherra Noregs tekið
saman greinargerð um réttarstöðu
vemdarsvæðisins við Svalbarða og
segir afstöðu íslendinga í Sval-
barðamálinu vera byggða á mis-
skilningi. /12
Land tréklossa og
túlipana
►Beatrix Hollandsdrottning,
ásamt Claus eiginmanni sínum, er
væntanleg í opinbera heimsókn til
íslands síðari hluta vikunnar. /14
Geigvænleg ævintýri
►Konráð Jóhann Sigurðsson kvik-
myndatökumaður komst í hann
krappann í Kúrdistan. /16
HarAur húsbóndi og
hörkutól
►Rætt við Áma Gíslason bifreiða-
smið og verkstæðisforstjóra./18
MeA grímu fyrir aug-
um
►Böm eiga orðið erfiðara með að
sjá sjálf sig í sínu umhverfi og
verða æ veruleikafirrtari í teikn-
ingum sínum, segir Sigríður
Bjömsdóttir myndlistarmaður. /21
B
► 1-32
Andapabbi
►Carl Barks, sem skapaði
Andabæ, ferðaðist i fyrsta skipti
út fyrir landsteina Bandaríkjanna
íbyijunjúní. Hann varþá 93 ára
að aldri og hóf ferð sína á ís-
landi./l
Framfarir í krabba-
meinslækningum
►Á norrænu þingi um bijósta-
krabbamein vom saman komnir
margir helstu sérfræðingar Norð-
urlandanna ásamt fyrirlesurum
víða að og fóm yfir helstu nýjung-
ar á svið krabbameinslækninga. /8
Enn eitt tilbrigAiA víA
vitleysuna
►Þorkell Diego Þorkelsson stjórn-
ar bílalestum og ekur matvælum
og hjálpargögnum fyrir Rauða
krossinn um styijaldarsvæðin í
fyrrum Júgóslavíu./12
BÍLAR______________
► 1-4
IMý Mazda 323 til
landsins í haustsins
►í byijun júní kynnir Mazda nýja
línu 323 og líklegt er talið að hann
verið boðinn á íslandi næsta haust.
/1
Reynsluakstur
►Renault 21 Nevada röskur og
rúmgóður ferðabíll. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Velvakandi 32
Leiðari 22 Fólk f fréttum 34
Helgispjall 22 Bíó/dans 35
Reykjavíkurbréf 22 íþróttir 38
Minningar 24 Útvarp/sjónvarp 40
Myndasögur 30 Dagbók/veður 42
Brids 30 Kvikmyndir 4b
Stjömuspá 30 Gárur 6b
Skák 30 Mannlífsstr. 6b
Bréf til blaðsins 30 Dægurtónlist lOb
INNLENDAR FI .ÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4