Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Láttu mig um þetta, Jan minn. Þetta er bévað sjóræningjapakk .
Engar kröfur gerðar
um menntun erlendra
leiðsögumanna
Félag leiðsögumanna
vill að íslensk stjómvöld
setji reglugerð um
menntun erlendra leið-
sögumanna sem vilja
starfa hér. Gerhard
Grone lögfræðingur
hefur kynnt íslenskum
embættismönnum
hvaða reglur gilda í
Evrópu.
GJALDKERI Evrópusambands
leiðsögumanna, Gerhard Grone,
er staddur hér á landi til þess að
kynna sér málefni íslenskra leið-
sögumanna, sem telja sig ekki sitja
við sama borð og leiðsögumenn
af meginlandinu, sem ekki þurfi
að stunda nám eða þreyta próf til
þess að starfa hérlendis í kjölfar
gildistöku EES-samningsins. Hef-
ur Gerhard Grone, sem er lögfræð-
ingur, meðal annars átt fund með
embættismönnum í samgöngu-
ráðuneyti til þess að kynna þá
þróun sem orðið hefur í málefnum
leiðsögumanna á meginlandinu.
Oft komið áður
Grone hefur sótt ísland heim
með reglulegu millibili frá 1973
og segir áhyggjuefni að erlendir
leiðsögumenn geti.starfað hér án
tilskilinna leyfa, geti þeir gefið
ranga mynd af Iandi og þjóð og
greiði engin gjöld til ríkisins. Seg-
ir hann ennfremur að hæfír leið-
sögumenn séu besta landkynning-
in. „Hver maður segir að minnsta
kosti fimm öðrum frá
reynslu sinni,“ segir
hann.
Félag leiðsögu-
manna efndi til blaða-
mannafundar þar sem
vakin var athygli á því
að ekki væri lengur
hægt að takmarka
starfsemi erlendra
leiðsögumanna hér-
lendis. Vilja þeir að
íslensk stjómvöld setji
reglugerð sem krefjist
sömu eða sambæri-
legrar menntunar af
erlendum leiðsögu-
mönnum og krafíst er
af þeim íslensku.
Þórhallur Jósepsson deildar-
stjóri i samgönguráðuneyti segir
að nokkur áhöld hafí verið um það
hvemig halda eigi á starfsréttinda-
málum leiðsögumanna í kjölfar
gildistöku EES-samningsins og
hvaða kröfur eigi að gera til út-
lendinga sem hingað komi og vilji
starfa sem leiðsögu-
menn.
Hafi nefnd skilað
drögum að reglugerð
í vor sem verið sé að
skoða í ráðuneytinu
og niðurstaða hafi
ekki fengist ennþá.
Segir Þórhallur að
eins og máium sé
háttað í dag, séu eng-
ar kröfur gerðar til
erlendra leiðsögu-
manna. Von sé á
reglugerð um þessi
efni en ekkert sé hægt
að fullyrða um hve-
nær hún verði tilbúin.
Hafi fundurinn með Grone verið
gagnlegur því nefndin sem starf-
aði í vetur hafi skrifað til ýmissa
stofnana í Evrópu til að leita eftir
upplýsingum með litlum árangri.
I augnablikinu sé verið að ræða
hvemig reglur sé hægt að setja
og verði reynt að draga það ekki
á langinn.
Gerhard Grone
Fellur Islandsmótið í skuggann af HM?
Yfirbyggðir vellir
lykill að árangri
Einn mesti knatt-
spyrnuviðburður
heims, Heimsmeist-
arakeppnin í knattspyrnu, er
kominn á fullt skrið. Margir
fótboltafíklar eru á þeirri
skoðun að sjaldan eða aldrei
hafí keppnin farið jafn vel
af stað. Sóknarknattspyma
sé í hávegum höfð þar sem
fjölmargir lítríkir leikmenn
fari á kostum. Eggert _ Á.
Magnússon formaður KSÍ er
einn margra sem er þessarar
skoðunar, en hann var stadd-
ur í Bandaríkjunum þegar
keppnin hófst. Blaðamanni
Morgunblaðsins lék forvitni
á að vita hvort hann hafi
farið á völlinn?
„Já, ég sá opnunarleik
heimsmeistara Þjóðvetja og
Bólivíumanna í Chicago og
einnig leik íra og ítala í New
York. Sá fyrri var frekar daufur
eins og aðrir opnunarleikir, hitinn
óbærilegur og áhorfendur ber-
skjaldaðir fyrir sólinni. Sá seinni
var miklu skemmtilegri, stemmn-
ingin rosaleg, enda Italir og írar
áberandi á vellinum."
- Hvemig er að upplifa
stemmninguna í kríngum keppn-
ina?
„Það er geysilega skemmtilegt.
Eftir allt umtalið í fjölmiðlum
heima og erlendis um að Banda-
ríkjamenn sýni þessari keppni
engan áhuga komst ég að hinu
gagnstæða i heimsókn minni.
Bæði í Chicago og New York sner-
ist allt um keppnina, skrúðgöngur
haldnar í tilefni af henni og um-
ræða um hana mikil.“
- Er raunhæft að ætla að
Bandaríkjamenn fái áhuga á
íþróttinni til langframa?
„Við verðum að athuga það að
fótboltinn er nú þegar geysilega
vinsæl íþrótt í Bandaríkjunum,
einkum meðal ungs fólks. í raun
stunda fleiri einstaklingar íþrótt-
ina en nokkra aðra íþrótt. Það
verður aftur á móti erfítt að
byggja upp sterka atvinnumanna-
deild í Bandaríkjunum. Aðstand-
endur atvinnumannadeildanna í
ruðningi, körfuknattleik, hafna-
bolta og ísknattleik, sem hags-
muna eiga að gæta, eiga það sam-
eiginlegt að vilja hindra það að
fótboltinn verði vinsæl íþrótt. Þeir
óttast að atvinnumannadeild í
knattspyrnu skerði ágóða þeirra."
- Verður íslandsmótið í knatt-
spymu ekki litlaust í samanburði
við HM?
„Ég veit nú ekki hvort hægt
er að segja það. Mér fannst mótið
fara nokkuð hægt af ----------
stað, Það vantaði fleiri
mörk og skemmtilegri
sóknarknattspymu.
Mörg lið fóru af stað
af varkárni og óttuðust
að tapa. Ég trúi því aftur á móti
að hin frábæra byrjun á HM hafi
jákvæð áhrif á íslandsmótið og
ég fullyrði að það er mikil knatt-
spymustemmning í landinu um
þessar mundir.“
- Það hefur veríð til þess tekið
að færri mörk hafa veríð skoruð
í 1. deild karla og færri áhorfend-
ur séð leikina en áður. Er ástæða
til að ætla að íslensk knattspyrna
sé í öldudai?
„Það held ég ekki. Við verðum
að hafa það hugfast að sennilega
hefur aldrei verið jafn mikið starf
innt af hendi í féíögunum út um
allt land. Á móti kemur að meiri
kröfur em gerðar jafnt til leik-
manna, stjómarmanna og þjálfara
um árangur. Það hlýtur að vera
þrúgandi stemmning að þurfa að
standa undir þessum kröfum. Ég
held að ákveðinn titringur og
Eggert Á. Magnússon
►EGGERT Á. Magnússon er
fæddur í Reykjavík árið 1947.
Eftir stúdentspróf frá MR lauk
hann námi í skipaverkfræði við
Norges Tekniske Hogskole í
Þrándheimi árið 1969 og við-
skiptafræði frá HÍ árið 1974.
Eggert kenndi í nokkur ár við
Vélskóla Islands en hefur sinnt
starfi framkvæmdástjóra í
nokkrum fyrirtækja frá 1977,
nú síðast í Kexverksmiðjunni
Frón. Formaður Knattspyrnu-
deildar Vals var hann á árunum
1985-89 en var kosinn formað-
ur Knattspyrnusambands Is-
lands árið 1989. Eggerter
kvæntur Guðlaugu Nönnu
Ólafsdóttur og eiga þau fjögur
börn.
Vaxtarbrodd-
ur í kvenna-
knattspyrnu
taugaspenna hafí valdið því að
knattspyrnan varð ekki eins litrík.
Varðandi fjölda áhorfenda er ljóst
að alltaf verður erfítt að keppa
við HM og EM um áhorfendur.“
- Hver er staða kvennaknatt-
spyrnu á íslandi um þessar mund-
ir?
„Ég hef lýst því yfir áður að
mér finnist vaxtarbroddur ís-
lenskrar knattspyrnu felast í
kvennaknattspyrnu. Þar hafa
stórtækar framfarir átt sér stað
og mikilvægt er að þrjú kvenna-
landslið eru starfrækt. Það gefur
stúlkum tækifæri til að keppa að
einhverju. Um þessar mundir fer
t.a.m. fram Norðurlandamót
kvennalandsliða 16 ára og yngri
á Norðurlandi með þátttöku Hol-
lendinga.“
- Hver telur þú vera brýnustu
verkefni KSÍ á næstu mánuðum
og misserum?
„Okkur er náttúrlega
mjög ofarlega í huga að
byggja yfir knatt-
________ spymuvelli. Við von-
umst til að sjá yfír-
byggða velli rísa sem víðast um
landið. Það er ekki ósk okkar að
reist verði dýr mannvirki eða
minnisvarðar. Mikilvægast er að
knattspyrnumenn komist í skjól
frá veðri og vindum og geti spilað
við sómasamleg skilyrði allt árið.
Reynsla nágrannaþjóða okkar hef-
ur sýnt að árangur næst ekki
nema með bættri æfingaaðstöðu.
I annan stað leggjum við
áherslu á að efnd verði loforð um
endurbætur á Laugardalsvelli, en
þar þurfum við stúku fyrir u.þ.b.
10 þúsund manns fyrir undan
keppni HM ’96. Þær mega ekki
bíða lengur. Loks viljum við efla
unglingastarf enn frekar en yngri
landsliðin hafa þegar fengið mörg
verkefni. Reynsla ungu spilaranna
í þessum landsleikjum á síðan eft-
ir að skila sér þegar leikmennirnir
færast upp í Á-landsliðin.“
Morgunblaðið/Golli