Morgunblaðið - 26.06.1994, Side 10
10 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STRIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
Enginn ómissandi
„ÞAÐ er enginn ómissandi í
pólitík," segir Jóhanna Sig-
urðardóttir, sem nú hættir
sem félagsmálaráðherra, „en
ég get ekki starfað með hend-
ur mínar reyrðar fyrir aftan
bak.“
JOHONNU
ún er ekki viss um að
Alþýðuflokkurinn rúmi
hana og Jón Baldvin
bæði. Hún er ekki heldur
viss um að hún treysti sér undir
hans forystu í kosningar. Hún
kveðst ekki stefna á sérframboð nú,
en í viðtalinu hér á eftir, útilokar
hún þó ekki þann möguleika. Auð-
heyrt er á öllu, að Jóhanna Sigurðar-
dóttir, fráfarandi félagsmálaráð-
herra, er alls ekki á leiðinni út úr
pólitík, þótt hún hafi afhent Davíð
Oddssyni lausnarbeiðni sína
snemma sl. þriðjudagsmorgun og
látið af ráðherradómi í fyrradag.
Hún segir að Alþýðuflokkurinn hafí
sýnt Jóni Baldvin Hannibalssyni
„gula spjaldið" og af orðum hennar
má ráða, að hún telur það rauða
ekki svo langt undan. Jóhanna er í
miðjum klíðum að pakka föggum
sínum á ráðherraskrifstofu sinni,
þegar blaðamaður Morgunblaðsins
tekur hús á henni.
- Þú hefur setið sem ráðherra
undanfarin sjö ár, í þremur ríkis-
stjórnum. Hver er, að þínu mati,
helsti árangur þinn í starfi?
„Það er búið að gera róttæka
uppstokkun á allri löggjöf, sem
heyrir undir verksvið þessa ráðu-
neytis. Húsnæðismálin hafa verið
mest undir þessi sjö ár og ég er
ánægðust með þann árangur sem
náðst hefur í þessum þýðingarmikla
májaflokki. Það hafa verið gerðar
mjög róttækar breytingar í þeim
efnum, bæði með húsbréfakerfinu,
kaupleiguíbúðum, endurskoðun á
félagslega fbúðakerfinu, en á tíma-
Jóhanna Sigurðardóttir
vandar formanni
Alþýðuflokksins ekki
kveðjurnar í pólitísku
uppgjöri sínu við flokk
og forystu, í samtali við
Agnesi Bragadóttur.
Hún vill ekki sæta því
frá formanninum,
að hennar framganga
veiki flokkinn.
bilinu hafa bæst við 4 þúsund fé-
lagslegar íbúðir, fiölbýlishúsalögum,
húsaleigulögum og nú síðast með
lögum um húsaleigubætur og lög-
gjöf varðandi Búseta. Ég er sann-
færð um að þessar róttæku breyt-
ingar munu standa til frambúðar.
í málefnum fatlaðra hefur mjög
mikið verið gert á þessum tfma. Við
höfum fengið nýja löggjöf, með
nýjum áherslum á breytingar sem
stuðla að því að fatlaðir geti verið
sem mest í umhverfi við aðra. Það
sýnir sig með aukinni liðveislu, stoð-
þjónustu, áherslum í aðgengismál-
um fatlaðra og nýjum búsetuúrræð-
um í félagslegum íbúðum. Á þessum
sjö árum hafa risið um 45 ný sam-
býli fyrir fatlaða, en alls eru þau
54. Ég nefni einnig mikilvæga lög-
gjöf fyrir fjölskyldur í þessu landi,
sem er löggjöf um félagsþjónustu
sveitarfélaga, sem leysti af úrelta
löggjöf frá 1947.
Hér hefur einnig verið unnið mik-
ið í vinnumálum, sérstaklega sl. tvö
ár. Sett hefur verið ný löggjöf um
starfsmenntun í atvinnulífmu, við
höfum komið upp vinnumálastofn-
un, þar sem við setjum undir einn
hatt alla þætti vinnumála. Stjórn-
sýáluverkefnin sem tilheyra vinnu-
málum eru þannig komin út fyrir
ráðuneytið og nú er allt á einum
stað: Atvinnuleysistryggingasjóður,
ríkisábyrgð á launum, starfsmennt-
un í atvinnulífinu, vinnumálastarf
m.a. vegna evrópska efnahagssvæð-
isins, söfnun upplýsinga um at-
vinnuleysi, almenn upplýsingaöflun
og öll samhæfing og stjómsýsla
vinnumála. Með þessari uppbygg-
ingu vinnumálaskrifstofunnar höf-
um við skapað öflugan vettvang til
að fást við atvinnuleysið.
Þá vil ég nefna mikið starf félags-
málaráðuneytisins í bamavemdar-
málum, sem fluttust í þetta ráðu-
neyti fyrir hálfu öðru ári. Tvö með-
ferðarheimili fyrir börn og unglinga
hafa risið og stofnað hefur verið til
embættis umboðsmanns barna. Það
er verið að vinna að allsheijarendur-
skipulagningu á málefnum bama,
og er hún mjög langt komin. Ég
viðurkenni fúslega, að ég sé svolítið
eftir að geta ekki alveg fylgt henni
í höfn, en það starf er þó komið á
þann grunn, sem það á að vera.
Stofnuð verður miðstöð í málefn-
um barna og unglinga, þar sem fram
á að fara sérhæfð ráðgjöf, þar verða
fósturráðstafanir á forsjárlausum
börnum og rekstur á meðferðar-
heimili fyrir börn. I samráði við
sveitarfélögin hér á höfuðborgar-
svæðinu verður hafín fjölskylduráð-
gjöf og sérhæfð þjónusta við börn
á landsbyggðinni verður efld. Mótun
opinberrar fjölskyldustefnu, sem
taka á til helstu þátta fjölskyldu-
mála, s.s. á sviði uppeldis-, félags-,
heilbrigðis-, umhveifis- og skatta-
mála er einnig í undirbúningi, en
stefnt er að því að þingsályktun um
það mál verði lögð fram á haust-
þingi.
Við höfum einnig náð talsverðum
árangri á sviði jafnréttismála, þó
ég hefði vissulega kosið að meira
hefði áunnist þar. Hér liggja einnig
fyrir tillögur sem ég hef lagt fram
í ríkisstjóm, um að bæta verulega
þjónustu og öryggiskerfi atvinnu-
lausra. Félagsmálaráðuneytið hefur
tekið að sér mjög mörg ný verkefni
og marga veigamikla málaflokka,
þar sem þættir á sviði vinnumála
og vinnumarkaðsmála hafa verið
stórefldir. Þetta er í raun ráðuneyti
fjölskyldumála og er orðið þunga-
vigtarráðuneyti.
Loks vil ég nefna sveitarstjórnar-
málin, sem mikið hefur áunnist í á
þessum tíma. Þar ber hæst átak í
sameiningu sveitarfélaga. Á síðustu
7 árum hefur sveitarfélögum fækk-
að um 50. Þó atkvæðagreiðsla síð-
asta vetur hafi ekki skilað strax
þeim ávinningi sem björtustu vonir
stóðu til, er þó ljóst að sameiningar-
skriðu hefur verið hrundið af stað.
Sá ferill mun ekki stöðvast. Löggjöf
hefur líka verið sett um reynslu-
sveitarfélög sem heimilar að samið
verði við 12 sveitarfélög um aukna
ábyrgð og sjálfstjórn. Verulegir
verkefnatilflutningar hafa átt sér
stað á milli ríkis og sveitarfélaga.
Tekjustofnum sveitarfélaga hefur
verið gjörbreytt, með niðurfellingu
á aðstöðugjaldi, og Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga hefur verið stórefld-
ur.“
Amma væri sama sinnis
- Rætur þínar liggja djúpt í Al-
þýðuflokknum. Er amma þín, Jó-
hanna Egilsdóttir, málsvari verka-
lýðs og kvenskörungur, þín fyrir-
mynd í stjórnmálum? Iðulega er um
það rætt, að þú sért fulltrúi „krata-
elítunnar“. Hvernig getur þú, með
þínar rætur og þinn sögulega bak-
grunn látið í veðri vaka, að þú hygg-
ir á sérframboð? Hvernig heldur þú
að ömmu þinni hefði orðið við, væri
hún á lífi, ef þú verður til þess að
kljúfa flokkinn hennar?
„Ég hef ekki sagt að ég ætli að
kljúfa Alþýðuflokkinn. En ég er
sannfærð um að amma mín hefði
haft sömu skoðun á því og ég,
hvernig haldið hefur verið á jafnað-
arstefnunni í framkvæmd. Bak-
grunnur minn og upphaf pólitískra
afskipta er í gegnum verkalýðs-
hreyfinguna, þótt hann sé ekki jafn-
mikill og hann var hjá Jóhönnu
ömmu minni - þar átti hún sínar
dýpstu rætur og vann mest.
Við amma ræddum mjög mikið
saman um verkalýðshreyfinguna,
baráttu launafólks, nauðsyn sam-
hjálpar í þjóðfélaginu og fleira. Hún
hafði mjög ríka réttlætiskennd. Ég
minnist þess að hún gat reiðst mjög
mikið, ef henni fannst hallað á ein-
hvern í þjóðfélaginu og ef hún sá
óréttlæti. Ég hygg því að segja
megi, að ég sæki töluvert mikið til
hennar.
Hún var nú alltaf talin mjög blíð
og góð, en sá stimpill sem reynt er
að setja á mig í fjölmiðlum og úti
í þjóðfélaginu er á þann veg, að ég
sé bara frekja og fýlupoki! Ég held
nú að það fólk sem þekkir mig, viti
að það er ekki rétt, þannig að ég
hygg að við Jóhanna amma séum
ekkert ólíkar í skapi.
Sérframboð?
- Lokaorð þín á flokksþingi,
„Minn tími mun koma!“, eru nú
samt sem áður skilin sem lítt dulbú-
in hótun um klofning?
„Minn tími getur alveg eins kom-
ið innan Alþýðuflokksins. Þar vil ég
fyrst og fremst reyna að hasla mér
völl í pólitíkinni. Ég geri mér þó vel
ljóst að Alþýðuflokkurinn sem slíkur
er stofnun - en gangverkið sem
drífur mann áfram, er hugsjónin -
jafnaðarstefnan. Ég sagði að vegna
ósigurs míns í formannskjörinu
myndi ég ekki kljúfa Alþýðuflokk-
inn. Ég ætla að vinna áfram í Al-
þýðuflokknum og starfa þar sem
þingmaður svo lengi sem ég treysti
mér til. Ég hef líka sagt að ég
muni skoða málin og meta hvert
mál fyrir sig. Það hafa ýmsir mögu-
leikar verið ræddir við mig, en á
þessari stundu get ég sagt að sér-
framboð er ekkert fyrirhugað nú
af minni hálfu. Ég mun bíða átekta
og sjá hvað setur.“
- Það vakti mikla athygli að þú
vékst af flokksþingi Alþýðuflokks-
ins eftir formanns- og varafor-
mannskjör og tókst ekki þátt í því
að ljúka þingstörfum. Hvers vegna
virtir þú flokksþing Alþýðuflokksins
ekki meira en svo, að þú hvarfst
af þingi og laukst ekki störfum með
því?
„Af þessu gefna tilefni vil ég
segja það, að sú staðhæfing sem
þú settir fram í fréttaskýringu í
Morgunblaðinu, eftir flokksþing, að
ég hefði rokið á dyr og verið mjög
miður mín, tekið mig síðan saman
í andlitinu og komið aftur, eftir nið-
urstöðu formannskjörs, er röng. Ég
var þarna allan tímann, bæði á
meðan formanns- og varaformanns-
kjör fór fram og rauk aldrei á dyr.
Það að ég tók ekki þátt í að Ijúka
þingstörfum er bara mitt mál og
ég sé enga ástæðu til þess að skýra
það frekar. Ég talaði við nokkra
stuðningsmenn mína og skýrði mín