Morgunblaðið - 26.06.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.06.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JLINÍ 1994 11 sjónarmið og ég held að þeir hafi haft fullan skilning á þeim.“ Varar við niðurskurði - Ekki voru allir þeirrar skoðunar að það væri þitt einkamál að ljúka ekki þingstörfum. En yfir í aðra sálma. Undanfarin fjögur ár, hefur þú iðulega gert ágreining í ríkis- stjórn, þar sem efnisinnihald deilna þinna við formanninn og aðra hefur oftast verið vegna krafna þinna um aukin fjárframlög til þinna mála- flokka. Hefur þú verið tilbúin til þess að axla þinn hluta af erfiðum ákvörðunum, svo sem niðurskurði, í því erfiða árferði sem ríkt hefur og hefur kallað á aukinn sparnað? Hefur þú knúið fram aukið fjármagn til þinna málaflokka, umfram það sem aðrir ráðherrar hafa gert? „Eg svara þessu hikstalaust neit- andi. Hverjir voru mínir málaflokk- ar? Eru það bara málaflokkar sem eru hérna innan ráðuneytisins? Það er alltaf verið að tala um að ég sé einn af þessum útgjaldafreku ráð- herrum. Útgjöldin hér hafa verið tiltölulega lág, í samanburði við önnur ráðuneyti, þar til við fengum atvinnuleysistryggingasjóðinn. Hér hefur orðið raunspamaður frá 1988 til 1993, hvorki meiri né minni en 20%, þrátt fyrir að öllum þeim mála- flokkum, sem ég nefndi áðan, hafí verið bætt við verkefni félagsmála- ráðuneytisins. Hér hefur verið haldið þannig á málum, að við höfum endurskipu- lagt mjög margt, hagrætt og spar- að. Útgjöld hafa aukist á sumum sviðum en minnkað annars staðar. Til dæmis með breytingum á hús- næðiskerfinu, frá 1986, varð sparn- aður upp á tvo tii þrjá milljarða króna. Auk þess varð verulegur sparnaður varðandi ríkisábyrgðir á launum og þannig átti ráðuneytið fyrir aukningu annarra útgjalda. Velferðarmáiin eru ekki bara í þessu ráðuneyti, þau eru í mennta- málum, heilbrigðismálum og fjár- málaráðuneytinu að því er tekur til skattastefnunnar gagnvart fólkinu. Ég hef látið mig þessa málaflokka mjög varða og sagt mínar meining- ar í þeim efnum. Það er nú oft svo að vinnubrögð í ríkisstjórn, og þá á ég ekkert sér- staklega við þessa ríkisstjórn, heldur einnig fyrri ríkisstjórnir, sem ég hef setið í, eru ekki tii fyrirmyndar í fjárlagagerðinni. Embættismenn í fjármálaráðu- neytinu setjast yfír þessi mál, halla- markmiðið er ákveðið, síðan koma þeir saman og segja, þetta ráðu- neyti á að spara svo og svo mikla upphæð og þetta ráðuneyti á að spara hitt. Það er aldrei nein heildar- yfirsýn á málum. Þegar upp er stað- ið er sparnaður oft meiri í orði en á borði. Um það eru ótal dæmi. Ég vara við þvi að ganga svona langt í niðurskurði, sérstaklega í þeim efnahagsþrengingum sem við höfum verið í, því það hefur veruleg áhrif á atvinnustigið, þegar niður- skurðurinn er svona mikill. Atvinnu- leysið kostar okkur a.m.k. 10 millj- arða króna og það er nokkuð til vinnandi að ná upp atvinnustiginu. Ég veit að ef látið er fjármagn í arðbærar framkvæmdir á svona tímum, skilar það sér. Það eru tak- mörk fyrir því hvað hægt er að þrengja að fólkinu sem minnst ber úr býtum og fært hefur mestan fórn- arkostnað til að tryggja hér stöðug- leika. Þetta fólk á að eiga skjól í Alþýðuflokknum. Eg hef sagt, að það hafi verið óskynsamlega haldið á málum og það segja okkur tölur. Við erum með veruleg útgjöld umfram aðrar þjóðir í heilbrigðismálum, við erum með mjög lítið í félagsmálum, miðað við aðrar þjóðir. Forgangsröðin er vitlaus. Ef við létum meira í for- varnarstarf, til dæmis á sviði félags- mála, væru útgjöldin ekki svona mikil í heilbrigðismálum, svo dæmi sé nefnt.“ Gagnrýnir vinnubrögð -Þú virðist rekast mjög illa í flokki. Lætur þér illa að starfa með öðrum? „Nei. Ágreiningur minn í ríkis- stjórn, er að hluta til út af vinnu- brögðum. Það gerist til dæmis ein- att þannig, að það er komið að því að afgreiða þýðingarmikil mál á rík- isstjómarfundi, að fyrst þá er málið kynnt fyrir öðrum ráðherrum en viðkomandi fagráðherra. Ég tel að menn eigi að byija á því að ræða saman um hvernig taka eigi á mál- um og móta til þeirra afstöðu, hvaða áherslur eigi að leggja og hvað eigi að hafa forgang. Eg hef átt mjög góða samvinnu við ýmsa, þegar haft hefur verið samráð um mál frá upphafi. Það gengur ekki að stilla ráðherra, sem ábyrgð á að bera með ríkisstjórn, aftur og aftur upp við vegg, þegar mál eru komin á loka- stig og segja, svona verður það, öðru vísi ekki. Slík vinnubrögð, sem aftur og aftur eru endurtekin, hljóta að leiða til ágreinings. Ég er viss um að menn munu staðfesta að ég er ekkert ósveigjanleg, þegar leitað er að málamiðlun. Ég hef oft staðið í því, eins og auðvitað verður að gerast í samsteypustjórnum." - Flestir töldu þig veikja eigin stöðu í fyrra, þegar þú ákvaðst að segja af þér varaformennsku í flokknum. Hvert er þitt mat á þeirri ákvörðun, ári eftir að hún var tekin? „Hún var rétt og ég hef aldrei séð eftir henni. Ég veit ekki hvort staða mín veiktist innan flokksins. Jón umgekkst mig ekki sem vara- formann í flokknum, og hvers vegna ætti hún þá að hafa veikst?" Ágreiningur blossað upp - Dropinn holar steininn, segir máltækið. Þú hefur með reglulegu millibili átt í opinberum deilum og átökum við formann flokksins und- anfarin fjögur ár. Hvers vegna hefur þú setið allan þennan tíma, lengst af sem varaformaður og allan tím- ann sem ráðherra? „Ágreiningur okkar á milli hefur hvað eftir annað blossað upp. Hann kom upp á flokksþingi 1990 og aft- ur 1992. Þar deildum við um þjón- ustugjöld, velferðarkerfið og einka- ' væðingu. Við höfum deilt um skatta- stefnuna, þ.e. hve stóran hluta sam- neyslunnar eigi að fjármagna með sköttum á þá sem betur mega sín í stað þjónustugjalda og niðurskurðar. Deilurnar hafa verið um upptöku þjónustugjalda, skólagjalda og þjón- ustugjalda í heilbrigðiskerfinu, nið- urskurð á þjórrustu við fatlaða og aldraða, félagslegum íbúðum, skerð- ingu á vaxtabótum og lækkun greiðslu vegna fæðingarorlofs, einkavæðingu bankakerfisins og Pósts og síma. Jón Baldvin vildi t.d. á síðastliðn- um vetri, ganga mun lengra í niður- skurði, heldur en varð niðurstaðan. Rökin voru þau, að ekki væri hægt að lækka vexti, nema draga úr fjár- lagahalla. Samt lækkuðum við vexti í nóvember og ég fullyrti að allar aðstæður væru fyrir hendi í þjóðfé- laginu, til þess að lækka vexti. Þetta er grundvallarágreiningur. Mér finnst þó að við náum ásætt- anlegri niðurstöðu á flokksþingi, að framkvæmdin sé oft ekki eins og ályktanirnar segja til um. Þess vegna kemur þetta alltaf upp aftur og aft- ur. í vetur kom til harðra átaka um húsaleigubætur. Það var ágreining- ur um niðurskurð á félagslegum íbúðum, ýmislegt í mennta- og heil- brigðismálum þegar í upphafi þings sl. haust. Þegar sagt er nú, það var sameiginleg niðurstaða í megin- ályktunum flokksþings, 'þess vegna er enginn málefnaágreiningur, þá er það bara ein hlið málsins. Staðreyndin er sú, að þegar stefna stjórnmálaflokkanna er borin saman í velferðarmálum er hún keimlík þjá öllum flokkum. Spurningin er því hvað flokkarnir meina með stefnu sinni, þegar þeir eru í aðstöðu til þess að hrinda henni í framkvæmd. Þar vil ég að Alþýðuflokkurinn gegni því lykilhlutverki sem hann á að gera. Ég hef reynt að framfylgja stefnu Alþýðuflokksins í því emb- ætti sem ég hef setið í, með þeim hætti að hún væri trúverðug. Ég hef setið í ríkisstjórn með öðrum flokk- um en Sjálfstæðisflokknum og ég hef séð hvemig þeir beita sér í vel- ferðarmálum. Stundum hefur mér þótt sem þeir meintu ekkert með því sem þeir sögðu. Auðvitað er ávallt reynt í lengstu lög, á meðan sannfæring er fyrir hendi fyrir því að maður geti náð árangri, að sitja sem ráðherra, til þess að fylgja eftir jafnaðarstefn- unni. En ég var alveg sannfærð um það, og þess vegna gaf ég kost á mér sem formaður flokksins, að það væri um slíkan grundvallarágreining að ræða á milli mín og formannsins, að ég yrði að reyna að freista þess að ná kjör sem formaður. Ég taldi mig ekki geta axlað lengur ábyrgð sem ráðherra á pólitík Jóns Baldvins. Það varð mér enn betur Ijóst eftir flokksþing- ið. Flokkurinn sýndi Jóni Baldvin gula spjaldið. Ég hafði að vísu mjög stuttan tíma til að undirbúa formannskjör, því ég taldi mig ekki geta undirbúið það og upplýst um framboð mitt í að- draganda sveitarstjórnarkosninga.“ Ber fulla ábyrgð - Ráðherra í sjö ár. Ert þú ekki sem slík jafn ábyrg fyrir störfum og framkvæmd stefnu þeirra ríkis- stjórna sem þú hefur setið í og aðr- ir samráðherrar þínir? „Alveg hárrétt hjá þér. Ég ber alveg jafnmikla ábyrgð á því sem þessar ríkisstjórnir hafa ákveðið og samþykkt, vegna þess að ég hef aldrei greitt atkvæði gegn neinu máli hjá ríkisstjórninni. Ég ber að þessu leyti fulla ábyrgð. Ég hef samt reynt að laga málin þannig, að mér væri stætt á því að fylgja ríkisstjórnunum og í flestum tilvik- um hefur það tekist." - Hefði málflutningur þinn ekki verið trúverðugri ef þú hefðir þegar fyrir íjórum árum ----------------- herra?f Þérsem ráð’ Læt ekki af sann- „Ég hef verið að færingu minni, á vinna að framgangi i jafnaðarstefnunnar hverjU Sem gengUr. Ég hef borið ábyrgð á veigamiklu ráðuneyti og hef reynt að framfylgja því sem hér hefur verið gert, af fyllstu samvisku. Aft- ur og aftur hef ég reynt til þrautar að ná málamiðlunarsamkomulagi, en nú voru mál komin í það horf að ég varð að láta reyna á breyting- ar í formannskjöri.“ - Þú hefur sagt að þú ætlaðir ekki að selja sannfæringu þína. En þú sagðir hér áðan að í samsteypu- stjómum þyrfti alltaf að semja og ná fram málamiðlunum. Hvers vegna værir þú núna frekar að selja þú þá ekki ábyrg fyrir dvínandi fylgi Alþýðuflokksins, að minnsta kosti að vissu marki? „Ég hef ekki verið í stjórnarand- stöðu. Ég hef verið að reyna að framfylgja stefnu Alþýðuflokksins í samræmi við ályktanir flokksþings og jafnaðarstefnuna. Ég hef lagt í það allan minn tima og kraft til fleiri ára og af heiðarleika bæði gagnvart stefnunni ““““"“ og samstarfsfólki. Það er því kaldhæðnislegt að þurfa að hlusta í síbylju á ásakanir for- mannsins í fjölmiðlum, síðast nú í vikunni, um að ég sé með stöðugar árásir á flokkinn, forystu hans og samstarfsmenn, sem veikt hafi flokkinn til margra ára. Honum dettur greinilega ekki eitt augnablik í hug að eitthvað sé að í hans eigin starfsháttum og framkvæmd stefn- unnar.“ - Er formaðurinn ekki að fram- fylgja stefnu flokksins? „Við höfum í mörgum tilvikum viljað fara mismunandi leiðir við að framkvæma jafnaðarstefnuna. Þar höfum við ólík sjónarmið, hvernig á að ná settu marki. Ég ætla ekki að segja að Jón Baldvin vilji ekki fram- kvæma jafnaðarstefnuna - hann vill bara fara leiðir sem ég er oft mjög ósátt við. Ég hef ekki nokkra trú á því, að minn málflutningur hafí verið þess valdandi að fylgi Alþýðuflokksins ------------- hefur dvínað. Það sem hefur grafíð undan Alþýðu- flokknum er fyrst og fremst það, að hann hefur skort það að vera nægilega trú- varðandi framkvæmd verðugur jafnaðarstefnunnar." - Þrátt fýrir staðhæfíngar þínar um djúpstæðan málefnalegan ágreining á milli ykkar Jóns Bald- vins, eru flestir þeirrar skoðunar að hér hafi einvörðungu verið um per- sónulegt uppgjör þitt við formann- inn að ræða. Flokksþingið gaf þér svar, sem var þér í óhag og Jóni Baldvin í hag. Hver er hann, þessi djúpstæði ágreiningur? „Ágreiningurinn er um grundvall- aratriði í efnahagsstjórn landsins Síðasti fundurinn SÍÐASTI ríkisstjórnarfundurinn sem Jóhanna Sigurðardóttir sat, varði í 15 mínútur, sídegis á föstudag. sannfæringu þína, með því að sitja áfram, en þú hefur gert undanfarin sjö ár? „Ég hef aldrei gengið lengra í málamiðlunum, heldur en ég treysti mér til gagnvart minni sannfæringu og stefnu flokksins." „Mitt kalda mat“ - Var einhver slíkur tímapunktur einmitt núna í stjórnarsamstarfinu, annar en sá að þú beiðst ósigur í formannskjörinu? „Það var mitt kalda mat, eftir að hafa talað við mína stuðnings- menn, kynnt þetta í þingflokknum og rætt við Jón Baldvin, að þessi tímapunktur væri kominn." - Þú sagðist treysta þér til að gera Alþýðuflokkinn að fjöldahreyf- ingu á tveimur árum og að Alþýðu- flokkurinn nyti ekki nægilegs trausts. Hefur eins konar stjórnar- andstaða þín í ríkisstjóm ekki graf- ið undan formanni flokksins og þar af leiðandi Alþýðuflokknum og ert eins og ég lýsti áðan. Ég sé enga breytingu frá því sem verið hefur í þeim áformum sem uppi eru nú við efnahagsstjórnun og í ríkisfjármál- um. Ég ber enga óvild til Jóns Bald- vins, og þetta er enginn persónuleg- ur ágreiningur. Ég geng ósár frá þessari niðurstöðu sem nú er feng- in, fullkomlega sátt við sjálfa mig og félaga mína í Alþýðuflokknum.“ - En þegar flokksþing Alþýðu- flokksins hefur svarað þér með þeim hætti, að velja þig ekki sem for- mann Alþýðuflokksins, er það þá ekki ólýðræðislegt af þér, að sæta ekki niðurstöðunni og segja af þér sem ráðherra? „Ég sæti einmitt niðurstöðunni með þessari ákvörðun minni og ég kem hvergi í bakið á fólki. Ég kynnti það á flokksþinginu, vegna þess að það var mjög gengið eftir því, hvern- ig ég myndi taka því ef ég tapaði, að ef tap mitt yrði verulegt, væri nánast borðleggjandi að ég segði af mér. Ég sagði að ég myndi endur- meta mína stöðu og ég sagði einnig að flokksfólk yrði að virða það, að ég myndi aldrei sætta mig við, að þurfa að ganga gegn sannfæringu minni og stefnu, jafnvel þótt ég tapaði. Eg get ekki fyrirfram gefið formanninum tryggingu fyrir því að láta af sannfæringu minni á hveiju sem gengur á komandi vikum og mánuðum. Ég hef því staðið við allt sem ég sagði við fólkið, áður en kom að þessu kjöri. Ég uni niður- stöðunni, en geri það best með því að segja af mér. Mig tekur það þó sárt, vegna þeiTra mörgu sem studdu mig og treystu mér til að leiða flokkinn inn í nýja tíma í ís- lenskri pólitík. Eftir samtal mitt við Jón Baldvin, er það niðurstaða mín, að best sé að gera þetta með þessum hætti. Þá hefur Jón líka frítt spil og sín tækifæri án minna afskipta inni í ríkisstjórninni. Hann fær tækifæri til að setja nýjan ráðherra til starfa og ég tel að þessi ákvörðun mín sé mjög heiðarleg í alla staði.“ - Myndir þú lýsa þessari ákvörð- un þinni á sama hátt, ef niðurstaða þín, að aflokinni endurskoðun á eig- in stöðu, verður sú að fara í sérfram- boð? „Ef ég met það svo, að ákvarðan- ir og störf Alþýðufiokksins í ríkis- stjórn séu í samræmi við samþykkt- ir flokksþings, verð _ég stuðnings- maður þeirra verka. Ég hef nú eng- in áform um að fara í sérframboð. En þegar kemur að kosningum, hvenær svo sem þær verða, þá mun ég skoða hvemig málin liggja. Hvað mun gerast málefnalega fram að kosningum? í pólitík eru alltaf allir möguleikar inni í myndinni, en ég mun starfa í Alþýðuflokknum, svo lengi sem mér finnst mér vera stætt þar og að ég hafí svigrúm til að vinna að framgangi jafnaðarstefn- unnar. Það eru fleiri möguleikar í stöð- unni, svo sem sá, að ég einfaldlega dragi mig í hlé um stund og ákveði að fara ekki í framboð fyrir Alþýðu- flokkinn, ef mér líst alls ekki á þró- un mála. Þú getur aldrei sagt fyrir- fram til um það hvað skeður í þinni framtíð." Ekki rúm fyrir bæði í flokknum - Munt þú beijast við Jón Bald- vin um fyrsta sætið á framboðslista flokksins í Reykjavík í næstu þing- kosningum? „í sannleika sagt hef ég mjög hugsað um það síðustu daga hvort Alþýðuflokkurinn rúmi okkur bæði eða hvort ég treysti mér undir hans forystu í kosningar. Ég sætti mig illa við það, að reynt sé að fiska fólk tii liðs við flokkinn á það sem þeir í kosningum kalla Jóhönnumál, en að ég verði svo þess á milli að sæta því frá formanninum aftur og aftur að mín framganga veiki fiokk- inn og að ég sé með stöðugar árás- ir á félaga mína í flokknum, þegar ég tel mig vera að beijast fyrir fram- gangi jafnaðarstefnunnar. Mér skilst Iíka að forma.ðurinn sé lítið hrifínn af prófkjöri. Ég ætla að bíða átekta og sjá hveiju fram vindur." - En hvað með formannskjör að tveimur árum liðnum. Munt þú leggja til atlögu á ný við Jón Bald- vin þá? „Alþýðuflokkurinn er búinn að sýna Jóni Baldvin gula spjaldið. Það fer eftir því hvemig hann heldur á málum, hvort hann fær það rauða bráðlega. Það er útilokað að segja til um það hvernig pólitíkin í Alþýðu- flokknum eða þjóðfélaginu verður, þegar komið er til næsta flokks- þings.“ „Heilög Jóhanna" - Er Jóhanna Sigurðardóttir kannski farin að trúa spaugsyrðum Jóns Baldvins frá því fyrir nokkrum árum, í þá veru að hún sé „heilög Jóhanna"? „Ég er ekkert heilög Jóhanna. Ég bara reyni að vinna af trú- mennsku í því starfí, sem mér hefur verið treyst fyrir. Svo einfalt er það. Það er enginn ómissandi í póli- tík, en ég get ekki starfað í pólitík, með hendur mínar reyrðar fyrir aft- an bak, en það var það sem blasti við mér, sæti ég áfram sem ráð- herra.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.