Morgunblaðið - 26.06.1994, Side 14
14 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
og túlípana
^mmmmmmmm^^m^m
Hollandsdrottning
kemur ásamt »
eiginmanni sínum í
í opinbera
heimsókn til
íslands síðari
hluta vikunnar
i
I
eftir Hjálmar Jónsson
DROTTNING Hollands, Beatrix,
og eiginmaður hennar Claus eru
væntanleg í opinbera heimsókn
hingað til lands um næstu mán-
aðamót, en með heimsókninni eru
þau að endurgjalda opinbera
heimsókn forseta íslands, Vigdís-
ar Finnbogadóttur, til Hollands
frá árinu 1985. Fjölmargir Is-
lendingar þekkja vel til í Hol-
landi, enda hefur það verið vin-
sæll ákvörðunarstaður á undan-
fömum árum og viðkomustaður
margra á ferðum lengra út í
heim. Sjálfsagt dettur flestum í
hug grænmetis- og
blómarækt og þá sér-
staklega túlípanar t
þegar landið er J
nefnt á nafn, núj
eða stíflugarðarl
sem eru til vitnisl
um þá sérkennilegul
staðreynd að meira^
en helmingur þess
liggur neðan sjávar-
máls. Öðrum verður ef
til vill fremur hugsað til
tréklossa, vindmyllna,
vægari eiturlyfjalöggjafar
en annars staðar í heimin-
um eða jafnvel hinna
mörgu frábærm knatt-
spyrnumanna sem landið
hefur alið. Allt fer það
væntanlega eftir áhuga-
málum hvers og eins. Þó
er landið ekki nema tæpir
42 þúsund ferkílómetrar
að stærð, meira en helm-
ingi minna en ísland. Það
er hins vegar mjög þétt-
býlt þó þjóðin sé ekki mjög
fjölmenn í samanburði við
margar aðrar þjóðir, en
Hollendingar em um 15
milljónir talsins.
Holland liggur mið-
svæðis í Evrópu á bökk-
um þriggja elfa sem fj
renna í Norðursjó. Segja M
má að landið tengi sam-
an meginlandið og Atl-
antshafið annars vegar
og Norður- og Suður-
Evrópu hins vegar, Sök-
um legu landsins mið-
svæðis í Evrópu með
aðgang að Atlantshafinu
eru samgöngur, verslun |
og þjónusta sérlega mikil-
vægar atvinnugreinar og
hlutfallslega mikilvægari
en í flestum öðrum löndum.
Schiphol-flugvöllur við
Amsterdam og höfnin í
Rotterdam, sem er ein um-
svifamesta höfn í heimi, bera
þess ljósan vott. Hollending-
ar em því þekktir fyrir versl-
un og sjóferðir, enda hófst
uppgangurinn þar í kjölfar
landafundanna miklu og sjó-
ferða og verslunar við fjarlæg-
ar heimsálfur. Sautjánda öldin
hefur af þessum orsökum verið
kölluð „Gullöldin" og samfara
efnahagslegri velgengni fylgdi
mikill uppgangur í listum, einkum
í málaralist. Eignuðust Hollend-
ingar marga heimsþekkta málara
á þessum tíma og síðar og þarf
ekki annað en nefna nöfn eins
Rembrandt, Vermeer og síðar Van
Gogh.
Varð drottning 1980
Beatrix hefur verið drottning
Hollands frá árinu 1980 þegar
móðir hennar Júlíanna afsalaði sér
völdum í hendur dóttur sinnar. Þá
hafði Júlíanna setið að völdum frá
árinu 1948. Hún tók einnig við
drottningarkórónunni úr hendi
móður sinnar Vilhelmínu sem
afsalaði sér völdum eftir hvorki
meira né minna en 50 ára setu
á valdastóli. Þær rekja ættir
sínar til Vilhjálms af Óraníu,
sem uppi var á 16. öld og
kallaður hefur verið „faðir’
Niðurlanda", en hann leiddi
uppreisn gegn Filipusi
II Spánarkonungi um
miðja sextándu öld
sem markaði upphafið
að 80 ára ófriði áður
en sjálfstæði Niður-
landa fékkst viður-
kennt.
Holland nútímans er
auðugt, vest-
rænt velferðar-
þjóðfélag eins og
við þekkjum það,
þar sem miklum fjár-
munum er varið til
heilbrigðis-, félags- og
menntamála til að
tryggja jöfnuð þegnanna.
Hollenska hagkerfið er það
fimmtánda stærsta í heim-
inum og sé tekið mið af þjóð-
arframleiðslu á mann er hún
hin fímmta mesta innan Evr-
ópusambandsins. Það hve
verslun, samgöngur og þjón-
usta eru mikilvæg efnahagslífi
I Hollands má marka af því að
f þaðan stafa tæp 60% þjóðar-
framleiðslunnar. 22% þjóðar-
framleiðslunnar verða til í iðn-
aði, 12% hjá hinu opinbera, 3% í
námugreftri og aðeins 4% í land-
búnaði þvert ofan í það sem menn
gætu haldið miðað við gífurlega
mikla landbúnaðarframleiðslu og
öflugan útflutning. Útflutningur
vöru og þjónustu skapar tæpan
þriðjung þjóðaframleiðslunnar.
Verðmæti útflutningsins er svipað
og verðmæti alls útflutnings
Kanada eða Sviss og Svíþjóðar
samanlagt.
Holland er eitt ríkja innan Evr-
ópusambandsins og átti þátt í að
Ieggja grunn að þeim samtokum
á sjötta áratugnum þegar það
stofnaði Kola- og stálsamband
Evrópu með Vestur-Þýskalandi,
Frakklandi, Ítalíu, Belgíu og Lúx-
emborg. I kjölfarið var Efnahags-
bandalag Evrópu stofnað árið
1957 og síðan Evrópubandalagið
og loks Evrópusambandið. Vegna
legu landsins og mikilvægi sam-
gangna og flutninga fyrir hagkerf-
ið leiðir af sjálfu sér að sameigin-
legur markaðir án landamæra-
hindrana, hvort sem er á flutning
fólks eða vöru, er þjóðinni sérstak-
lega mikilvægur, enda hafa Hol-
lendingar lagt ríka áherslu á þessa
þróun í málflutningi sínum innan
Evrópusambandsins. Þrír fjórðu
hlutar af útflutningi Hollendinga
fer til hinna þjóðanna innan Evr-
ópusambandsins og þrír fjórðu
BEATRIX Hollandsdrottning og eiginmaður hennar Claus eiga
þrjá syni; Willem-Alexander, sem er erfingi krúnunnar, Const-
antijn og Johan Friso.
Þriðju mestu útflytjendur
landbúnaðarafurða
innflutnings til landsins koma frá
löndum innan sambandsins.
Hollendingar eru meðal mestu
landbúnaðarvöruframleiðenda í
heiminum og framleiðsla á hvert
ársverk í landbúnaði er hvergi
jafnmikil. Þeir eru þriðju mestu
útflytjendur landbúnaðarafurða í
heiminum og þarf því ekki að
koma á óvart að landið hefur oft
verið nefnt „Garður Evrópu“. Nán-
ast sérhver landskiki er ræktaður,
auk þeirrar ræktunar sem fer fram
í gróðurhúsum sem er mikil og fer
stöðugt vaxandi. Sem dæmi um
umfangið má nefna að Hollending-
ar hafa 60% heimsviðskiptanna
með afskorin blóm, 46% heimsvið-
skiptanna með egg, 42% heimsvið-
skiptanna með svínakjöt og 38%
viðskiptanna með mjólk.
í kosningum í vetur töpuðu
stjórnarflokkarnir meirihluta sín-
um og nú standa yfir stjómar-
myndunarviðræður þar í landi, en
hefð er fyrir því að þær geti stað-
ið yfir svo mánuðum skiptir.
Kristilegir demókratar og Verka-
mannaflokkurinn mynduðu meiri-
hlutann og forsætisráðherra var
Ruud Lubbers frá fyrrnefnda
flokknum sem verið hefur forsæt-
isráðherra síðastliðinn tólf ár.
Hann sækist nú eftir að taka við
embætti framkvæmdastjóra Evr-
ópusambandsins af Jacques Delors
og á þar í harðri samkeppni við
forsætisráðherra Belgíu Jean-Luc
Dehaene, sem er álitinn sigur-
stranglegri þar sem stóru ríkin
innan sambandsins vilja hann
fremur en Lubbers. Á leiðtoga-
Morgunblaðið/HJ
Ruud Lubbers, fráfarandi
forsætisráðherra Hollands,
ræddi við íslenska blaða-
menn á dögunum.
fundinum á Korfu nú um helgina
ræðst hver verður eftirmaður Del-
ors.
íslenskir blaðamenn voru á ferð
í Hollandi fyrir skömmu og fengu
þá tækifæri til að ræða við for-
sætisráðherrann um sögu þjóðar-
Land tréklossa