Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Á átakaslóöum i Kúrdistan
KONRÁÐ Jóhann ásamt aöstaáartakwmanni sinwm i einwm af jeppwm takwi-
iósins, en sá gekk wm meó vélbyssw eins ag flestir aórir i þesswm hlwta íraks.
PUK, Samband þjéóernissinna i Kárdistan, veitti aóstoó vió kvikmyndatök-
wna ag lánaói hiklawst hóp vopnaóra liósmanna sinna til aó leika iraska
hermenn, i eigin einkennisbúningwm.
LÍFVÖRDUR Konráós vék ekki frá honwm alla feróina og kveóst Konráó
fljótlega hafa vanist þesswm nýja skwgga.
HERMENN irörskw stjórnarinnar sem hermenn wr sambandi þjóóernissinna
tókw aó sér aó leika, stiga wm boró i herflwtningabil, svo aó allt liti sem
rawnverwlegast út.
I
í
í
l
í
I
L
S
I
1
í
L
@
:
í
eftir Sindra Freysson
KONRÁÐ Jóhann Sigurðsson, kvik-
myndatökumaður, kom til Islands fyrir
fáeinum dögum, eftir að hafa unnið við
tökur kúrdneskrar kvikmyndar í tæpar
sex vikur við erfiðar aðstæður. Konráð
veiktist í írak og hefur verið undir lækn-
ishendi frá því að hann kom heim. „Þetta
var mjög erfið dvöl og geigvænlegt
ævintýri, þar sem óvissan var alger,“
segir hann.
Konráð fór frá Tyrklandi yfír í
héruð Kúrda í írak ásamt leik-
stjóra myndarinnar, sem er Kúrdi
og flúði land fyrir um tíu árum
þegar kveðja átti hann í herinn.
Þeir óku í 28 stundir í hriktandi
rútu frá Istanbul, þvert yfír landið.
yLandamærin milli Tyrklands og
Iraks eru mjög hættuleg, þar ríkja
hvorki lög né reglur og menn búa
sér til eigin lög,“ segir Konráð Jó-
hann.
Úthlutað Iífvörðum
Þann 10. maí komu þeir að
landamærunum. Félagarnir voru
um 13 tíma að komast yfir í írak,
þar sem verðimir voru hikandi við
að hleypa þeim yfir landamærin
með yfír 300 kíló af filmum og
tökubúnaði. „Astandið skánaði
strax því að landamæraverðirnir
íraks megin voru miklu vinsam-
legri, mér til mikillar furðu,“ segir
Konráð. „Ferðinni var heitið til
héraðsins Sulaimanija, þar sem var
einn helsti tökustaður okkur. Okk-
ur leist því ekki á blikuna þegar
við hittum fréttamann frá Reuter
á landamærunum, sem var líka á
leið til héraðsins vegna mikilla
átaka á því svæði. Við höfðum
ekki haft neina hugmynd um
ástandið. Verðirnir íraks megin
voru ekki vissir um hvort þeir ættu
að hleypa okkur inn eða ekki, og
leituðu til æðsta valdsins á svæðinu
sem er utanríkisráðherra PDK. Á
svæðinu skiptast menn í tvo stjórn-
málaflokka sem hafa eldað saman
grátt silfur undanfarin misseri;
PDK, sem stendur'fyrir Kúrdíska
lýðræðisflokkinn, og PUK, sem
stendur fyrir Samband þjóðernis-
sinna í Kúrdistan. Utanríkisráð-
herrann veitti leyfi sitt og bauð
okkur gistingu um nóttina. Við
leigðum síðan jeppa og ókum til
Sulaimanija, þar sem tökuliðið beið
okkur. Ríkisstjórinn þar, sem var
úr flokki PUK, lét okkur frá bréf, j
sem heimilaði okkur að ferðast ^
gegnum hinar mörgu varðstöðvar
á þessum slóðum með allan þennan @
búnað og gaf öðrum PUK-mönnum
fyrirmæli um að aðstoða okkur
eftir megni. Hann vildi ekki heldur
bera ábyrgð á dauða okkar, og
útvegaði hermenn sem lífverði, en
við greiddum þeim laun. í héraðinu
var ég mest með sex lífverði á
kvöldin, en annars tvo. Ég var lát-
inn sitja í aftursæti jeppans með |
lífverði á hvora hönd, en þrír menn
héngu sitt hvoru megin á jeppanum
meðan við brunuðum um svæðið. f
Lögreglan stöðvaði alla umferð á
meðan til að við kæmumst fljótt í
gegn.“
En olli þessi viðbúnaður Konráði
ekki furðu? Hann svarar játandi,
en kveðst fljótt hafa vanist fylgdar-
mönnum sínum. „Ég vissi ekki
hver raunveruleg hættan var með-
an á tökum stóð, þó að mig grun- 1
aði fljótt að hún væri mikil, enda |
mönnum ekki úthlutað lífvörðum m
að ástæðulausu. Atburðirnir sem "
gerðust urðu ekki til að róa mig.
Aras, lejkstjórinn, sagði mér eftir
að tökum lauk að stjórn Saddams
Hussein greiddi hveijum þeim sem
dræpi Vesturlandabúa 10 þúsund
dollara. Almenn mánaðarlaun
þarna eru um 3-4 dollarar, þannig
að freistingin er mikil og hatrið *
kannski líka.“
Skothríð að kvöldlagi |
Meðan tökuliðið dvaldist í hérað-
inu brutust út hatrammir bardagar
milli PUK og PDK með tilheyrandi
mannvígum. PUK-menn reyndu
þar að reka fylgismenn hins flokks-
ins út úr héraðinu norður á bóginn,
en fyrir norðan var PDK-flokkurinn
hins vegar að drepa PUK-menn og _
hrekja þá á brott. „Við vorum við
tökur á götu að næturlagi í Sulai- f
manija þegar hópur fólks reyndi «