Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 17
►
I
I
V
)
)
|
W
)
)
h
P
>
>
>
>
i
>
>
KonráA Jóhann var horadur og lœrAur þegar hann kom til
islands eftir tœpra sex vikna dvöl i Kúrdistan, en kveAst
tilbúinn til aA fara á sömu slAAir á nýjaieik.
að ráðastinn í götuna,“ segir Kon-
ráð. „Sem betur fer voru verðir við
báða enda götunnar sem hröktu
mannsöfnuðinn á brott áður en tjón
hlaust af. Á öðrum tökustað, torgi
nokkru, höfðum við 100 manna
herlið til að bægja fólki frá. Ég
frétti af því síðar að 50 manns
hefðu verið drepnir á þessu torgi í
óeirðum sem brutust út eftir andlát
einhvers stórmennis. Á kvöldin
hljómuðu iðulega skothvellir."
Hinn helsti tökustaður myndar-
innar var þorp um 100 kílómetra
norður af Sulaimanija. Þar fylgdu
tveir lífverðir Konráði hvert fót-
mál. „Þar gengu allir með alvæpni,
hluti af þorpsbúum, leikararnir og
ýmsir starfsmenn aðrir, mættu á
morgnana með vélbyssur um öxl
og skammbyssur í buxnastrengn-
um. Vélbyssur fengust keyptar á
3.000 krónur og eru nánast skyldu-
eign. Þar var hvorki rafmagn, vatn
né sími, og fólk veit ekki hvort
stríð hefur skollið á að nýju eða
ekki, og er því við öllu búið. Allar
aðstæður aðrar voru einnig mjög
frumstæður og þannig var eina
drykkjarvatnið lækjarspræna með
skítugu vatni fýrir neðan þorpið,
mengað af sýklum og skordýrum.
Ég hafði vit á að sjóða allt vatn
sem ég drakk. Annað þorp var
spöl fyrir ofan og þar var að finna
krana sem menn frá Sameinuðu
þjóðunum höfðu látið koma fyrir.
Eini maturinn sem var að fá
samanstóð af hrísgijónum, tómöt-
um og agúrkum en einstaka sinn-
um var boðið upp á lambakjöt til
málamynda, sem var svo illa útilát-
ið að hver maður fékk aðeins einn
munnbita. Þegar ég hafði lifað á
hrísgijónum í hálfan mánuð, bað
ég lífvörð minn um að útvega eitt-
hvert kjöt. Hann greip næsta
hænsni sem vappaði fram hjá og
sneri úr hálsliðnum.“
Vaknaði við skothríð
Þremur dögum eftir að tökuliðið
kom til þorpsins var fyrsta árásin
gerð. „Við höfðum þá hengt upp
veggspjöld með myndum af Sadd-
am Hussein fyrir tökumar og lík-
legast farið um einhveija heilaga
staði, óafvitandi. Kannski freistaði
féð sem var lagt Vesturlandabúum
til höfuðs. Menn frá nærliggjandi
þorpum höfðu tekið sig saman um
að stöðva kvikmyndatökuna fyrir
fullt og allt, sennilega að drepa
okkur. Þeir læddust að svefnstað
okkar í skjóli nætur og vissu greini-
lega ekki að við höfðum varð-
menn,“ segir Konráð. „Ég vaknaði
við skothríð og sá að verðimir vom
horfnir. Við héldum kyrru fyrir inn-
andyra, því átök voru algeng þarna
rétt við landamæri írans, og töldum
í fyrstu að þau skýrðu skothvellina
eða að einhveijar fyllibyttur væru
að þrama út í loftið. Verðirnir komu
aftur eftir nokkra stund og sögðu
okkur að fara að sofa, en í morg-
unsárið var okkur hins vegar sagt
af árásinni og að þeir hefðu stökkt
hópnum á brott. Nokkram dögum
síðar reyndu þeir aftur, þá um
hábjartan dag meðan við voram
við kvikmyndatöku í miðju þorpinu.
Engum skotum var hleypt af í það
skiptið, því verðirnir ráku þá burtu
með harðri hendi áður en þeim
tókst að gera óskunda. Maður
reyndi að útiloka hættuna og halda
vinnunni áfram til að ljúka henni
sem fyrst. Við unnum allt að 17
tíma á sólarhring, og allan tímann
svaf ég aldrei meira en sex tíma
samfellt."
Einu möguleikamir á samskipt-
um við umheiminn voru í þorpi
Sameinuðu þjóðanna, þar sem m.a.
faxtæki var að finna. Þangað fór
Konráð einu sinni til að senda sím-
bréf og hitti danskan friðargæslu-
liða, sem bað hann um að yfirgefa
svæðið eins fljótt og hann gæti,
dvöl þarna væri of hættuleg. „Ég
fullvisaði hann um að mín væri vel
gætt, en hann sagði það ekki skipta
neinu. Þremur mánuðum fyrr hafði
þýsk blaðakona verið á þessum
slóðum, gætt af heilum varðflokki,
en samt tókst mönnum að myrða
hana. Líklegast voram við í stöð-
ugri hættu.
Aðalleikarinn sprengdur upp
Hættan fólst ekki aðeins í um-
hverfinu, því menn sem sáu um
sérstakar tæknibrellur gerðu alvar-
leg mistök sem stefndu okkur í
hættu. Þeir áttu að spengja smá
blett af landi og huldu sprengjuna
með sandi, en ekki nægilega vel,
því aðalleikari myndarinnar fékk
svo kraftmikla gusu yfir sig að
hann var allur götóttur á eftir.
Hann var fluttur með hraði til að-
hlynningar í sjúkraskýli, en við
héldum að hann yrði ekki fær um
að ljúka vinnu þá viku sem var
eftir af tökum. Hann komst þó
aftur á fætur og okkur tókst að
ljúka myndinni með því að nota
nægan farða og hjálp ögn sérstakr-
ar lýsingar. Leikarinn er fyrrver-
andi yfirmaður í her Kúrda og var
reiðubúinn til að endurtaka atriðið
með sprengingunni aftur eftir að
hann komst á fætur. Við höfnuðum
því góða boði.“
Þeir lentu einnig í vandræðum á
leiðinni úr landi, því þeir höfðu
notið vemdar PUK og þurftu að
fara gegnum yfirráðasvæði PDK.
„Þrátt fyrir að hafa sofið í húsi
utanríkisráðherra þeirra fyrstu
nóttina í landinu, þóttu samskipti
okkar við andstæðingana tor-
tryggileg," segir Konráð. „Þeir
grunuðu okkur annaðhvort um
njósnir eða að við ynnum að gerð
áróðursmyndar fyrir PUK, og voru
ekki hressir með að hleypa okkur
í gegn. Eina bréfið sem við höfðum
í höndunum var frá ríkisstjóranum
í Sulaimanija, PUK-manni, og það
var ekki rétta plaggið til að veifa.
Við biðum í átján tíma og sérstak-
lega litu þeir félaga minn, leikstjór-
ann, hornauga, því þeir töldu hann
flokksbundinn meðlim í PUK. Ég
held raunar að eina ástæðan fyrir
því að þeir drápu hann ekki, hafí
verið sú að ég var þarna, Vestur-
landabúinn."
Veikindin ágerðust
Þeir komust loks úr landi á þjóð-
hátíðardaginn, 17. júní. „Ég hafði
þá orðið æ veikari, kannski af of-
þreytu en líka vegna matvælanna.
Ferðin var erfíð og veikindin ágerð-
ust. Ég kom engu niður seinustu
dagana. Ekki tók betra við þegar
við komum á svæðið á milli íraks
og Tyrklands, því þeir vildu ekki
hleypa okkur inn í landið. Við gist-
um þarna í smáþorpi á einskis
manns landi, en næsta morgun
voram við færðir á lögreglustöð í
skýrslutöku. Þarna voru líka ein-
hver átök, því skriðdrekar óku um
göturnar og við heyrðum skot-
hvelli. Pallbíll með reykvél á pallin-
um ók um svæðið og dældi reykjar-
mekki yfír svæðið, í þeim tilgangi
að hylja húsin og gera skotmönnum
erfítt fyrir. Við vissum aldrei hvað
var á seyði þarna megin landamær-
anna. Landamæraverðirnir vildu
augljóslega mútur, en við létum það
ekki eftir þeim því við óttuðumst
að þá héldu þeir áfram að krefjast
peninga. Eftir margra tíma þras
hringdu þeir til Ankara og Istanb-
ul, og við sögðum þeim að banda-
ríska sendiráðið hefði fullvissað
okkur um að við mættum fara yfír
landamærin og þeir mættu ekki
hindra ferð okkar. Það gerði útslag-
ið, við fengum að halda áfram.“
Frá landamærunum óku þeir til
borgarinnar Diyarbakir í fímm
tíma, en þaðan flugu þeir til Ank-
ara og biðu í um sex stundir eftir
næsta flugi til Istanbul. Þar tók
við tveggja daga bið eftir flugferð
til Lundúna og niu tíma bið eftir
flugi til íslands. Konráð var því
eðlilega örmagna þegar hann kom
til landsins, og bættu veikindin
ekki úr skák. Hann er þó kok-
hraustari en við komuna til lands-
ins, og farinn að sjá atburðina í
mildara ljósi. „Ég þarf að jafna
mig á þessari ferð fyrst, en myndi
eflaust endurtaka leikinn ef það
stæði til boða.“
Alltaf nægur tími
fyrir leikinn...
..fjórar McÞrennur, einn
McMjólkurhristing, þrjár kók, fjórar
McFranskar, þrjár Eplabökur...
Hraðlestin Beint-í-Bílinn, Suðurlandsbraut 56.
OPIÐ 10:00-23:00
Alþjóðlegur styrktaraðili
HM1994USA
Laugavegi 97
UTSALAN
HEFST MIÐVIKUDAG
LOKAÐ MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG
Laugavegi 97