Morgunblaðið - 26.06.1994, Side 29

Morgunblaðið - 26.06.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 29 MINNINGAR Birting afmælis- ogminn- ingargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. „Sveiattan! Ég hata þennan umferðarþunga í frumskóginum. Ég er búin að bíða í 20 mínútur eftir grein.“ JOHANNA SVAVA KOLBEINSDÓTTIR + Jóhanna Svava Kolbeinsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Gísladóttir, f. í Reykjavík 14. ágúst 1892, og Kolbeinn Ivarsson bakara- meistari, f. í Hafn- arfirði 25. febrúar 1891. Jóhanna var ein af sjö systkin- um. Elstur var bróðir sem fæddist á Akranesi en dó stuttu eftir fæðingu, næst er Þóra, f. 4. ágúst 1914, þá Ingvar Gísli, f. 7. des. 1916, d. 14. febr. 1976, Gyða, f. 2. maí 1918, d. 30. nóv. 1946. Yngri systkini Jóhönnu eru Ingibjörg, f. 1. okt. 1929, og ívar, f. 19. nóv. 1934. Jó- hanna giftist 29. júní 1943 Ing- vald Föreland, norskum manni, sem er fyrir löngu orðinn ís- lenskur ríkisborgari og heitir nú Ingi Ólafsson. Þau eignuðust einn son, Ingvar Kolbein, sem fæddist 4. nóv. 1941 og lést 20. maí 1976. Ingvar Kolbeinn lét eftir sig tvö börn, þau Kristján Þór, rafeindavirkjameistara, f. 28. okt. 1965, og Jóhönnu lð- unni, húsmóður, f. 5. apr. 1974. Útför Jóhönnu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun. Dauðanum mót mér djörfung ný daglega vex af orði því: í dag, - þá líður ei langt um það, leidd verður önd í sælustað. Ó, Jesú, séu orðin þin andláts síðasta huggun mín. Sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér f Paradís. (H.P. Við hjónin viljum minnast elsku- legrar systur og mágkonu með fá- einum, fátæklegum orðum. Um- hyggja hennar og hjartahlýja var svo einstök að frá henni geislaði. Sjálf var hún lengst ævi sinnar kraftlítil vegna erfiðs sjúkleika sem hún fékk um tvítugt. Margir sóttu til hennar mikinn styrk vegna þess hve hún var hjartahlý og uppör- vandi og alltaf fús til að veita hjálp. Þennan styrk sem hún átti sótti hún til trúar á Drottin. Jóhanna var einstaklega trúuð kona. Hún las af trúfesti Orð Guðs og sótti styrk til þess, bænin var hennar líf. Við vitum að margir leit- uðu til hennar og óskuðu eftir því að hún bæði fyrir þeim eða ástvin- um. Margir komu svo og sögðu frá bænheyrslu og styrk sem þeir höfðu öðlast. Það var einnig svo með okk- ur, við leituðum til hennar og nefnd- um það sem okkur langaði til að hún legði fram í bæn. Það var gott að vita að hún bað stöðugt fyrir ættingjum og vinum, bar þau á bænarörmum. Jóhanna hugsaði um að búa sem best í haginn fyrir ástvini sína. Hún hafði yndi af að dveljast í íslenskri sveit. Nokkur sumur átti hún þess kost að dveljast á Hamraendum í Mýrasýslu, eyðibýli sem liggur í klettóttu landi við fallega strönd. Þar undi hún með manni sínum, syni og öldruðum föð- ur. Margt gesta kom þar og eins var leitað til hennar að annast böm á þessum tíma. Hún minntist þessara sumra með gleði þótt við vitum að hún hafi haft mikla önn en lítinn líkamlegan þrótt. Nokkur seinustu ár nutum við þess með þeim hjónum, Jóhönnu og Inga, að dveljast í orlofshúsum, bæði í Borgarfirði og í upp- sveitum Ámessýslu. Þær samverustundir eru okkur in- dælar í minningunni og nú, eftir að hún er farin, dýrmæt eign. Sam- veran í orlofshúsunum var kyrrlát og allir nutu hvíldar. Sama var hvort veður var vott eða þurrt, allt- af var hlýtt og bjart í kringum hana sem nú er kvödd. Hennar er sárt saknað. Ekki leið nokkur sá dagur að hún hringdi ekki til systra sinna til þess að fylgjast sem best með því hvernig börnum og barna- börnum þeirra vegnaði og liði. Þá ekki síður hafði hún stöðugt sam- band við barnaböm sín og börn þeirra sem enn em ung og sakna langömmu, sem var þeim svo góð í einu og öllu. Þessi fátæklegu orð endum við með þakklæti til Guðs fyrir allt það sem hann gaf með henni og biðjum Drottin að styrkja eiginmann henn- ar, barnabömin og þeirra börn. Blessun Drottins snýr ekki til baka. Sæll er sá er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka sá er seg- ir við Drottin: Hæli mitt og háborg, Guð minnerégtrúiá. (Sálm 91 j_2) Ingibjörg og Sigursteinn. Þegar ég svaraði símanum sunnudaginn 19. júní átti ég ekki von á þeim fréttum að amma mín væri mjög veik og tvísýnt yrði um líf hennar. En sú varð raunin. Fyrsta hugsun mín var að allt yrði í lagi, því mér fannst að amma í Austurbrún yrði alltaf í Austurbrún. En dauðinn gerir.ekki boð á und- an sér, seinna þann sama dag lést amma. Það var alltaf jafn gott að koma í Austurbrúnina til afa og ömmu, og finna hlýjuna frá þeim. Það verð- ur skrýtið að koma þángað og sjá ekki ömmu. Ég er þakklát fyrir að sonur minn Edward Ingi fékk að kynnast ömmu, þó það yrðu aðeins tæp tvö ár. Sonur afa og ömmu, Ingvar, faðir minn og Kristjáns bróður míns, lést fyrir 18 árum. Hann var einkabarn. Nú veit ég að amma verður ánægð að hitta hann aftur eftir öll þessi ár. Ég gleðst yfir að hafa átt hana ömmu að í þessi 20 ár því ef hún var alltaf til staðár og lét mér alltaf líða betur ef eitthvað bjátaði á hjá mér. Elsku afi minn, söknuður okkar allra er mikill. Ég veit að við fáum styrk til að komast yfir þessa miklu sorg og að amma mun alltaf verða hjá okkur í anda. Blessuð sé minning elsku ömmu minnar. Jóhanna Iðunn Ingvarsdóttir. Elskuleg eiginkona mín og amma, JÓHANNASVAVA KOLBEINSDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavík, sem andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 19. júní, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 27. júní kl. 15.00. Ingi Ólafsson, Kristján Þór Ingvarsson, Jóhanna ISunn Ingvarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS BJARNASONAR, Þóristúni 7, Selfossi. Þuríður Steingrfmsdóttir, Hallgerður E. Jónsdóttir, Páll Á. R. Stefánsson, Ingveldur Jónsdóttir, Helgi Guðmundsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar, bróður, tengdasonar og mágs, RONALDS MICHAELS KRISTJÁNSSONAR prentara. Auðbjörg Stella Eldar, Bella Sigurjónsson, Ellen Mjöll Ronaldsdóttir, Jóhanna Bella Ronaldsdóttir, Edda Rós Ronaldsdóttir, Sigurjón Heigi Kristjánsson, Jóhanna Ottósdóttir Bacher, Ottó Kari Eldar. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRÓLFS FREYS GUÐJÓNSSONAR húsasmiðs, Langholtsvegi 132, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar deild B-5 á Borgarspítalanum fyrir góða umönn- un í veikindum hans. Regfna Erlingsdóttir, Sverrir Þórólfsson, Laufey Kristjónsdóttir, Guðrún Gyða Þórólfsdóttir, Kristín Erla Þórólfsdóttir, Guðlaug Þórólfsdóttir, Auður Þórólfsdóttir, Loftur Bjarnason, Gylfi Guðmundsson, Sigfús Cassata, Ingi Steinn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, MAGNÚSARÓSKARS GARÐARSSONAR, Skólagerði 20, Kópavogi. Guðrún Jónasdóttirj Jónas Óskar Magnússon, Ingvar Orn Magnússon, Alda Júlía Magnúsdóttir, Oddrún Magnúsdóttir. Vegna fráfalls ÁGÚSTAR HALBLAUB, Digranesheiði 17, Kópavogi, sendum við hinum fjölmörgu, vinum og kunningjum, sem vottuðu okkur af heil- um hug samúð, innilegt þakklæti. Jónína Halblaub, Sigriður Halblaub, Hreinn Jónasson, Sólveig Halblaub, Ólöf Halblaub, Bragi Ásgeirsson, Helga Halblaub, Bjarni Hannesson, Björn Halblaub, Ása Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. David Waisglass and Gordon Coulthart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.