Morgunblaðið - 26.06.1994, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
40% gfsláttur af öllum
uppfærslum.
Með því að nýta möguleikann á uppfærslu
Novell NetWare fyrir 31. júlí 1994, velur
þú að njóta þess besta sem kerfið býður
upp á hverju sinni. Og þú færð þar að
auki 40% afslátt af listaverði
-1 boði Novell og Tæknivals hf.
Tæknival
Skeifunni 17-Sími (91) 681665 - Fax (91)680664
Rauði kross íslands heldur námskeið
til undirbúnings fyrir
HJÁLPARSTÖRF
ERLENDIS
í Munaðarnesi 16.-21. október 1994
Þátttökuskilyrði eru:
—25 ára lágmarksaldur
—góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska
—góð starfsmenntun
(ýmis störf koma til greina)
—góð alménn þekking og reynsla
Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbeinendur
m.a. frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf.
Fjöldi þátttakenda er áætlaður um 20 og er
þátttökugjald kr.15.000 (innifalið er fæði, gisting,
kennslugögn og ferðir Rvk. - Munaðames - Rvk.).
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ,
Rauðarárstíg 18, Rvk.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu RKÍ fyrir f
5. sept. nk. Þar veitir Sigríður Guðmundsdóttir g
nánari upplýsingar. §
Rauði kross Islands
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722
Blað allra landsmanna!
-kjarnimálsins!
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Huga þarf að
fornleifum á
Þingvöllum
ÉG VAR á þjóðhátíðinni á
Þingvöllum 17. júní eins
og svo margir aðrir og hef
svo sem ekkert nema gott
um það að segja.
Þó má ég til með að
minnast á það að þar sem
þingpallurinn var, rétt við
rústirnar á Lögréttuhúsinu
gamla, stóð steinn með
allt að því ólæsilegu letri,
en þar við hliðina var prik
með þverspýtu þar sem
þessi áletrun stóð, sem
sennilega hefur verið Lög-
rétta. Textinn á skiltinu
var máður af og algjörlega
ólesanlegur og þyrfti að
bæta úr því þar sem þetta
hefur sögulegt gildi.
Einar G. Pétursson
Forhertar
bankastofnanir
GUÐRÚN Einarsdóttir
hringdi og hún er sammála
Kristjáni Ingvarssyni sem
skrifaði í Morgunblaðið 21.
júní sl.
Henni finnst ástæða til
þess að landsmenn verði
samtaka einu sinni og
sameinist um að hætta að
leggja peningana sína inn
í bankana, hvort sem það
eru laun eða annað. Það
er ósvífni af bönkunum að
ætla sér að taka greiðslu
af fólki fyrir úttekt á sín-
um eigin peningum sem
bankinn fær ókeypis. Af
hveiju taka þeir þá ekki
alveg eins greiðslur fyrir
þegar við leggjum inn pen-
ingana?
Er þetta ein leið bank-
anna til að ná inn pening-
unum aftur t.d. vegna
vaxtalækkunnar? Einnig
þarf fólk að borga hærra
verð fyrir hvert ávísana-
hefti en áður þurfti. Guð-
rún segist hafa verið með
fyrirtæki úti á landi fyrir
nokkrum árum og andvirði
ávísanaheftana til bankans
var notað í skemmtanasjóð
starfsmannanna.
Fá lífeyrisþegar
og öryrkjar ekki
lengur aöstoð?
SKÚLI Einarsson hringdi
í Velvakanda og vill koma
þeirri fyrirspum á fram-
færi, hvort hætt sé við að
veita lífeyrisþegum og ör-
yrkjum aðstoð við garð-
vinnu eins og tíðkast hefur
í tíð sjálfstæðismanna. Sl.
ár hafa krakkar komið og
hreinsað til í görðunum hjá
þessu fólki, en enn sem
komið er hefur enginn lát-
ið sjá sig.
Oánægja með
Sigmund
SIGRÚN hringdi í Velvak-
anda og vildi koma því á
framfæri að henni finnst
Sigmund vera kominn yfir
öll velsæmismörk í sam-
bandi við teikningar sínar
á Ingibjörgu Sólrúnu upp
á síðkastið. Henni hefur
alltaf fundist hann hafa
haft góðan húmor, en þess-
ar teikningar finnast henni
jaðra við að vera karl-
remba og ekki smekklegar.
Anægð þau sem
heima sátu á 17.
• / p
jum
VIÐ ætlum að lýsa yfir
ánægju okkar og þakklæti
til allra sem gerðu okkur
sem heima sátum daginn
ógleymanlegan 17. júní á
þingvöllum. Viljum við þar
nefna barnakórinn og þá
sem þar áttu hlut að máli,
söngfólkið góða, leikarana,
hljóðfæraleikarana alla og
stjórnandann Garðar Cort-
es, en allt þetta fólk stóð
sig með slíkri prýði að seint
mun gleymast.
Er það svo rétt, sem við
heyrum utan að okkur, að
þetta fólk hafi gleymst
þegar boðið var til veislu-
halda í boði hins opinbera?
Finnst okkur það vera mik-
il hneisa.
Ellilífeyrisþegar.
Tapað/fundið
Veski tapaðist
SVART seðlaveski tapað-
ist fyrir framan Reynimel
90. Skilríki voru í veskinu.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 870377.
Hraða- og vegmælir
tapaðist
HRAÐA- og vegmælir af
gerðinni Cateyemity 2
hvarf úr hjólageymslu við
Bogahlíð fyrir nokkrum
dögum. Vegmælirinn sýnir
u.þ.b. 800 kílómetra.
Nokkra kunnáttu þarf til
að nota tækið og eru þeir,
sem kunna að vita af því,
vinsamlega beðnir að láta
vita í síma 631208. Sigurð-
ur.
SKÁK
Um.sjón Margeir
P é t u r s s o n
EFTIR AÐ Englendingurinn
Michael Adams (2.665)
vann tvær fyrstu skákimar
í einvígi sínu við Rússann
Sergei Tivjakov (2.630)
töldu flestir að úrslitin væru
ráðin. En ungi Rússinn lét
engan bilbug á sér fínna og
í þriðju skákinni kom upp
þessi staða eftir fremur
kæruleysislega taflmennsku
Adams með svörtu. Hann lék
síðast 18. - h6 í afar erfiðrí
stöðu.
Sjá stöðumynd
19. Bxh6! — Dxd4 (Þama
er voðinn vís fyrir svörtu
drottninguna, en 19. —
gxh6, 20. Dxh6+-Ke8, 21.
g5 leit heldur ekki vel út)
20. Bxg7+! - Kxg7, 21.
Dg5+ - Kf8, 22. Dh6+ -
Ke8, 23. fxe6 (Nú fellur
svarta drottningin eftir 23.
— fxe6, 24. Bg6+. Staðan
er því töpuð. Lokin urðu:)
23. - Bf8, 24. exf7+ -
Ke7, 25. Dg6 - Hd5, 26.
c3 - Df4, 27. Hhel+ -
He5, 28. Df5 og svartur
gafst upp. Tivjakov vann líka
næstu skák og jafnaði metin.
Þeirri fimmtu lauk með jafn-
tefli, en Adams vann þá
sjöttu, en aftur jafnaði Rúss-
inn. Þeirri áttundu lauk svo
með jafntefli og þurfti því
að framlengja.
Farsi
+ SvcL, 'e.£ Acitet- utiLegu
Yíkveiji
Aþað hefur verið bent í umræð-
unni um umferðarhnútinn,
sem varð á þjóðhátíðardaginn á
Þingvallaleiðinni, að ein megin-
ástæðan væri afkastageta vegakerf-
isins; Það væri einfaldlega ekki gert
fyrir svo mikla umferð á skömmum
tíma. Vafalaust er þetta rétt. Það
leiðir aftur hugann að því, hvernig
ákvarðanir eru teknar um vegafram-
kvæmdir og út frá hvaða forsendum.
XXX
Landsmenn hafa horft upp á það
áratugum saman, að vega-
framkvæmdir eru ekki í samræmi
við umferðarþunga eða hagkvæmni.
Vegagerð, brúarsmíði og lagning
malbiks hefur alla tíð verið, og er
enn, pólitískt bitbein. Þar takast á
hagsmunir kjördæmanna og þing-
manna þeirra, hið víðfræga kjör-
dæmapot.
xxx
Venjulegt fólk gæti haldið, að
ákvarðanir í vegaframkvæmd-
um væru teknar af Vegagerð ríkis-
ins í framhaldi af fjárveitingum Al-
þingis til þess málaflokks. En því
skrifar...
er ekki að heilsa. Að sjálfsögðu
ákveður Alþingi fjárveitingarnar og
vegaáætlun er samþykkt þar. En í
kjölfarið hefst kjördæmapotið. Þing-
mennimir ákveða sjálfir, hvernig
peningunum er skipt milli kjördæma,
þ.e. hvaða vegaspottar skulu lagðir,
hvar skuli malbikað o.s.frv.
xxx
Fyrst stendur slagurinn milli kjör-
dæmanna og þegar honum er
lokið og ljóst er, hversu mikið fé
hvert kjördæmi hreppir, þá setjast
þingmenn hvers þeirra fyrir sig nið-
ur og ákveða hvað skuli gert innan
þess. I kjördæmapotinu fara lands-
byggðarþingmenn ætíð með sigur
af hólmi, því þeir eru ekki einungis
fleiri en þingmennirnir frá höfuð-
borgarsvæðinu heldur virðast þeir
einnig hafa næmari tilfinningu fyrir
þörfum kjördæma sinna og vænting-
um kjósenda. Þingmenn Reykjavíkur
og Reykjaness eru áhugalitlir í þess-
um slag um peninga, enda líta ýms-
ir þeirra ekki á sig sem kjördæmis-
þingmenn, t.d. Reykjavíkur, heldur
þjóðarinnar allrar. Slíkir hafa lítinn
tíma til að sinna svo hversdagslegum
hlutum eins og vegagerð. Afleiðingin
er spottalagning og brýnar fram-
kvæmdir sitja á hakanum á umferð-
arþyngstu þjóðvegum landsins en
malbiki skellt á sveitavegi, þar sem
örfáir bílar fara um. Gott dæmi um
þetta er einmitt Þingvallavegurinn,
sem mörg ár hefur tekið að mal-
bika, enda er hann á mörkum
tveggja kjördæma og þingmenn hafa
því lítinn áhuga á honum í heild.
Enn þann dag í dag hefur ekki ver-
ið malbikað að Gullfossi og Geysi
eða Skálholti, þrátt fyrir þá óhemju-
umferð sem fer um þá vegi. Svo eru
menn undrandi á því, að eitthvað
fari úrskeiðis og nefndir eru skipað-
ar til að finna ástæðuna.
XXX
Ekki væri úr vegi að skipa enn
eina nefndina og nú til að
gera úttekt á ákvörðunartöku í vega-
gerð. Jafnvel mætti fela henni að
gera tillögur um við hvað skuli mið-
að, þegar fé er útdeilt til vegafram-
kvæmda. Þá liggur ljóst fyrir, hvar
ábyrgðin er, næst þegar hneykslin
ríða yfir.