Morgunblaðið - 26.06.1994, Side 34
34 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Útgáfutónleikar
á Ömmu Lú
TÓNLEIKAR voru haldnir á
Ömmu Lú um síðustu helgi vegna
útgáfu á plötu Páls Óskars og
milljónamæringanna sem nefnist
Milljón á mann. Hljómsveitin hélt
uppi mjög góðri stemmningu á
útgáfutónleikunum og mun síðan
fylgja eftir plötu sinni með því að
spila út um allt land í sumar.
Bogomil Font komst ekki á tón-
leikana vegna þess að hann var
erlendis. Það var því óvænt ánægja
fyrir áhorfendur þegar hin ástsæla
söngkona Diddú tók lagið „Somet-
hing Stupid“ með bróður sínum.
Páll Óskar sagði um tildrög
plötunnar: „Lögin hafa verið að
spilast í vetur og núna í vor tókum
við þriggja vikna törn í að taka
hana upp.“
BRYNDÍS Högnadóttir Þórunn Þórðardóttir og Arna Þorsteinsdóttir.
Af góðverk-
um Claptons
►GÍTARSNILLINGURINN
Eric Clapton hefur verið
tekinn í guðatölu I\já Vest-
urbæjarleikhúsinu í Lond-
on. Astæðan er sú að hann
veitti fé úr eigin vasa til að
gera leikhúsinu kleift að
setja á svið leikrit um furðu-
fuglinn Truman Capote. Sá
sem hefur veg og vanda af
sýningunni heitir Bob King-
dom en þeir Clapton tengd-
ust vináttuböndum þegar
þeir fóru saman í meðferð.
Sigurlaug Hauksdóttir, Ás-
laug Jónsdóttir, Guðrún Rós
Pálsdóttir, Hallgrímur Guð-
mundsson og Fanney Fjóla
sátu við fremsta borðið.
Morgunblaðið/Halldór
PÁLL Óskar og Diddú skemmtu sér jafnvel og áhorfendur.
Elle MacPher-
son næsta
Bond-stúlka?
►ELLE MacPherson kemur helst M
til greina í hlutverk ástmeyjar
James Bonds í sauljándu Bond
kvikmyndinni Gullna augað.
Ennþá er verið að skrifa hand
rit myndarinnar en fyrr í mánuð-
inum var tilkynnt að Pierce Brosn
an myndi leika hinn nýja James Bond
Leikstjórinn Martin Campbell sagði
að „Bond-stúlkurnar“ í myndinni
yrðu færri og gáfaðri en hingað til
í kvikmyndunum um leyniþjónustu-
manninn 007.
Systkinin í léttri sveiflu.
David Bowie
til tunglsins
ÞAÐ KOSTAÐI David Bowie milljón ísl.
krónur að tryggja sér sæti í fyrstu eldflaug-
inni sem verður send til tunglsins með
óbreyttum borgurum. David Bowie sem hef-
ur fjallað mikið um himingeiminn í lögum sín-
um, t.d. „Space Oddity“ og „Ziggy Stardust", getur
varla beðið eftir að lagt verði af stað. „Alveg síðan ég
var lítill strákur hefur mig dreymt um að verða geimfari
— og nú loksins er það að rætast. Flugtak er áætlað árið
2000 og ég vona að við fáum leyfi til að fara í smá göngut-
úr eftir að hafa ferðast milljón kílómetra," sagði David Bowie.
Frumsýnsng: Veröld Waynes 2
H
á
s
k
jr
o
I
a
h
jr
S
O
Wayne og Garth samtímis í Reykjavík, á
Akureyri og á Waynestock. Helgin er
ónýt ef maður skellir sér ekki í partý.
FJALLKONURNAR silja fastar í súpunni og Fjallkonurnar veifa í
komast ekki heim. kveðjuskyni.
FJALLKONURNAR frá vinstri: Inga María, Sjöfn, Þrúður og Mar-
grét koma sér vel fyrir.
Fjallkon-
ur húkk-
uðu sér far
í bæinn
ALLS voru ellefu fjallkonur
á Þingvöllum, allar nemend-
ur úr Leiklistarskóla ís-
lands. Þegar fjórar þeirra
þurftu að komast í bæinn
fundu þær engar strætis-
vagnaferðir í bæinn. Þær
dóu þó ekki ráðalausar því
þeim tókst að útvega sér far
með pallbíl í bæinn.
Sjöfn Everts var ein fjall-
kvennanna og hún sagði að
bílstjórarnir hefðu verið
mjög almennilegir: „Þeir
héldu fyrst að við værum
að grínast en síðan voru
þeir yndislegir.
Þeir lánuðu okkur úlpur
sem við vöfðum um okkur
og síðan sungum við þjóðlög
alla leiðina í bæinn.“