Morgunblaðið - 26.06.1994, Page 38

Morgunblaðið - 26.06.1994, Page 38
38 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HESTAR / LANDSMOTIÐ A GADDSTAÐAFLOTUM Alh það besta í hestamennsku V S/ív/ LANDSMÓT hestamanna, mesti viðburður á sviði hestamenns- kunnar, hefst á þriðjudag og lýkur sunnudaginn 3. júlí. Mótið er hið tólfta í röðinni en öll eiga mótin sem haldin hafa verið það sammerkt að bjóða upp á allt það besta hverju sinni í þess- um efnum. Mótið, sem haldið verður á Gaddstaðaflötum við Hellu, virðist ekki ætla að verða þar nein undantekning. Allt bendir til þess að hestakostur mótsins verði sá besti sem sést hef ur hingað til á einu móti og virðist það sér í lagi eiga við um kynbótahrossin en ráðunautar hafa látið þau orð falla að aldrei hafi verið boðið upp á jafnmörg og góð hross á mótum hingað til. Aðstaðan á Gaddstaðaflötum er að sögn sú besta á landinu. Mannlíf landsmóta á sér ekki neinn samjöfnuð þar sem saman koma á annan tug þúsunda, skemmta sér og drekka t sig fegurð og fimi íslenska hestsins. Valdimar k Kristinsson skrifar jpkki er við öðru að búast en ™ gæðingakeppni landsmóts verði að venju æsispennandi og ekki dregur það úr að óvenju mörgum stóðhestum verður nú teflt fram í gæð- ingakeppninni auk þess sem margar hryssur verða þar á meðal. Hafa menn gert sér betur grein fyrir mikilvægi þess að stóð- hestarnir fái góða kynningu svo þeir tolli í tísku og fái notkun. Ljóst er að margir góðir stóðhestar muni ekki ná í efsta sæti í kynbótasýn- ingu en hafa kannski góðan mögu- leika á að komast í úrslit gæðinga og verða þar af leiðandi meira í sviðsljósinu en ella. Af þeim stóðhestum sem koma fram í gæðingakeppninni má fyrst- an frægan telja Orra frá Þúfu sem stóð efstur í B-flokk-i hjá Geysi á dögunum. Hlaut hann 8,89 í ein- kunn sem er að því er best er vitað hæsta einkunnin á þeim vettvangi og er hann talinn mjög sigurstrang- legur. Ekki langt undan í einkunn koma Næla frá Bakkakoti og Muni frá Ketilsstöðum, sá sami og stóð efstur í A-flokki á síðasta lands- móti. Af öðrum stóðhestum sem fram koma í B-flokki og þykja líklegir til afreka má nefna Stíganda frá Hvolsvelli og Loga frá Skarði og . Fákshestana Odd, Kolskegg og Svörð svo einhverjir séu nefndir. Auk þeirra verður fjöldi annarra B-flokks gæðinga sem koma til með að beijast um sæti í úrslitakeppn- inni. Nú eins og áður bíða mótsgest- ir eftir nýjum stjörnum. Veldi Gýmis ógnað? Gera má ráð fyrir að margir knapanna í A-flokki vilji ryðja hin- um ósigrandi Gými frá Vindheimum úr toppsætinu. Ef mið er tekið af einkunnum úr úrtökum er Gýmir langefstur og sá eini með einkunn yfir 9 og því ekki líklegt að hróflað verði við honum. En ekkert er ör- uggt undir sólinni og margt getur gerst á þeim tíma sem liðinn er frá úrtökum fram að landsmóti. Hvern- ig hefur þjálfunin tekist á Gými og keppinautum hans á tímanum frá úrtöku til landsmóts? Eiga einhveij- ir yngri hestanna eftir að springa út á landsmótinu og skjótast upp fýrir Gými? Svo er það náttúrlega spumingin um hvemig til tekst hjá knöpunum þegar á hólminn er kom- ið og dagsformið hjá parinu. Við lauslega talningu kemur í ljós að einir sjö stóðhestar eru skráðir til leiks í A-flokki en þeir eru Prúður frá Neðra-Asi, Álmur frá Sauðárkróki, Rökkvi frá Álfta- gerði, Léttir frá Flugumýri, Asi frá Brimnesi, Funi frá Stóra-Hofi og Geysir frá Dalsmynni, Hávarður frá Hávarðarkoti, Hrafnfaxi frá Búðar- dal, Gumi frá Laugarvatni og Emir frá frá Efri-Brú. Fróðlegt verður að sjá hvernig kynbótahestunum reiðir af í keppninni við geldingana. Lengi getur gott batnað Svíar á sigurbraut Martin Dahlin gerði tvö glæsileg skallamörk í sigri á Rússum í lyrrinótt Fyrir fjórðungsmótið sem haldið var ’91 á Gaddstaðaflötum voru gerðar verulegar^ndurbætur á að- stöðunni þar. Nú verður enn bætt við og ekki von á öðru en boðið verði upp á það besta sem völ er á hérlendis í þeim efnum. All nokkrar breytingar verða á aðstöðu knapa sem munu sýna hross á mótinu. Suðurhluti svæðis- ins verður eingöngu fyrir þá, þ.e.a.s. aðstaða fyrir tjöld og hjólhýsi og mönnum gefinn kostur á að leigja sér litlar lóðir, 370 fermetra þar sem hægt er að hafa hrossin í léttri rafmagnsgirðingu yfir daginn með- an á dagskrá stendur eða allan sól- arhringinn. Er þetta fyrirkomulag A Gaddstaðaflötum Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SÍÐAST var haldið landsmót á Gaddstaðaflöt 1986 en nú hafa verið gerðar miklar breytingar á svæðinu. Aðstaða fýr- ir keppendur verður syðst á svæðinu, neðst á myndinni þar sem möguleiki er á að hafa hestana hjá sér í rafmagnsgirð- ingu. Hópreið landsmótsins verður á sunnudagsmorgun þar sem á fimmtahundruð manns og jafnmargir hestar mun fara um vöilinn undir fánaborg mikilli. Efri myndin er frá hópreiðinni á landsmóti 1986. Stórt tjald verður á svæðinu þar sem haldnir verða dansleikir á föstudags og laugardagskvöld og Geirmundur mun leika fyrir dansi. til mikilla þæginda fyrir knapana og gerir það að verkum að lítið mál er að skipta um hross á stuttum tíma. Þá verður ekki heimilt að geyma hestakerrur og flutningabíla við stóðhestahúsið sem er suðaust- an við aðalsvæðið heldur verða sér- stök stæði fyrir þess konar farar- tæki skammt austan við húsið. Vel verður gert við erlenda gesti sem talið er að geti orðið þijú til fjög^ur þúsund. Töluðu máli verður útvarpað á staðbundnum útvarps- rásum á íslensku, ensku og þýsku. Seld verða lítl handhæg og ódýr útvarpstæki á mótsstað þannig að enginn á að þurfa að fara á mis við það sem er að gerast á mótinu hverju sinni. Útlendingarnir koma flestir á vegum ferðaskrifstofa og gista ýmist í tjöldum á svæðinu, gisthús- um í næsta nágrenni og bændagist- ingu vítt og breytt um Suðurland. Einnig er eitthvað um að íbúðarhús á Hellu verði rýmd og leigð. Nær- veran við þéttbýlið á Hel'.u er ótví- rætt kostur fyrir svo fiöimennt sam- komuhald sem landsmótið er. Þar er að sjálfsögðu öll þjónusta eins og sundlaug, banki, pósthús, versl- anir, heilsugæsla, apótek, hjól- barðaviðgerðir, bílaverkstæði svo eitthvað sé nefnt. Hinum erlendu gestum var einnig gefínn kostur á þátttöku í keppni, því í tengslum við landsmótið verð- ur haldið á vegum Hestaíþróttasam- bands íslands og FEIF (Alþjóða- samband eigenda íslenskra hesta) heimsbikarmót í hestaíþróttum. Um sextíu manns hafa skráð sig til leiks í heimsbikarmótinu og er um þriðj- ungur þeirra útlendingar sem munu keppa á lánshestum. Forkeppnin fer fram á mánudag og þriðjudag en úrslit í tölti, fjórgar.gi og fimm- gangi verða í dagskrá landsmótsins á laugardag. Hestaleiga verður starfrækt á mótsstað meðan á mótinu stendur þannig að mótsgestir ættu að geta brugðið sér á hestbak. Eins og á fjórðungsmótinu ’91 verður farið í sameiginlegan útreiðartúr frá Gaddstaðaflöt að stóðhestastöðinni í Gunnarsholti þar sem stöðin verð- ur skoðuð og seldur grillaður matur. Mótið stendur yfir í sex daga, lýkur síðdegis á sunnudag með úr- slitum í gæðingakeppni og keppni unglinga. Þegar þetta er ritað ligg- ur ekkert fyrir um veðrið meðan á mótinu stendur og má því segja að veðrið og mannlífið sé óskrifað blað. Að vísu má fastlega gera ráð fyrir að mannlífið verði bæði fjölskrúðugt og skemmtilegt, svo hefur alltaf verið, en veðrið er að' sjálfsögðu óráðið eins og venja er til hér á landi. Allt virðist þó benda til að landsmótið ’94 verði stórkostleg samkoma til 'dýrðar íslenska hestin- um fyrst og fremst. Eg get ekki annað en verið stolt- ur af leikmönnum mínum. Þeir létu það ekkert á sig fá þó að Rúss- ar skoruðu úr vítaspyrnu strax í byijun leiks,“ sagði Tommy Svens- son, þjálfari Svía, eftir að þeir voru búnir að vinna frækilegan sigur á Rússum, 3:1. Þetta var fyrsti sigur Svía í úrslitakeppni HM síðan í Þýskalandi 1974, en þá lögðu þeir Júgóslava að velli, 2:1. Svíar, sem mæta Brasilíumönn- um í næsta leik, eru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Martin Dahlin var hetja Svía, en hann skoraði tvö mörk með skalla — eftir að Thomas Brol- in hafði jafnað fyrir Svía, 1:1, úr vítaspyrnu. Sovétmenn léku tíu síð- Svíþjóð - Rússland.................3:1 Pontiac, Michigan: Tomas Brolin (34. - vítasp.), Martin Dahlin 2 (60., 82.) — Oleg Salenko (4. - vitasp.). 71.528. Dómari: Joel Quiniou, Frakklandi. Gul spjöld: Kennet Andersson (42.), Stefan Schwarz (52.), Martin Dahlin (58.) — Ser- gei Gorlukovich (2.), Dmitry Kharin (34.) Rautt spjald: Sergei Gorlukovich (50) Svíþjóð: 1-Thomas Ravelli, 2-Roland Nils- son, 3-Patrik Andersson, 4-Joachim Björk- Iund (20-Magnus Erlingmark 89.), 5-Roger , Ljung, 6-Stefan Schwarz, 8-Klas Ingesson, 9-Jonas Them, 19-Kennet Andersson (7- Henrik Larsson 84.), 10-Martin Dahlin, 11-Tomas Brolin. Rússland: 16-Dmitry Kharin, 2-Dmitry Kuznetsov, 3-Sergei Gorlukovich, 5-Yuri Nikiforov, 18-Viktor Onopko, 21-Dmitry Khlestov, 8-Dmitry Popov (10-Valery Karp- in 41.), 19-Alexander Mostovoi, 13-Alex- ander Borodyuk (4-Dmitry Galyamin 51.), 15-Dmitry Radchenko, 9-Oleg Salenko. STAÐAN: Brasilía.................2 2 0 0 5:0 6 Svíþjóð..................2 1 1 0 5:3 4 Kamerún..................2 0 11 2:5 1 Rússland.................2 0 0 2 1:5 0 iLeikir sem eftir eru, 28. júní: Svíþjóð - Brasilía, Rússland - Kamerún. ustu 40 mín. leiksins, eftir að Ser- gei Gorlukovich fékk að sjá rauða spjaldið — fékk tvisvar að sjá gult. Pavel Sadyrin, þjálfari Rússa, gerði fímm breytingar á liði sínu frá tapleiknum, 0:2, gegn Brasilíu- mönnum. Hann setti Sergei Juran út og auk þess gerði hann þijár breytingar á miðjunni. Miðheijinn Oleg Salenko, sem var einn af þeim leikmönnum, sem komu inn, skor- aði mark Rússa úr vítaspymu eftir aðeins fjórar mín., eftir að Roger Ljung hafði fellt Alexander Borody- uk. Svíar áttu í erfiðleikum í fyrri háfleik, en gerðu út um leikinn í seinni hálfleik, þegar Rússar voru búnir að missa Gorlukovich af leikvelli. Rcuter Hetja Svía, Martin Dahlln gengur ánægður af velli í leikslok ásamt fé- laga sínum Jesper Blomqvist (t.v.). KNATTSPYRNA / HM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.