Morgunblaðið - 07.07.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.07.1994, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Daniel Bergman vill gera kvikmynd eftir Sjálfstæðu fólki Margir erlendir og innlendir aðilar hafa lýst áhuga á að kvikmynda verkið VIÐRÆÐUR um gerð kvikmyndar eftir Sjálfstæðu fólki Halldórs Lax- ness hafa verið í deiglunni undan- famar vikur. Sænski leikstjórinn Daniel Bergman kom til landsins si. sunnudag ásamt Bertil Ohlson, þekktum sænskum kvikmyndafram- Microsoft kaupir ís- lenskt forrit HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Microsoft hefur keypt leyfí til að nota og selja vírusvarnarforrit eftir Friðrik Skúlason, tölvunarfræðing. Þetta kemur fram í nýjasta tðlublaði InfoWorld. Vírusvamarforritið heitir F-Prot og er sambærilegt við forrit- ið Lykla-Pétur eftir Friðrik, sem hefur verið notað lengi á íslandi. Í InfoWorld er sagt að F-Prot sé eitt besta vírusvamarforrit, sem til er og það muni koma í staðinn fyrir forritið, sem Microsoft notar núna, svokallað Scan-McAfee. Líklegt er að Microsoft muni nota F-Prot eins og McAfee áður en því var dreift með ýmsum stýrikerfum frá fyrir- tækinu. Microsoft er einn stærsti hugbúnaðarframleiðandi í heimi og selur hugbúnað á borð við Windows, MS-DOS, Word og Excel. Ekki náð- ist í Friðrik Skúlason í gærkvöldi. leiðanda, til frekari viðræðna um málið. í ár eru 60 ár liðin frá því fyrsti hluti Sjálfstæðs fólks kom fyrst út og hefur verkið verið þýtt á tugi tungumála um víða veröld. Ólafur Ragnarsson framkvæmda- stjóri bókaútgáfunnar Vöku/Helga- fells, segir að margir aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafi sýnt áhuga á að gera kvikmyndir og sjón- varpsþætti eftir Sjálfstæðu fólki en þetta sé eitt áhugaverðasta tilvikið. Jafnframt sé um að ræða stærsta viðfangsefnið en Bergman og Ohlson hugsa sér að upp úr bókinni verði gerðar fleiri en ein kvikmynd sem bæði gætu orðið fyrir kvikmyndahús og sjónvarp. Ólafur fer með höfundarréttarmál Halldórs Laxness en Vaka/Helgafell gefur út bækur hans hériendis og sér um sölu á útgáfurétti þeirra erlendis. Hann segir að í framhaldi af viðræð- unum hafí verið óskað eftir frékari upplýsingum og í ljósi þeirra ráðist hvert framhaldið verður. Handrit fór forgörðum Ólafur sagði að handrit hefði ekki verið skrifað en rætt hefði verið um að Daniel Bergman skrifaði það ásamt fleirum. Hann sagði að fram hefði komið í spjalli við Daniel að faðir hans, Ingmar, hefði á sinum tíma lagt drög að handriti að kvik- mynd eftir Sjálfstæðu fólki en ekk- ert hefði meira orðíð úr því og segir Ólafur að svo virðist sem það hand- rit hafi farið forgörðum. Morgunblaðið/Golli Einföld lausn FÓLK hefur notað góða veðrið undanfarna daga til útiveru eins og gefur að skilja. Þessir ungu menn brugðu sér í körfu- bolta I matartímanum og fundu góða Iausn á því vandamáli að festa körfuspjaldið. Þeir settu það einfaldlega á gaffal lyftar- ans sem þeir voru að vinna með. Leigutakar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vilja lækka sameiginlegan kostnað Utboð á ræstingn spar- aði um 10 milljónir TALSVERÐ óánægja hefur verið á meðal leigutaka í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna hás sameigin- legs rekstrarkostnaðar og hárrar leigu á húsnæði í flugstöðinni, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Logi_ Úlfarsson, fram- kvæmdastjóri íslensks markaðar, segir að ræsting flugstöðvarinnar hafí verið boðin út og hafí kostnað- ur lækkað um 10 milljónir króna á ári. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, hefur verið í forystu fyrir leigutaka í viðræðum við leigusala og segir hann að málið sé tvíþætt. Annars vegar vilji þeir ná niður sameigin- legum rekstrarkostnaði, sem hafði hæksað mikið á árunum 1990-93, og einnig vilji þeir að leiga á hús- næði verði endurskoðuð. Brynjólfur segir að leigutakar hafí náð því fram að engar hækk- anir verði á rekstrarkostnaði nema í samráði við þá. Einnig eigi allur rekstrarkostnaður að verða sem hagkvæmastur. Tekist hafí að lækka ræstingarkostnað með nýju útboði og samist hafí um lækkun á rafmagnskostnaði. Viðræður um lækkun leigu Leigutakar hafa verið í viðræð- um við stjórnvöld um lækkun á leigu, segir Brynjólfur, en ekkert er ákveðið í þeim efnum. Leigutak- amir eru meðal annars Flugleiðir, Landsbankinn, Póstur og sími og íslenskur markaður og er leiga algengust í flugstöðinni á bilinu 3.500 kr./m2 til allt að 13.500 kr./m2. „Þetta verð er út úr kortinu," segir Brynjólfur. „Leigan er engan veginn í samræmi við markaðsað- stæður." Enginn vill leigja Hann nefnir sem dæmi að Póst- ur og sími hafí flutt starfsemi sína á jarðhæð yfir í húsnæði Lands- bankans til að ná niður rekstrar- kostnaði. Það segi sitt um leiguna að enginn hafi sóst eftir hús- næðinu sem Póstur og sími var í. Brynjólfur segir að leigutakar vilji leiðrétta ýmsa vankanta á innheimtu leigunnar. Til dæmis borgi Landsbankinn, sem er með rekstur á tveimur stöðum í bygg- ingunni, tvöfalt startgjald, þ.e. bankinn borgar hæsta verð fyrir fyrstu fermetrana á báðum stöð- um. Öryggisgæsla boðin út? Logi segir að leigutakamir hafí verið óánægðir með háan sameig- inlegan kostnað, þar með talinn kostnað við ræstingu, öryggis- gæslu, hita og rafmagn. Hann segir að leigutakamir hafí krafíst þess að ræsting væri boðin út og hefði þá náðst umtalsverður spamaður. Einnig hafí leigutakamir áhuga á að bjóða út öryggisgæslu í flug- stöðinni. Öryggisverðir starfa í flugstöðinní og segir Logi að þeir sinni ekki löggæslu, heldur al- mennu eftirliti í byggingunni. Útsendingar Sjónvarpsins frá HM ’94 Síminn tekinn af vegna kvartana KVARTANIR vegna beinna út- sendinga Sjónvarpsins frá Heims- meistarakeppninni í knattspymu hafa verið miklar að sögn Gísla Valdimarssonar útsendingarstjóra. Hafí þær verið mestar 17. júní og hafi þurft að taka símann af á tíma- bili vegna álags. Þegar mest lætur sé tekið við milli 20-30 símtölum á dag frá óánægðum áhorfendum auk þeirra sem hringi í skiptiborð- ið. Segir Gísli að til standi að halda fund hjá Sjónvarpinu að keppninni lokinni vegna kvartananna. „Fólk hefur hringt mikið og kvartað vegna útsendinganna og til dæmis var mikil óánægja með það síðastliðinn laugardag að bíó- myndum væri seínkað vegna fót- boltans,“ segir Gísli. Aðspurður hvort hægt sé að senda út á ann- arri rás segir hann Sjónvarpið ekki hafa yfír henni að ráða. „Eg held að þetta sé spurning um kostnað. Það væri lítið mál að senda út fyr- ir Reykvíkinga og tiltölulega lítill kostnaður þvi samfára en það væri auðvitað ósanngjamt. Sé ætlunin hins vegar að senda út fyrir allt landið á sérstakri rás mætti gera ráð fyrir kostnaði upp á 200 millj- ónir,“ segir Gísli. Fleiri kvarta núna en síðast Aðspurður sagði hann að meira hafí verið kvartað núna en vegna síðustu heimsmeistarakeppni. Sé skýringin hugsanlega sú að tíma- munur sé ekki ýkja mikill milli landanna og leikimir ekki sendir jafn mikið út að kvöldlagi. „Verst var það 17. júní þegar útsending Sjónvarpsíns á þjóðhátíðardag- skránni var rofin vegna opnunarhá- tíðarinnar í Bandaríkjunum. Var álagið svo mikið að við önnuðum ekki ölium símtölum og þurftum að taka Símann af á tímabili.“ Lýst eftir manni LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lýst eftir tæp- lega þritugum manni, Valgeiri Víðissyni. Síð- ast er vitað um ferðir Valgeirs um miðnætti 19. júní er hann Valgeir fór frá heimili Víðisson sínu á Laugavegi. Valgeir er lágvaxinn, grannur og með skollitað hár. Hann var klæddur í ljósbláar gallabuxur, brúnan leðuijakka, köflótta skyrtu og í brúnum, reimuðum leðurstígvélum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Val- geirs frá 19. júní eru beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita. Dæmdur fyrir skilasvik ÓLAFUR Laufdal, veitingamað- ur, hefur í Héraðsdómi Reylqa- ness verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skilasvik. Dómurinn telur sannað að Ólafur hafí sagt ósatt þegar hann var í tengslum við gjaldþrot sitt spurður hvort hann ætti fast- eignir á Spáni. Eftir að Ólafur var tekinn til gjaldþrotaskipta kom í ljós að hann átti húseignir á Spáni sem hann keypti fyrir 18 milljónir árið 1985. Ólafur hafði áður neit- að því að hann ætti eignir á Spáni. Ríkissaksóknari höfðaði því mál gegn honum fyrir skilasvik. Dóm- urinn taldi skýringar Ólafs ótrú- verðugar á því hvers vegna hann svaraði spurningu um eignir á Spáni neitandi. Hann taldi því sannað að um lögbrot hefði verið að ræða. Dómari í málinu var Gunnar Aðalsteinsson. Innanlands- flug' tefst ÞOKA hefur tafíð innanlandsflug undanfarna daga, að sögn Inga Sigurðssonar vaktstjóra Flug- leiða á Reykjavíkurflugvelli. Þok- an hefur lagst yfír þegar kvöldar og ekkí horfíð fyrr en undir há- degi næsta dag. Sagði Ingi að flug til Vest- mannaeyja, Akureyrar, Horna- fjarðar, Egijsstaða, ísafíarðar og Patreksfjarðar hafi tafist um 2-3 klukkustundir að morgni þriðju- dags. Þá var ekki hægt að fljúga til Vestfjarða og ekki var fært til ísafjarðar og Akureyrar fyrr en um hádegi í gær. Sumarhús brennur SUMARBÚSTAÐUR við Miðdal í V-Eyjafíallahreppi brann til kaldra kola upp úr miðjum degi í gær. Énginn var í bústaðinum þegar eldurinn kom upp og hafði hann staðið mannlaus frá síðustu helgi. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn kl. 14.10 í gær. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli fuðraði húsið upp á um tuttugu mínútum og fékk slökkviliðið ekki við neitt ráðið. Upptök eldsins eru ókunn en að sögn sjónarvotta virtist sem hann kæmi upp í garðskála fram- an við bústaðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.