Morgunblaðið - 07.07.1994, Page 4

Morgunblaðið - 07.07.1994, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Svernr HINN nýi glerskáli framan við Iðnó hefur valdið töluverðum deilum innan borgarkerfisins og utan þess. Formaður skipulagsnefndar um breytingamar á Iðnó GUÐRÚN Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar, telur að gler- skálinn við Iðnó sé í ósamræmi við þá kynningu, sem fram fór í skipulagsnefnd og í borgarráði. „Ég tel að glerbyggingin eins og hún er sé eyðilegging á húsinu og ég vil að hún verði tekin nið- ur,“ sagði hún. Kostnaður við nýtt gler gæti numið 4,6 miHjón- Glerskálinn verði tek- Síðan hafi komið í Ijós að valið hafi verið gler sem ekki er í sam- ræmi við þá lýsingu. Húsfriðunar- nefnd mótmælir þessari breytingu og fer fram á að skipt verði um gler í skálanum. Yfirbyggt útivistarsvæði um. Umræður spunnust um gler- skála framan við Iðnó á fundi borgarráðs á þriðjudag og voru þrjú bréf Iögð fram á fundinum vegna hans. I erindi Margrétar Hallgrímsdóttur borgarminja- varðar segpr að Iðnó sé sögulegt hús á viðkvæmum stað og því mikilvægt að endurbygging þess verði í samræmi við eiginlegan byggingarstíl hússins og útlit þess. Þá segir: „Glerbygging með dökku gleri er þar í miklu ósam- ræmi og alls ekki við hæfi. Lagt er til að glerbyggingin í núver- andi mynd verði fjarlægð og allar ákvarðanir um viðbyggingu við húsið endurskoðaðar. Best færi á því að ekki verði ný viðbygging við húsið og ytra útlit þess þannig í samræmi við upprunalegt útlit.“ í bréfi Húsfriðunarnefndar rík- isins til Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar kemur fram að þegar hugmynd að glerskála var kynnt nefndinni hafi komið fram að hann yrði gegnsær þannig að unnt yrði að sjá húsið fyrir innan. ínn niður Nýtt gler kostar 4,6 milljónir UNNIÐ er að endurbótum jafnt innan Iðnó sem utan. í bréfi Ingimundar Sveinssonar arkitekts, segir að glerskálinn hafi aldrei verið hugsaður sem stækkun hússins í stil þess tíma heldur sem yfirbyggt útivistar- svæði sem tengdist Iðnó, þannig að sem minnst yrði hróflað við upprunalegri gerð hússins. Þá segir: „Rétt er að taka fram að á teikningum eða gögnum kom ekki fram hvers konar gler átti að koma í skálann, enda hafði ekki verið tekin um það ákvörðun á þeim tíma. Af líkani og Ijósmynd- um af því hefði reyndar mátt ætla að um venjulegt gler væri að ræða, þótt teikningamar sjálfar sýni mynd likari því sem við blasir í dag.“ Fram kemur að upphaflega hafi verið hugmyndin að venjulegt tvö- falt gler yrði í skálanum með góðri einangrun. Ábendingar og at- hugasemdir hafi hins vegar komið frá ráðgjafa, sem taldi að verulegt vandamál mundi skapast vegna hita og loftræstingar. Telur hönn- uður að rétt sé að flýta sér hægt við að ákveða breytingar á skálan- um. Tæknilega sé ekkert þvi til fyrirstöðu að skipta um gler. Ekkert eftirlit með heitum pottum utan sundstaða ENGINN aðili hefur eftirlitsskyldu með því að -lokar sem stýra hita- stigi vatns í heitum pottum við sum- arhús og hótel virki eins og til er ætlast. Byggingayfírvöld taka út slíkan búnað á byggingastigi en hjá Vinnueftirliti rikisins fengust þær upplýsingar að hvorki sú stofímn né aðrar líti eftir því að slíkum búnaði sé haldið við. varði gesti og gangandi snúi eftir atvikum almennt að byggingaryfir- völdum eða heilbrigðiseftirliti í við- komandi sveitarfélögum. Jens Andrésson hjá Vinnueftirliti ríkisins sagði að hlutverk Vinnueft- irlitsins væri að fylgjast með atrið- um sem lúti að öryggi, hollustu og aðbúnaði starfsmanna en hlutir sem Vinnueftirlitið hafi hins vegar tekið að sér eftiriit með ýmsum búnaði á sundstöðum, enda beri því að líta eftir hreinsibúnaði og véiar- sal. Eftir óhapp í sundlaug Kópa- vogs í fyrra var sett á laggimar nefnd að frumkvæði menntamála- ráðuneytis með fulltrúum sveitarfé- laga, SVFÍ og eftirlitsstofnana til að setja nánari eftirlit með þáttum sem lúta að öryggi sundgesta. Jens sagði að í drögum að reglum sem nefndin hefði samið væri m.a. ákvæði um skilti sem sýni hitastig vatns í heitum pottum við sundlaug- ar þar sem hámarkshiti yrði 44 gráður, auk ákvæðis um að við hvem pott skuli vera búnaður með öryggisventli sem geri vart við ef hitastig fer yfír mörk. Grá svæði Hins vegar sagði Jens að slíkt eftirlit og slíkar reglur ættu ekki við um aðra heita potta, hvorki við sumarbústaði á vegum einstaklinga eða félaga né hótel eða gististaði eins og þann á Flúðum þar sem banaslys varð vegna of heits vatns í potti. „Ef starsfmenn hafa aðgang að þessum böðum þá er mál Vinnu- eftislitsins, en það má segja að þetta sé eitt af mörgum gráum svæðum varðandi eftirlit sem ekki hefur verið skilgreint nægilega vel,“ sagði hann og kvaðst telja að samkvæmt gildandi lögum væri aðeins lögð skylda á hendur byggingaryfírvalda í viðkomandi sveitarfélagi að taka út lagnir og búnað á byggingarstigi en eftirlit með viðhaldi væri ekki falið öðrum aðilum en eigendum í hverju tilviki. Reykjavík Mikið frió ílofti MIKIÐ fíjó er í lofti í Reykja- vík og jafnast magnið á við góðviðrissumarið 1991 að sögn Margrétar Hallsdóttur hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Stofnunin hefur sent frá sér yfírlit yfír helstu frjótölur júní. Heildarfíjómagn í lofti í júní sl. var 689 fíjókom á hvem rúm- metra miðað við 797 í júní 1991 og 289 á sama tímabili í fyrra. Mikið er af birkifíjói í lofti og má því að mati Margrétar vænta góðrar fræuppskeru í haust, óiíkt síðasta ári. Hún segir að ofnæmi fólks fyrir frjó- komum stafí fyrst og fremst af grasfrjóum en 2. og 3. júlí sl. mældist mikið stökk í magni þeirra og telur hún ástæður þess vera mikinn hita undanfar- ið. Grasfijó ná yfirleitt hámarki seinni hluta júlí og getur fólk með ofnæmi fundið fyrir þeim fram í ágúst að sögn Margrétar. Búast má við grasfíjóum alla daga júlímánaðar, minna þá daga sem úrkoma er eða loft- raki hár en meira á þurram, heitum dögum. Skipað í dómnefnd BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tilnefna Soffíu Auði Birgis- dóttur, Eirík Hrein Finnboga- son og Huldu Valtýsdóttur í dómnefnd um bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar. Jafnframt er borgarstjóra falið að beita sér fyrir endurskoðun núgildandi reglna um verðlaun- in. Eiríkur Hreinn Finnbogason er tilnefndur í dómnefndina af Almenna bókafélaginu, Hulda Valtýsdóttir er tilnefnd af menningarmálanefnd og Soffía Auður Birgisdóttir er tilnefnd af borgarráði. í bréfí Rithöfundasambands íslands, sem lagt var fram á fundi borgarráðs, segir að sam- bandið sjái sér ekki fært að til- nefna fulltrúa í nefndina. Þrír sóttu um starfið ÞRJÁ umsóknir bárust um stöðu aðstoðarvegamálastóra, en um- sóknarfrestur rann út þann 1. júlí. Tveir umsækjendanna era Jón Rögnvaldsson, settur aðstorðar- vegamálastjóri, og Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. Einn umsælqandi óskaði nafnleyndar. Innsetning Jörmundar í kvöld INNSETNING Jörmundar Inga sem allsherjargoða Ásatrúarfé- lagsins verður á Þingvöllum í 12. viku sumars, þ.e. í kvöld. Allsheijargoðinn mun koma ríðandi niður Almannagjá við blástur fomra lúðra. Lýst verð- ur griðum og staðarhelgi að fomum sið og lögsögumaður segir upp lögin og lýsir kjöri. Athöfnin verður í Öxarár- hólma og að henni lokinni verð- ur blótveizla í Hótel Valhöll. Þar munu kvæðamenn kveða og glímumenn reyna sig í fang- brögðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.