Morgunblaðið - 07.07.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 07.07.1994, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Handverksvinnustofa opnar í Klausturseli Vaðbrekku, Jökuldal - Hjónin Aðalsteinn Jónsson og Ólavía Sigmarsdóttir í Klausturseli opn- uðu nú á dögunum handverks- vinnustofu. Þar geta gestir og gangandi fylgst með vinnu úr hreindýraleðri og ullarvinnslu og keypt í leiðinni ýmsa muni unna úr hreindýraleðri og ull, allt frá smáhlutum, töskum og púðum upp í allskonar flíkur. Framkvæmdir við vinnustof- una hafa aðeins staðið í eitt ár og er hún nú tekin í notkun full- kláruð. Að sögn Aðalsteins er þetta svar við samdrættinum í hefð- bundnu búgreinum en þessi handverksvinnustofa verður miðstöð hreindýraleðurs sem er sameignarfyrirtæki sem sér- hæfir sig í saumaskap úr hrein- dýraleðri og hefur starfað und- anfarin þrjú til fjögur ár. Hreindýraleður er þannig uppbyggt að sex húsmæður á Jökuldal, Fellahreppi og Egils- stöðum sauma ýmsa hluti úr hreindýraleðri allt frá smáhlut- um svo sem barmnælum, ýmsum stærðum af töskum og veskjum, púðum og ýmsum flíkum svo sem jökkum, drögtum, buxum og vestum. Allt er þetta úr hrein- dýraleðri og saumað eftir máli á hvern og einn svo segja má að þetta séu allt módelflíkur og módelgripir. Hér eftir verður miðstöð Hreindýraleðurs í handverks- húsinu í Klausturseli, þar halda konurnar fundi og námskeið með hönnuðum og skipta milli sína verkefnum jafnóðum og þau berast, þó þær vinni að mestu leyti verkin hver heima hjá sér [tsso) II Olíufélagiðhf Tilboð Tveggja manna tjald Verð 3.330 kr. Tilboð til SAFNKORTSHAFA 2.990 kr. og 2990 punktar inn á safnreikning. Verkfærataska Verð 4.500 kr. Tilboð til SAFNKORTSHAFA 3.990 kr. og 3990 punktar inn á safnreikning. Ferðagasgrill Verð 5.150 kr. SAFNKORTSHAFAR FÁ AÐ AUKI 5150 punkta inn á safnreikning. SAFNKORT ESSO Enginn kostnaður, aðeins ávinningur! ^ssbj Olíuféiagifi hf Morgunblaðið/Kári Jónsson * Anægðar með veiðina SYSTURNAR Steinunn Jóhanna og Kristbjörg Lilja Sigurðardæt- ur voru önnum kafnar við báta- bryggjuna á Laugarvatni við hornsílaveiðar. Þær voru ánægð- ar með veiðina en sögðu horn- sílin stinga sig í fingurna. Veður- blíða var um helgina og fjöldi fólks á svæðinu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Á handverksvinnustofunni í Klausturseli eru unnir ýmsir munir allt frá barmnælum upp í buxur og vesti. Fjöldi manns fagnaði 25 ára afmæli Kjöríss hf. í Hveragerði 6.000 frostpinnar borðaðir í veislunni Hveragerði - Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Hveragerði á laugar- daginn en þá hélt Kjörís hf. upp á 25 ára afmæli fyrirtækisins. Talið er að á milli 2-3.000 manns hafi komið og heimsótt fyrirtækið á afmælisdaginn. Fjöldi skemmtikrafta tróð upp og glöddu gestina. Mikla athygli vakti sýning á vel þjálfuðum hundum frá Hundaskóla Guðrúnar, torfærubíll Haraldar Péturssonar vakti mönnum ugg í brjósti er hann keyrði með miklum látum yfir 4 bíla og Magnús Scheving hleypti lífí í stirða limi og lét gesti fara í þolfimi. Ýmsar uppákomur voru síðan í tengslum við afmælið út um allan bæ. Meðal annars var metaðsókn í sundlaugina í Laugarskarði um morguninn en þá var ókeypis í sund, lúðrablástur og harmonikuleikur á laugarbakkanum og ís fyrir alla gesti. Að sögn Jóns Inga Jónssonar, sölustjóra Kjöríss hf., þá gaf fyrir- tækið í kringum 6.000 frostpinna þennan dag og er það trúlega ís- landsmet í ísáti. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir ÞAÐ VAR líf í tuskunum af afmælishátíð Kjörís um helgina. M.a. hleypti Magnús Scheving líf í stirða Iimi afmælisgesta. Island -mr-^o) Sækjum w^þaðheim! SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.