Morgunblaðið - 07.07.1994, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
'44 Hvað kostar brúðkaupsveislan?
Veisluþjónustan islandskostur Kokkteill/ pinnamatur (per mann) 1.500 - m/öllu + brúðarterta Kaffihlaðborð, smáréttir (per mann) 750-950,- kaffib. Kalt borð/ hlaðborð ( per mann) 950 - 2.500 Heitur matur þríréttað (per mann) 2.500,- Fjöldi sala 7 Salarleiga 7.000 - 25.000 Fjöldi í sal hám.-lágm. 60-70 -200 Bókanir í sumar Lausir af og til, mest I haust Pakkav. m/veit. salarl. lækkar, þjónusta innif.
SEM salurinn Veitingar ekki seldar 1 14.000- 20.000 m/víni -90 Næstum fullbókaður Pakkav. m/öllu m/veit. Salarl. f. þá niður
Listakaffi Listhúsinu 1.000-1.400 1.500 - 2.000 1.800 - 2.500,- 1 50.000 - 60.000 -100 Nýr, og því lítið bókaður
Gaflinn 950.- 900,- 2.000 - 2.200 1.850,- 2 innifalin í veitingaverði 60 í minni sal 100-120 ístærri Mikið pantað Pakkaverð m/öllu í veit. Engin salarl.
Hraunholt 1.050-1.350 1.750-2.450 1.750-2.450,- 1 innifalin í veitingaverði 190, en má minnka salinn Upppantaður Pakkaverð I veitingaverði, engin salarl.
VeislusalurVR Ámnúla40 Veitingar ekki seldar 1 15.000,- 100 Laus af og til vssemsmamuiaamaueaaak Ekki pakki. Salarl. og þjón. ekki innif.
Veislurisið (háð samkomul.) 1.400-1.600 1.700,- kabarett borð 1.900-2.000,- leiga f. niður 2 16.000,- 60-70 80-150 Laus af og til
Skútan 1.100-1.310 1.430,-kaffi 1.600-1.800, smár. 2.500,- 1 innifalin í veitingaverði 60 -150 Næstum upppantaður Pakki, allt inni i veit.verði, þjón. skreyt. o.s.fr.v.
Óðinsvé 2.430,- m/vini 2.200 + vín -kaffib. 3.590 +smár.+vín 2.700,- 2.490 - 3.690,- 1 Engin 80 1 sæti 150 standandi Laus af og til Pakki m/öllu nema brúðartertu
Viðeyjarstofa 2.430,- m/víni 2.200 + vín -kaffib. 3.590 +smár.+vín 2.700,- 2.490 - 3.690,- 1 Engin 170 stand. 250 húsið Vinsælt Pakki m/öllu nema brúðartertu
Hagkaup, Kringlunni
Framleiða
ferskt
eggjapasta
í SÍÐUSTU viku var opnuð ný
deild í Hagkaup, Kringlunni, þar
sem framleitt er ferskt eggjapasta.
Framleitt er ferskt eggjapasta
eftir óskum neytenda og tilbúið í
pakkningum. Til að byrja með verð-
ur framleitt hreint eggjapasta en
kryddað pasta kemur í kjölfarið.
Sölutími vörunnar eru þrír dagar
og engum aukaefnum eða rotvarn-
arefnum er bætt út í pastað sem
er framleitt úr hveiti, eggjum, vatni
og kryddi. Til að bytja með verða
níu tegundir framleiddar. Kílóverðið
er 399 krónur. Stendur til að selja
Hagkaups-pastasósur í deildinni
þegar fram í sækir.
í SUMAR mun fjöldinn allur af ást-
föngnum pörum ganga í það heil-
aga. Blaðamaður neytendasíðunnar
kannaði veisluþjónustu og sali, hvað
væri í boði, og hvað slík þjónusta
kostaði.
Verð sem gefín eru upp miðast
við hvern einstakling sem boðið er.
Ef haldin er 80 manna veisla með
kvöldverðarboði í Perlunni, og veit-
ingar kosta 3.250 kr. á mann, og
vín kostar aukalega 1.000 kr. á
manninn, þá er heildarkostnaður við
borðhaldið um 340.000 kr.
Hvert brúðkaup er einstakt og
kröfunar misjafnar. Því er erfitt að
njörfa verð niður á veitingum, en
þessi listi ætti að gefa nokkra hug-
mynd um kostnað brúðkaupsveisla.
Nokkrir möguleikar eru í boði.
Hægt er að fá sal leigðan án veit-
inga og þjónustu, og þá þarf fólk
að gera allt sjálft, eða að snúa sér
til veisluþjónustu. Svo eru til svokall-
aðir pakkar. Þar er yfirleitt allt inni-
falið í verði; veitingar, þjónusta, sal-
ur, skreytingar og stundum brúðart-
erta. Einnig er misjafnt eftir stöðum
hvað er aukalega innifalið í pökkun-
um, og verð stundum háð samkomu-
lagi.
Veitingar eru oftast ferns konar,
kaffihlaðborð, pinnamatur eða smá-
réttir, kalt borð þ.e. hlaðborð og heit-
ur matur sem er yfirleitt þrírétta. í
þeim verðum sem gefin eru upp á
töflunni eru vín yfirleitt ekki innifal-
in. Á veitingarhúsum er vín selt á
staðnum, en í almennum sölum má
koma með sitt eigið vín. Tekið skal
fram að ekki var gerð gæðakönnun
heldur aðeins gróf verðkönnun.
Morgunblaðið/Kristinn
SVERRIR Agnarsson og Þórður Höskuldsson.
Týndi hlekkurinn
fyrir hjólreiðamenn
NÝ hjólreiðaverslun hefur verið
opnuð í miðbæ Reykjavíkur. Hún
berheitið Týndi hlekkurinn og
segja eigendur hennar að mark-
mið þeirra sé að koma betur til
móts við áhugafólk um hjólreiðar
en hingað til hefur tíðkast hér á
landi. „Við erum allir vanir hjól-
reiðamenn og þekkjum því óskir
viðskiptavinanna og þau vanda-
mál sem upp geta komið hjá
þeim,“ segir Sverrir Agnarsson
einn eigendanna.
Til dæmis eru langflestir hjóla-
hnakkar hannaðir fyrir karla og
valda konum ýmsum óþægindum,
segir hann og álítur að það sé ein
helsta ástæða þess að þær hjóli
ekki meira en raun ber vitni.
Þeir félagar flytja meðal annars
inn hjólahnakka sem sérstaklega
eru hannaðir fyrir konur og einn-
ig hjólreiðafatnað sem er sniðinn
fyrir konur. Auk þess skipuleggja
þeir ókeypis hjólreiðaferðir sem
allt áhugafólk getur tekið þátt í.
„Við höfum farið í Heiðmörk og
í Bláa lónið og síðar í sumar ætl-
um við að fara í hjólreiðaferð
yfir Langjökul."
Afgreiðslutími verslunarinnar
er sveigjanlegur. Sverrir segir að
á hverjum degi sé opið til kl. 20
og stundum til miðnættis. Þá sé
jafnframt opið um helgar. Þar er
hægt að fá leigð hjól og segja
eigendurnir stoltir frá því að að-
eins séu leigð 21 gíra hjól. Leigu-
verð er 1.000 krónur á dag, en
afsláttur er veittur ef hjól eru
leigð í lengri tíma.
„Við leigjum og seljum sérstak-
lega hannaðan ferðabúnað fyrir
hjól, til dæmis Ortlieb-töskur og
sérpöntum dýrari vara-og fylgi-,
hluti fyrir viðskiptavini okkar.“ í
Týnda hlekknum getur fólk fengið
Ieiðbeiningar um hjólreiðaferðir og
útbúnað og er sú þjónusta ókeypis.
„Við höldum líka ýmis námskeið,
til dæmis viðgerða-og viðhaldsnám-
skeið og ferðanámskeið. Áhugi á
hjólreiðum hefur aukist gífurlega
á síðustu þremur árum og okkur
hefur þótt vanta góða ráðgjöf í
verslunum og að hjól séu útbúin
að þörfum hvers og eins. Þess
vegna erum við týndi hlekkurinn."
Verðkönnun vikunnar
Brúðkaupsveisla
fyrir 80 manns kostar
allt að 400 þúsund kr.