Morgunblaðið - 07.07.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 17
ERLENT
Yirkar áfengi sem
ástalyf á konur?
London. The Daily Telegraph.
FINNSKIR vísindamenn hafa
komist að því, sér til furðu, að
áfengi er konum ástarlyf. í rann-
sóknum þeirra, sem sagt var frá í
Nature, kom í ljós að magn karl-
hormónsins testósteróns í blóði
kvenna eykst mjög 1-2 tímum eft-
ir að þær neyta áfengis en það
sama á ekki við um karlrnenn.
Telja vísindamennimir við Áfeng-
isrannsóknarstofunina í Helsinki
að testósterón-aukningin kunni að
skýra það hvers vegna konur finna
fyrir kynferðislegri örvun er þær
neyta áfengis.
Mest voru áhrifin hjá konum
sem taka getnaðarvamarpillu og
hjá þeim sem höfðu egglos á þeim
tíma sem athugunin var gerð. 100
ungar konur tóku þátt í henni og
drakk helmingur þeirra lítið magn
áfengis með nokkurra daga milli-
bili en hinn helmingurinn fékk
óáfenga drykki. Hjá hinum fyrr-
nefndu jókst testósterón-magn í
blóði hratt skömmu eftir neyslu
áfengis, en lækkaði lítillega hjá
hinum. Ekki er vitað hvers vegna
þetta gerist, en vísindamennirnir
geta sér þess til að testósterón-
magnið aukist þegar líkaminn
brjóti niður áfengið.
LOKAUTKALL
4 4
QAT%AE3
Æ^URVALUTSYN
trygging hrir gæðum
Lágmúla 4,
{ Hafnarfirði, í Keflavík,
á Akureyri, á Selfossi
- og bjá umboðsmönnum um land allt.
Olli Clinton
falli dollars?
GUENTER Rexrodt, fjármála-
ráðherra Þýskalands, gagn-
rýndi Bill Clinton, Bandaríkja-
forseta, harkalega í gær, og
sagði að óvissa um fjármála-
stefnu forsetans hefði veikt
stöðu dollarans. Sagði Rexrodt
að klaufaleg tök Clintons á við-
skiptaeijunum við Japan, auk-
inn fjárlagahalli Bandaríkjanna
og óvissa um fjármögnun á
mikilvægum umbótum þar í
landi hefði valdið þrýstingi á
fj ármálamörkuðum heimsins.
Gorbatsjov
segist ábyrgur
MIKHAÍL
Gorbatsjov,
fyrrum leið-
togi Sovétríkj-
anna, viðiu’-
kenndi í gær
að hann hefði
sjálfur skipað
fyrir um skrið-
drekar skyldu sendir til Bakú,
höfuðborgar Azerbaidzjan, í
aðgerðunum árið 1990, sem
kostuðu nærri 150 manns lífið.
Gorbatsjov hefur aldrei opin-
berlega tekið á sig ábyrgð á
valdbeitingu hersins í átökun-
um í Bakú 1990, Tiblisi 1989,
eða Vilnius 1991.
Tívolí opið
í vetur
TÍVOLÍ í Kaupmannahöfn
verður opið jrfir vetrartímann í
fyrsta skipti í 150 ára sögu
þess, á vetri komanda. Tívolfið
hefur hingað til einungis verið
opið frá því seint í apríl fram
í miðjan september, en nú á
líka að hafa opið frá miðjum
nóvember til desemberloka.
Andreotti
ákærður
SAKSÓKN-
ARAR á Ítalíu
hafa í fyrsta
skipti ásakað
fyrrum for-
sætisráðherra,
Giulio Andre-
otti, um að
vera félagi í
Mafíunni. Þetta kom fram í ít-
ölskum fjölmiðlum í gær. Var
sagt að saksóknararnir hefðu
hert ásakanir sínar í garð
Andreottis úr því að segja hann
tengdan Mafíunni í að hann
væri fullgildur félagi þar.
Andreotti
Alvöru fjallahjól
OPID
LAUGARDACA
FRÁ KL. 10-14
Reiohjólaverslunin JIg3§E&
ORNINNP'
SKEIFUNNi 1 V
VERSLUN SÍMI 889890 - VERKSTÆÐI SÍMI 889891
HS
RAÐGREIÐSLUR
Sendum um land allt
f C-gír6 og póstkröfu
TREK USA (og JAZZ by TREK) eru Nr. 1 í Bandaríkjunum og á íslandi, meö ævilanga
ábyrgö (á stelli og gaffli), enda bandarísk hönnun í sérflokki.
t15 gíra, 26" hjól \ mörgum litum og stærðum, kr. 23.900 stgr.
B Y T R E K V7(§)[L‘U%\®[M 18 gíra, 26" hjól, kr. 24.963 stgr.
TREKusa
LLTZáMA©/? í mörgum stæröum og Irtum:
Model 800...18 gira, 26" hjól... kr. 27.936 stgr. Model 830...............21 gíra, 26" hjól... kr. 39.570 stgr.
Model 820...21 gíra, 26" hjól... kr. 34.868 stgr. Model 830 SHX, með dempurum...21 gíra, 26" hjól... kr. 47.763 stgr.