Morgunblaðið - 07.07.1994, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.07.1994, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ íslenska skóla- kerfið í molum ÞAÐ ER erfítt að fagna 50 ára afmæli lýðveldisins og líta björtum augum á framtíðina, því mjög alvarlegir hlutir eiga ^sér stað í íslenska skólakerfínu. Þegar við horfum til baka yfir þetta hálfrar aldar tímabil, hafa ýmsar nýjungar litið dagsins ljós í skólamálum, en oftast hefur skort ijár- magn til að fylgja þeim eftir, því hefur viðun- andi árangri ekki verið náð. Enn í dag erum við með tvíset- inn grunnskóla og sjáum ekki fram á örar breytingar næstu árin, því við höfum enga nothæfa og raunsæja menntastefnu í skóla- *' lkerfinu. Það fjármagn sem stjórn- völd hafa til ráðstöfunar hefur farið í að standa undir lífsgæða- kapphlaupi landans í stað þess að nota peninga skattgreiðenda til að byggja upp skólakerfí sem er boðlegt í nútímaþjóðfélagi. ís- lenska þjóðin hefur kosið að eyða peningunum i óarðbærar fram- Birna Björnsdóttir kvæmdir t.d. dýrar byggingar frekar en að fá betri skóla fyrir börnin. Ég er nýkomin úr náms- og kynnisferð í breska grunnskóla. Þar varð ég margs vís- ari um hvernig Bretar byggja upp metnaðar- fullt skólakerfi þar sem skipulagsleysi og ómarkvisst skólastarf er litið mjög alvarleg- um augum, ekki bara af stjórnvöldum heldur líka af alþýðunni. Mikl- ar kröfur eru gerðar til skólanna, bæði kennara og stjórnenda þeirra. Það sem breskir skólar hafa framyfír íslenska skóla er einkum einsetning grunnskól- ans, agi og raunsæ menntastefna. Við þurfum heldur betur að taka til höndum ef við viljum að börnin okkar hljóti ágæta menntun. Einsetning grunnskólans og lenging skólaársins í Bretlandi eru flest börn í skól- anum frá klukkan 8.50-15.30 hvort sem þau eru að stíga sín ' J / Ú - . - ■ ■ . LOFTA PLÖTUR Nýkomin sending EINKAUMBOÐ co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Framleiðum áprentaða tau-burð- arpoka. Lágmarkspöntun 30 stk. Bolir, húfur og svuntur. Húfu og tauprent, s sími 91 -887911 40% afsláttur af öllum uppfærslum. A Með því að nýta möguleikann á uppfærslu Novell NetWare fyrir 31. júlí 1994, velur þú að njóta þess besta sem kerfið býður upp á hverju sinni. Og þú færð þar að auki 40% afslátt af listaverði - í boði Novell og Tæknivals hf. Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 fyrstu skref í skólagöngu eða eru komin lengra á veg. Sumum kann að fínnast þetta vera langur skóla- dagur. En í þeim skólum sem ég heimsótti mátti fínna fyrir mjög þægilegu andrúmslofti og virtust nemendurnir vera nokkuð afslapp- aðir. Þeir voru ekki stressaðir eins og íslenskir grunnskólanemendur eru oft á tíðum, þar sem kennarar þurfa að hafa sig alla við til að komast yfir sem mest námsefni á sem stystum tíma. Og í slíku tíma- hraki gefst lítill tími til að fara dýpra í námsefnið og að sinna þörfum einstakra nemenda. Með einsetningu skólans skap- ast aftur á móti það rými sem þarf til að sinna þörfum hvers ein- staklings og gefst svigrúm til að hveit barn njóti markvissrar bók- og verkmenntunar ásamt tíma til leikja. Það er einnig nauðsynlegt að lengja skólaárið. Þá gæfist tími til að bijóta upp hefðbundið skóla- starf með ferðalögum, þemavinnu og fleiru. Það gefur börnunum tækifæri á auknum þroska á hin- um ýmsu sviðum. Það sem hefur verið að gerast á íslandi er tilboð stjórnvalda um svokallaðan heilsdagsskóla. En rétt er að benda á að það starf á ekkert sameiginlegt með einsetn- um skóla og getur alls ekki komið í staðinn fyrir hann. Heilsdags- skólinn er einungis gæsla barna og er sem slíkur eins og hver ann- ar dvalarstaður. Starf heilsdags- skólans er ekki fellt í námsskrá nemenda þar sem ekki er skylda að vera í heilsdagsskólanum, auk þess sem foreldrar þurfa að borga fyrir veru barnanna þar. Við verð- um því að vera meðvituð um það, að þetta tilboð um heilsdagsskól- ann er einungis tilboð um gæslu en ekki aukna menntun barnanna okkar. Ef okkur er annt um vel- ferð þeirra verðum við að setja þá kröfu á stjómvöld að gera ein- setningu skólanna að forgangs- verkefni. Eitt af einkennum ís- lenskra barna er aga- leysi, segir Birna Björnsdóttir, og vinna með agavandamál er að verða eitt af stærstu verkefnum skólanna. Við erum komin svo langt af leið í okkar skólamálum að það námsefni sem við erum að bjóða 8 ára börnum hér á landi er sam- bærilegt við námsefnið í 6 ára bekk í Bretlandi og það bil helst upp allan grunnskólann. Enda hafa margar kannanir á kunnáttu íslenskra barna miðað við önnur lönd sýnt svart á hvítu að ýmis- legt vantar upp á að kunnátta þeirra sé viðunandi. Agi Eitt af einkennum íslenskra barna er agaleysi og vinna með agavandamál er að verða eitt af stærstu verkefnum skólanna. Hingað til höfum við verið stolt af börnunum okkar, hversu fijáls og sjálfstæð þau eru, en við höfum gleymt okkur. Margir líta á agann sem neikvætt afl til stjórnunar. En agi er ekki það að beija barn til hlýðni, heldur að hjálpa barninu að lifa í nútímaþjóðfélagi þar sem ákveðnar reglur gilda og að vinna í hóp, þar sem nauðsynlegt er að taka tillit til annarra. Við kennarar þurfum í auknum mæli að takast á við ýmis aga- vandamál innan skólans. Vanda- mál sem eru fátíð í öðrum löndum. Þar eru börnin markvisst gerð meðvituð um að agi og jákvæð hegðun sé leið til að ná árangri í lífínu og ber að verðlauna. Við getum ekki alltaf troðið okkur fremst í röðina eða hvað? Margir foreldrar færa sig undan því að beita bamið sitt aga. Þeir bíða með það í lengstu lög og ætlast til að kennarar sjái um hlut- ina. Það gengur auðvitað ekki upp. Einn kennari með 24-28 börn í einu, aðeins hluta úr degi, getur ekki tekið slíkt uppeldishlut- verk að sér, jafnframt því að reyna að kenna börnum samkvæmt námsskrá. Við verðum að gera foreldra ábyrga fyrir því að barnið læri að umgangast aðra og beri virðingu fyrir öðru fólki og eigum annarra. Foreldrar verða að vera ábyrgir fyrir hegðun barna sinna hvort sem það er í skólanum eða annars staðar. Raunsæ menntastefna Eins og kom fram hér að fram- an vantar okkur íslendinga not- hæfa og raunsæja menntastefnu, sem nær til barna frá 6-16 ára aldurs. Eins og staðan er í dag er hver skóli að pukrast í sínu horni og lítil sem engin tengsl eru á milli skólanna. Fólk veit almennt lítið um hvað er að gerast í hveij- um skóla fýrir sig og hvaða kröfur á að gera til gæða skólastarfsins. Takmarkað eftirlit er með skólun- um og eina aðhaldið er á sviði fjár- mála, annað virðist skipta litlu máli. Skólar eru t.d. ekki skyldað- ir til að birta námsskrá og þróun- aráætlun fyrir hvert ár, hvernig þeir ætli að starfa, hvaða mark- miðum þeir hyggjast ná og hvern- ig þeir ætla að fara að því að ná þeim markmiðum. Margir skólar senda reyndar námsskrá heim til nemenda sinna, en þar koma ein- ungis fram markmið og námsefni hverrar greinar eða árgangs, en ekki hvernig skólinn sem heild, ætlar að fara að því að ná þessum markmiðum eða gefí almennt mat á því hvernig til hefur tekist und- anfarin ár. Það vantar mikið upp á fagleg- an metnað skólanna og markviss- ari vinnu þannig að enginn tími fari til spillis. Við megum ekki bjóða börnunum upp á eitthvað námsefni, námsefnisins vegna, við verðum að vera meðvituð um til- gang og markmið og hvaða leiðir eru bestar til að skila þeim árangri sem við viljum ná. Framundan eru tímar mikillar óvissu í íslensku skólakerfi, þ.e. tilfærsla skólanna yfir til sveitar- félaganna. Ég fæ ekki séð hvernig lítil sveitarfélög eigi að standa undir svo miklum rekstri. Sérstak- lega ekki í landi þar sem skólakerf- ið þarfnast jafn mikillrar endur- skoðunar eins og hjá okkur. Ég held það væri nær að stjórnvöld reyndu að vinna að markvissri uppbyggingu skólakerfísins og koma á einsetnum grunnskóla í stað þess að velta allri ábyrgðinni yfir á misjafnlega félítil sveitarfé- lög. Höfundur er kennari í Reykjavík. Hagsmunir starfsmanna Keilis verði tryggðir SÚ FRÉTT birtist á baksíðu Morgun- blaðsins 29. júní sl. að ákveðið hefði verið að segja upp bílstjór- um hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og bjóða störf þeirra út. Jafnframt kemur fram í fréttinni að uppsagnirnar hafi komið viðkomandi starfsmörinum á óvart. Ef draga þarf sam- an í umsvifum og mannahaldi hjá aðil- um af þeirri stærð sem hér um ræðir, þá er ekki óeðli- legt að álykta sem svo að ákvarð- anir sem þessar séu teknar í nokkru samráði og með fullri vitn- eskju þeirra starfsmanna sem eiga það á hættu að missa atvinnuna. Starfsmenn sem hafa starfað jafn- vel óslitið í 40 ár við sama starfið hjá sama aðila eiga að mínu viti þennan móralska rétt. Við þær aðstæður sem nú hafa Kristján Pálsson skapast í stöðu þessara manna tel ég öll rök hníga að því, að stjóm- völd, sem geta haft mik- il áhrif á hvernig lyktir þessa máls verða, beiti sér fyrir því að hags- munir þessara starfs- manna verði tryggðir. Ég hvet því utanríkis- ráðherra eindregið, sem æðsta eftirlitsaðila í þessu máli, til að gera aðilum í bílstjórafélag- inu Keili mögulegt að taka þetta verkefni í sínar hendur í eigin hlutafélagi. Með því móti væru hagsmunir þessara starsfmanna best tryggðir og varnarliðið náð sínu fram um útboð á akstrinum. Ég hvet utanríkisráðherra einn- ig til þess að taka til sérstakrar athugunar að þegar útboð og breytingar á starfsháttum ein- staklinga og fyrirtækja eru nauð- synlegar í kringum þá miklu starf- semi sem er hjá varnarliðinu á Utanríkisráðherra er hvattur til þess af Krist- jáni Pálssyni, að gera bílstjórum í Keili mögu- legt að taka að sér akst- ur fyrir vamarliðið í eigin hlutafélagi. Keflavíkurflugvelli, að hafa ákvarðanir það tímanlegar að þær þurfi ekki að koma þeim sem málið varðar á óvart í uppsagnar- bréfi. Sú starfsemi sem þarna er krefst ekki svo tafarlausra úr- lausna yfirleitt, að ekki vinnist tími til langrar skipulagningar og að- lögunar fyrir starfsmenn sem þeir geta sætt sig við. Ég tel að slík vinnubrögð væru öllum að skapi. Höfundur er fv. bæjarsljóri í Njarðvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.