Morgunblaðið - 07.07.1994, Side 39

Morgunblaðið - 07.07.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994 39 BRÉF TIL BLAÐSINS BRÉFRIT^RI skorar á fólk að athuga rétt sinn í stéttarfélagi sínu, svo það lendi ekki í þeirri aðstöðu sem um getur í bréfinu. Stolin reiðhjól - neyðarkall! Ert þú félags- maður? Frá Herdísi Brynjarsdóttur: ÉG LENTI í þeirri ógæfu að missa manninn minn í vinnuslysi. Hann var verkamaður og borgaði sín stéttarfé- lagsgjöld til Dagsbrúnar í nokkur ár samfleytt. Því hélt ég að hann væri skráður félagsmaður, en annað kom á daginn þegar hann féll frá og ég fór að leita réttar míns hjá Dagsbrún. Þar var mér sagt að hann hafði ekki verið fullgildur félagsmaður vegna þess að hann sótti ekki form- lega um félagsaðild á þar til gerðu formi. Mér var neitað um dánarbæt- ur, þar sem Dagsbrún líftryggir ein- göngu fullgilda félagsmenn, og stóðu forsvarsmenn félagsins fast á því að líta ekki á Siguijón, manninn minn, sem fullgildan féiagsmann — þótt hann hefði greitt til félagsins til nokkurra ára. Réttur minn er enginn Dagsbrún auglýsir að félagsmenn þess séu slysatryggðir allan sólar- hringinn, allan ársins hring, en þau félagsgjöld sem maðurinn minn greiddi hafa verið til einskis, þar sem réttur minn til þess að sækja dánar- bætur við fráfall hans var enginn. Skylduaðild að stéttarfélagi er ekki lengur til staðar, og þess vegna væri það nauðsynlegt og sjálfsagt að stéttarfélög sendi félagsmönnum sem greitt hafa til félagsins í þijá mánuði eða lengur umsóknareyðu- blöð, ásamt greinargóðum upplýs- ingum um mismunandi rétt þeirra sem eru fullgildir félagsmenn, þ.e. þeirra sem sótt hafa um formlega og þeirra sem ekki æskja þess að vera í stéttarfélagi. Slíkar upplýs- ingar höfðum við hjónin aldrei séð. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir stjórnendur Dagsbrúnar eða annarra stéttarfélaga að tölvukeyra lista yfir þá sem borga til félagsins, á þriggja til sex mánaða fresti, og senda tryggingafélagi sínu, þannig að þeir sem hafa borgað félagsgjöld í þijá mánuði eða lengur séu tryggðir og skráðir sem félagsmenn (eftir að þeir óska eftir félagsaðild) og öðlist réttindi samkvæmt því. Þeir sem hunsa slíkar upplýsingar eru í raun að neita félagsaðild. Það ætti að vera skylda verkalýðs- félaganna að sjá til þess að þeir sem eru „ófullgildir" verði fullgildir fé- lagsmenn, því þessi tveir hópar borga jafnt í félagsgjöld. Athugið rétt ykkar! Verkalýðsfélögin ættu að standa vörð um rétt þeirra sem vilja vera í stéttarfélagi og greiða sín gjöld reglulega, en standa í þeirri trú að innborguð gjöld séu ígildi félagsað- ildar. Ég er ansi hrædd um að það séu fleiri en ég sem standa í þeirri trú að þeir eða makar þeirra séu fullgild- ir félagsmenn vegna þess að þeir hafa greitt reglulega til félagsins. Því skora ég á fólk að athuga rétt sinn í stéttarfélagi sínu svo að það lendi ekki í minni aðstöðu. Það er nógu sárt og erfitt að missa ástvin sinn, þó ekki þurfi að hafa íjárhagsáhyggjur og vita ekki hvern- ig eigi að framleyta sér og börnum sínum. HERDÍS BRYNJARSDÓTTIR, ekkja Dagsbrúnarmanns, Sundlaugavegi 10, Reykjavík. Frá Guðrúnu Ólafsdóttur: REIÐHJÓLAÞJÓFNAÐUR hefur færst í vöxt og í Reykjavík hafa borist u.þ.b. 250 tilkynningar til lög- reglunnar um þjófnað á reiðhjólum fyrstu sex mánuði ársins. í fyrra var talan 435 yfir allt árið. Er þetta orðin slík plága að hjól- reiðafólk getur varla skilið eftir far- kosti sína úti við, því óprúttnir ná- ungar svífast einskis og draga upp tól sín og saga í sundir lásana ef svo ber undir, jafnvel í augsýn ann- arra. Þannig tapa margir hjólunum sínum í hendur þeirra sem svo marg- ir hveijir losa sig við þau fyrir pen- ing. Reiðhjól eru misdýr, sum hver slaga hátt í 100.000 kr. eða jafnvel þar yfir. Reiðhjólaþjófar slægjast auðvitað oft eftir þessum dýrari hjól- um og selja þau svo á margfalt lægra verði, hveijum sem vi!l. Dæmi er um að þeir reyni að selja þau sjómönnum á útlenskum skipum, í Kolaportinu, eða jafnvel úti á götu. Sá sem kaup- ir stolið reiðhjól er í klípu, hann er ekki réttlátur eigandi hjólsins frekar en þjófurinn þrátt fyrir að hafa borg- að fyrir það. Láttu ekki blekkjast. Það getur hljómað vel að geta feng- ið vel útbúið fjallahjól á 20.000 hjá einhveijum manni úti á götu í stað þess að borga fyrir það 80.000 kr. úti í búð. En staðreyndin er sú að þeir sem kaupa stolin hjól eru í raun meðsekir þjófnum og geta allt eins átt von á því að mæta hinum rétta eiganda hjólsins sem getur auðvitað krafist þess að fá hjólið sitt til baka. Þetta er leiðindamál fyrir alla nema þjófinn, sem græðir illa fengið fé. Til að kippa fótunum undan þess- ari gróðastarfsemi þarf að eyði-. leggja markaðinn fyrir þessi hjól sem tekin eru ófijálsri hendi. Ef þú ætlar að kaupa notað hjól þarftu að vera viss um að það sé ekki stolið, að sá sem er að selja það sé hinn rétti eigandi þess. Það getur verið erfitt að vera viss um að hjólið sé ekki stolið. Best er að þekkja eigandann og hægt er að biðja um sölunótu sem fólk vonandi varðveitir þaðan sem hjólið var upphaflega keypt. Fyrir- tækið Vari hefur verið hjólreiðafólki ^ innan handar og boðist til að skrá hjól. Þannig að reynandi er að hafa samband við þá og athuga hvort þeir hafi upplýsingar um viðkomandi hjól. Tekið skal fram að lögreglan heldur ekki skrá yfir stolin hjól, þ.e.a.s. upplýsingar um hvert og eitt, þannig að ekki er hægt að leita til hennar til að athuga hvort ákveðið hjól sé stolið. Til að vera öruggur um að kaupa ekki köttinn í sekknum er best að kaupa aldrei hjól af ein- hveijum sem maður þekkir ekki. Til að sporna við reiðhjólaþjófnaði verður að gera þjófunum erfitt fyrir þegar þeir vilja losna við hjólin. Ef enginn markaður er fyrir stolin hjól er ekki lengur gróðavænlegt að saga í sundur hjólalása út um allan bæ. Þetta veltur á þér, neytandi góður, farðu varlega í sakirnar þegar þú hefur hug á því að kaupa notað hjól. Vertu viss um að það hafi ekki ver- ið tekið ránshendi, þannig gerirðu sjálfum þér greiða og einnig þeim rétta eiganda sem situr eftir með sárt ennið, hjólhestalaus. GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, félagi í íslenska fjallahjólaklúbbnum, Miklubraut 20, kj., Reykjavík. Kynningardagar í Habitat: Boun húsgö FATASKAPAR Vandaðir og fallegir skápar. Tvær gerðir. HILLUR Stórar og litlar hillur. • —- ~v~ ' * » : t v: ' K0MM0ÐUR Ýmsar stærðir. 3, 5 eða 6 skúffur. RUM 0G NATTBORÐ Rúm með eða án fótagafls. Breiddir 90, 140 og 160 cm. habitat HÚSQÖQN FINQÖNQU ÚR HÆKTUDUM 8KÓQII s <1 habitat LAUGAVEGI 1 3 - SIIVII (91) 625870 OPIÐ VIRKA DAGA 10.00 - 18.00 OG LAUGARDAGA 10.00 - 14.00 KISTUR Hentugar geymslur fyrir fatnað, rúmteppi, sængurverasett o.fl. ÖLL HELSTU GREIÐSLUKJÖR: VISA r) ^ - ' —iXlan HABITAT í 30 ÁR Á ALÞJÓÐAVETTVANGI 1964 - 1994 • ÍSLAND • ENGLAND • FRAKKLAND • SPÁNN • HOLLAND • SINGAPORE • MARTINIQUE • BELGÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.