Morgunblaðið - 07.07.1994, Page 40

Morgunblaðið - 07.07.1994, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ , 40 FIMMTUÐAGUR 7. JÚLÍ 1994 KÍNA N/ESTA SKEMMTI- OG FRÓÐLEIKSFERÐ TIL KÍNA VERÐUR FARIN 16. SEPT., EN ÞETTA VERÐUR 22 DAGA FERÐ, VÍDSVEGAR UM LANDIO. HEILDARVERD, ALLT MED ÖLLU, ER KR. 162.500,- VIÐSKIPTAFERÐ Á VÖRUSÝNINGUNA f GUANGZHOU (KANTON) VERÐUR FARIN ÞANN 12. OKT. OG KOMIÐ HEIM ÞANN 23. OKT. FYRIR UTAN GUANGZHOU, VERÐUR FARIDTIL HONG KONG OG BEIJING. UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR, BALLETTMEISTARI, ER FARARSTJÓRI FERÐANNA OG MUN KYNNA FERDIRNAR í DANSI, MÁLI OG MYNDUM Á KÍNA- KVÖLDI Á VEITINGASTADNUM SHANGHAÆ, SÍM116513. UNNUR GEFUR UPPLÝSINGÁR UM FERÐIRNAR OG TEKUR Á MÓTI PÖNTUNUM NÚ ÞEGAR í SÍMA 12596. KÍNAKLÚBBUR UNNAR Reykjahlíð 12, sími 12596. Vampyr 7100 1300 wött, stillanlegur sogkraftur, dregur inn snúruna, 4 föld sía innbyggS fylgihluta- geymsla. Litur: Jökulgrá. Ver& kr.14.501,- Stgr. 13.776,- ◄gggjj Vampyr 7200 1300 wött, stillanlegur sogkraftur, 4 föld sía,dregur inn snúruna, innbyggð fylgihlutageymsla. Litur: RauS. Ver& kr. 15.742,-,- Stgr. kr. 14.955,- Vampyr 8200 1500 wött, stillanlegur sogkraftur, 6 föld sía, dreaur inn snúruna, innbyggS fylgihlutageymsla. Lifur: Hvít. Verft kr. 16.735,-,- Stgr. kr. 15.899,- DlORMSSONHF Lágmúla 8, Simi 38820 Umboismenn um land allt ■ r730 kraftmikil 1 300 wött dregur inn snúruna,4 föld sia 2 fylgihlutur,Litur: Ijósgrá. ver6 kr. 13.678,- Stgr. kr. 12.994,- I DAG Farsi 7-9 ,CM994FaTCtgCartoonj2isjnbu|ed^^ UA/S&t-ASS/caocTUAa-T // bókxxbct&iru i/'iLjc encbur- t- þ&/~peningariCL." SKÁK Umsjón Margeir Pctursson ÞESSI STAÐA kom upp á afar öflugu skákmóti í Las Palmas á Kanaríeyjum í vor. Búlgarinn Veselin Topalov hafði hvítt og átti leik, en Lettinn Aleksei Shirov var með svart. Sjá stöðumynd Hvítur sem er manni undir getur nú drepið á f8, en eft- ir 26. exf8=D+ — Rxf8 verð- ur hann að leggjast í vörn vegna hótunarinnar 27. — IIa8. Topalov fann sterkari leik: 26. Re6! og Shirov gafst upp, því eftir 26. — fxe6, 27. Dxg6+ - Kh8, 28. Hd4 blasir við mát á h4. Gata Kamsky sigraði á mótinu en Anatólí Karpov, FIDE—heimsmeistari, mátti gera sér annað sætið að góðu. Aleksei Shirov er í öðru sætinu á nýjum stiga- lista FIDE með 2.740 stig á eftir Karpov sem hefur 2.780. En hann var heillum horfinn í Las Palmas og varð með neðstu mönnum. FIDE hefur enn ekki tekið þá Ka- sparov og Short inn á stiga- lista sinn. COSPER Umfram allt máttu ekki láta það finna að þú sért hræddur. VELVAKANDI svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Svölu FRIÐRIK Björgvinsson hringdi og vildi þakka Svölu Magnúsdóttur fyr- ir að vekja athygli á gler- bragganum við Iðnó, þetta hús minninganna. Hann vildi bæta við að setja svona bankahólf sem nef á gamla góða Iðnó væri hreint ótrú- legt. Og við sem ættum frábæra arkitekta, s.s. Þorstein Gunnarsson (Viðeyjarstofa, Hólar í Hjaltadal o.fl.). Hann spyr: Hefur þessi snill- ingur ekkert með þetta að gera? Þverslaufumað- urinn Haraldur Blöndal ætti að halda sig við gatnakerfi Reykjavíkur- borgar. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust SJÓNGLERAUGU í dökkbrúnni umgjörð og grænu hulstri töpuðust á Stór-Reykj avíkursvæð- inu í vikunni 6.-12. júni. Finnandi vinsamlega hringi í síma 626486 eða 42524. Fundarlaun. Gallajakki fannst GALLAJAKKI fannst við Hafravatn sl. sunnu- dag. Upplýsingar í síma 674281. Svefnpoki tapaðist GRÆNN dúnpoki í blá- um hlífðarpoka tapaðist á leiðinni frá Asparfelli út í Kaldasel sl. föstu- dag. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 10130 eða 71440. Dagný. Gleraugu fundust SJÓNGLERAUGU í brúnni og gylltri umgjörð fundust við Silfurtún í Garðabæ sl. föstudag. Upplýsingar í síma 652486. BRIDS Umsjón Guóm. I* n 11 Arnarsun „ÞIÐ SPILIÐ fjórða hæsta, ekki satt?“ spurði suður og tók ekki augun af hjarta- þristinum sem lá á miðju borðinu. Andstæðingarnir játuðu því. Þá leit spilið strax betur út. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ G53 9 K6 ♦ 9753 ♦ 8642 Suður ♦ ÁK 9 1052 ♦ ÁKDIO * KDG9 Vestur Norður Austur Suður - - 2 grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: hjartaþristur. Hjartakóngurinn átti fyrsta slaginn og hjarta vamarinnar skiptist 4-4. Allt eins og blómstrið eina, en samt tapaði sagnhafi spil- inu. Hvers vegna? Hann var of sigurviss eft- ir vel heppnaða byijun og spilaði strax laufi í öðrum slag. Vestur drap á ásinn og vömin tók þrjá slagi á hjarta. Sagnhafi vaknaði upp við vondan draum þegar hann. þurfti að finna afkast í síð- asta hjartað. Hvort átti hann að henda tígultíu eða lauf- níu? hann valdi laufníuna. Norður ♦ G53 9 K6 ♦ 9753 ♦ 8642 Vestur Austur ♦ D104 ♦ 98762 9 ÁG83 IIIIH 9 D974 ♦ G842 111111 ♦ 6 ♦ Á7 ♦ 1053 Suður ♦ ÁK 9 1052 ♦ ÁKDIO ♦ KDG9 En var óheppinn. Þetta er dæmigert vand- virknisspil. Suður á að sjá afkastvandræðin fyrir og undirbúa sig með þvi að taka AK í tígli áður en hann spil- ar laufi. Þá veit hann frá hvomm láglitnum hann á að henda. Yíkveiji skrifar... Inn á ritstjórn Morgunblaðsins barst fyrir skömmu fréttatil- kynning, um að stofnuð hefði ver- ið sérstök sveit gegn ofbeldi, sem væri ætlað það hlutverk að stemma stigu við ofbeldi í mið- borginni. I fréttatilkynningunni sagði að sveitin myndi vera á ferli í miðborginni um helgar, stöðva ofbeldi, taka óeirðarseggi úr um- ferð og jafnvel grípa til borgara- legrar handtöku, reyndist þess þörf. Þá fylgdi sögunni að sveitin starfaði með samþykki viðeigandi yfirvalda. Fréttatilkynningin kom blaða- manni spánskt fyrir sjónir og þeg- ar leitað var upplýsinga hjá lög- reglu hafði hún ekkert af þessari sveit heyrt. Yfirmaður hjá lögregl- unni, sem kannaði málið, kvaðst hafa fengið þau svör, að fréttatil- kynningin væri í raun auglýs- ingabrella, til að vekja athygli á leikriti, sem sýningar voru að hefj- ast á. Þar sem Morgunblaðið hafði þegar sagt frá fyrirhuguðum leik- sýningum ákvað blaðamaðurinn að hafast ekki frekar að, enda þótti honum fremur súrt í broti að reynt hefði verið að blekkja hann með þessum hætti. xxx Undrun blaðamannsins var því mikil næstu helgi á eftir, þegar fréttir glumdu úr viðtækinu um framgang þessarar sveitar í miðborginni. A mánudag ákvað hann því enn að kanna hveiju sætti, en fékk sem fyrr þær upp- lýsingar hjá lögreglu, að sveitin væri auglýsingabrella. Aðstand- endur leikritsins hefðu verið á ferli í miðborginni um helgina, en lög- reglan hefði vísað þeim til síns heima, þar sem þeir hefðu verið að grípa inn í störf hennar. Þá sagði annar yfirmaður innan lög- reglunnar að hlutaðeigandi yfir- völd, til dæmis íþrótta- og tóm- stundaráð, hefðu ekkert viljað við þessa sveit gegn ofbeldi kannast. Víkveiji verður að viðurkenna að þarna þykir honum leikhópurinn hafa seilst ansi langt til að vekja athygli á sýningum sínum. xxx Víkveiji lagði leið sína í Kringl- una fyrir nokkrum dögum til að sækja símaskrána sína og kaupa eina kippu af bjór í leið- inni. Klukkan var rétt liðlega sex en Víkverji taldi sig hafa nægan tíma til að reka erindi sín, enda opið til klukkan hálf sjö. En annað kom á daginn. Allar verzlanir Kringlunnar voru opnar svona lengi nema tvær, nefnilega póst- húsið og ríkið! Þessar tvær þjón- ustustofnanir voru lokaðar klukk- an sex. Þetta telur Víkverji alveg dæmi- gert fyrir opinberar stofnanir sem geta farið sínu fram í krafti einok- unar. Sem betur fer eru ýmis teikn á lofti um að báðar þessar stofnan- ir þurfi innan skamms að mæta stóraukinni samkeppni. Sú tíð _er sem betur fer liðin að fólk á Is- landi láti bjóða sér hvað sem er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.