Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994
VIÐSKIPTI
MORGUNBLA.ÐIÐ
Ríkisvíxlar
Meðnl-
ávöxtun
hækkar
MEÐALÁVÖXTUN ríkisvíxla hækk-
aði lítillega í útboði á vegum Lána-
sýslu ríkisins sem lauk á miðvikudag.
Meðalávöxtun á þriggja mánaða
ríkisvíxlum hefur hækkað úr 4,55%
í útboði 22. júní í 4,63% nú, á sex
mánaða víxlum úr 4,78% í útboði 1.
júní í 5,08% nú, og á 12 mánaða
víxlum úr 5,34% í útboði 1. júní í
5,76% í útboðinu nú.
Með þessu útboði skuldbatt rík-
issjóður sig til að taka tilboðum á
bilinu 500 til um það bil 2.000 millj-
ónir króna. Alls bárust 42 gild tilboð
í ríkisvíxla að fjárhæð 3.672 milljón-
ir króna. Heildarfjárhæð tekinna til-
boða var 2.203 milljónir króna og
komu þau frá 19 aðilum.
Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi
Leyfi ráðherra þarf
ef fjárfesting fer yfir
250 milljónir á ári
*
Astralía
Fylgst með
kaupum
Murdochs
Sydney. Reuter.
KAUP Ruperts Murdochs á litl-
um hlut í helsta fjölmiðakeppi-
nautnum Fairfax, olli fjármála-
skýrendum áhyggjum í gær,
þegar spurningar vöknuðu um
það, hvort hann hyggðist taka
yfír Fairfax, sem er elsti dag-
blaðaútgefandi Ástralíu.
Fyrirtæki Murdochs hefur
keypt um 2,3% hlutabréfa í
Fairfax síðan um miðjan síð-
asta mánuð, en áströlsk lög og
reglugerðir sem banna einokun
koma í veg fyrir að hægt sé
að kaupa meira en 5 prósent
hlutafjár.
Aukin bjorsala i jum
Markaðshlutdeild tegunda í júní:
Egils Gull L
Viking L
Tuborg Grænn L
Thule L
Becks L
Löwenbáu L
Holsten L
Heinken L
Pripps L
Budweiser LU 2>5%
lce bjór □ 2>0%
Aðrar tegundir I 1
25,6%
1 9,8%
j 9,3%
9,2%
□ 6,4%
13 6,2%
] 5,0%
I 4,9%
Heildarsala
bjórs í júní var
702.672 lítrar
6,6%
Markaðshlutdeild framleiðenda í júní:
Ölgerðin E.S.
Viking brugg
Becks
Holsten
Heineken
Anhauser/Busch
Pripps LZ3 4>9%
Aðrir □ 2,1%
BJÓRSALA hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur farið vaxandi;
einkum sala á kútum og 50 cl. dósum. Var heildarsalan í júnímánuði
702.672 lítrar samanborið við 636.781 lítra í maí. Staða innlendu fram-
leiðendanna, Viking bruggs og Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, var
sem fyrr sterk, eða samanlagt tæplega 70%. Hafði Ölgerðin 36,4%
markaðarins en Viking brugg 33,3% og hafði staða beggja styrkst í júní
miðað við maímánuð. Mesta einstaka tegundin var Egils Gull með
25,6% markaðshlutdeild en næst komu Viking bjór með 12,6%, Tuborg
Grænn með 9,8%, Thule með 9,3% og Becks með 9,2%. Er Becks-
bjórinn því ennþá vinsælasti innflutti bjórinn á markaðnum.
í FRAMHALDI af fréttum um hugsanlegan áhuga erlendra aðila á
kaupum hlutabréfa í íslenska útvarpsfélaginu hafa menn velt fyrir sér
hversu stóran hlut þeir geti keypt. í útvarpslögunum frá 1985 var kveðið
á um að óheimilt væri að veita erlendum aðila leyfi til útvarpsrekstrar,
né félagi eða stofnun, þar sem eignarhlutdeild erlendra aðila væri meiri
en 10%. Þessi 10% regla, sem var að fínna í fleiri lögum, var hins veg-
ar felld úr gildi með lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnu-
rekstri snemma árs 1991.
Þó lögin frá 1991 hafí opnað fyrir
fjárfestingar erlendra aðila hér eru
takmarkanir þar á. í 7. grein lag-
anna er kveðið á um að fari heildarfj-
árfesting erlends aðila eða saman-
lögð fjárfesting fjárhagslegra
tengdra aðila í atvinnurekstri hér á
landi fram úr 250 milljónum króna
á einu almanaksári skuli fjárfesting
umfram þessi mörk háð sérstöku
leyfí viðskiptaráðherra. Aldrei hefur
reynt á þetta ákvæði, en
eftir samþykkt laganna
kaus Alþingi sérstaka
fimm manna nefnd til
fjögurra ára og á þessi
nefnd um erlenda fjárfest-
ingu að vera viðskiptaráð-
herra til ráðuneytis um leyfísveiting-
ar og umsagnaraðili um einstök mál.
Engar ákveðnar reglur voru mót-
aðar um störf nefndarinnar, sem er
skipuð þeim Frosta Bergssyni, fram-
kvæmdastjóra HP á íslandi, Má Guð-
mundssyni, hagfræðingi í Seðlabank-
anum, Sigurði B. Stefánssyni, fram-
„Takmarkanir
falla úr gildi
vegna EES.“
kvæmdastjóra VÍB, Baldri Guðlaugs-
syni, hrl. og Jóni Sveinssyni, hdl.
Takmarkanir til
1. janúar1996
Þrátt fyrir að reglan um 250 millj-
óna króna mörkin sé nú í gildi þá
verður hún það ekki lengi, því sam-
kvæmt EES-samningnum eru slíkar
takmarkanir ekki leyfilegar. íslend-
ingar hafa frest til 1. janúar 1996
til að uppfylla þetta skil-
yrði og fyrir þann tíma
þarf því að breyta lögun-
um um fjárfestingu er-
lendra aðila í atvinnu-
_____ rekstri hér á landi.
Auk ákvæðis um upp-
hæð heildarfjárfestingar á ári falla
einnig úr gildi núverandi takmarkan-
ir laganna um að erlendir aðilar
megi samanlagt ekki eiga meira en
25% í íslenskum viðskiptabanka og
49% í íslensku flugfélagi. Loks er svo
eina takmörkun enn að finna í lögun-
um, því þau kveða á um að heildarfj-
árfesting erlendra aðila í hverri at-
vinnugrein fyrir sig megi ekki fara
yfir 25% nema til komi leyfí við-
skiptaráðherra. Með heildarfjárfest-
ingu í atvinnugrein er átt við áætl-
aða fjárfestingu í iðnaði, öðrum en
orkufrekum iðnaði, verslun og þjón-
ustu, samgöngurekstri og fiskeldi,
samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar.
Þó heimildir til fjárfestingar er-
lendra aðila í atvinnurekstri hérlend-
is verði mjög rýmkaðar er þó rétt
að taka fram að ein varanleg undan-
þága helst þar á, hvað varðar eignar-
aðild í fyrirtækjum í sjávarútvegi,
bæði veiðum og vinnslu.
Bakdyramegin inn á
evrópskan markað
Ein skýringin, sem nefnd hefur
verið á því, að bandarísk Qölmiðlafyr-
irtæki gætu haft áhuga á að eignast
hlut í Islenska útvarpsfélaginu, er
sú að evrópskar sjónvarpsstöðvar eru
nú skuldbundnar til að hafa stóran
hluta efnis síns evrópska framleiðslu.
Vegna þessa sjá bandarískar stöðvar
fram á að erfiðara verði að selja allt
það efni, sem þar er framleitt, á
evrópskan markað. Eigi bandarískur
aðili hins vegar hlut að evrópskri
sjónvarpsstöð telst framleiðsla hans
evrópsk og þannig kemst hann
bakdyramegin inn á þennan stóra
markað.
Búist við verð-
hækkun á olíu
London. Reuter.
BLIIST er við, að eftirspum eftir olíu haldi áfram að aukast út næsta ár
og muni því óhjákvæmilega leiða til verðhækkana. Samkvæmt spá Alþjóða-
orkumálastofnunarinnar (IEA) mun eftirspurnaraukningin á næsta ári
svara til einnar milljónar olíufata á dag miðað við yfirstandandi ár en hún
er nú 0,7 millj. fötum meiri en var á síðasta ári.
Óttast er, að olíuframboðið verði
jafnvel minna en eftirspurn á síð-
asta fjórðungi þessa árs ef Samtök
olíuútflutningsríkja (OPEC) halda
fast við setta kvóta. Staðfestir þetta
það sem sérfræðingar hafa lengi
spáð, að eftirspum fari vaxandi og
verðið einnig. IEA spáir því að eftir-
spum eftir olíu muni aukast í 68,1
milljón föt á dag í ár og í 69,1 föt
á dag á næsta ári, aðallega vegna
batnandi efnahags í þeim löndum
sem mesta olíu kaupa. Er búist við
að eftirspumin aukist jafnt og þétt,
eftir því sem efnahagur fleiri landa
hjarni við.
Verð á olíu hefur farið hækkandi
frá því í byijun apríl vegna aukinn-
ar eftirspurnar og stöðugs fram-
Reykjanesi
boðs, og hefur verð hækkað um 4
milljónir á fat frá því í febrúar en
verð hefur ekki verið lægra en þá
í fimm ár.
Of bjartsýn spá?
Hin aukna eftirspurn mun einnig
hafa áhrif hjá löndum utan OPEC
og er búist við að framleiðsla þeirra
muni fara í 41 milljón föt á dag í
ár og í 41,2 milljón föt á dag á
næsta ári. Þó er fullyrt að spá Al-
þjóðaorkumálastofnunarinnar sé
fullbjartsýn, þar sem borgarastríðið
í Jemen, minni útflutningur Rússa
í október-desember og ófyrirséðar
tafir vegna veðurs í Norðursjó,
kunni að draga úr framboði ríkja
utan OPEC á síðasta ársfjórðungi.
Hitaveita Suður-
nesja kaupir
Saltverksmiðjuna
HITAVEITA Suðurnesja hefur
keypt eignir og vinnsluleyfi íslenska
saltfélagsins hf. og móðurfélags
þess, Saga Food Ingredients, á
Reykjanesi. Kaupverðið var tæpar
29 milljónir króna, en bókfært verð
verksmiðjunnar er milli 450 og 500
milljónir. Fyrirtækin tvö vom tekin
til gjaldþrotaskipta í vor og stöðvað-
ist þá starfsemi saltverksmiðjunnar.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu
Suðurnesja, segir að innan skamms
verði farið að leita að kaupendum
að afurðum fyrirtækisins og jafnvel
að verksmiðjunni sjálfri.
Helsta ástæða gjaldþrots ís-
lenska saltfélagsins og SFI í vor,
var að hollenska risafyrirtækið
AKZO rifti samningum um kaup á
heilsusalti frá verksmiðjunni á
Reykjanesi, en það hafði verið
stærsti hluthafínn og um leið helsti
kaupandi afurðanna. Sjóefnavinnsl-
an hf., sem er nær alfarið í eigu
Hitaveitu Suðurnesja, átti mestan
hluta fasteignanna, sem saltverk-
smiðjan var starfrækt í, en SFI
vélar og tækjabúnað. Júlíus Jónsson
segir að Hitaveitan hafi nú keypt
eignir þrotabúanna til að gæta
hagsmuna sinna og einfalda málin.
„Annars þyrftu þeir aðilar, sem
hugsanlega hefðu áhuga á að taka
við verksmiðjunni, að semja við
þijá aðila; tvö aðskilin þrotabú og
svo okkur,“ segir hann. „Við sáum
ekki fram á að það myndi gerast.“
Nýrra kaupenda leitað
Að sögn Júlíusar stöðvaðist
rekstur saltverksmiðjunnar með litl-
um fyrirvara í vor og hafi starfs-
menn aðeins haft tvo daga til að
ganga frá áður en þeir hættu þar
störfum. „Við erum núna að vinna
í því að fá einhveija þeirra til að
koma og aðstoða okkur við að
ganga þannig frá, að búnaðurinn
liggi ekki undir skemmdum. Þá
munum fljótlega fara út í að leita
að nýjum kaupendum að afurðum
verksmiðjunnar, en hér er um afar
sérhæfða vöru að ræða og ekki
kaupendur á hveiju strái. Við mun-
um líka um leið reyna að finna
kaupanda að verksmiðjunni sjálfri,
en hugsanlega yrði þar um sömu
aðila að ræða og kynnu að hafa
áhuga á heilsusaltinu," sagði Júlíus
Jónsson að lokum.
Rekstur íslenska saltfélagsins hf. á
Reykjanesi stöðvaðist í vor vegna
gjaldþrots, en fyrirtækið missti þá
stærsta kaupanda sinn að heilsu-
salti.