Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Foxtrott
Þórarins Eldjáms
ÞRIÐJUDAGINN
5. júlí birtist grein
Þórarins Eldjáms um
silfurrefi og silfur-
skottur. í greininni er
farið með staðlausa
stafi og furðu sætir
hvar Þórarinn hefur
fengið upplýsingar
sínar. Nokkrum aðil-
um er stillt upp eins
og í heilagra manna
sögu væri, en það era
alls ekki góðverk eða
jarteikn sem höfundur
imprar á. Um sérfræð-
inginn dr. James Gra-
ham-Campbell er fjall-
að eins og hann sé falsspámaður.
Að sögn Þórarins hitti Þór
Magnússon aldrei dr. Graham-
Campell. Þetta er fjarstæða. Þór
Magnússon borðaði hádegisverð
með undirrituðum, öðrum starfs-
manni Þjóðminjasafns íslands, og
Graham-Campbell á veitingahúsi
í Reykavík 3. júní. Þar var talað
lengi um niðurstöðu hans. I hófi
daginn eftir var einnig rætt um
málið. Þór var einnig á Þjóðminja-
safninu þá daga sem Graham-
Campell var þar. Það reyndist þó
varla hægt að koma þessum fundi
þeirra í kring, en ekki var það ég
eða Graham-Campbell sem áttum
í erfiðleikum með það. Guðmundur
Magnússon, fráfarandi þjóðminja-
vörður, ætlaði einnig að vera við
hádegisverð þennan en gat ekki
komið vegna fundar. Ég man ekki
betur en að ég hafi séð Þórarin
Eldjárn á hjóli er við ókum til
veitingastaðarins.
Þórarinn segir mig hafa gufað
upp. Hvar Þórarinn fær slíkar
upplýsingar veit ég ekki. Hann
hefur náttúrulega ekki yfiramsjón
með sumarleyfum starfsmanna
Þjóðminjasafns ís-
lands. Ég var í Suður-
sveit og Skaftafelli í
sumarleyfi með konu
minni og tengdamóður
minni danskri, sem
ákveðið hafði að koma
í þessari viku fyrir
u.þ.b. hálfu ári síðan.
Ég var fýrir löngu
búinn að ákveða þetta
frí. Ég var mjög efnis-
kenndur í Suðursveit
og gufaði aldrei upp.
Þórarinn kvartar
yfir að ég hafi ekki
ritað neitt um sjóðinn,
síðan mér datt í hug
að ekki væri allt með felldu. Ég
veit ekki hvaðan Þórarinn Eldjárn
hefur það. Rétt er að ekki hef ég
skrifað lærða grein um sjóðinn
eins og gert var 1980. Að ósk
Þórs Magnússonar hafði ég ekki
hátt um þétta mál og ég viður-
kenni fúslega að ég er enginn sér-
fræðingur í silfri. Ég taldi eðli-
legra að einn fremsti sérfræðingur
í silfri víkingaaldar segði eitthvað
um sjóðinn frekar en ég. Ég er
nefnilega ekki kominn í hóp þeirra
manna, hverrra skrif eru friðhelg.
Þórarinn hefur heldur ekki gert
sér grein fýrir því að Þór Magnús-
syni var vel kunnugt um efasemd-
ir um silfrið þegar árið 1988. Þá
þegar vissi hann álit dr. James
Graham-Cambells. Þar sem Þór
skrifaði lærða grein um sjóðinn
árið 1980 ætti að teljast eðlilegt
að hann kynnti sér málið. Það var
því þjóðminjavörður sem þagði í 6
ár en ekki ég.
Þórarni Eldjárn er ekki kunnugt
um flest atriði í þessu máli enda
leitaði hann ekki í refabú silfurref-
anna. Hann lagðist í rangt greni
og hefur hugsanlega hitt fyrir tóf-
Þórarni Eldjám er ekki
kunnugt um flest atriði
í þessu máli, segir
Vilhjálmur Öm
Vilhjálmsson, enda
leitaði hann ekki í
refabú silfurrefanna.
ur og dratthala og jafnvel merði
nokkra lausmálga. Ef Þórarinn
hefði viljað fá upplýsingar hefði
hann átt að hringja í mig eða Þór
Magnússon þjóðminjavörð. Ég er
t.d. í símaskránni. Þegar ég ætlaði
að hringja í Þórarin og skýra út
fyrir honum að hann hefði farið
með rangt mál, þá uppgötvaði ég
að það er Þórarinn sem hefur
gufað upp. Þórarinn er nefnilega
ekki í símaskránni.
Ég er hjartanlega sammála Þór-
arni um að yfirvöld rannsaki þetta
mál. Enginn hefur farið fram á
annað. Hingað til hefur hvorki
þjóðminjavörður né menntamála-
ráðuneytið beðið mig um gögn.
Hins vegar hef ég látið núverandi
þjóðminjaverði í té bréf frá hjónun-
um á Miðhúsum. Það fólk hafa
fjölmiðlar að vissu leyti tengt
hugsanlegri fölsun sjóðsins, þótt
að fjölmiðlar hefðu engin gögn um
það. í því bréfi kemur í ljós, að
bóndinn á Miðhúsum kann málm-
smíðar. Þar kemur einnig í ljós
að á sama stað og Kristján Eld-
járn og Þór Magnússon grófu nið-
ur á óhreyfð lög árið 1980, í eins
dags rannsókn sinni, komu í ljós
eldstæði og jafnvel smiðja haustið
Vilhjálmur Örn
Vilhjálmsson
Nýr félagshyggjuflokkur eða
gamalt vín á nýjum belgjum?
SAMTÖK um
Kvennalista voru
stofnuð 1983 í þeim
tilgangi að bjóða fram
í þingkosningunum
sem þá stóðu fyrir
dyrum og vinna þann-
ig skipulega að hags-
munamálum kvenna
og barna á vettvangi
stjómmálanna.
Kvennaframboð í
Reykjavík og á Akur-
eyri ári fyrr hafði ratt
brautina og komið
konum af hreinum
kvennalistum í borg-
ar- og bæjarstjórnir
þessara staða. íslenskar konur
gripu til þess ráðs eftir áralanga
baráttu við karlaflokkana fjóra
sem í reynd hleyptu konum ekki
innfyrir nema með annan fótinn
og varla það. Allt tal um áhuga-
leysi kvenna á stjórnmálum er
ósatt, þegar þetta var höfðu marg-
ar sterkar, hæfar og eldklárar
konur komið fram á sjónarsviðið
í öllum flokkunum fjórum og voru
reiðubúnar til að starfa þar. Flest-
ar þessar konur hafa sömu sögu
að segja; þær gengu bónleiðar til
búðar. Reynsla þessara kvenna
sýndi að enginn munur var á fram-
komu og vinnubrögðum hægri og
vinstri flokka þegar um konur var
að ræða. Hins vegar hafa vinstri
flokkar (nú félaghyggjuflokkar)
lengi eignað sér kvennabaráttuna
eins og aðra mannréttindabaráttu.
Þrír flokkar
Nú tala margir póli-
tískir „skríbentar" um
að Kvennalistinn hafi
ekkert hlutverk leng-
ur, hann sé félags-
hyggjuflokkur og því
sé eðlilegt að hann
verði hluti af öflugum
félagshyggjuflokki
framtíðarinnar. Þetta
kemur m.a. fram í
grein Ásgeirs Bald-
urssonar í DV 22. júní
sl. Hann sér fyrir sér
þijá flokka hér á landi
á næstu öld, félags-
hyggjuflokk, íhaldsflokk og frjáls-
hyggjuflokk. Tveir þeir síðast-
nefndu verða til eftir að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur liðið undir lok
en Félagshyggjuflokkurinn nýi
verður hins vegar myndaður úr
Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki,
Framsóknarflokki og Kvennalista.
Draumsýn Ásgeirs er sú að þessir
fjórir flokkar bjóði fram sameigin-
lega í síðustu alþingiskosningun-
um á þessari öld.
Þetta er undarleg spá a.m.k. í
augum kvennalistakvenna. Þeim
og fjölmörgum öðrum konum í
landinu er ljóst að karlveldið á
íslandi hefur lítið sem ekkert látið
á sjá þessi 11 ár sem Kvennalist-
inn hefur starfað enda hefur veldi
karla verið að þróast í meira en
1100 ár. Kreppa sú sem vinstri
menn á Islandi eiga í núna verður
Kvennalistinn er eina
pólitíska aflið, segir
Helga Sigurjónsdótt-
ir, sem komið hefur
fram með nýjungar í
íslenzkri pólitík undan-
genginn áratug.
ekki leyst með því að innbyrða
Kvennalistann og tileinka sér hug-
myndafræði hans og stefnu. Báðir
A-flokkarnir og Framsóknarflokk-
urinn (og auðvitað Sjálfstæðis-
flokkurinn) hafa haft kappnógan
tíma og óteljandi tækifæri til að
koma á raunverulegum umbótum
fyrir konur í anda mannúðar og
jafnréttis. Það hafa þeir ekki gert
og gamalt vín þeirra á nýjum
belgjum verður að mínum dómi
göróttur drykkur, óhollur konum.
Talsmenn kvenfrelsis
Kvennalistinn er eina pólitíska
aflið sem hefur komið fram með
nýjungar í íslenskri pólitík undan-
genginn áratug. Stjórnmálastefna
Kvennalistans er íslensk stefna,
vaxin upp úr veruleika almennings
í landinu og á sér djúpar rætur í
mannréttinda- og sjálfstæðisbar-
áttu kvenna og karla fyrr á öld-
inni; mannúðarstefnu sem hefur
Helga
Sigurjónsdóttir
1980. Að sögn ábúenda á Miðhús-
um tilkynntu þau ekki þennan
fund. Á sama tíma var þeim greitt
fyrir sjóðinn en ekki greindu þau
heldur frá fundi eldstæðisins við
það tækifæri. í þessu sama bréfi
greina þau frá hve lítil fundarlaun
þau hafi fengið og tala um fölsun,
þó svo að ég hefði ekki minnst á
það við þau. Ég bað þau aðeins
um jarðvegssýni. Sýnið er ég enn
ekki búinn að fá.
Þessar upplýsingar hefði Þórar-
inn getað fengið hjá mér og
kannski margar aðrar ef hann
hefði hringt í mig. Ég tel hins
vegar að Þórarinn tengist þessu
máli ekki neitt. Næst þegar Þórar-
inn stekkur á pennastönginni yfir
ritvöll dagblaðanna vona ég að
hann blandi ekki saman vitleysu
og rógburði. Enginn hefur talað
um föður hans í sambandi við
þetta mál nema þá helst hjónin á
Miðhúsum, sem í raun hafa þegar
rengt hæfileika Kristjáns Eldjárns
og Þórs Magnússonar til að grafa
niður á óhreyfð lög. Þau fundu
fornminjar á nákvæmlega sama
stað og silfrið fannst, en neðar.
Að sögn Þórs Magnússonar, í grein
hans í Árbók fornleifafélagsins,
var grafið niður á óhreyfð lög.
Það er mannlegt að skjátlast.
Forleifafræðingum, fornmenja-
vörðum, fréttamönnum og öðrum
getur öllum skjátlast og Þórarni
getur væntanlega einnig skjátlast
— eða hvað?
Eitt er víst að Þórarinn er ekki
fær um að dæma um hæfileika
dr. James Graham-Cambells, sem
skilaði hlutlausri skýrslu um silfur-
sjóðinn. Af hveiju breskur sér-
fræðingur er ekki fær um að segja
sitt álit á silfri í „íslenskri jörð“
fæ ég ekki skilið. Vonandi er Þór-
arinn ekki að gefa í skyn að við
verðum að kaupa íslenskt, að fá
hreinan íslenskan sérfræðing (eða
kannski norrænan) í þessu tilfelli.
Ef til vill er grýlan vöknuð, sú sem
kyijar sönginn um að allt sé vont
sem útlendingar segja, sérstaklega
ef þeir hafa nú hugsanlega rétt
fyrir sér.
Höfundur er fornleifafræðingur.
frelsi, sjálfstæði og jafnrétti allra
manna að leiðarljósi.
Kjör kvenna núna vitna um
vilja- eða getuleysi allra hinna
fjögurra pólitísku flokka, og ann-
arra valdamikilla karlahópa, til að
vinna að jafnrétti kynjanna og
frelsi kvenna. Á meðan svo er er
þörf fyrir Kvennalistann og stefnu
hans. Fullyrðingar um að samruni
vinstri flokka og Kvennalistans
samsvari meginstraumum í „hug-
myndafræði og lífsviðhorfum al-
mennings" eins og Ásgeir Baldurs-
son segir eru órökstuddar stað-
hæfingar byggðar á óskhyggju.
Hins vegar hafa alltaf verið til fjöl-
margir karlmenn sem raunveru-
lega eru talsmenn kvenfrelsis og
vilja veg kvenna mikinn. Þeir eru
aftur á móti sjaldnast í flokki
þeirra sem komast í fremstu röð
í pólitíkinni.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Kvennalistans í Kópavogi.
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 21
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraun
Kopavogi, simi
571800 '&■
Opið sunnudaga
kl. 13-18.
Daihatsu Applause 4x4 '91, grár, 5 g.,
ek. aðeins 30 þ. km., dráttarkúla o.fl.
V. 980 þ. Sk. á ód.
Subaru Legacy station 1.8’90, 5 g., ek.
58 þ. V. 1280 þús.
MMC L-300 4x4 Minibus ’88, 5 g, ek.
104 þ. V. 1090 þús.
MMC Galant GLSi ’89, 5 g.. ek. 90 þ.,
álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. Tilboðsverð
890 þús., sk. á ód.
Renault Trafic 4x4 húsbfll ’85, góð inn-
rétting, gott ástand. V. 700 þús.
Toyota Corolla Touring 4x4 XL ’89,
blár/grár, 5 g., ek. 82 þ., sóllúga o.fl.
V. 890 þús.
MMC Lancer GLXi hlaðbakur 4 x 4 '91,
raður, 5 g., ek 60 þ. km., sportfelgur, low
profile dekk o.fl. V. 1.090 þ.
Toyota Double Cab SR5 ’92, hvítur, ek.
44 þ km. Gott eintak. V. 1.830 þús.
GMC Jimmy S-10 ’88, blár, sjálfsk., sól-
lúga, rafm. i rúðum o.fl. Gott eintak.
V. 1290 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla XL ’88, 3ja dyra, stein-
grár, 4 g., ek. 82 þ. Gott eintak. Ný skoð-
aður. V. 490 þús., stgr.
Toyota Corolla STD '89, 3ja dyra, 4 g.,
ek. 40 þ. km. V. 580 þús. Sk. á nýrri bfl.
Nissan Sunny GTÍ '92, 5 g. með öllu, ek.
48 þ. km. V. 1.200 þús.
MMC Lancer GLX ’89, silfurgrár, ek. 55
þ. km. V. 720 þús.
Subaru Sedan Turbo 4x4 '91, sjálfsk.,
ek. 55 þ. km. V. 1.090 þús.
Cherokee Laredo diesel Turbo '90, 5 g.,
ek. 65 þ. km. V. 1.790 þús.
MMC Galant GLS 2000 ’87, sjálfsk., ek.
83 þ. km. Toppeintak. V. 620 þús.
Subaru 1800 XT turbo sport '86, 2ja
dyra, hvítur, sjálfsk., ek. 100 þ. km., rafm.
í rúðum o.fl. V. 670 þús., sk. á ód. Topp
eintak.
Peugeot 205 Junior '91, 5 dyra, 4 g., ek.
aðeins 37 þ. km. V. 550 þús.
Tilboðsverð kr. 490 þús.
Fjörug bflaviðskipti!
Vantar góða bíla á skrá
og á staðinn.
Ekkert innigjald.
TXE '91, rauöur, S g., ek. 51
þ. km., 5 dyra. V. 870 þús.
nýuppt., rafm. í rúöum o.fl. Tilboðsverð
þús., sk. á ód.
Daihatsu Charade CS '92, 5 dyra, blé-
grár, 4 g., ke. 21 þ., 2 dekkjag. o.fl.
MMC Lancer
44 þ. km., samlitir stuöarar, spoiler, rafm.
V. 1090 þús.
Ford Explorer XL V-6 4x4 '91, græn-
sans, 5 g., ek. 64 þ. milur. Vandaöur
Reiðskólinn Hrauni, Grímsnesi
Krakkar 10-15 ára!
iReiðsltólinn Erum að bóka í 9 daga
síðsumarsnámskeiðin.
Upplýsingar í
síma 98-64444.
° ' Reiðskólinn Hrauni
þar sem hestamennskan hefst