Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 27 MINNINGAR SIGURJON ILLUGASON + Siguijón 111- ugason var fæddur á Hellis- sandi 19. júní 1914. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 1. júlí síðast- liðinn, þá nýlega orðinn áttræður. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Jónina Jóns- dóttir, frá Dynj- anda í Jökulfjörð- um og Illugi Sig- urðsson, sjómaður, er fórst í sjóslysi er Siguijón var mjög ungur. Eldri bróðir Siguijóns er Le- opold Helgi Sigurðsson, en faðir hans fórst líka í sjóslysi. Siguijón byijaði ungur að vinna. Hann var lengst af til sjós og átti lengi bátinn Bár- una með Þorvarði Eggerts- syni, eða frá árinu 1945-1958. Um fimmtugt hætti hann á sjónum og vann síðan ýmis störf í landi, en starfaði síðast við Lóranstöðina á Gufuskál- um. Siguijón giftist Gísllaugu G. Elíasdóttur, frá Hellissandi. Hún var fædd 3. mars 1918 og lést 11. febr. 1994. Þau eru bæði uppalin á Hellissandi og bjuggu lengst af á Hellisbraut 21, eða Strönd eins og það var jafnan kallað. Síðustu átta árin bjuggu þau á Höfðagrund 9, Akranesi. Þau hjónin eignuð- ust tvo syni. Sá eldri var Sæv- ar, vélsljóri, f. 14. sept. 1939. Hann fórst með Sæfelli frá Flateyri 10. okt. 1964. Unnusta hans var Ósk Elín Jóhannes- dóttir og áttu þau eina dóttur saman, Sigurlaugu, f. 1962. Yngri sonurinn er Gunnar Jón, verkstjóri hjá íslenska járn- blendifélaginu, f. 8. mars 1946, giftur Kristnýju Pétursdóttur og eiga þau tvö börn saman, Eydísi Rut, f. 1969, og Sævar Jón, f. 1974, en fyrir átti Kristný soninn Guðmund Geir, f. 1964. Barnabarnabörnin eru nú orðin fjögur, auk þess sem Guðmundur á einn son. Útför Siguijóns fer fram frá Akra- neskirkju í dag. HANN AFl minn var skyndilega kallaður burt úr þessum heimi 1. júlí sl. Hann hafði verið heilsu- hraustur alla tíð, utan þess að hann fékk hjartaáfali fyrir þremur árum og magasár fyrir um 30 árum. Hann varð áttræður fyrir rúm- um tveimur vikum. Þá hittumst við öll í Húsafelli og þá var hann hress og glaður. Ekki grunaði mig að það yrði okkar síðasta stund saman. Söknuðurinn er sár, en það er huggun harmi gegn að hann þurfti ekki að upplifa mikii veikindi og sjúkrahúslegu. Ég var mikið hjá afa og ömmu á Hellissandi sem barn. Þar var mjög gott að vera og þaðan á ég mínar ljúfustu minningar. Hjá þeim átti ég alltaf mitt annað heim- ili. Minningamar um afa renna í gegnum huga minn. Afí sitjandi á rúmstokknum hjá mér, að lesa með mér bænir á kvöidin, úr fallegu bænabókinni sem þau amma gáfu mér. Afi að kenna mér að lesa. Allar ökuferðirnar með afa og ömmu, stuttar sem langar. Afí, sem var svo stoltur af bílnum sín- um, sem alltaf var nýbónaður. Afi, með sitt bjarta og fallega bros, sem alltaf var tilbúinn að gera allt fyrir litlu sonardóttur sína. Ást- fangni afi með stjörnur í augum að horfa á konuna í lífi sínu, hana ömmu mína. Afi var mjög reglusamur á alla hluti og stundvís fram í fíngurgóma. Ég efast um, að það hafi nokk- um tíma þurft að bíða eftir honum. Hann var umburðarlyndur og skipti sjaldan skapi. Hann var tryggur vin- ur vina sinna og mikill afi. Hann var mjög hæverskur og vildi alls ekki láta aðra hafa neitt fyrir sér. Afi og amma voru mjög nægjusöm og voru þakklát og ánægð með það sem þau höfðu, fóru spart með alla hluti og nýttu allt eins vel og hægt var. Þau vora samt svo örlát og fús að deila með öðram því sem þau áttu. Þau gáfu mér alltaf svo fínar gjaf- ir, þó efnin væru ekki mikil og gáfu mér líka svo mikið af því sem þau áttu nóg af, ást og kærleika. Þama var fólk með stórt hjarta. . Samband afa og ömmu var ein- stakt. Það var svo fallegt og ég undraðist oft sem fullorðin hversu samtaka þau vora í einu og öllu alla tíð og hversu vel þau önnuð- ust hvort annað. Afí stóð alltaf sem klettur við hlið ömmu í veikindum hennar og barðist með henni af þrautseigju og með svo mikilli umhyggju þar til hún dó, en hún dó fyrir aðeins fjóram og hálfum mánuði. Þau vora trúað fólk og ég var varla talandi þegar þau kenndu mér bænir. Ég hugsaði mikið um þessi naut sem vora í faðirvorinu í „voram skuldunautum", áður en ég hafði vit á því að spyija. Bænir á kvöldin urðu að reglu sem ég hélt fram á fullorðinsár. Vissan um að guð væri alltaf hjá mér og að hann og englamir myndu gæta mín og að pabbi minn væri einn þeirra veitti mér öryggi og vernd. Þau yfírgáfu æskustöðvarnar, Hellissand, fyrir átta áram og fluttu til Akraness, bæði til að vera nærri læknaþjónustu, því amma þurfti þess með, og líka og ekki síst til að vera nálægt syni sínum, Gunnari Jóni, sem býr á Akranesi og hefur reynst foreldr- um sínum ómetanleg stoð. Eldri bróðir afa, Leopold, sem hefur alla tíð þurft sérstakrar umönnunar við, bjó hjá afa og ömmu í tæp 50 ár. Hann hefur nú verið í nokkra mánuði á Elli- heimilinu Höfða á Akranesi. Þeir, bræður hittust alltaf að minnsta kosti tvisvar á dag síðustu mánuð- ina. Missir hans er mikill, að missa þau bæði á svona stuttum tíma. Eldri soninn sinn, Sævar föður minn, misstu þau aðeins 25 ára gamlan, fyrir tæpum 30 árum. Þau syrgðu alla tíð drenginn sinn og vora alltaf með minningar um hann í veskinu sínu, en þau bára harm sinn í hljóði, eins og afi gerði eftir að amma dó. Ég trúi því að hann hafi á ný hitt sína heittelskuðu eiginkonu og son í lífínu handan við lífið. Eftir ljúfa endurfundi munu þau ganga saman glöð um óravíddir alheimsins og halda áfram að verða öðram til góðs og gefa öðrum af sínu fallega hjarta. Ég veit að afi vildi ekkert oflof um sig eftir sinn dag, en fyrir mér vora afí og amma einstakt fólk, sem gáfu mér svo mikið. Þessa umvefjandi hljóðlátu umhyggju fann ég í öllu sem þau gerðu. Eg skildi það ekki fullkomlega fyrr en ég varð fullorðin hversu mikið ég bý að umhyggju þeirra og kær- leika. Þau gáfu mér hluta af sjálf- um sér. Minninguna um þetta ynd- islega fólk mun ég ætíð geyma í hjarta mér. Við Einar og bömin okkar, Hild- ur Inga og Sævar Öm, kveðjum nú kæran afa og langafa hinsta sinni í þessu jarðlífi með þakklæti fyrir allt. Blessuð sé minning afa míns. Sigurlaug R. Sævarsdóttir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgrímsson.) í dag kveð ég elskulegan afa minn í hinsta sinn. Það er sárt að kveðja svona góðan afa og mikill söknuður er í hjarta mínu. GESTUR JONSSON + Gestur Jónsson var fæddur í Flagveltu í Land- sveit. Hann lést á Landspítalanum 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Ak- braut í Holtum og Sigríður Gestsdóttir frá Flagveltu. Systkini hans, sem öll eru látin, voru Guðfinna, Sveinn og Sigurjón. Foreldrar Gests bregða búi 1946 og flytur þá fjölskyldan á Selfoss og sest að fyrst um sinn þjá Guðfinnu og manni hennar Sigurði Þor- björnssyni í Vík. Arið eftir flylja Sigríður og Jón ásamt bræðrunum að Artúni 8 þar sem Gestur bjó síðan. Hann giftist 5. september 1953 eftir- lifandi eiginkonu sinni Stein- unni Ástgeirsdóttur frá Syðri- Hömrum í Ásahreppi. Þau hófu búskap fyrr á því ári. Börn þeirra eru: Arndís Ásta, búsett í Vestmannaeyjum, Sigríður, býr á Hrauni í Ölfusi, Jóna Bryndís, búsett á Laugarvatni, Garðar, býr á Selfossi, Margrét búsett í Vestmannaeyjum, og Sigrún, búsett á Selfossi. Gest- ur starfaði nær allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Ár- nesinga á Selfossi, fyrst við viðgerðir á verkstæði félagsins og síðar sem vaktmaður þar. Síðustu árin vann hann sem húsvörður Vöruhússins þar til hann lét af störfum í desember 1992. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju í dag. GESTUR tengdafaðir minn var bóndi af guðs náð og hafði mikið yndi af sauðfé. Hann byggði fjárhús og ræktaði tún inn með „Á“ í Hellislandi. Hann átti lengst af rúmar hundrað kindur og annaðist þær með sinni föstu vinnu en skar fjárstofn- inn um það leyti sem framleiðslu- stýring var sett á. Síðustu árin hafði hann örfáar kindur sér til gamans og styttu þær honum stundirnar, sérstaklega eftir að hann hætti störfum. Gestur hafði gaman af bókum og las mikið, sérstaklega þjóðlegan fróðleik, ævi- og ferðasögur. Oft miðlaði hann mér af þekkingu sinni á þessum sviðum og færði mér bækur sem hann hafði lesið. Hann hafði einnig gaman af ferðalögum og ferðaðist um landið með fjöl- skyldunni þegar færi gafst. Gestur var verklaginn og hafði gaman af hvers kyns smíðum. Saman áttum við margar stundir á þessu sviði og var hann betri en enginn ef leysa þurfti vandamál við nýsmíði eða viðgerðir hér heima á Hrauni. Þeg- ar mikið var að snúast í búskapnum voru Gestur og Steinunn mætt, hvort sem var í réttir, rúning, hey- skap eða uppskerustörf. Mér var mjög bragðið er ég var stödd hjá foreidram mínum og nágrannakonan hans afa hringdi og lét okkur vita að hann hefði hnigið niður og sjúkrabíll væri á leið að sækja hann. Þá sýndi það sig enn einu sinni hversu stutt bilið er oft á milli gleði og sorgar. Því aðeins hálfum mán- uði áður voram við öll saman kom- in í Húsafelli til að halda upp á áttræðisafmælið hans. Þar var hann mjög hress og ánægður og naut sín meðal okkar og litlu lang- afabarnanna sinna, sem hann var afskaplega góður við og hélt mikið uppá. Kærar minningar streyma í gegnum hugann, en erfítt er að skrifa minningargrein um afa án þess að minnast á hana ömmu mína, en hún og afí vora mjög samrýnd hjón. Amma lést fyrir aðeins fjórum og hálfum mánuði eftir mikið heilsuleysi síðustu ár. Þau voru mjög trúuð og er það mér mjög minnisstætt er þau kenndu mér bænirnar og fóra yfir þær með mér á hvetju kvöldi þeg- ar ég var í heimsókn hjá þeim á Hellissandi. Einnig er mér mjög minnisstætt þegar afí tók fína bíl- inn sinn út úr bílskúmum og fór með okkur í sunnudagsbíltúrinn, en það var fastur liður í lífí afa og ömmu og af þessum bíltúr mátti ég alls ekki missa. Afí og amma fæddust á Hellis- sandi og bjuggu þar í 70 ár. Sam- band þeirra var mjög náið og mik- ill kærleikur ríkti á milli þeirra. Þau eignuðust saman tvo syni, Sævar og Gunnar Jón, föður minn. Það var þeim mikill missir þegar Sævar fórst í sjóslysi aðeins 25 ára gamall. Sævar lét eftir sig unnustu og dóttur. Það má segja að þeirra þriðja bam hafí verið Leopold, hálfbróðir afa, en um hann var alltaf vitað að hann gæti ekki hugsað um sig sjálfur og því önnuðust þau hann í 50 ár eða allt fram á síðasta dag. Þó að amma hafi verið veik síðustu árin þá hugsaði hún um hann af mik- illi kostgæfni. Það hófst nýr kafli í lífí afa og ömmu þegar afí varð fimmtugur, en þá hætti hann á sjónum og fór að vinna í landi, fyrst í fískvinnslu, Gestur var hæglátur maður og hlédrægur og sóttist ekki eftir veg- tyllum í lífinu. Hann hleypti mönn- um ekki að sér við fyrstu kynni, en tryggur og traustur var hann þeim sem náðu til hans og reyndist þeim sannur vinur. Barngóður var hann og hændust böm mjög að honum og var því oft kátt í Ártún- inu þegar barnabörnin mættu. Gestur átti í erfiðum veikindum síðustu mánuðina. Hann sýndi í þeirri baráttu mikið æðruleysi og brotnaði aldrei þó dauðinn blasti við. Ég vil færa starfsfólki krabba- meinsdeildar Landspítalans þakkir fyrir einstaka alúð og hjálpsemi við hann og fjölskyldu hans á erfiðum stundum. Tengdamóður minni, Steinunni Ástgeirsdóttur, og fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hrafnkell. síðan á Lóranstöðinni á Gufuskál- um. Ég held að enginn hafí verið svikinn af verkunum hans afa því vandvirkari og samviskusamari mann var vart hægt að fínna og er mér minnisstætt þegar ég vafc. hjá þeim að amma mátti klæða hann í sokkana, svo slæmur var hann í bakinu, en í vinnuna skyldi hann fara. Þá gerðist það einnig að afí tók bílpróf og keypti sér bíl og úr því urðu þeim allir vegir færir. Á hveiju sumri í mörg ár fóra þau í langar ferðir um landið með sínu trausta vinafólki, Cyrasi Dan og Guggu. Þessi ferðalög vora þeim ómetanleg og allt fram á síðasta dag voru þau að riíja upp þessar ferðir. . Árið 1985 þegar heilsu ömmíí fór hrakandi ákváðu þau að flytja til Akraness þar sem foreldrar mínir búa. Það var þeim geysilegt átak að flytja burt og festa rætur í ókunnugu umhverfi. En þau þurftu engu að kvíða því að fljótt fundu þau fyrir mikilli öryggistil- fínningu að vera komin á stað þar sem góð læknisþjónusta er og að- búnaður aldraðra allur til fyrir- myndar. Einnig vora þau sérstak- lega heppin með nágranna og töluðu oft um þetta góða fólk sem í kringum þau var. Afí.var afskaplega mikið snyrti- menni og hjá honum var allt í röð og reglu og báru bflamir hanlA; þess inerki að vel var hugsað um þá. Hann var einnig mjög stund- vís, frekar mætti hann hálftíma of snemma heldur en að mæta aðeins of seint. Hann átti það til að vera skemmtilega svartsýnn, sérstaklega gagnvart okkur unga fólkinu og skildi ekkert í því hvem- ig við færum að því að kaupa íbúð, fara í skóla, eignast böm og spurði mig oft: Hvernig er þetta hægt, Eydís mín? En hvemig átti hann að skilja þetta, maður sem tð&' aðeins eitt lán á allri sinni ævi og keypti aldrei neitt með afborgun- um? Afi og amma voru ekki efnuð en þau vora sparsöm og fóru vel með. Þau voru bæði hlédræg og lítt gefin fyrir fjölmenni, en höfðu gaman af því að gleðjast í góðra vina hópi og þótti afskaplega vænt um þegar gömlu vinimir frá Sandi kíktu í heimsókn. Þegar amma dó í febrúar sl. fundum við breytir.gu á afa. Aldrei kvartaði hann þó að söknuðurinn hafí verið honum sár. Elsku afi, ég sakna þín sárt og það er erfítt að hugsa sér lífið % þín. Ég atti ekki von a þvi að þinn tími væri kominn, því þú varst svo hraustlegur daginh áður þegar þú varst að leika þér við bamabama- börnin þín. Það verður tómlegt að koma upp á Akranes og geta ekki skroppið í heimsókn á Höfðagrand 9, þar sem alltaf var tekið vel á móti okkur. En ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér af ömmu og Sævari, syni þínum. Þakka þér, elsku afí, fyrir allar þær góðu minningar sem ég mun ætíð eiga um þig og megi guð varðveita þig. Þín, Eydís Rut Gunnarsdóttir. Skilafrestur vegna minningargrema EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skila- frestur sem hér segir: í sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laug- ardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útr- unninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Formáli minningargreina Æskilegt er að minningargrein- um fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjall- að er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans,' systkini, maka, og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar uppiýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.