Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ1994 31
Sjónarhorn
Ánægja af neyslu
góðs matar er nátengd
kaloríuinnihaldinu
Er offita Vesturlanda-
þjóða áunnin eða með-
fædd eða er skýringu
að finna „í genunum“.
Margrét Þorvalds-
dóttir kannaði málið.
Nýlega kom fram skýring á
því hversvegna sjálfsag-
inn vill leita út og suður
þegar girnilegur en oft
kaloríuauðugur matur er annars
vegar. Ástæðan er sögð vera sú
að ánægja af neyslu kaloríuauðugs
matar stjórnist ekki aðeins af
bragði heldur einnig af „kalorískri
örvun“ matarins. Þessi skýring
kom fram á þingi næringarfræð-
inga sem haldið var í San Diego
í apríl sl. Sérfræðingar telja að
þar sé m.a. að leita skýringa á
vaxandi offitu Bandaríkjamanna,
en meðalþyngd þeirra jókst um
1,5 pound (700 g) á síðasta ári,
þrátt fyrir að á markaði hafi kom-
ið 10.000 nýjar fituskertar fæðu-
tegundir.
Sérfræðingar segja að „kalorísk
örvun“ og sú vellíðunartilfinning,
sem fylgir neyslu matar, orsakist
af því að meltingarvegurinn efna-
greini fæðuna um leið og henni
hefur verið kyngt til að ákveða
kaloríu og fituinnihaldið. Ein af-
leiðingin af því er sögð sú, að
heilinn þarf mjög fá „boð“ frá
maga til að muna kaloríuauðuga
fæðu, ilm og bragð og getur hann
þá kallað fram minninguna þegar
viðkomandi einstaklingur finnur
til svengdar. Steve A. Witherly,
sem setur þessa kenningu fram,
segir að oft þurfi aðeins að neyta
kaloríuauðugrar fæðu einu sinni í
svengdarástandi til að festa hana
í minni ævilangt.
Líkaminn hefur tilhneigingu
til að hafna fituskertum mat
Líkaminn virðist ekki vera auð-
veldlega blekktur. Jafnvel þó að
fólk neyti þessara nýju fituskertu
fæðutegunda sem komnar eru á
markað, og þær bragðist eins og
hinar upprunalega (ekta) þ.e. hafi
sama bragð og ilm, þá getur heil-
inn hafnað þeim vegna „boða“ frá
maganum. Þessi höfnum getur
valdið því að viðkomandi mun
smám saman missa lyst á viðkom-
andi fæðutegund. Witherly segir
að e.t.v. þurfi þessar nýju fitu-
skertu fæðutegundir, sem nú eru
á markaði, að bragðast betur en
hinar upprunalegu eða að þróa
þurfi nýjar vegna þess að minnið
um hinar ekta er til staðar i heila.
Hann bendir þó á að bragðtilfinn-
ing fyrir söltu og sætu sé fast
stimpluð inn í þann hluta heilans
sem geymir vellíðunartilfinningu,
sem þýðir að fólk þarf ekki að
læra að njóta slíkrar fæðu, hún
er því eðlislæg.
Truflanir á neysluvenjum
tengdar efnum í heila
Ofneysla og hömlulaust át hefur
lengi verið rannsóknarefni. Margir
hafa einnig velt því fyrir sér hvers
vegna svo erfitt reynist að snið-
ganga fituauðugar freistingar
þegar þær eru á boðstólum. Ef til
vill er lausn að finna í frétt sem
barst frá ársþingi Félags um
taugavísindi (Society for Neurosci-
ence) í Washington í nóvember sl.
Á þinginu sagði dr. Sarah Liebow-
itz, frá Rockefeller-háskóla, að
ákveðin efni í heila sem örva löng-
un í feitmeti eða kolvetni geti
hjálpað til að skýra óeðlilegar
neysluvenjur hjá einstaklingum
sem þjást af offitu, lystarstoli og
bulimíu. Hún telur að efni í heila,
sem nefnd hafa verið taugapeptíÖT
ar Y og galanin, muni geta haft
áhrif á þróun lyfja sem sett geti
hömlur á matarlyst og ofát.
Liebowitz byggir álit sitt á dýra-
tilraunum. Með því að sprauta
taugapeptíðum í heila tilraunadýra
jókst lyst þeirra á kolvetnum, en
galanín orsakaði ofneyslu á fitu.
Þegar þessar tilraunir höfðu verið
endurteknar í nokkra daga orsök-
uðu þessi efni ofát og jók á fitu-
majgn og líkamsþyngd.
1 ljós að hefur komið að þessi
efni í heila, taugapeptíðar og gal-
anín, hafa bein áhrif á eðlilega
matarlyst. Dýr sem eðli sínu sam-
kvæmt sækja í fitu hafa mikið
magn af galanini og erfðavísirinn
sem stjórnar myndun galanins er
ofvirkur hjá þessum einstakling-
um. Aftur á móti kom í ljós að
hjá dýrum sem sækja í kolvetni
er offramleiðsla á taugapeptíðinu
í heila, en galaninmagnið er eðli-
legt. Fram kemur að magnið af
þrúgusykri sem fruman notar gef-
ur merki um framleiðslu á taugap-
eptíðunum sem örva neyslu á kol-
vetnaríkri fæðu. Einnig virðast
ákveðnar frumur í heila hafa hæfi-
leika til að yfirfæra þörfina fyrir
ákveðin næringarefni, eins og
þrúgusykur, yfir í sterka löngun
í fæðutegundir sem innihalda mik-
ið af þessum næringarefnum. Þau
lyf sem nú eru í þróun miða að
því að hindra virkni þessara efna
og breyta þannig starfsemi þeirra
erfðavísa sem stjórna þeim í heila.
Löngun í fituríkar
fæðutegundir mótast
snemma á ævinni
Tilraunir sem gerðar hafa verið
á tilraunadýrum hafa sýnt fram á
að hægt er að breyta matarlyst-
inni með því að breyta starfsemi
þessara erfðavísa í heila. Hjá dýr-
um kemur fram að magn fitu-
neyslu fer eftir aldri. Löngun í fitu
mótast snemma á ævinni, um það
leyti sem þau hætta að fá móður-
mjólkina eða jafnvel fyrr. Sú fita
sem neytt er eftir þann tíma virð-
ist gefa eindregna vísbendingu um
fituneyslu á kynþroskaaldri, einnig
virðist mikil fituneysla geta haft
áhrif á hvenær þau komast á kyn-
þroskaaldur, þ.e. að þau dýr sem
sækja í fitu komast fyrr á kyn-
þroskaaldur.
Hvað áhrif á manninn varðar
þá segir Liebowitz að mikil aukn-
ing á fituneyslu, fitulag og líkams-
þyngd á kynþroskaaldri sé talin
vera aðalorsök fýriri truflunum á
neysluvenjum kvenna. Hún segir
að á kynþroskaaldrinum, þegar
löngun í feitmeti ér hvað mest,
geti konur verið sérstaklega við-
kvæmar fyrir áhrifum streitu og
sterku aðhaldi í mat eins og stífum
matarkúrum, en vitað er að slík
áhrif valda ofneyslu fituríkrar
fæðu.
Varðarferðin farin eftir viku
HIN ÁRLEGA sumarferð Varðar
verður farin laugardaginn 16. júlí
nk. og er ferðinni heitið í Veiði-
vötn. Lagt verður af stað frá Val-
höll kl. 8 stundvíslega.
Áð verður um morguninn í
Þjórsárdal og drukkið morgunkaffi
en síðan verður ekið um aðalvirkj-
anasvæði landsins, Búrfell, Hrau-
neyjarfoss og Sigöldu. Aðaláning
ferðarinnar verður í fögru um-
hverfi í Veiðivötnum, væntanlega
við Tjaldvatn en síðan verður farið
í hringferð á Veiðivatnasvæðinu.
Þar mun Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, ávarpa ferðalanga. Síð-
degis mun verða áð við Galtarlæk.
Stefnt er að því að koma til Reykja-
víkur um kl. 19.
Vanir fararstjórar verða með í
för í hverri rútu en Kristján Sæ-
mundsson, jarðfræðingur, verður
aðalfararstjóri. Einnig skal bent á
að fólk taki með sér nesti og heppi-
leg ferðaföt.
Miðapantanir og sala verður í
Valhöll milli kl. 8 og 16, mánudag-
inn 11. júlí til miðvikudagsins 13.
júlí en til kl. 18 fimmtudaginn 14.
og föstudaginn 15. júlí. Verð miða
er 2.500 kr. fyrir fullorðna og
1.500 kr. fyrir börn 12 ára og
yngri.
AFMÆLI
RANNVEIG
BÖÐVARSSON
KYNNI okkar Rann-
veigar Böðvarsson
hófust um þær mund-
ir, er sorgin stóra sótti
hana heim. Eiginmað-
ur hennar, Sturlaugar
H. Böðvarsson, út-
gerðarmaður, varð
bráðkvaddur á heimili
sínu hinn 14. mái árið
1976. Þá hafði ég ný-
lega tekið við prests-
starfi á Akranesi. Frá
þeim dögum verður
Rannveig mér ógleym-
anleg. Sína þungu
byrði bar hún á þann
veg að hverjum mátti ljóst vera,
að þar fór kona, sem hafði til að
bera hetjulund kærleikans.
Það er mér bæði ávinningur og
sístætt þakkarefni að hafa eignast
vináttu slíkrar konu sem Rannveig
Böðvarsson er og hafa átt samleið
með henni, ekki aðeins í sorginni,
heldur einnig á mörgum og stórum
gleðistundum.
Rannveig er fædd í Reykjavík
að Vesturgötu 32 þar í borg, svo
einkennilega sem það kann að
hljóma, af því að alla sína búskap-
artíð á Akranesi hefir hún einnig
átt heima að Vesturgötu 32. For-
eldrar hennar voru Pálmi Hannes-
son rektor Menntaskólans í
Reykjavík og Matthea Kristín Páls-
dóttir. Hún giftist seinna Christian
Evlad Torp, veitingamanni og ætt-
leiddi hann Rannveigu. Rannveig
ólst upp hjá þeim, bæði í Reykja-
vík og eitthvað í Danmörku. Hún
stundaði barnaskólanám fyrst í
Landakotsskóla og síðar þijá vetur
í Esbjerg. Eftir það var hún við
nám í Verslunarskóla íslands.
Að námi loknu fór Rannveig að
stunda verslunar- og skrifstofu-
störf hjá útgerð Tryggva Ófeigs-
sonar í Aðalstræti 4 í Reykjavík
og vann þar um nokkurt skeið.
Eins og fram hefir komið var
Rannveig gift Sturlaugi H. Böð-
varssyni á Akrensi. Þau gengu í
hjónaband 14. apríl árið 1945, sett-
ust þá þegar að á Akranesi og
bjuggu þar alla sína samleiðartíð.
Þau hjónin eignuðut sex börn,
sem öll eru á lífi og öll búsett á
Akranesi nema yngsta dóttirin.
Þau eru: Matthea Kristín, skrif-
stofumaður, gift Benedikt Jón-
mundssyni, Hraldur, fram-
kvæmdastjóri, kvæntur Ingibjörgu
Pálmadóttur, Sveinn, útgerðar-
stjóri, kvæntur Halldóru Friðriks-
dóttur, Rannveig, verslunarmaður,
gift Gunnari Ólafssyni, Sturlaugur,
aðstoðarframkæmdarstjóri,
kvæntur Jóhönnu H. Hallsdóttur
og yngst er Helga Ingunn, hjúkr-
unarfræðingur, gift Haraldi Jóns-
syni. Þau búa á Egilsstöðum.
Sturlaugur átti eina dóttur frá
fyrra hjónabandi. Hún heitir Helga
Ingunn og er læknir,
búsett í Bandaríkjun-
um. Maður hennar er
Haukur Þorgeirsson.
Alls eru afkomendur
þeirra Rannveigar og
Sturlaugs 33 talsins.
Heimilið var stórt
og umsvifin mikil að
Vesturgötu 32. Rann-
veig stóð við hlið
manns síns í hans yfir-
gripsmikla starfi, en
Sturlaugur var þjóð-
kunnur dugnaðarmað-
ur. Skarpskyggni
hans og hagsýni í út-
gerð og sjávarútvegi yfirleitt var
við brugið. Drengskapur hans í
öllum samskiptum var með ein-
dæmum. Og þar stóð Rannveig
manni sínum síst að baki. Hún
hefir alltaf verið hlédræg og hóg-
vær og lítt fyrir það gefin að láta
á sér bera. En heimilið hennar
hefir jafnan talað sínu máli, vitnað
um störf hennar og sýnt, svo eigi
varð um villst, að þar réð ríkjum
mikilhæf kona, bæði sem eigin-
kona, móðir og húsmóðir. Þannig
var það jafnan. Og enn í dag ríkir
hinn sanni, listræni andi tryggðar,
hlýju og kærleika sem ávallt fyrr
á heimili hennar.
Um nokkurt skeið var Rannveig
stjórnarformaður í fyrirtæki fjöl-
skyldunnar, Haraldi Böðvarssyni
og Co. hf. og fórst það vel úr hendi.
Á Akranesi hefír hún tekið þátt í
ýmsum félagsstörfum. M.a. hefir
hún verið mjög virk í starfi Kirju-
nefndar kvenna. Þar hefir hún átt
sæti í stjórn og gegnt formennsku.
Og ómetanlegur hefir hlýhugur
hennar í kirkjunnar garð ávallt
verið. Fleiri góð málefni hefir
Rannveig stutt með ráðum og dáð
og blessun hefir löngum fylgt þeim
málum sem hún hefir lagt lið, því
hjá henni hafa jafnan hugur og
hjarta verið með í verki. Árið 1993
var hún sæmd Fálkaorðunni og var
það mjög að verðleikum.
Árin sín sjötíu ber Rannveig
með reisn og yndisþokka ungrar
konu. Það er ósk mín og bæn henni
til handa, að svo megi enn verða
um langa hríð, að raörg góð, björt
og hamingjurík ár séu framundan
á lífsbraut hennar og þeirra megi
hún í ríkum mæli njóta.
Innilegar þakkir, kæra Rann-
veig mín, fyrir framúrskarandi góð
kynni, óbrigðula tiyggð og vináttu
í minn garð og fjölskyldu minnar.
Á þessum tímamótum í lífi þínu
biðjum við þér, börnum þínum og
ástvinum blessunar og farsældar á
ókomnum dögum og árum.
Þess skal að lokum getið að
Rannveig tekur á móti gestum á
heimili sínu að Vesturgötu 32 frá
kl. 16 í dag.
Björn Jónsson.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd grein-
anna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil
og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi
útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úi-vinnslu.