Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ PLO og ísraelar halda viðræðum áfram Sátt muni nást um Jerúsalem Jerúsalem, París. Reuter. LEIÐTOGAR Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og ísraels, þeir Yasser Arafat og Yitzhak Rabin, hafa sæst á að halda áfram fundum, um hvernig næstu skrefum sjálfsstjórnar Palsestínumanna verði háttað, í Kaíró á mánudag. Þótt þessir aðilar séu íjarri því að vera sáttir um framtíð Jerúsalemborgar, segir Yossi Beilin, aðstoðarforsætisráð- herra ísraels, að sá vandi sé yfirstíganlegur og að sátt muni nást í því efni á lokastigi friðarviðræðnanna. Lausn hljóti að finnast „Ég er ekki að halda því fram að ísraelar séu reiðubúnir til þess að gefa eftir núna hvað Jerúsalem varðar,“ sagði Beilin við frétta- menn í gær. „En ég held að þar eð við erum tilbúnir til þess að fylgja Palestínumönnum eftir í mörgum öðrum málum, þá hljóti einnig að finnast lausn á deilunum um Jerúsalem." Sagði Beilin að samningur um borgina helgu myndi nást þegar báðir aðilar hefðu öðlast „skilning á rauðu strikum hvors annars.“ Israelar hertóku og innlimuðu austurhluta borgarinnar í stríðinu árið 1967. Þeir segja að öll borgin hljóti að vera hin eilífa höfuðborg ríkisins. Palestínumenn vilja að austurhluti borgarinnar verði höf- uðborg sjálfstæðs, palestínsks ríkis. Frekari fundir í Kaíró í sameiginlegri yfirlýsingu Ara- fats og Rabins í gær sagði meðal annars að Arafat myndi kalla sam- an Þjóðarráð Palestínu í Gaza til þess að ræða breytingar á Þjóðar- sáttmála Palestínumanna^ en í honum er kveðið á um að Israels- ríki skuli eytt. Simpson-málið Sönnunar- gögn leyfð Los Angeles. Reuter. DÓMARI í yfirheyrslum yfir leikaranum og fyrrum ruðn- ingshetjunni O.J. Simpson ákvað í gær að leyfa að sönnunargögn, sem lögregla tók á heimili Simpsons án húsleitarheimildar, verði lögð fram. Er það veijendum hans mikið áfall en þeir höfðu kraf- ist þess að sönnunargögnin yrðu ekki leyfð, þar sem lög- regla hefði brotið á rétti um- bjóðanda þeirra með því að fara inn á heimili hans í leyfis- leysi. Simpson er sakaður um að hafa orðið fyrrum eiginkonu sinni og vini hennar að bana í síðasta mánuði. Sagði dóm- arinn, að lögregla hefði haft viðunandi ástæðu til að óttast að fleiri fórnarlömb væru inni í húsinu. Reuter NATO mun stækka í austur BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær, að það væri aðeins spurning um tíma hvenær ungu lýðræðisríkin í Mið- og Austur-Evrópu fengju aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og lagði áherslu á, að við því væri ekkert neitunarvald til. Kom þetta fram í ræðu, sem hann flutti í pólska þinginu, en þar sagði hann einnig, að aldrei framar ættu önnur ríki að ráða öriögum Póllands. í dag fer Clinton til Napólí á Ítalíu á leið- togafund iðnrikjanna sjö. Hér er hann, með gyðingakollu á höfði, að leggja blómsveig að minnis- merki um gettóið í Varsjá. Flugmennirmr neita að fara í Charlotte. Reuter. FLUGMAÐUR og aðstoðarflugmaður DC-9 vélar USAir flugfélagsins, sem brotlenti í Charlotte um helgina, hafa neitað að láta taka úr sér blóðsýni, að sögn Bandaríska flugmálaeftirlits- ins. Þijátíu og sjö fórust í slysinu. Talsmaður eftirlitsins sagði að aðeins hefðu fengist þvagprufur mannanna, sem Ieitt gætu í ljós hvort þeir hefðu neytt eiturlyfja. Hins vegar væri ekki hægt að mæla áfengismagn í þvagi og því þyrfti blóðpróf blóðprufu. Samkvæmt bandarískum lögum er mönnum fijálst að neita að hún verði tekin. Brotlendingin varð í aðflugi í miklu þrumuveðri. Segjast flug- mennirnir hafa hætt við lendingu vegna veðursins en ekki hafi tekist að taka vélina á loft að nýju. Högg- vindur, eða vindaskil, hafi valdið slysinu, en þeir voru varaðir við því að slíkt gæti gerst, fáeinum mínút- um áður en slysið varð. Skóg’areldar og flóð verða 30 manns að fjörtjóni Atlanta, Glenwood Springs. Reuter. AÐ minnsta kosti 30 hafa látið lífið í skógareldum og flóðum í Banda- ríkjunum síðan á þriðjudaginn. Tólf slökkviliðsmenn létust þegar þeir lentu í hraðfara skógareldum í Klettafjöllum, og 13 hafa látist í flóðum í suð-austurríkjunum. Hægfara hitabeltisstormur hefur valdið gifurlegu úrfelli í Alabama og Georgíu síðan snemma á þriðju- dag, og hafa 17 manns drukknað í miklum flóðum af þeim sökum. Drykkjarvatn um 250 þúsunda manna er í hættu vegna flóðanna, og tíu þúsund hafa orðið af raf- magni. Króuðust af Einhveijir verstu skógareldar sem orðið hafa í Bandaríkjunum kviknuðu af völdum eldingar um síðustu helgi, nærri ferðamanna- staðnum Glenwood Springs, í Col- orado. Slökkviliðsmennirnir höfðu náð tökum á eldunum í fýrradag, þegar skyndilega hvessti og eldur- inn tók að breiðast út með um 30 km hraða á mínútu. Að sögn frétta- manns sjónvarpsstöðvar í Glenwood Springs króuðust slökkviliðsmenn- irnir af milli tveggja elda. Tveggja er enn saknað. Rúmlega 240 slökkviliðsmenn, búnir þyrlum og flugvélum, voru sendir á staðinn í fyrradag, en ekki hefur tekist að ná tökum á eldunum aftur. Reuter Guðsþjónusta í Rúanda UNGUR Hútúmaður í flótta- mannabúðum nærri Gikongoro í Rúanda grípur í kjól móður sinnar, sem á er mynd af Jó- hannesi Páli H páfa. Þarna fór fram guðsþjónusta, en rúmlega 600 flóttamenn eru í búðunum. í höfuðborginni Kigali varð sá atburður í gær að flugvél með hjálpargögn og liðsauka á veg- um Sameinuðu þjóðanna lenti á flugvellinum, sem hefur verið lokaður síðan í byijun júní. Þetta er því fyrsta vélin sem kemur til vallarins í margar vikur. Izetbegovic hlynntur skiptingu ALIJA Izet- begovic, for- seti Bosníu, sagði í gær að múslimar ættu að sam- þykkja nýja friðaráætlun Vesturveld- anna og Rússa um skiptingu Bosníu, jafnvel þó hún væri að sumu leyti slæm. Það væri í þágu Bosníu-Serba, höfnuðu músl- imar áætluninni. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, sagði að áætlunin gæti orðið grundvöllur að fram- tíðarsamkomulagi um skipt- ingu landsins. Stöðvið snákaát KÍNVERSK yfirvöld hvöttu landsmenn í gær til að eta ekki upp til agna alla snáka í landinu. Hafa Kínveijar orðið æ meðvitaðri um það sem þeir láta ofan í sig og eru sjaldgæf- ar dýrategundir, sem taldar eru hafa lækningamátt, ofar- lega á vinsældalistanum. Efst tróna snákar ýmiskonar, þó ólöglegt sé að veiða þá, og eru margar tegundir í útrýmingar- hættu. Gorbatsjov ber vitni MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrum leið- togi Sovétríkj- anna, kom í gær fyrir rétt í Rússlandi þar sem hann bar vitni fyrir herforingja, sem þátt átti í valdaránstil- rauninni 1991, þegar steypa átti Gorbatsjov af stóli. Var þetta fyrsti fundur hans og herforingingjans, Valentíns Varenníjkovs, frá valda- ránstilrauninni. Talið er að Gorbatsjov vilji í stjórnmál að nýju og þóttu orð hans í yfir- heyrslunum benda til þess, en hann hvatti til einhvers konar endurreisnar Sovétríkjanna. Sagði hann lífið sjálft krefjast þess að fólk móðurlandsins yrði sameinað að nýju, undir nýjum formerkjum, með þolin- mæði og þrautsegju. Rannsókn á meyfæðingu BRESK heilbrigðisyfirvöld hyggjast kanna mál konu sem eignaðist barn fyrir fjórum árum en hefur aldrei haft kynmök, að sögn Virginiu Bottomley heilbrigðisráð- herra. Málið snýst um hjúkr- unarkonuna Marilyn Wright, sem fæddi soninn Jonas eftir að hafa reynt í átta ár að verða með barni með gervifijóvgun. Segir ráðherra að samkvæmt lögum um gervifijóvganir verði að hafa velferð barnsins í huga, þar á meðal þörf þess fyrir föður. Izetbegovic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.