Morgunblaðið - 12.07.1994, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
HM I KNATTSPYRIUU
MORGUNBLAÐIÐ
Reuter
Branco, til hægri, faðmar mið-
herjann Romario að sér eftir
sigurinn gegn Hollandi.
„Mikilvæg-
astamark
á ferlinum“
„ÞETTA slekkur ífólki, sem
hafði ekki trú á mér,“ sagði
varnarmaðurinn Branco eftir
að hafa gert sigurmark Brasil-
íu gegn Hollandi. „Ég hef leik-
ið í þremur heimsmeistara-
mótum og tel að ég eigi skilið
að fá meiri virðingu," bætti
hann við.
Branco sagði að markið væri
það mikilvægasta, sem hann
hefði gert á ferlinum. „Markið var
fyrir fólkið, sem trúði ekki á mig,
fólkið, sem sagði að ég væri ékki
nógu góður og ætti ekki að leika
með landsliðinu. En guð gaf mér
tækifærið til að endurgjalda
traustið, sem samheijamir, stjórn-
endur liðsins og læknalið hafa sýnt
mér. Þetta var mikilvægasta mark
mitt á ferlinum."
Margir í Brasilíu óttuðust að
Branco stæði sig ekki gegn Hol-
lendingum, sérstaklega þar sem
hann hefur ekki leikið í mánuð,
og var talið að Marc Overmars,
sem lék írsku vörnina grátt, færi
illa með hann, en annað kom á
daginn. „Stór orð féllu vegna þess
að ég var valinn í liðið og ég var
undir miklum þrýstingi. Hægri
kantmaður Hollendinga [Overm-
ars] er besti leikmaður liðsins, en
ég hélt honum niðri.“ Sigurmark
Brancos kom á 81. mínútu. „Ég
leit á klukkuna, sá að 10 mínútur
voru til leiksloka og sagði við sjálf-
an mig: „Það verður að vera
núna.““
Branco, sem var með Brasilíu
gegn íslendingum 4. maí, lék á
laugardag 74. landsleik sinn, en
valið á honum í hópinn fyrir HM
var harðlega gagnrýnt í Brasilíu.
Sagt var að hann hefði misst hraða
og væri hreinlega ekki í nógu góðri
æfingu auk þess sem hann virtist
ekki lengur hafa sama hæfileika
og áður til að skora með langskot-
um. LeonardOj sem kom inn á fyr-
ir hann gegn Islandi á 63. mínútu,
hélt stöðunni í liðinu, sem benti til
þess að Parreira þjálfari hefði ekki
sömu trú á Branco og áður. Branco
sagði að í kjölfarið hefði fylgt erfið-
asti mánuðurinn á ferlinum. „Ég
hef lagt mjög mikið á mig og æft
einn, en aldrei gefist upp,“ sagði
hann.
Hann hefur ávallt þótt ástríðu-
fullur í landsleikjum, en gekk of
langt þegar hann skoraði í æfinga-
leik gegn Paraguay í fyrra. Hann
hljóp að stuðningsmönnum, sem
höfðu púað á liðið, og benti þeim
á merki Brasilíu á búningi sínum,
en það pirraði áhorfendur enn
meira. Samherjar Brancos sögðu
að viðbrögð hans eftir markið gegn
Hollendingum, hefðu verið á sömu
nótum. „Hann losnaði við eitt-
hvað,“ sagði Mauro Silva. „Hann
hefur gengið í gegnum margt og
þjáðst mikið, en við höfum alltaf
stutt hann.“
Frábær seinni hálfleik-
ur og Brasilía fór áfram
BRASILÍA er komið í undanúrslit HM ífyrsta sinn síðan 1978
eftir 3:2 sigur gegn Hollandi. Fyrri hálfleikur var markalaus og
óvenju daufur, en sá síðari var hreint út sagt frábær. „Hann
hafði upp á allt að bjóða, sem einkennir góðan knattspyrnu-
leik,“ sagði Dick Advocaat, þjálfari Hollendinga. „Þetta var einn
af bestu leikjum keppninnar hjá tveimur sókndjörfum liðum,“
bætti Carlos Parreira, þjálfari Brasilíumanna, við og hrósaði
mótherjunum fyrir að gefast ekki upp í Dallas, þegar staðan var
2:0 fyrir Brasilíu.
Vamarmaðurinn Branco tók
stöðu Leonardos, sem fékk
fjögurra leikja bann, og var í fyrsta
sinn í byijunarliði Brasilíu í keppn-
inni. Hann innsiglaði sigurinn með
glæsilegu marki úr aukaspymu, sem
hann fékk sjálfur 35 metra frá
marki. Romario braut ísinn með fal-
legu marki eftir góða sendingu frá
Bebeto, sem bætti öðru við eftir að
hafa komist einn inn fyrir og leikið
á Ed de Goey, markvörð, en í báðum
mörkunum var Jan Wouters illa á
verði. Dennis Bergkamp minnkaði
muninn í næstu sókn og Aron Wint-
er jafnaði með skalla á 77. mínútu
eftir homspymu. Taffarel, mark-
vörður Brasilíu, hikaði í úthlaupinu,
sem kostaði glæsilegt mark en Bras-
ilía fékk síðast tvö mörk á sig í
HM-leik gegn Ítalíu 1982.
Dick Advocaat sagði að jafnræði
hefði verið með liðunum, en í lokin
„var það heppnara liðið, sem sigr-
aði. Brasilía er með heimsklassa lið
og ég verð að hrósa liði mínu fyrir
hvernig það lék, sérstaklega þegar
það breytti stöðunni úr 2:0 í 2:2.“
Miðjumaðurinn Rob Witschge
gagnrýndi dómarann Rodrigo Ba-
dilla frá Costa Rica og línuverði
hans. „Bebeto var tvo eða þijá
metra fyrir innan, þegar hann gerði
annað mark Brasilíu. Dómarinn var
hræðilegur og sérstaklega línuvörð-
urinn.“ Heyra hefði mátt saumnál
detta í búningsherbergi Hollend-
inga eftir leikinn. „Það var erfitt
að sætta sig við þetta og við þurfum
langan tíma til að jafna okkur, en
svona er knattspyrnan," sagði
Witschge. „Leikmennirnir em of
niðurbrotnir til að tala um leikinn,"
sagði Advocaat. „En við getum
borið höfuðið hátt og ég er hreykinn
af strákunum mínum.“
„Þetta var einn af dramatískustu
leikjum keppninnar," sagði Carlos
Alberto Parreira. „Við vorum með-
vitaðir um hæfíleika hollenska liðs-
ins, sem gerði allt, sem ég átti von
á. Við gáfum þeim ekki tækifæri
til að skapa marktækifæri — mörk
þeirra komu eftir innkast og horn.
Við sýndum andlegan styrk og náð-
um okkur enn einu sinni út úr vand-
ræðum.“
Branco tók undir með þjálfurun-
um um ágæti Hollendinga. „Lið,
sem er 2:0 undir og jafnar 2:2 er
ákveðið og mjög gott.“
„Við sýndum að lið okkar er til-
búið,“ sagði Romario. „Mörg lið
hefðu brotnað eftir að hafa misst
niður 2:0 forystu, en við sýndum
að við erum nógu góðir til að verða
meistarar og Hollendingar eru með
besta liðið, sem við höfum mætt.“
Skoradi fyrir soninn
BRASILÍSKI framherjinn Bebeto eignaðist son í síðustu viku og hafði nánast lofað því fyrir leikinn
gegn Hollandl að skora fyrir sonlnn. Bebeto stóð við loforðið og fagnaði markinu með tilþrifum;
með því að vagga ímynduðu barni í fangi sér. Mazinho, t.v., tók þátt í atriðinu og síðar Romario.
■ THOMAS Ravelli markvörður
Svía lék sinn 115. landsleik gegn
Rúmenuin og jafnaði þar með
sænskt landsleikjamet Björns
Nordqvist. Ravelli
sagði það hafa hvatt
sig mjög til dáða
fyrir leikinn að hann
fékk símbréf frá
Nordqvist þar sem hann óskaði
honum góðs gengis og að hann
myndi líka slá metið í keppninni
með fleiri leikjum.
■ RA VELLI var ómyrkur í máli
í garð Rúmena eftir leikinn. Hann
sagði að Dumitrescu hefði hrækt
í andlitið á sér í leiknum og síðan
öskrað á sig eftir að hann skoraði
í vítaspyrnukeppninni.
■ SIGUR Svía er besti árangur
þeirra síðan 1958 er þeir voru í
úrslitum gegn Brasilíu. Göteborgs
Posten telur þennan árangur þann
besta í sænskum íþróttum síðan
Ingemar Johansson varð heims-
meistari í hnefaleikum 1959.
Árangur Svía í HM í handknattleik
kemst hins vegar hvergi á blað.
■ JÖFNUNARMARKIÐ sem
Kennet Andresson skoraði í fram-
lengingunni, þar sem hann stökk
hærra en markvörður Rúmena, var
ekki fyrsta slíka markið sem hann
skorar. í undanúrslitaleiknum gegn
Þjóðverjum í EM 1992 gerði And-
ersson nánast eins mark gegn
Bodo Ulgner. Hann hefur nú feng-
ið gælunafnið „kengúran".
■ EFTIR vítaspyrnukeppnina var
bent á að vítapunkturinn hefði leg-
ið í dæld og þess vegna hefði Mild
skotið yfir úr fyrstu spyrnunni.
Mönnum hafi hins vegar hug-
kvæmst í framhaldinu að leggja
boltann við hlið vítapunktsins.
Grétar Þór
Eyþórsson
skrifar frá
Sviþjóð
Hagur Brasilíu vænk-
ast hjá veðbönkum
Brasilíu hefur ávallt verið spáð mikilli velgengni í yfirstandandi HM-
keppni og jafnan talið sigurstranglegast, eitt sér eða ásamt Þýska-
landi. Brasilía er eina þjóðin, sem hefur átt lið í öllum 15 úrslitamótum
HM, en hefur ekki leikið í undanúrslitum síðan 1978 og eftir leiki helgar-
innar eru möguleikar liðsins á heimsmeistaratitlinum taldir vera 11-10
hjá veðbönkum í London (gangi dæmið upp fást 11 krónur fyrir hverjar
10, sem eru lagðar undir). Möguleikar Ítalíu eru taldir næst mestir, 5-2.
Möguleikar Svía og Búlgara hafa einnig aukist til muna, en fyrir keppn-
ina voru líkurnar á því að liðin sigruðu á HM þær sömu, 40 á móti einum.
Brellan frá Parma
Tomas Brolin leikmaður með Parma á Ítalíu átti stóran þátt í sigri
Svía gegn Búlgaríu. Auk þess að vera einn best leikmaður liðs-
ins var það hann sem gerði fyrsta markið, eftir aukaspyrnu. Brellan
á bak við aukaspyrnunan var fengin að láni hjá Parma og æfðu
Svíar hana með mikilli leynd daginn fyrir leikinn. Þegar Parma reyndi
þessa brellu gegn Degerfors í Evrópukeppninni í fyrra, mistókst hún
gersamlega.
Brolin hvíslaði að Thomas Raveili markverði Svía fyrir vítspyrnu-
keppnina að hann ætti að bíða í lengstu lög á marklínunni og slá
þannig Rúmenana út af laginu. Gerði Ravelli mikið úr mikilvægi
þessarar ráðgjafar í viðtölum eftir leikinn.