Morgunblaðið - 12.07.1994, Side 10
10 C ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MEISTARAMÓT GOLFKLÚBBANNA
Þorsteinn
meistari
íEyjum
Jakobína Guðlaugs-
dóttir sigraði örugg-
lega í meistaraflokki
kvenna
Það var gaman að verða fyrstur
til að vinna meistaramót á
18 holu velli hér í Eyjum. Þessar
nýju níu holur eru ótrúlega góðar
miðað við að þær
Sigfús Gunnar eru aðeins eins árs
Guðmundsson gamlar, en nokkuð
skrífar frá erfiðar í öftustu
yjum teigum/* sagði Þor-
steinn Hallgrímsson, Islandsmeist-
ari, sem sigraði á meistaramóti
Golfklúbbs Vestmannaeyja.
„Ég tel það vel þess virði fyrir
aðkomumenn að koma og prófa
völlinn eftir að hann er orðinn 18
holur — þetta er besti völlur á
landinu.
Skorið var svona upp of ofan
hjá mér enda er ég í lítilli æfingu.
Þetta mót var fyrst og fremst
æfing hjá mér fyrir Landsmótið.
Það er slæmt að geta ekki lagt
sig allan fram í golfinu, en þetta
ár fyrst og fremst í að ná sér
góðum af bakmeiðslunum. Ég
bjóst allt eins við að geta ekkert
spilað í ár, þannig að árangurinn
er framar vonum. Ég fer síðan á
Landsmót með því hugarfari að
hafa gaman af því, en set mér
ekkert takmark, þar sem ég er í
raun þremur til fjórum mánuðum
á eftir í æfingu,“ sagði Þorsteinn.
Jakobína Guðlaugsdóttir sigraði
mjög örugglega í meistaraflokki
kvenna að vanda. Lék á 367 högg-
um.
Leikið var í drengjaflokki í
fyrsta sinn í þessu meistaramóti
og það var náfrændi Þorsteins
Hallgrímssonar, Karl Haraldsson
sem sigraði örugglega í flokknum.
Morgunblaðið/Frosti B. Eiðsson
Meistarinn I fullri sveiflu. Slgurjón Arnarsson hafði nokkra yflr-
burði á meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur og vann í sjötta sinn.
Sjötti sigur
Siguvjóns
SIGURJÓN Arnarsson sigraði
í sjötta sinn í meistaraflokki á
meistaramóti Golfklúbbs
Reykjavíkur. Sigurjón lék jafnt
og vel, lauk 72 holunum á 294
höggum sem að öllum líkind-
um er lægsta skor sem náðst
hefur i meistaramóti GR.
rátt fyrir að Siguijón væri
fímm höggum á undan næsta
manni sagði hann að þetta hefði
ekki verið auðveldur sigur. „Ég
var raunar fyrstur allan tímann,
en fyrir síðasta hringinn átti ég
aðeins tvö högg, en tókst að
breikka bilið fljótlega þannig að
munurinn var oftast fímm til sex
högg. Sigurinn var því aldrei í
hættu, en ég lék síðari níu holum-
ar mjög illa síðasta daginn. Eftir
fyrri níu var ég einn undir en lék
síðan á fímm yfír síðari níu,“ sagði
Siguijón í samtali við Morgunblað-
ið. Þess má geta að hringina fjóra
lék Siguijón á tíu höggum yfír
pari og þar af síðustu níu holumar
á fímrn ydir pari.
„Ég er ánægður með að hafa
varið titilinn og ánægðastur er ég
með að ég lék jafnt og vel. Það
er hlutur sem ég hef verið að bíða
eftir í sumar og nú er ég að vona
að ég sé að toppa á réttum tíma,
því það styttist í Landsmótið á
Akureyri," sagði Siguijón sem
varð fyrst meistari hjá GR árið
1987.
í kvennaflokki varð keppnin
ekki eins spennandi og búast hefði
mátt við því Ragnhildur Sigurðar-
dóttir sigraði með níu högga mun.
Munurinn á henni og Herborgu
Arnarsdóttir, systur Siguijóns, lá
fyrst og fremst í fyrstu tveimur
hringjunum en þá lék Ragnhildur
vel en Herborg illa. Þann mun
tókst Herborgu ekki að vinna upp.
Kúlan hennar ömmu
Hjátrú íþróttamanna tekur á
sig ýmsar myndir og eru
kylfíngar engin undantekning. í
meistaramótinu hjá Golfklúbbi
Suðumesja lék 19 ára strákur í
1. flokki, Guðmundur Rúnar
Hallgrímsson. Amma hans,
Gerða Halldórsdóttir, sem sigraði
í kvennaflokki, hefur lengi verið
í golfinu og er nokkuð góð þann-
ig að Guðmundur Rúnar tapaði
stundum fyrir henni, þegar hann
var að byija. Annan dag keppn-
innar var hann meðal annars með
meistaranum í 1. flokki, Kristni
Óskarssyni körfuknattleiksdóm-
ara, og þegar þeir koma á teiginn
spyr Kristinn eitthvað í þá vemna
hvort hann ætli nú að vinna
ömmu gömlu í dag.
Guðmundur Rúnar upplysti þá
Kristinn um að amma hans væri
nýkominn inn og hefði leikið á
82 höggum og verið nokkuð
ánægð með það og látið hann
hafa kúluna sem hún hafði leikið
með allan hringinn. Guðmundur
Rúnar notaði kúluna og lék á
tveimur höggum undir pari
vallarins!
En sagan er ekki búin. Síðasta
dag mótsins ætlaði Guðmundur
Rúnar að nota kúluna góðu og
lék fyrstu tvær holurnar á pari,
sem er gott í Leirunni. Þegar
komið var á Bergvíkina illræmdu
sló Guðmundur Rúnar hins vegar
í sjóinn og glataði þar með kúl-
unni góðu.
Meistarinn
fór holu í höggi
í fyrsta skipti
Oruggt hjá Karen
Meistarinn hjá golfklúbbi Suð-
umesja, Sigurður Sigurðs-
son, náði þeim skemmtilega áfanga
að fara holu í höggi í mótinu. Sig-
urður gerði þetta á 16. braut á
fyrsta degi mótsins, sló metrana
153 með sjö jámi. „Ég var með
Helga Þórissyni og Gylfa Kristins-
syni í riðli og við Gylfí héldum að
kúlan væri fyrir aftan holuna en
Helgi sagði að hún væri í. Skyggn-
ið var slæmt þannig að við sáum
þetta ekki vel. Síðan þegar við kom-
um nær og sáum að kúlan var í
varð að gera tveggja mínútna hlé
á öllu golfi á vellinum því ég varð
svo ofsalega kátur," sagði Sigurður
í samtali við Morgunblaðið. Þetta
er í fyrsta sinn sem Sigurður fer
holu í höggi í þau 23 ár sem hann
hefur leikið golf.
Sigurður lék fyrsta hringinn á
68 höggum sem er mjög gott síðan
komu 79 högg, 77 og loks 78 högg.
Samtals 302 högg, tveimur færri
en Páll Ketilsson notaði en hann
varð í öðru sæti. „Fyrsti dagurinn
var ágætur hjá mér, bæði góur og
sætur, en hitt var hálfgert rugl.
Páll náði að jafna við mig enda
í kvennaflokknum
komst hann í mikið stuð við að.
pútta, sullaði bókstaflega öllu niður
um tíma. En á sjautjándu holu
missti hann teighöggið og þá var
þetta búið,“ sagði Sigurður.
„Ég spilaði ekkert illa en gekk
hræðilega að pútta og ég verð að
hugsa minn gang þar. Ætli ég verði
ekki bara að fara að poútta örv-
hent, Ég notaði 35 til 37 pútt á
hring í mótinu og það er of mikið,"
sagði meistarinn á Suðumesjum.
Karen Sævarsdóttir var öruggur
sigurvegari í meistaraflokki kvenna
og kemur það ekki á óvart. Karen
lék á 307 höggumn og hafði mikla
yfirburði.
Kristinn Óskarsson sigraði í 1.
flokki og lék mjög vel og í raun
betur en nokkur annar, kom inn á
299 höggum eða þremur höggum
færra en meistarinn í meistara-
flokki karla.
„Það var sérstaklega ánægjulegt
að vera með betra skor en Siggi
[Sigurður Sigurðsson], en hann er
auðvitað búinn að fínna ástæðuna.
Hann segir að við í fyrsta flokki
leikum á kerlingateigum," sagði
Kristinn.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Meistararnir hjð GS: Slgurður Slgurðsson og Karen Sævarsdóttir.
Glæsilegt högg í Eyjum
Einn kylfínganna á meistaramótinu í Vestmannaeyjum lenti í því
að bolti hans stöðvaðist aðeins örfáa sentímetra frá háum kletti. Eig-
andi boltans ætlaði upp á klettinn til að taka víti, en annar félaga hans
í hollinu vildi ekki heyra á það minnst; sagðist hafa séð í sjónvarpinu
hvernig leysa ætti slík vandamál. Bara að standa gleiður og slá boltann
í gegnum klofíð á sér. Sá sem átti boltann var tregur til enda frægur
hrekkjalómur sem var að leiðbeina honum. Hann lét samt slag standa,
sló boltann þar sem hann var, nokkuð utan flatar, boltinn fór hratt,
small í stönginni og datt því næst í holuna...
■ JÓN Þorsteinsson, sem varð
annar í öldungaflokki hjá Golf-
klúbbi Suðurnesja, var að taka
þátt í 30. meistaramótinu í röð. Jón
fékk-sérstaka viðurkenningu frá
klúbbnum í tilefni þessa.
■ ÞRÍR ættliðir fengu verðlaun á
meistaramóti GS; Ketill Vilhjálms-
son, sem varð þriðji í 4. flokki,
Páll Ketilsson, sonur hans, sem
varð annar í meistaraflokki, og
Garðar og Vilhjálmur VilhjáJms-
synir, sonarsynir Ketils og bróður-
synir Páls, synir Vilhjálms Ketils-
sonar, skólastjóra Myllubakkaskóla
og fyrrverandi knattspymumanns.
Garðar varð í þriðja sæti í 2. flokki
og Vilhjálmur þriðji í unglinga-
flokki.
H KAREN Sævarsdóttir, sem
sigraði í meistaraflokki hjá GS,
setti vallarmet er hún lék á 72 högg-
um á öðrum degi mótsins.
H KRISTINN Óskarsson sigur-
vegarinn í 1. flokki hjá Golfklúbbi
Suðurnesja var ánægður með ár-
angurinn. „Þetta var Hagkaupsstíll
hjá mér, ég lék á 299 höggum,“
sagði hann.
H ÞEGAR hann kom á 18. flötina
vissi hann að hann þyrfti að setja
niður meters pútt til að Ieika á
undir 300 höggum sem var mark-
mið hans. Áhorfendur vissu það
hins vegar ekki og skildu því ekk-
ert í hverskonar rosalegur fögnuðm
það var hjá Kristins er hann setti
niður púttið.