Morgunblaðið - 12.07.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.07.1994, Qupperneq 12
12 C ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SUNDMEISTARAMOTIÐ ísinn brotinn Mikil spenna var í 100 metra flugsundi karla, þar sem Magnús Már Ólafsson hefur verið nær ósigrandi. 18 ára piltur frá Akur- eyri, Ómar Þorsteinn Ámason úr Óðni, varð sjónarmun á undan Magnúsi Má og fékk tímann 1.00,46 en Magnús 1.00,53. Ómar Þorsteinn hefur æft sund í níu ár og er í landsliðshópnum sem fer til Darmstadt. „Þetta var mjög ljúft en einnig mjög tæpt. Ég var að klára takið en hann þurfti að láta sig renna og það munaði bara því. Þessi sigur var mikilvægur fyrir mig og sýnir mér hvað ég get gert og ég fæ gott sjálfstraust. Nú er ísinn brot- inn,“ sagði Ómar en hann hirti silfur í 200 metra flugsundi, 200 metra fjórsundi og í 100 metra skriðsundi. Þjarmað að okkur gömlu „Mér gekk frekar brösulega en ég stefni á alþjóðamótið í Darmstadt í Þýskalandi og ætl- aði að vera pínulítið léttari á þessu móti en var bara þungur og lélegur. Þetta var samt svo sem í lagi en ég bjóst við að vera í aðeins betra formi heldur en ég er núna,“ sagði Magnús Már Ólafsson úr Sundfélaginu Ægi, einn af bestu sundmönnum landsins, sem varð að játa sig sigraðan í 100 metra flugsundi, en það hefur verið besta grein Magnúsar. „Maður þarf að minnka æfingarnar fyrir stór mót eins og í Þýskalandi en það hef ég verið að gera síðustu vik- umar og þá kemur þreytan fram og maður verður þá þungur. Síðan á toppurinn að koma. Það er mikið að gerast í sundinu og heilmargir ungir krakkar eru að koma upp en það hefur verið hálfgerð lægð. Þeir eru nú að þjarma að okkur þessum gömlu enda ágætt að hafa þetta ekki of auðvelt fyrir okkur.“ Guðmundur Harðarson, fyrr- um þjálfari, situr í landsliðs- nefnd og hann segir nýja kyn- slóð vera að taka við í sundinu. „Kynslóðin sem fór á Ólympíu- leikana 1988 er nú hætt eða að hætta, kynslóðin sem tók við af henni er enn að en nú er komin enn önnur sem er betri en hin- ar. Þar hefur mest að segja að æft er meira og aldrei hafa ver- ið fleiri þjálfarar á fullum laun- um en þeir munu vera um fjór- ir. Það er að skila sér nú,“ sagði Guðmundur. Baráttan við lágmörk er einn- ig harðari því nú er stefnan að senda einungis keppendur á stórmót sem þangað eiga er- indi. „Fólk þarf að berjast en það er líka á hreinu hvað er í boði,“ sagði Guðmundur. '\ ‘, -i •; WaBSBK* Morgunblaðið/Golli Magnús Konráðsson, SFS, í 100 m bringusundi. Hann fékk 722 stig fyrir árangurinn í þelrri grein og Guðmundarbikarinn þar með fyrir besta árangur í karlaflokki. Metin og lágmörk- in létu á sér standa VEÐURGUÐIRNIR fóru blíðum höndum um keppendur á Sund- meistaramóti íslands sem fram fór í Laugardalslauginni um helg- ina, alveg þangað til eftir hádegi á sunnudeginum þegar fór að rigna. Sundmenn höfðu á orði að það væri aðeins til að minna á að það vanti enn innilaug. Metin urðu ekki mörg, Eydís Konráðs- dóttir úr Sundfélagi Suðurnesja sló gamalt íslandsmet Ragnheið- ar Runólfsdóttur í baksundi en mótið er meira hugsað til að ein- hverjir nái lágmörkum á alþjóðleg mót, sérstaklega í 50 metra skriðsundi karla og kvenna, en það gekk ekki eftir. Stefán Stefánsson skrifar Keppendur voru 167 sem er um 100 fleiri en á sama móti í fyrra og skráningar á sund voru rúmlega 500. Ægis- fólk var fjölmennast með 31 þátttakanda sem tók gull og silf- ur í öllum sveita- keppnum og tæplega helming af öðrum gullpeningum. Ingibjörg Ólöf ísaksen Ægi og Elín Sigurðardóttir SH skiptu á milli sín gullpeningunum í skrið- sundinu. Ingibjörg vann 200, 400 og 800 metra lengdirnar en Elín 50 og 100 metrana. í karlaflokki voru það hinsvegar Svavar Kjart- ansson, SFS, og Magnús Már Ólafs- son, Ægi, sem skiptu gullunum á milli sín, Svavar með 200, 400 og 1500 metrunum en Magnús Már í 50 og 100. Berglind Daðadóttir, SFS, var sigursæl í bringusundi og vann þar 100 og 200 metra sundið en Hall- dóra Þorgeirsdóttir úr Ægi kom fast á hæla hennar með silfur í báðum greinum. Þess á geta að Halldóra er aðeins 12 ára og á því framtíðina fyrir sér. í karlaflokki tók Magnús Konráðsson, SFS, gull- ið fyrir 100 metra sundið og silfur í 200 metra sundinu og Hjalti Guð- mundsson í Sundfélagi Hafnar- fjarðar aftur á móti gull fyrir 200 metrana og silfur fyrir 100 metra sundið. Óskar Öm Guðbrandsson, ÍA, var ekki íjarri með bronspening á báðum greinum. Mesta spennan var í 200 metrunum hjá körlunum þar sem Magnús var á undan eftir 100 metra en góður endasprettur færði honum sigur. Ama Þórey Sveinbjömsdóttir vann bæði 200 og 400 metra flór- sundið ömgglega en hún vann einn- ig allt í flugsundinu. Hörður Guð- mundsson, Ægi, vann í 400 metra fjórsundi en Magnús Konráðsson, SFS, í 200 metrunum. Ómar Þor- steinn Ámason úr Óðni varð sjpnar- mun á undan Magnúsi Má Ólafs- syni í 100 metra flugsundi en Kári Sturlaugsson, Ægi, sló þeim við í 200 metmnum. Eins og áður sagði sigraði Eydís Konráðsdóttir, SFS, 100 og 200 metra baksundið og setti ný íslandsmet en í karlaflokki varð Logi Jes Kristjánsson, ÍBV, hlutskarpastur. Eydís með tvö Islandsmet Besta afrek mótsins vann Eydís Konráðsdóttir, 16 ára stúlka úr SFS. Hún fékk 746 stig fyrir 100 metra baksundið, og setti um leið íslands- met. Hún bætti einnig íslandsmetið í 200 metra baksundi, en bæði metin vom um fímm ára gömul, sett á sín- um tíma af Ragnheiði Runólfsdóttur. Eydís hlaut Kolbrúnarbikarinn fyrir besta afrekið í kvennaflokki, og einn- ig Pálsbikarinn fyrir besta afrek mótsins. Bróðir hennar, Magnús Konráðsson, fékk Guðmundarbikar- inn fyrir besta afrekið í karlaflokki. „Ég átti von á að þetta kæmi hjá mér og eftir æfingabúðirnar í Frakk- landi, þar sem við æfðum í tvær vik- ur við frábærar aðstæður, vissi ég að þetta væri á leiðinni. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrirtækj- um og einstaklingum sem studdu okkar til ferðarinnar kærlega fyrir,“ sagði Eydís. Vildi ekki gefast upp Ama Þórey Sveinbjömsdóttir, sundfélaginu Ægi, er liklega einn af síðustu sundmönnunum til að ná sér eftir sýkinguna sem sundfólkið varð fyrir á smáþjóðaleikunum á Möltu og hún var sigursæl á mótinu núna. Hlaut 7 gull; sigraði í 200 og 400 m fjórsundi, 100 og 200 m flug- sundi og þremur boðsundum. „Ég er nýstigin upp úr „Möltuerf- iðleikunum" og er búin að eiga við mikil vandamál að stríða. Ég hef æft alveg síðan en er rétt að koma upp núna og er aðeins að sjá bæt- ingu. Það er mjög þægileg tilfinning og gott að vera kominn aftur á sinn stað,“ sagði Arna Þórey sem er 19 ára. „Hin sundkonan sem átti líka í þessum vandræðum gafst upp en mér datt ekki í gefast upp sjálf. Það hefði verið alltof miklu að fóma. Ég er ekki svekkt útí neinn útaf þessu.“ Systkinin með bikarana Þrír bikarar voru afhentir á mót- inu og komu þeir allir í hlut systkin- anna Eydísar og Magnúsar Konr- áðsbama. Pálsbikarinn, sem gefinn var af forseta Islands, er veittur þeim keppenda sem vinnur besta afrek móteins. Eydís og Magnús bitust um bikarinn en þegar upp var stað- ið varð Eydís hlutskarpari með 746 stig en Magnús var með 722 stig. Kolbrúnarbikarinn sem gefinn var af ættingjum Kolbrúnar Olafs- dóttur var veittur þeim keppanda í kvennaflokki sem hlýtur flest stig og kom hann því í hlut Eydísar. Það var Pétur Pétursson, sonur Kolbrúnar sem afhenti gripinn. Nýr bikar, gefinn til minningar um Guðmund Olafsson, var veittur í fyrsta sinn og skal hann ganga til þess einstaklings sem nær flest- um stigum í karlaflokki. Hann hlaut Magnús Konráðsson og afhentu foreldrar Guðmundar, Ólafur Guð- mundsson og Unnur Ágústsdóttir, Magnúsi bikarinn. Tvö heimsmet FATLAÐIR gerðu það gott á Sundmeistaramót- inu um helgina og settu tvö heimsmet í flokki fatlaðra og sjö íslandsmet fuku að auki. Sigrún Huld Hrafnsdóttir setti heimsmet í 200 metra bringusundi. Sigrún byrjaði á að bæta það um 6 sekúndur og á laugardeginum bætti hún sig um 4 sekúndur til viðbótar. Bára B. Erlingdóttir setti heimsmet í 200 metra flugsundi og synti á 3.38,47. Sjö íslandsmet voru slegin. Birkir Rúnar Gunnars- son í 200 metra bringusundi á 3.05,27 en Birkir syndir fyrir UBK, Hilmar Jónsson úr Ösp í 100 og 200 metra bringusundi á 1.33,86 og 3.34,35. Pálmi Guð- mundsson, IFR, synti 100 metra skriðsund á 2.14,05 og 50 metrana á 1.02,30 og Einar Erlendsson, einnig úr ÍFR, sló íslandsmet í 100 og 50 metra skriðsundi. Að sögn Ingu Maggý Stefánsdóttur þjálfara heims- meistaranna, sem eru í íþróttafélagi þroskaheftra, Slgrún Huld Hrafnsdóttir og Bára Erlingsdóttir. Ösp, syntu 9 krakkar úr félaginu á mótinu. Fimm keppendur komu frá ÍFR, sem er íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og að auki synti Birkir Rúnar Gunnarsson einnig, sem er blindur, en hann syndir fyrir UBK. Fatlaðir æfa nú stíft fyrir heimsmeistaramót fatlaðra sem fer fram á Möltu og býst Inga Maggý við enn meiri bætingu á því móti. Landsliðið valið NÝR landsliðshópur sem fer á sterkt alþjóðlegt mót í Darm- stadt í Þýskalandi, var valinn af landsliðsnef nd í lok Sund- meistaramótsins og telur hóp- urinn 17 keppendur. Ekki voru valdir yngri sundmenn því að sögn landsliðsnefndarinnar hafa þeir þegar fengið tvö stór verkefni í vetur. Þar sem Sundsambandið vill frekar setja peninga í undir- búning er valin þjálfari eða þjálfar- ar fyrir hvert verkefni. Til þessa verkefnis voru Hafþór Guðmunds- son og Magnús Tryggvason valdir sem þjálfarar en Sturlaugur Daða- son verður fararstjóri. Landsliðs- nefnd velur síðan í liðið, sem í eru eftirfarandi: Eydís Konráðsdóttir og Berglind Daðadóttir úr SFS, Ama Þórey Sveinbjömsdóttir, Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Sigríður Valdi- marsdóttir og Ingibjörg Ólöf ísaks- en úr Ægi, Elín Sigurðardóttir úr SH og Þorgerður Benediktsdóttir úr Óðni. í karlaflokki voru valdir Magnús Már Ólafsson, Sigurgeir Þór Hreggviðsson, Hörður Guð- mundsson og Kári Sturlaugsson úr Ægi, Ómar Þorsteinn Árnason og Baldur Már Helgason úr Óðni, Magnús Konráðsson úr SFS, Óskar Örn Guðbrandsson, ÍA, og Logi Jes Kristjánsson, ÍBV.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.