Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 1
56 SÍÐUR B/C/D 156. TBL. 82.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS „Berlín er frjáls!“ Andlát leiðtoga Norður-Kóreu Fátt bendir til BILL Clinton Bandaríkjaforseti ávarpaði mannfjölda við Brandenborgarhliðið í Berlín í gær. „Ekkert getur stöðvað okk,- ur, allt er gerlegt, Berlín er frjálsl", sagði forsetinn og brá þá fyrir sig þýsku. Sögðu heim- ildarmenn að ræðan yrði vart jafn sögufræg og sú er átrúnað- argoð Clintons og forveri í emb- ætti, John F. Kennedy, flutti 1963 við Berlínarmúrinn. A hinn bóg- inn væri þýskukunnátta Clintons mun meiri en Kennedys. ■ Tákn um framsókn/ 14 að fallið verði frá tilslökunum Tókýó, Washington. Reuter. NORÐUR-Kóreumenn munu virða loforð Kims Il-sungs, einræðisherra Norður-Kóreu, sem lést á fimmtudag, um að stöðva tilraunir til að fram- leiða kjarnavopn, að sögn varafastafulltrúa landsins hjá Sameinuðu þjóðun- um. Winston Lord, sem fer með málefni Austur-Asíu innan bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði ólíklegt að andlát Kims yrði til þess að fall- ið yrði frá tilslökunum hans í deilunni um tiiraunirnar. Reuter Þriðja lota viðræðna milli Norður- Kóreu og Bandaríkjanna hófst í Genf á föstudag en þeim var frestað vegna andlátsins þar til eftir jarðar- för Kims Il-sungs 17. júlí. Banda- ríkjastjórn féllst á viðræðurnar í síð- asta mánuði eftir að Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fór til Norður-Kóreu og fékk loforð frá Kim Il-sung um að stöðva kjarnavopnatilraunirnar meðan á viðræðunum stæði. Japanska frétta- stofan Kyodo hafði eftir Kim Su- man, varafastafulltrúa Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, að staðið yrði við þetta loforð. Winston Lord, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að allt benti til þess að Norður-Kóreu- menn myndu ekki falla frá tilslökun leiðtogans fyrrverandi. Sagði hann að ekkert renndi stoðum undir ummæli Roberts Gates, fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjón- ustunnar, um að ekki væri útilokað að norður-kóreskir embættismenn, sem væru andvígir tilslökun, hefðu ráðið Kim Il-sung af dögum. Japanskur blaðamaður kom með þá frétt til Peking frá Pyongyang að norður-kóreskir embættismenn hefðu lagt til að undirbúningsvið- ræðum vegna fyrirhugaðs leiðtoga- fundar kóresku ríkjanna yrði haldið áfram. Fundurinn átti að vera 25.-27. þessa mánaðar en honum var frestað vegna andlátsins. ■ Umbótasinni/ 15 Uppreisnarmenn í liði Föðurlandsfylkingar Rúanda í eftirlitsferð í miðborg Kigali. Aður en styrjöldin braust út bjuggu um 350.000 manns í borginni, en nú eru þar aðeins um 10 þúsund manns. Frakkar und- irbúa brottför Hálf þriðja milljón á flótta í Rúanda Bujunibura, Genf, París. Reuter. STJÓRNARSKRÁRDÓMSTÓLLINN í Búrúndí hefur framlengt um þijá mánuði umboð Sylvestres Ntibantuganyas til forsætis í landinu, á meðan stjórnmálaflokkar reyna að sættast á hver verði leiðtogi lands- ins. í nágrannaríkinu Rúanda er um hálf milljón hútúmanna á flótta til bæjarins Gisenyi, í norðvesturhluta landsins, undan sókn uppreisnar- manna Föðurlandsfylkingar Rúanda. Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að Frakkar myndu draga herlið sitt smám saman frá landinu, til þess að gæslusveitir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) geti tekið við hlutverki þeirra, þrátt fyrir kröfu uppreisnarmanna um að franskar liðssveitir verði á brott án tafar. Ntibantuganya varð forseti í Búrúndí til bráðabirgða eftir að Cybrien Ntaryamira, forseti, fórst ásamt Juvenal Habyarimana, for- seta Rúanda, þegar flugvél þeirra var skotin niður 6. apríl. Hútúmenn á flótta Talsmaður Flóttamannahjálpar SÞ segir að nú hafi alls um 2,6 milljónir manna flosnað upp á þeim tveim þriðju hlutum lands í Rúanda sem eru á valdi stjórnarinnar. Flest- ir þeirra sem eru nú á flótta til Gisenyi eru frá Kígalí, en stjórn landsins hefur sest að í Gisenyi. Öryggisráð SÞ veitti Frökkum tveggja mánaða umboð til íhlutunar í Rúanda, og því lýkur 22. ágúst. Juppe sagði að það hefði alltaf ver- ið ætlun Frakka að hverfa frá land- inu í lok júlí eða byijun ágúst, þeg- ar SÞ myndi senda gæslulið til að taka við starfi Frakka. „Miðnætti 31. júlí er engin örlagastund," sagði Juppe. Hann hafði eftir Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra SÞ, að ástæðan fyrir því að dregist hefði að kalla saman friðargæslulið í Rúanda væri peningaskortur. Þyngd og hæð ráða launum Chicago. Reuter. RANNSÓKN á rúmlega 12.500 mánns fæddum í Englandi, Skotlandi og Waies hefur leitt í ljós að stúlkur sem voru feit- lagnar þegar þær voru 16 ára, voru í verr launuðum störfum en grannvaxnar stúlkur á sama aldri, er þær náðu 23 ára aldri. Þyngdarmunur á piltum virð- ist ekki hafa áhrif á tekjur þeirra en það gerði hæðin. Pilt- ar, sem voru lágvaxnir um 16 ára aldurinn, reyndust með lægri tekjur 23 ára en hávaxn- ari jafnaldrar þeirra. Sögðust þeir, sem að rann- sókninni stóðu ekki geta sagt fyrir um hveiju væri um að kenna. Þeir teldu þó að líkams- burðir hafi áhrif á hvernig menn væru metnir til vinnu. Sögulegur úrskurður þýska stjórnlagadómstólsins Heimiluð hátttaka í friðargæslu SÞ Karlsruhe, Berlín, Brussel. Reuter. ÞÝSKI stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði í gær að Þjóðveijar gætu tekið þátt í alþjóðlegri friðargæslu en Þjóðveijar hafa frá lokum heimsstyijaldar- innar síðari sett skorður við því. Bill Clinton Bandaríkjaforseti, sem var í opinberri heimsókn í Þýskalandi, fagnaði ákvörðuninni mjög í gær og sagðist hann sjá fyrir sér að Þjóðveijar tækju þátt í hernaðaraðgerðum á borð við Persaflóastríðið. Sá Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, ástæðu til þess að draga úr þessum væntingum forsetans. Þá fagnaði Manfred Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), einnig úr- skurði dómstólsins. Stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði að þýska stjórnarskráin frá 1949 kæmi ekki í veg fyrir að þýskir hermenn tækju þátt í friðargæslu en mjög hefur verið deilt um þetta atriði. Segir í úrskurðinum að starf friðargæslusveita sé hluti af sam- eiginlegu öryggisneti SÞ og heyri undir sáttmála SÞ sem Þjóðveijar hefðu gerst aðilar að árið 1973. Hins vegar hefði ríkisstjórn Kohls gengið á rétt þingsins með því að bera ekki undir það för hermanna og eftirlitsmanna til ríkja fyrrum Júgóslavíu og Sómalíu. Segir í úr- skurðinum að þingið eigi að taka- ákvörðun um þátttöku í aðgerðum SÞ. Kohl fagnaði þessari niðurstöðu en liann hefur frá árinu 1990 beitt sér fyrir því að Þjóðveijar takist á hendur þær skyldur sem séu sam- fara þátttöku í alþjóðastarfi. Tóku stjórnarliðar fram að Þjóðveijar myndu aldrei senda herlið einhliða úr landi og að þeir hefðu engan áhuga á því að gerast „heimslög- Reutoi' FIMM af átta dómunini stjórnlagadómstólsins þýska kveða upp úrskurð sinn í gær. regla“.. Rudolf Scharping, leiðtogi J afnaðarmanna, benti á að Þjóð- veijar myndu ekki taka þátt í stríðsátökum, úrskurður stjórnlaga- dómstólsins væri bundinn við þátt- töku í aðgerðum SÞ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.