Morgunblaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 21
20 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚU 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
ÁRAN GURSLÍTILL
LEIÐTOGAFUND-
UR í NAPÓLÍ
*
Arlegum fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims, sem að
þessu sinni var haldinn í Napólí á Ítalíu, lauk án þess
að nokkuð samkomulag næðist um aðgerðir til að styrkja
stöðu dollarans.
Gengi Bandaríkjadollars hefur ekki verið lægra gagnvart
jeni í hálfa öld og ekki lægra gagnvart þýska markinu í tæp
tvö ár. Lýstu fjármálaráðherrar ríkjanna því yfir, að þeir teldu
hina miklu lækkun ekki í samræmi við stöðuna í efnahagsmál-
um, sem almennt væri traust, og teldu þeir því ekki ástæðu
til aðgerða að sinni.
Til að auka traust fjármálamarkaða ákváðu fjármálaráð-
herrar ríkjanna sjö, Bandaríkjanna, Kanada, Japans, Bret-
lands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu, í staðinn að halda
fleiri sameiginlega fundi. Þeir hittast nú tvisvar á ári en
munu væntanlega eiga fjóra fundi saman í framtíðinni.
í kjölfar fundarins hélt dollarinn áfram að lækka á peninga-
mörkuðum en þó ekki jafn mikið og óttast hafði verið.
Það varð heldur ekki úr að leiðtogarnir samþykktu ályktun
um upphaf frekari viðræðna um aukið frelsi í alþjóðaviðskipt-
um nú þegar Uruguay-lotu GATT-viðræðnanna er lokið. Bill
Clinton, Bandaríkjaforseti, hafði skömmu áður en Napólífund-
urinn hófst, hvatt til að næsta skref yrði að afnema höft á
viðskiptum með t.d. fjármálaþjónustu og samskiptatækni.
Sú tillaga hlaut hins vegar ekki hljómgrunn og var vísað
frá með þeim rökum að slíkar yfirlýsingar gætu stefnt stað-
festingu GATT-samkomulagsins í voða. Voru það ekki síst
Frakkar sem lögðust gegn tillögu Clintons. Þá spillti það fyr-
ir hversu seint Bandaríkjaforseti lagði fram hugmyndir sínar.
í staðinn ályktuðu leiðtogarnir á almennari nótum um mikil-
vægi þess að halda áfram að opna markaði og lýstu því form-
lega yfir að þeir myndu berjast fyrir staðfestingu samkomu-
lagsins fyrir áramót.
Það gefur hins vegur ástæðu til bjartsýni, að enginn lagð-
ist efnislega gegn tillögunni enda hafa leiðtogar flestra vest-
rænna ríkja gert sér grein fyrir þeirri staðreynd að frjálsari
alþjóðaviðskipti eru öllum í hag til lengri tíma litið. Tilraunir
undanfarinna ára til að vernda eigin markaði, s.s. gagnvart
innflutningi á japönskum tæknivörum og bifreiðum, hafa
reynst haldlitlar og í raun stuðlað að því að hinar vernduðu
atvinnugreinar verða enn síður í stakk búnar til að takast á
við samkeppni. Viðskiptahöftin grafa því undan framtíðar
velmegun Vesturlanda.
Nú þegar þurfa vestræn iðnríki að mæta sífellt harðnandi
samkeppni frá fleiri Asíuríkjum en Japan á sviði tæknilegrar
framleiðslu og má þar nefna sem dæmi Tævan og Suður-
Kóreu. í einfaldari fjöldaframleiðslu streyma svo vörur frá
ríkjum á borð við Indland, Indónesíu og Kína inn á vestræna
markaði og eftir því sem þau auðgast og tæknivæðast má
búast við harðnandi samkeppni frá þeim á fleiri sviðum.
Ríkjahópurinn sem fundaði í Napólí getur því varla lengur
talist vera samnefnari yfir „helstu iðnríki heims“ þó að sú
hafi hugsanlega verið raunin er þessir fundir hófust fyrir
tuttugu árum. Að sama skapi eru leiðtogafundirnir ekki leng-
ur sá vettvangur þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar eru
teknar, sem sést kannski best á því að leiðtogarnir létu ákvarð-
anir um gengismál og viðskiptastefnu bíða betri tíma. Það
hversu „árangurslítill" fundurinn var á sviði efnahagsmála
má kannski helst skýra með því hve mikið heimurinn hefur
breyst á undanförnum árum.
Upphaflega voru iðnríkjafundirnir hugsaðir sem mun óform-
legri samkomur en þeir hafa þróast út í að vera og virðist
sem leiðtogar ríkjanna sjö telji heppilegt að hverfa aftur til
þeirra tíma. Napólífundurinn var um flest mun látlausari en
fundir síðustu ára og stefnt er að því að næsti fundur, sem
haldinn verður í Halifax í Kanada að ári, verði enn óformlegri.
Þar ætla leiðtogarnir að bregðast við breyttum aðstæðum
í heiminum og ræða hugsanlega uppstokkun helstu alþjóða-
stofnana, sem flestar, s.s. Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyr-
issjóðurinn, eiga rætur sínar að rekja til eftirstríðsáranna og
Kalda stríðsins.
Væntanlega verður tilgangur og framtíð leiðtogafundanna
einnig til umræðu. Nú þegar er Rússlandsforseti orðinn fasta-
gestur á þessum samkomum, sem er vissulega til marks um
breyttar áherslur í samstarfinu. Til lengri tíma litið verða lík-
lega mun víðtækari breytingar að eiga sér stað ef G-7 fundirn-
ir eiga á ný að öðlast þann sess er þeir eitt sinn höfðu.
+
MANNANAFNALÖGIN
ÞAÐ ER oft mikið tilfinningamál hjá foreldrum að gefa barni sínu nafn, sérstaklega þegar barnið á að heita eftir einhveijum. Vandast
málið verulega ef nafnið sem verður fyrir valinu er ekki að finna í mannanafnaskrá og hefur ekki unnið sér hefð í íslensku málkerfi.
Hvað
má barnið
heita?
Talsverð umræða hefur veríð undanfaríð um
mannanafhalögin íslensku í kjölfar þess að
foreldrar sex mánaða stúlkubams lýstu eftir
—— j
konum sem bera nafnið Elsabet. Aslaug
Ásgeirsdóttir kynnti sér lögin.
Hverjum þykir sinn fugl fag-
ur og á þetta orðatiltæki
vel við þegar rætt er um
nafngjafir barna. Ströng
lög gilda hér á landi um hvaða nöfn
eru leyfileg og er það hlutverk
mannanafnanefndar að skera úr um
það. Foreldrar sex mánaða gamallar
stúlku hafa undanfarið reynt að fá
nefndina til að samþykkja nafnið
Elsabet, og bíða þau nú leyfis hennar
eftir að hafa tvívegis fengið neitun.
Hafa foreldrarnir þurft að leita að
ákveðnum fjölda kvenna sem borið
hefur nafnið til að uppfylla skilyrði
nefndarinnar um að nafnið sé hefðað,
en nefndin setti sér vinnureglur fyrir
ári síðan sem segja til um á hvern
hátt nafn ávinnur sér hefð. Segir
Halldór Ármann Sigðurðsson, for-
maður hennar, að reglurnar séu til
þess að taka af vafa og einnig til
þess að nefndin þurfi ekki að taka
ákvarðanir byggðar á smekk.
Mannanafnalögin voru samþykkt á
Alþingi árið 1991 og segir í 2. grein
laganna: „Eiginnafn skal vera ís-
lenskt eða hafa unnið sér hefð í ís-
lensku máli. Það má ekki btjóta í
bága við íslenskt málkerfi. Eiginnafn
má ekki heldur vera þannig að það
geti orðir nafnbera til ama. Hvorki
má gefa stúlku karlmannsnafn né
dreng kvenmannsnafn. Óheimilt er
að gefa barni ættamafn sem eigin-
nafn nema hefð sé fyrir því nafni.“
Umræðan undanfarið hefur að
mestu snúist um skilgreiningu
mannanafnanefndar á hvemig nafn
ávinnur sér hefð. Þegar lögin voru
samþykkt var skipuð þriggja manna
nefnd til að skera úr um ágreinings-
mál sem upp kæmu. Árið 1993 sagði
nefndin af sér og gaf Guðrún Kvar-
an, þáverandi formaður,
þá skýringu að aðstöðu-
leysi væri farið að há störf-
um nefndarinnar, en hún
hefur hvorki fastan starfs-
mann né skrifstofu.
Var skipuð ný nefnd og eiga sæti
í henni þeir þeir Halldór Armann,
dósent í íslensku, Erlendur Jónsson,
dósent í heimspeki, og Páll Sigurðs-
son, prófessor við lagadeild. Halldór
Ármann segir að fyrsta verkefni nýju
nefndarinnar hafí verið að skilgreina
hvað teldist hefð og hvemig nöfn ynnu
sér hefð í íslensku máli. Samkvæmt
vinnureglum nefndarinnar telst ungt
tökunafn hafa unnið sér hefð ef það
fullnægir eftirfarandi skilyrðum:
■ Það er nú borið af a.m.k. 20 íslend-
ingum.
■ Það er nú borið af 15-19 íslend-
ingum og sá elsti þeirra hefur náð
a.m.k. 30 ára aldri.
■ Það er nú borið af 10-14 íslend-
ingum og sá elsti þeirra hefur náð
a.m.k. 60 ára aldri.
■ Það er nú borið af 5-9 Islendingum
og kemur þegar fyrir í manntalinu
1910 (eða fyrr).
■ Það er nú borið af 1-4 íslendingum
og kemur þegar fyrir í manntalinu
1845 (eða fyrr).
■ Það er nú ekki borið af neinum
Islendingi en kemur þegar fyrir í
manntalinu 1845 (eða fyrr) og hefð
þess hefur ekki rofnað eftir 1910.
I greinargerð sem Halldór Ármann
samdi um 2. grein mannanafnalag-
anna og hvemig bæri að túlka hana
segir að tímamörkin séu að nokkru
leyti handahófskennd og ártölin 1910
og 1845 valin því upplýsingar séu
aðgengilegastar í þessum tveimur
manntölum.
Einnig segir í greinargerðinni að
það velti mjög á túlkun
hefðarákvæðisins hvernig
til takist um framkvæmd
laganna. „Ef túlkun þess
er skýr, tryggir jafnræði og
samrýmist almennum skiln-
ingi á því hvað geti kallast hefð eru
líkur á að almenningur sætti sig við
þá úrskurði sem á henni byggjast. Sé
túlkun hefðarákvæðisins hins vegar
óljós og ósamkvæm sjálfri sér verður
aldrei neinn friður um mannanafna-
lögin,“ segir í henni.
Ekki byggt á smekk
Haildór segir að nefndin fari í einu
og öllu eftir þessum vinnureglum og
að sínu mati hafi tekist vel til að forð-
ast að nefndin byggi úrskurði sína á
smekk og ríki yfirleitt friður um störf
hennar. „Það þýðir ekki að segja við
fólk að minn smekkur sé betri en
þess,“ segir hann.
Persónulega fmnst Halldóri Ár-
manni að ekki eigi að setja lög um
mannanöfn og í mars á síðasta ári
skrifaði hann grein í Morgunblaðið
þar sem hann segir mannanafnalögin
íslensku vera ólög. „Vald sem getur
bannað foreldri að skíra barn sitt ein-
hveiju tilteknu nafni á ekki að vera
til í lýðræðisþjóðfélagi,“ segir hann í
greininni. I júlí var hann skipaður
formaður mannanafnanefndar. Hann
segir að vera sín í nefndinni hafi ekki
breytt skoðun sinni, en á meðan lögin
séu í gildi beri að fara eftir þeim.
„Það er nánast verið að segja fólki
að þau séu ekki nógu góðir foreldrar
af því að þau finna ekki nógu gott
nafn á barnið,“ segir hann um lögin.
„Fólk er að biðja um nöfn vegna þess
að þeim þykir þau falleg.“
Árlega berast mannanafnanefnd
um 200 umsóknir um nöfn og er um
helmingi þeirra hafnað.
Halldór Ármann segir að
þetta séu of mörg nöfn og
sýni að lögin séu of ströng.
Þau eru nú í endurskoðun
í dómsmálaráðuneytinu og
á Halldór Ármann sæti í nefnd sem
það gerir. Hann segir að nefndarmenn
vonist til þess að hægt verði að leggja
nýtt frumvarp fyrir þingið í haust eða
vetur. Býst hann við að lögin verði
rýmkuð og hægt verði fyrir ný nöfn
af erlendum uppruna að ávinna sér
hefð.
Mikið tilf inningamál
Hin hliðin á málinu eru þeir foreldr-
ar sem reynt hafa að fá nöfn sam-
þykkt. Eins og gefur að skilja er mik-
ið tilfiningamál þegar nýfæddu barni
er gefið nafn. Prestar og formenn
trúfélaga bijóta lögin þegar þeir skíra
barn nafni sem ekki er leyft. Að sögn
Ólafs Skúlasonar, biskups íslands, bar
talsvert á því í fyrstu að lögin væru
brotin, en nú sé prestum almennt
kunnugt um þau. Hann segir að eftir
sem áður sé hægt að gera barn að
kirkjunnar þegn, því hægt sé að skíra
barn án nafngjafar. Þá sé ekkert nafn
nefnt þegar skírt sé og það komi í
hlut Hagstofu íslands að framfylgja
því að barni sé gefið nafn innan sex
mánaða frá fæðingu.
Hörður Hauksson og Elsabet Sig-
urðardóttir, foreldrar Elsabetar Ósk-
ar, hafa undanfarna þijá mánuði
reynt að fá nafn dóttur sinnar sam-
þykkt, en til stóð að skíra hana um
hvítasunnu. Stúlkan var skírð nýlega,
en eftir er að tilkynna nafngift til
Hagstofunnar. Á tímabili vantaði ein-
ungis eina Elsabetu til að uppfylla
skilyrði nefndarinnar og brugðu Hörð-
ur og Elsabet á það ráð að fá Morgun-
blaðið í lið með sér. Það bar árangur
og nú bíða þau eftir að fá nafnið sam-
þykkt af mannanafnanefnd. Alls
fengu þau ábendingar um 34 konur
sem borið hafa nafnið.
Þau eru ekki alls kostar ánægð
með samskipti sín við nefndina, segja
að þau hafí verið lött frekar en hvött
til þess að reyna að sanna hefð. „Fólk
á ekki að þurfa að standa í þessu,“
segir Hörður. „Maður er ekki að velja
nafn á hund.“
Þau telja mikla annmarka á vinnu-
reglum nefndarinnar því erfitt sé að
fá upplýsingar um nöfn. Hagstofan
veiti takmarkaðar upplýsingar, hún
megi ekki gefa upplýsingar um hagi
fólks. Til dæmis þurfi að liggja fyrir
upplýsingar um hvar fólk hafi verið
skírt til þess að hægt sé að ganga
úr skugga um hvernig nafn sé skráð
í kirkjubækur. Hörður segir einnig
að upplýsingar Hagstofu séu ófull-
nægjandi, ef fólk heiti tveimur nöfn-
um þá sé síðara nafnið oft skráð í
þjóðskrá sem upphafsstafur.
Þarf betri upplýsingar
Þeim finnst að nefndin eigi að að-
stoða fólk við að fá nöfn samþykkt,
en sjálf hafí þau þurft að hafa mikið
fyrir þessu. Einnig þurfi mannanafna-
nefnd að hafa aðgang að betri upplýs-
ingum. Það hafi sýnt sig eftir að fjall-
að var um málið í fjölmiðl-
um. Friðrik Skúlason, tölvu-
fræðingur, sendi Elsabetu
og Herði þréf eftir að hann
leitaði að nafninu Elsabet í
Espólín ættfræðiforriti sínu
og fann fjölda kvenna sem báru nafn-
ið, bæði í manntali og í kirkjubókum,
en mannanafnanefnd hafði ekki fundið
þessar konur. Friðrik segir að
kirkjubækur og manntöl til ársins 1870
séu til á tölvutæku formi sem mormón-
ar unnu upp úr frumheimildum. Hann
hafi flett upp í þessum gögnum til að
leita að nafninu Elsabet.
Fleiri lögðu þeim lið í leitinni að
Elsabetu, þeirra á meðal Jón Torfason
í Landsbókasafninu og segir Elsabet
að hún hefði aldrei getað sannað að
hefð væri fyrir nafninu ef þau hefðu
ekki fengið þessa hjálp. Einnig hringdi
í þau kona, sem gat ekki nafns, og
gaf þeim upplýsingar um 13 konur
sem heitið höfðu Elsabet.
+
imiimmuimnmtn
Hvorki fastur
starfsmaður
né skrifstofa
34 ábendingar
um nafnið
Elsabet
íí * * ' X >»• Xt C & tkf X.XHC
« xm m«t#s
X ** :* 4M:
■<** t ’m*
«
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ1994 21
Hegðun áhangenda knattspyrnuliða á leikjum er skyndilega í brennidepli
ENGAR FÓTBOLTA-
BULLUR Á ÍSLANDI
Morgunblaðið/RAX
Atvik á leik KR og í A
hefur vakið upp spurn-
ingu um siðgæði á knatt-
spyrnuvöllunum. Orri
Páll Ormarsson heyrði
hljóðið í leikmönnum,
stuðningsmönnum og
forsvarsmönnum knatt-
spyrnuhreyfingarinnar
sem neita því að um
vandamál sé að ræða.
Knattspyma er leikur eld-
heitra tilfinninga. Þó
mörgum kunni að blöskra
ákefðin sem fylgir kapp-
leiknum er ljóst að í þær níutíu mín-
útur sem hann varir snýst líf leik-
manna jafnt sem áhorfenda um hann
einan. Hópvitundin tekur völdin.
Fólk úr hinum ólíkustu stéttum sam-
félagsins kemur saman á vellinum
og binst böndum um að styðja við
bakið á „sínum mönnum“. Samstað-
an verður algjör og jafnvel prúðasta
fólk verður uppvíst að því að sleppa
fram af sér beislinu. Mistur færist
yfir skynsemina og skyndilega em
liðin á vellinum orðin tákn skarpra
andstæðna, góðs og ills. Rík tilhneig-
ing til að réttlæta allar gjörðir síns
liðs skýtur upp kollinum. Að sama
skapi em flestar hreyfingar and-
stæðingsins túlkaðar sem persónuleg
árás. Þegar hinsta flaut dómarans
gellur hverfur síðan hver í sína átt-
ina. Á örskotsstund breytist and-
stæðingurinn úr hinu argasta ómenni
í vinnufélagann eða nágrannann.
Glíman við þá kjaftforu
íslendingar hafa til þessa ekki
haft miklar áhyggjur af hegðun land-
ans á knattspymuvellinum. „Ys og
þys út af engu,“ segja margir en
fágætt er að fólk telji andlegri hvað
þá líkamlegri heilsu sinni ógnað af
því að fara á völlinn. Atvik sem átti
sér nýverðið stað á leik KR og Akra-
ness hefur þó vakið upp þá spurn-
ingu hvort siðgæði stuðningsmanna
knattspyrnuliða sé að breytast til
hins verra? Fjölskylda þjálfara vest-
urbæjarliðsins sá þá ástæðu til að
víkja úr stúkunni eftir að góðglaðir
einstaklingar höfðu veist að þjálfar-
anum með ósæmilegu orðtaki.
Helgi Daníelsson, formaður stuðn-
ingsmannafélags Skagamanna,
harmar þá umfjöllun sem átt hefur
sér stað í kjölfar atviksins á KR-vell-
inum. Hann segist leggja höfuð-
áherslu á að stuðningsmenn Skaga-
liðsins séu gulir og glaðir á vellinum
og hvetji sína menn til dáða. Hann
kveðst hafa ímugust á hverskonar
níði um dómara og andstæðinga og
segir því klárt mál að þeir aðilar sem
voru að verki í umræddu atviki hafi
ekki verið á vegum stuðningsmanna-
félagsins. Helgi kveðst ekki kunna
deili á þeim en bendir á að stuðnings-
menn Skagaliðsins skipti þúsundum
og erfitt sé því að hafa hemil á þeim
öllum. Að sögn Helga eru sannir
Skagamenn í hvívetna til fyrirmynd-
ar á vellinum og því varar hann fólk
við að hengja alla áhangendur liðsins
fyrir títtnefnt atvik. „Það er víðs-
fjærri öllum sannleika að Skaga-
menn séu eitthvað verri en aðrir í
þessum efnum.“ Til að fyrirbyggja
allan misskilning segir Helgi Skaga-
menn ekki safnast saman á veitinga-
staðnum Ölveri til að drekka frá sér
ráð og rænu fyrir leiki liðsins á höf-
uðborgarsvæðinu. Þvert á móti komi
þeir saman til að mynda stemmningu
með því að ræða málin og líta á
gamla leiki. Hann segir þennan sið
tíðkast víða um lönd og segir það
fásinnu að öl sé þar sopið ótæpilega.
Helgi segir það gamla sögu og
nýja að félög þurfi að glíma við kjaft-
fora áhorfendur. Misjafn munnsöfn-
uður hafi alltaf fylgt knattspyrnu
og muni vafalítið gera áfram hvað
sem tautar og raular. Helgi telur
slíkt háttalag þó engum til sóma og
félögunum beri þvi að gera allt sem
í þeirra valdi standi til að halda því
í skefjum.
Hafsteinn Egilsson, formaður
stuðningsmannafélags KR, kveðst
ekki hafa orðið var við breytingu á
hegðun áhorfenda á knattspyrnu-
leikjum í sumar. Hann harmar atvik-
ið hvimleiða sem átti sér stað á
KR-vellinum en telur það algjöra
undantekningu. Hann bindur jafn-
framt vonir við að þeir aðilar sem
þar áttu hlut að máli læri af reynsl-
unni.
Hvað KR-inga varðar segir Haf-
steinn stuðningsmannafélagið
standa traustum fótum. „Við stefn-
um að því að gera KR-klúbbinn að
fjölskylduklúbbi fyrstir allra liða,“
segir hann og kveður KR leggja
höfuðáherslu á að laða fjölskyldufólk
á völlinn. Hann segir algengt að
KR-fjölskyldur komi saman í KR-
heimilinu og snæði fyrir leiki og
byggi þannig upp stemmningu. Aldr-
ei sé þó hægt að fyrirbyggja að
slompaðir einstaklingar slæðist inn
á völlinn. Að sögn Hafsteins stóðu
KR-ingar frammi fyrir þeirri erfiðu
ákvörðun fyrir nokkrum árum að
útiloka ákveðinn einstakling frá
leikjum félagsins. Hann bendir á að
það sé misjafn sauður í mörgu fé
og knattspyrnan fari eðlilega ekki
varhluta af því. Hafsteinn segir að
vandamál af þessu tagi megi oftast
rekja til lagsmennsku við Bakkus
og umræddur einstaklingur hafi í
kjölfar bannsins leitað sér aðstoðar.
í dag sé hann nýr og betri maður
og hafi á ný tekið sinn sess á vellin-
um. „Það má glögglega sjá að við
ölum okkar stuðningsmenn vel upp.“
Hafsteinn segir dylgjur alltaf hafa
fylgt knattspyrnunni. Mikið sé í húfi
og ýmsum brögðum því beitt til að
klekkja á andstæðingnum. Hann
segir sömu sálmana oft kveðna eins
og KR-ingar þekki manna best. Haf-
steinn segir það þó heyra undantekn-
ingunni til að einhver fari sár af velli.
Engar athugasenidir
eftirlitsmanns
Snorri Finnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Knattspyrnusambands
íslands, segir sambandið ekki hafa
ijallað sérstaklega um atvikið á
KR-vellinum þar sem eftirlitsmaður
þess hafi ekki séð ástæðu til að gera
athugasemd við hegðun áhorfenda.
Hann telur enga ástæðu til að hafa
áhyggjur af framferði stuðnings-
manna knattspyrnuliða því undan-
tekningalítið stilli þeir skapi sínu í
hóf. Snorri neitar þó ekki að svartir
sauðir séu til inn á milli en vísar því
alfarið á bug að fótboltabullur fyrir-
finnist á íslandi.
Snorri telur að stemmning, hróp
og köll séu óijúfanlegur hluti af
knattspyrnunni. „Án áhorfenda
hefðum við engan fótbolta." Hann
telur því öllum sem unna knattspyrn-
unni skylt að stuðla að jákvæðu
hugarfari. Sérstaklega sér Snorri
ástæðu til að hlífa dómurum við
aðdróttunum. „Sumir virðast einung-
is mæta á völlinn til að agnúast út
í dómgæslu," segir Snorri og kveður
slíkt athæfi hlutaðeigandi síst til
framdráttar.
Erfitt að útrýma drykkjuskap
Snorri telur því miður erfitt að
útrýma drykkjuskap á knattspyrnu-
völlum. Markvisst sé þó unnið að því
af hálfu KSÍ. „Við lútum mjög
ströngum alþjóðlegum reglum varð-
andi áfengisbönn á landsleikjum,“
segir hann og bendir á að samband-
ið hafi hvatt félagslið til að herða
eftirlit hvað þetta varðar. Almennt
séð segir Snorri að gæsla á knatt-
spyrnuleikjum hafi aukist til muna
hin síðari ár. Eftirlitsmenn frá KSÍ
séu á öllum fjölsóttari leikjum og
telji þeir einhveiju ábótavant hiki
sambandið ekki við að vanda um við
viðkomandi félag.
Snorri tekur skýrt fram að hann
telji stuðningsmannafélög af hinu
góða. Hann kveðst þó ekki sannfærð-
ur um að ölknæpur séu réttur vett-
vangur upphitunar fyrir leiki.
„Knattspyrnan hefur alltaf verið fjöl-
skylduíþrótt hér á landi og því teí1"*
ég varhugavert að stefna fólki á vín-
veitingastaði fyrir leiki.“
Áhorfendur hvetji sína menn
Sigurður Jónsson, leikmaður
knattspyrnuliðs Skagamanna, var
vart af barnsaldri þegar hann stóð
fyrst í eldlínunni með liðinu í fyrstu
deild. Hann lék einnig um nokkurra
ára skeið sem atvinnumaður á Eng-
landi. Hann er afar ósáttur við stuðn-
ingsmenn félaga sem gera aðsúg að
andstæðingnum. „Að mínu mati eiga
áhorfendur að einbeita sér að því að
hvetja sitt lið. Ódýr skot á andstæð-
inginn eru engum til sóma.“ Sigurð-
ur bætir síðan við að það sé hveri^.
liði þýðingarmikið að hafa hóp stuðn- -
ingsmanna sem nota kraftana í þess
þágu.
Sigurður kveðst ekki sjá fyrir sér
bulluvandamál í knattspyrnunni hér
á landi í framtíðinni. Hér sé um að
ræða margfalt minni stærðir en til
að mynda á Englandi þar sem hann
þekkir best til. Hann telur að þar
stafí vandamálið af uppeldisástæð-
um. „Á Englandi eru þetta menn sem
láta ekki bara illa á fótboltaleikjum
heldur allsstaðar sem þeir eru.“
Sigurður bendir á að knattspyrnsw
lið leggi sig í líma við að gera stuðn-
ingsmenn sína stolta. Þetta ætti því
að sjálfsögðu að vera gagnkvæmt.
Hann skorar því á stuðningsmenn
allra liða, ekki bara Skagamanna,
að eyða kröftunum í að styðja sína
menn og láta andstæðingana óá-
reitta.
jiiiHiiiifmwimiiHiumiiiniiimiiniiiiiiHimii