Morgunblaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Rit Evrópusambandsins
Samið um sölu og
dreifingu hérlendis
ATRIÐI úr myndinni Löggan í Beverly Hills III.
Eddie Murphy
enn á ferð
FYRIR skömmu var undirritaður
samningur milli Bókabúðar Lárusar
Blöndal og útgáfustofnunar Evrópu-
sambandsins, en samkvæmt honum
tekur Bókabúð Lárusar Biöndal að
sér alla sölu og dreifmgu hér á landi
fyrir stofnunina.
Útgáfustofnun Evrópuambands-
ins er saðsett í Lúxemborg og hefur
með höndum umsjón með allri út-
gáfustarfsemi Evrópusambandsins
og sér jafnframt um dreifingu allra
bóka og bæklinga, sem gefnir eru út.
Við stofnunina starfa um 500
manns og er útgáfustarfsemin mjög
viðamikil. Gefnir eru út um það bil
900 titlar árlega auk þess 60 titlar
Nýjar bækur
í S L A N D
l.andit hifj* i Ntrfri
M ÚT er komin bókin Ísland-Land-
ið hlýja í norðri eftir Signrgeir
Sigurjónsson Ijósmyndara og
Torfa H. Tuliníus dósent. í bókinni
eru 75 litljósmyndir af íslenskri nátt-
úru og íslendingum við leik og störf
og fylgir stutt umfjöliun hverri mynd.
Þetta er ijórða ljósmyndabókin sem
kemur út með myndum Sigurgeirs.
Torfi H. Tuliníus hefur auk mynd-
texta ritað formála að bókinni og
eftirmála um land og þjóð. Bckin
fæst einnig á ensku, þýsku, frönsku
og sænsku.
Útgefandi er Bókaútgáfan Forlag-
ið. Elísabet Ann Cohran hannaði
bókina og annaðist umbrot og um-
sjón með prentvinnslu sem fór fram
í Prentsmiðjunni Odda hf. Bókin er
seld á kynningarverði, 1.980 kr.
■ ÚT eru komnar þrjár ferðabækur
í nýjum bókaflokki; A ferð um land-
ið, eftir Björn Hróarsson. Bjöm er
jarðfræðingur að mennt og hefur
hann einkum fengist við ritstörf og
ljósmyndun af ferðaslóðum um ís-
lenska náttúru. Á ferð um landið
OPNA
LACOSTE
GOLFMÓTIÐ
verður haldið á
GRAFARHOLTI
16. og 17. júlí.
Karla- og kvenna-
flokkur án forgjafar. |
Opinn flokkur með
forgjöf.
Skráning í síma 872215.
í tímaritsformi og margir þessara
titla eru gefnir út á öllum hinum 9
opinberu tungumálum Evrópusam-
bandsins. Útgáfustofnunin hefur
nú söluumboð í öllum löndum Vestur-
Evrópu og víðar.
Bókabúð Lárusar Blöndal mun
hafa allar helstu útgáfur Evrópusam-
bandsins tii sölu í verslun sinni og
einnig verður til staðar hraðvirk
pöntunarþjónusta. Hægt er að gera
áskrifandi að þeim útgáfum sem út
koma regiulegá.
Bækurnar sem verða til sölu í
versluninni verða á ensku, en hægt
er að panta á öðrum tungumálum,
sé þess óskað.
ijallar hver um sinn landshlutann,
sem eru Árnes- og Rangárvalla-
sýsla, Borgarfjörður og Mýrar og
Þingeyjarsýsla. Bækurnar í þessum
flokki verða alls tólf og spanna þær
landið allt.
Á ferð um landið eru í handhægu
broti og samdar með það í huga að
þær séu teknar með í ferðalagið. I
þeim er fjallað um helstu aksturs-
og gönguleiðir, greint er frá vötnum
og ám, ásamt veiði í þeim og vísað
á útsýnisstaði.
Útgefandi er Mál og menning. Á
ferð um landið er 73 bls. hver bók,
þær eru unnar í Odda hf. Kápur
hannaði Margrét E. Laxness og
kosta þær 1.490 krónur.
■ ÚT erjcomin bókin Gönguleiðir
eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson. Bókin
er leiðsögurit um fjórar af vinsæl-
ustu gönguleiðum landsins, Land-
mannalaugar - Þórsmörk -
Herðubreiðarlindir - Svartárkot,
Snæfell - Lónsöræfi og Hvítárnes
- Hveravellir, sem allar eiga það
sameiginlegt að hægt er að gista í
skálum á leiðinni.
í kynningu segir: „í Gönguleiðum
er ferðinni lýst dag fyrir dag, sagt
frá því helsta sem fyrir augu ber og
vísað á náttstaði. í bókinni eru Ieið-
beiningar um útbúnað og kost og
nýtist hún jafnt byijendum sem
lengra komnum á göngubrautinni.
Fjöldi ljósmynda prýðir bókina.“
Útgefandi er Mál og menning. Bókin
er 104 bls, unnin í Odda hf. Kápu
hannaði Margrét E. Laxness. Verð
1.980 krónur. Einnig er hægt að fá
hverja gönguleið yfir sig í sérhefti.
Verð 890 krónur.
Meðal viðburða má nefna 7
myndlistarsýningar 40 myndlistar-
manna, á þriðja tug tónleika, auk
fjölda kvikmyndasýninga, fyrir-
lestra, tískusýninga, rekstur út-
varpsstöðvarinnar Radio Reykjavík
ásamt útihátíð í Regent’s Park og
skemmtisiglinga listatogarans Leifs
Eiríkssonar um Thames-fljót. Há-
tíðinni hafa verið gerð góð skil í
fjölmiðlum á borð við stórblöðin The
Times, Sunday Times, Herald Trib-
une og Evening Standard, vikurit-
um á borð við Time Out og What’s
on og á útvarpsstöðum BBC 3 og
4 og LBC, sem ráðgert er að verði
með beinar útsendingar frá íslandi
20.-21. ágúst næstkomandi.
Samsýning í Barbican Centre
Af myndlistarmönnum má nefna
Huldu Hákon, Ráðhildi Ingadóttur,
Ingu Þórey Jóhannsdóttur, Svövu
KVIKMYNPIR
Iláskólabíó/
Bí ó h ö11 i n
LÖGGANí BEVERLY
HILLS III („BEVERLY
HILLS COP III“) ★ Vi
Leikstjóri: John Landis. Handrit:
Steven E. de Souza. Aðalhlutverk:
Eddie Murphy, Judge Reinhold,
Hector Elizondo, Bronson Pinchot
og Theresa Randle. Paramount.
1994.
EDDIE Murphy skaust upp á
stjörnuhimininn af því að hann bauð
uppá svolítið nýtt í þessum enda-
lausu löggumyndum úr Hollywood.
Hann var kjaftagleiður, fyndinn og
skemmtilegur bæði í „48 hrs“ og
Löggunni í Beverly Hills og síðan
þá hefur hann verið að reyna að
endurtaka leikinn með afar misjöfn-
um árangri. Hann hefur treyst á
gömlu formúlumar sínar en of lengi.
Nýjasta framhaldsmyndin hans er
Löggan í Beverly Hills III og hún
er hvorki fugl né fiskur. Ekki er
hún spennandi, það er sáralítið fynd-
ið í henni og Eddie sjálfur getur
fráleitt notfært sér lengur stælana
sem gerðu hann svo skemmtilegan
einu sinni. Þeir eru of mörgum fram-
haldsmyndum frá sínu besta.
í þetta sinn á Murphy í höggi við
peningafalsara sem tengjast stómm
skemmtigarði í S-Kalíforníu og ger-
ir allt vitlaust eins og venjulega.
Bjömsdóttur, Guðrúnu Hrönn
Ragnarsdóttur og Sólveigu Aðal-
steinsdóttur sem héldu samsýningu
í Concourse galleríinu í Barbican
miðstöðinni. Hið virta Gallery í
Cork stræti sýndi verk þeirra Sig-
urðar Árna Sigurðssonar, Daða
Guðbjömssonar og Helga Þorgils
Friðjónssonar, en listatogarinn
Leifur Eiríksson hýsti verk Húberts
Nóa, Brynhildar Pétursdóttur, Har-
aldar Jónssonar og Hrafnkels Sig-
urðssonar.
Alls hafa um 250 tónlistarmenn
komið fram í Lundúnum á undan-
förnum sjö vikum. Þar má nefna
tónleikaferð Langholtskirkjukórs-
ins með Ólöfu Kolbrúnu Harðar-
dóttur, tónleika Blásarkvintets
Reykjavíkur, Caput hópsins, Eddu
Erlendsdóttur píanóleikara, Sigríð-
ar Ellu Magnúsdóttur, Sverris Guð-
jónssonar kontratenórs og Bjöms
Húmorinn er orðinn afar slitinn.
Gamall löggufélagi eins og Judge
Reinhold þekkir hann jafnvel betur
en áhorfendur og reynir að mjög
láta eins og allt sém hann geri komi
honum enn einu sinni á óvart og
sé mjög óþægilegt fyrir hann. Bron-
son Pinchot, sem kom fram í fyrstu
myndinni, er látinn endurtaka
þreytulega en lítt fyndna hommar-
ullu, sem fær alltof mikið pláss mið-
að við hvað hún er misheppnuð, og
svo treysta menn einhvern veginn
á að gömlu góðu skotbardagarnir
og áhættuatriðin haldi þessu saman.
Engu máli skiptir hversu fyrirsjáan-
legur söguþráðurinn er í handriti
Stevens E. de Souza. Stóra uppgötv-
unin um vonda kallinn í lokin fær
varla hárin til að rísa.
John Landis leikstýrir í þetta
skiptið og virðist skorta það sem
hasarmyndaleikstjórar dagsins
kunna svo vel, og þurfa að kunna í
aukinni samkeppni, nefnilega að
byggja upp hraða í frásögnina,
gæða hana spennu og halda henni.
Ekkert af þessu er á valdi Landis.
Hann er þekktur fyrir að setja frægt
kvikmyndafólk í myndirnar sínar og
mér sýndist George Lucas bregða
fyrir í lítilli rullu. Hann hefði betur
varið tíma sínum í að auka alvöru
skemmtigildi myndarinnar. Eddie
Murphy hefur ekki verið heppinn
með myndir uppá síðkastið og það
er farið að segja til sín. Fleiri svona
myndir gætu gert útaf við hann.
Arnaldur Indriðason
Steinars Sólbergssonar orgelleikara
og hljómsveitanna Bong og Bubbl-
eflies.
íslensk útvarpsstöð
Aðrir gestir voru sjónvarpsmað-
urinn Magnús Magnússon, Björg
Guðmundsdóttir, rithöfundurinn
Guðmundur Andri Thorsson, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir leikkona, leikar-
inn og söngvarinn Egill Ólafsson,
ungfrú ísland, Margrét Skúladóttir
Sigurz, og útvarpsfólkið Kristín
Ólafsdóttir, Gestur Guðmundsson
og Þorsteinn J. Vilhjálmsson við
Radio ísland er útvarpaði íslenskri
tónlist og menningu í júnímánuði.
50 Northern Light Years barst
óvæntur liðsauki er Kristján Jó-
hannsson söng aðalhlutverk í Aidu
í konunglegu óperunni í Covent
Garden. Kristján söng fyrir fullu
húsi og var fyrstu heimsókn hans
í óperuhúsið fagnað.
Listahátíðinni lýkur formlega
þann 22. þessa mánaðar með fem-
um tónleikum í St. Martin’s in the
Fields.
Nýlendu-
kórinn í
Berlín
NÝLENDU-
KÓRINN í
Berlín, sem er
að mestu
skipaður ís-
lendingum,
komst á síður
Berliner
Morgenpost-
en þegar Júlíana Rún
hann kom Indriðadóttir
fram í mót-
töku sem konsúll íslands í Berl-
ín, Andreas Howalt, hélt í til-
efni af lýðveldisafmælisins 17.
júní sl. I stuttri fétt í blaðinu
mánudaginn 20. júní er sagt frá
móttökuni og þess getið að
gestir hafi verið yfir sig hrifnir
af kómum.
Nýlendukórinn f Berlín var
stofnaður haustið 1993. í hon-
um eru um 20 manns. Flestir
eru meðlimimir íslenskir en á
meðal þeirra eru einnig nokkrir
Þjóðveijar og einn ítali. Stjóm-
andi kórsins er Júlíana Rún
Indriðadóttir. Hún hefur búið í
Berlín síðan 1989. Kórinn
hefur komið fram víða að und-
anfömu. Auk þess syngja í
móttöku konsúls íslands í Berl-
ín hefur hann sungið í neðan-
jarðarlestarkerfinu, á elliheimil-
um, á Islendingamótum og í
boði til heiðurs dr. Wolfgang
Edelstein í Max-Planck Institut
í Berlín. Kórinn hélt einnig tón-
leika í einni elstu kirkju Berlín-
ar, Nikilaikirkju, sunnudaginn
5. júní sl. og voru þeir vel sótt-
ir. Einsöngvari var Hanna Dóra
Sturludóttir og Júlíana Rún var
kórstjóri og einleikari.
Islensk
bygging-
arlist í
Arhúsum
NORRÆNA húsið í Reykjavík
stendur fyrir íslandsviku í Ár-
húsum í haust. Meðal þess sem
verður boðið upp á verður sýn-
ing á íslenskri byggingarlist
sem sett verður upp í samvinnu
við Arkitektaskólann í Árhús-
um. Sagt var frá því í Morgun-
blaðinu í gær að Árkitektaskól-
inn fengi 110.000 dkr. frá nor-
ræna Menningarsjóðnum vegna
þessa verkefnis en í fréttinni
kom ekki fram að sýning skól-
ans er að fmmkvæði Norræna
húsins í Reykjavík. Þetta verður
stærsta sýning á íslenskri bygg-
ingarlist sem haldin hefur verið.
Styrkinn frá Menningarsjóðn-
um á að nota til að ferðast með
sýninguna á milli Norðurlanda.
Frá Árhúsum fer sýningin til
Tromso þar sem hún verður
hluti af menningardagskrá sem
haldin er í tenglsum við fund
Norðurlandaráðsins í nóvem-
ber. Því næst fer sýningin til
Kaupmannahafnar og að öllum
líkindum áfram til Helsinki,
Stokkhólms og Osló.
Tryggvi
Olafsson á
Hornafirði
TRYGGVI Ólafsson myndlist-
armaður hélt sýningu á verkum
sínum 1.-3. júlí sl. í Pakkhúsinu
á Hornafirði.
Bræðurnir Tryggvi og Loftur
gáfu heimilisfólkinu á Skjól-
garði, heimili aldraðra í sýsl-
unni, verk í minningu um Guð-
laugu Margréti Bjarnadóttur,
móðursystur þeirra.
Listahátíð í London
senn að ljúka
ALLS hafa rúmlega 500 íslenskir listamenn úr íjölmörgum greinum lagt
leið sína til Lundúna það sem af er árinu. Þar af komu fram um 300
listamenn á viðamestu listhátíð sem íslendingar hafa haldið á erlendri
grundu, lýðveldishátíðinni „50 Nothem Light Years".